Alþýðublaðið - 25.11.1962, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 25.11.1962, Qupperneq 10
Werner von Moltke í keppni MYNDIN sýnir hinn snjalla tugrþrautarmann Þjóðverja, Werner von Moltke í kringlu kasti í tugrþrautarkeppni Evr ópumeistaramóísins í Bel- grad. Moltke varð annar í þeirri keppni, með aðeins 4 stigum Iakari árangur en Rússinn Kusnetzow. mHWWMWWWitOWMWM Ritstiórl: ðRN EIÐSSON Beztu frjálsíþróttaafrekin í Evrópu '62 Evrópumet sett í sleggjukasti Þ Á ER KOMIÐ að síðustu greinunum í þessu spjalli um beztu frjálsíþróttaafrek Evrópu 1962. Það eru sleggjukast, spjót- kast og tugþraut. í sleggjukasti er Ungverjinn Zsivotzky langbeztur, hann kast- aði lengst 70,42 m., sem er nýtt Evrópumet. Þessi geðþekki Ung- verji hefur verið í fremstu röð evrópskra sleggjukastara undan- farin ár og nú loks tókst honum að skipa efsta sætið. Hinir nýju toppmenn Rússa í sleggjukasti, Bakarinov og Baltovskip eru nr. 2 Handboltinn kvöld t KVÖLD kl. 8,15 heldur meist- aramót Rvíkur í handbolta áfram að Hálogalandi. Háðir verða sjö Ieikir í yngri flokkunum, en auk þess leika Valur og Víkingur í mfl. kvenna. og 3, en olympíumeistarinn Ru- denkov er sjötti. Tékkinn og Aust- urríkismaðurinn Thun settu báðir landsmet. Annars er „breidd” Rússa mikil í þessari grein eins og mörgum öðrum. Afrek beztu manna í spjótkasti eru mjög góð og enn eru það Rússamir, sem skipa efstu sætin. Hinn ungi kastari Janis Lucie er fremstur með nýtt rússneskt met, 86,04 m., sett seint í haust. Hann er tvímælalaust bezti spjótkastari í Evrópu, mjög öruggur og kastar sjaldan styttra en 80 m. Hann sigr- aði með töluverðum yfirburðum á EM í Belgrad. í öðru sæti er Kusnetzov og í þriðja, heimsmethafinn Carlo Lie- vore frá Ítalíu. Þá er Pólverjinn Machowina, nokkrum sm. á und- an landa sinum Sidlo. Alls köst- uðu 10 menn lengra en 80 m. sl. sumar. Afrekaskrá Evrópu í tugþraut hefur sennilega aldrei verið jafn- góð og nú. Hinn gamalkunni Va- silij Kusnetzov skipar enn efsta sætið, en litlu munar. Þjóðverjinn FINNSKA frjálsíþróttasambandið hefur valið Olavi Salonen sent fulltrúa Finnlands í nýjárshlaup- inu í Sao Paulo. J Werner von Moltke er rétt á eft- ir, það munar aðeins 4 stigum. Báðir náðu þeir afrekum sfnum á EM í Belgrad. Moltke og landi hans Boek hafa sýnt mjög miklar framfarir f tugþraut á árfnu og verða báðír skeinuhættir Banda- rfkjamönnunum í Tokfo. Það kem- ur skemmtilega á óvart, að spjót- kastarinn Lucie skuli vera í fjórða sæti með frábært afrek, án þess að hafa æft allar greinar þrautar- innar. Hann varð Sovétmeistari í ár. Ef til vill gæti Lusie náð lengst allra þessara kappa, ef hann æfði 1 sínar veiku greinar. Hér koma afrekin: SLEGGJUKAST: G. Zsivotsky, Ungverjal. 70,42 m. J. Bakarinov, Sovét 68,9 m. A. Baltovskij, Sovét 68,17 m. J. Matousek, Tékk. 67,82 m. H. Thun, Austurríki, 67,14 m. V. Rudenkov, Sovét, 67,02 m. V. Tatarintsev, Sovét, 66,80 m. J. Nikulin, Sovét, 66,66 m. R. Klim, Sovét 66,14 m. SPJÓTKAST: J. Lusis, Sovét, 86,04 m. V. Kusnetzov, Sovét 85,64 m. Framh. á 13. síðu HINN þekkti knattspyrnumaffuí Garrincha hefur tjáð fréttamönn- iim aff hann sé hættur knatt spyrnukeppni. J SKÍÐAGÖNGUMAÐURINN Ass- ar Rönnlund hlaut gullmerhi sænska dagblaðsins í ár. Þetta er sú mesta viðurkenning, sem sænsk um íþróttamanni getur hlotnazt EFTIR að Lausanne, Sviss dró til baka umsókn sína um sumarleik- ana 1968 hefur Mexico City sótt um þá. | * 10 25- nów. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ •itti rm i i FRAM-FH KL4 í DA6 Þ A Ð er í dag kl. 4, sem Fram, tslandsmeistararnir 1962 innanhúss mæta FII, ís- Iandsmeisturunum utanliúss. Lcikurinn fer fram að Há- logalandi. Mikil eftirvænting ríkir- meðal handknattleiks- unncnda um úrslit í þessum leik. Fram hefur átt ágæta leiki á þessu hausti, sérstak- lega er mönnum minnisstæð frammistaða liðsins gegn dönsku meisturunum Skov- bakken í byrjun þessa mán- aðar. FH hefur ekkert leikið í haust, en Hafnfirðingar hafa æft vel og reikna má meff þeim sterkum. Það má ganga út frá því sem gefnu, að hér verður um skemmti- lega viðureign að ræffa. Stærri myndin er af Iiði

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.