Alþýðublaðið - 25.11.1962, Síða 12

Alþýðublaðið - 25.11.1962, Síða 12
ALLMARGIR Kaupmannahafnarbúar urSu fyr-. ir skömmu vitni að því er flugvél rakst á reyk- háfinn á útvarpshúsinu , Höfn. Flugvélin rást nálg ast úr f jarska og að lokum virtist árekstur gjör- samlega óumflýjanlegur. Fólk hélt að þarna mundi það verða vitni að hryllilegu flugslysi, en svo var þá ekki. Rétt í þann mund er flugvélin var að því kom in að rekast á skorsteininn áttuðu menn sig á því að þarna var aðeins um flugmódel að ræða. Vængjahaf þess var þó 2 metrar en strokklengd in 1,5 metrar. Ekki gat fólk gert greinarmun á módelinu og lítilli flugvél þegar það var hátt í lofti. Lögreglan tók málið í sínar hendur og í ljós kom að hér var f jarstýrt fluginódel með benzín- mótor að ræða, sem einhverra hluta vegna hafði lent á villigötum. Vafalaust hefði það getað vald ið slysum ef það hefði lent í mannþröng mið- horgarinnar. Reyndu nú að læra eitthvað af því, sem Þeir hafa löglega afsökun, — ég er búinn með niður að bílnum. ég hef verið að kenna þér. að binda þá. Af hverju koma þeir ekki sjálfir hingað. Ég . . . ég ætla að biðja þig um að koma Rússiieskt ævintýri eftir D. Namin-Sibiryak Donni, Hvellur og Jónas fyrir víst. Við erum góðir vinir. Við borðum meira að segja stundum saman. Hann borðar, en ég tíni upp molana. — B(ðið þið dálítið, vinir, við skulum ræða málið, sagði Jónas. Leyfið mér að þvo af mér mesta sótið fyrst, en svo ætla ég að dæma um það, hvor ykkar hefur rétt fyrir sér. Á meðan átt þú að róa þig svolítið, Hvellur. — En ég er rólegur. Ég hef ekki gert neitt af mér, hrópaði Hvellur. Ég skal sýna þér, hvernig Danni blekkti mig. Ég skal kcfína honum! Sótarinn Jónas settist niður á bakkanum, lagði nestisböggulinn sinn á stein rétt hjá og þvoði sér um andlit og hendur. Svo sagði hann: — Jæja, vinir. Nú skulum við ganga úr skugga um, hvor ykkar hefur á réttu að standa. Hvellur, — þú ert fugl, — Danni, þú eil fiskur. Er það ekki rétt? — Jú, jú, svöruðu báðir í kór. — Jæja, þ: skulum við halda áfram. Fiskurinn lifir í vatni og fuglinn í loftinu. Er það ekki rétt? Ormurinn lífir í jörðinni. Allt i lagi. Sjáið nú til: Jónas opnaði nestismalinn. Þar var aðeins rúg- brauðshleifur með engu smjöri. Það var nú allur hádegismaturinn hans. Hann -setti brauðið á stein- inn og sagðir Lítið þið á. Vitið þið hvað þetta er. Brauð. Ég þrælaði og vann fyrir því, og ég mim líka neyta 'ZíWr' Unglingasagan: BARN LANDA- MÆRANNA „Snertu mig ekki eða ég drep þig“ sagði hann grimmd arlega. „Þegiðu. Ég er að hugsa.“ Hann hallaði sér upp að tré og var lengi hugsi. Loks sagði hann: „Farðu með bréf ið fyrir hann á morgun.“ „Hvert?“ spurði Lew sem enn skalf fyrir reiði hús- bónda síns. „Þangað scm það á að fara þverhausinnn þinn.“ „Á Ranger búgarðinn?“ „Skilurðu ekki fyrirskip- anir?“ „Jú,“ sagði Lew og vissi ekki hvað stóð á sig veðrið. Loks dirfðist hann að segja: „Benn ég skil þig ekki. Ég geri ráð fyrir að ég sé að gerrj einhverja vitleysuna. En ætlarðu að henda sjö milljónum á glæ, Benn?“ Skuggalegur hncfi reið að Lew og honum tókst jneð naumindum að skjótast und an. William Benn kom til hans „Mig langar mest til að drepa þig,“ sagði Benn. „Þú ert eiturnaðra. Gerðu það sem ég segi þér og dirfstu ekki að svara mér. Éttu skít.“ Hann gekk á brott og Lew starði á eftir húsbónda aín um. Hann hafði þekkt Willi am Benn í mörg ár cn aldrei hafði hann séð hann jafn reið an og nú. Hann var sann- færður um að baki fram- komu Benn gagnvart drengn um væri eitthvert leyndar- mál. Eitthvað sem honum var ekki unnt að skilja, en eitthvað sem myndi þjóna tilgangi sínum fyllilega. 25. Bréfið. Þó LeW færi óðfúslega með bréfið hraðaði liann för sinni og hann kom á Ranger búgarðinn um hádcgisbil. Maud Ranger var ekki heima og hann lét frú Ranger fá bréfið. Kún tók við því súr á svip „Hvernig líður drengn- um?“ spurði hún. „Hvernig líður þeim sem skotnir eru í gegnum haus inn?“ spurði Lew illilega. „Skotinn gegnum liausinn! Ekki var hann það!“ „Ekki það,“ sagði Lew „Hann var svo heimskur að bjóða Charlie Perkins að skjóta fyrstum." „Varst þú viðstaddur?“ „Nei, því miður ég hefði skotið hann eins og liund." Hún brost. „Og hvernig lék herra Parkins á herra Mancos?“ „Með því að tala.“ „Ætlarðu að bíða eftir Maud?“ „Mér var ekki sagt að bíða eftir svari.“ „Áttirðu ekki að bíða eft ir svari?" sagði frú Ranger undrandi. „Nú svo hann er að tilkynna komu sína.“ 12 25. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.