Alþýðublaðið - 25.11.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 25.11.1962, Blaðsíða 15
eftir Georges Simenon DLAT INSIEI 7. KAFLI. Um leið og dymar lokuðust á eftir lögfræðingnum, sem hann hafði rætt málið við frá tækni- legu sjónarmiði, hafði lögreglu stjórinn beðið Lucas að koma til sín. „Ég held, að endanlega hafi verið borin kennsl á þennan Monsieur Bouvet yðar“, sagði hann. „Annað hvort skátlast. mér hrapallega eða þá, að þetta var systir hans, sem var hér á skrifstofunni hjá mér rétt áð- an“. Svo, er hann hafði skýrt leyni lögreglumanninum frá samtalinu: „Við verðum að hafa samband við Roubaix. Það er augljóslega ekki nóg, að gömul kona komi til okkar og lýsi yfir um leið og bendir á ljósmynd, ,Þetta er bróðir minn, sem- ég lief ekki séð síðan 1898; auk þess hafði hann sams konar ör á liægri fót legg‘.“ „Sjötíu og sex ára!“ andvarp aði Lucas. „Hvað meinið þér?“ „Ekkert. Ég skal hringja til út kallssveitarinnar í Lille að smala saman öllum gráskeggjum í Raubaix og nágrenni, sem ein- livern tíma kunna að liafa leik ið sér við Lamblot litla. Það get nr verið, að skólinn geymi skrá yfir gamla nemendur, og það getur hjálpað. Hvað sjálfum mér viðvíkur, þá ætla ég að fara og skoða skrár lagaskólans, og ég hlýt að geta fundið einlivern gamlan lögfræðing, sem var við nám á sama tíma og okkar mað ur. Á stuttu máli, ellin gerir þetta einfaldara. Það þýðir ekk crt að leita að neinum, sem er undir sjötiu og fimm eða kann ski sjötíu og tveggja ára aldri, og þegar maður er kominn í þann aldursflokk fer mönnum að fækka.“ „En það gefur okkur hins veg ar engar upplýsingar um, hvað hann getur hafa verið að gera frá tuttugu og þriggja eða tutt- ugu og fjögurra ára aldri, þegar hann virðist hafa farið frá Par- ís, og fram til fjörutíu og f.imm ára aldurs, þegar hann, sem Sam uel Marsh og vellauðugur, kvænt ist í Panama.“ „Haldið þér, að gamla konan, sem var hérna áðan, sé einlæg?“ ,íg er sannfærður um það, en henni kann að skjátlast." „Það mundi koma mér á ó- vart, ef ekki yrðu allmargir aðr ir til þess á næstum dögum að bera kennsl á hann. Um leið og blöðin hafa mihnzt á guöpen ingana! Munið þér eftir mann- inum, sem misst hafði minnið, og hafði hundrað þúsund franka í veskinu sínu? Það voru aðeins hundrað þúsund frankar! Fimm konur börðust, eins og villidýr, út af þeim.“ „Ég held ekki, að slíkt komi til greina í sambandi við Mad- ame Lair. Ef til vill gefur inn- brotið okkur einhverja vísbend- ingu.“ „Ég efast um það. Ég vann við það í allan morgun og stend enn nákvæmlega í sömu sporum., Vit ið þér að hvaða niðurstöðu ég komst að lokum? Hún er sú, að þetta verk líti út, eins og það hafi verið unnið af náungum frá Saussaiegötu." Monsieur Guillaume brosti. Það var gömul keppni, svo ekki væri sterkar að orði komizt, milll aðalstöðva Parísarlögreglunnár á Quai des Orfevres, og Saussaie- götu, þar sem leyniþjónustaig er til húsa. Það var satt, að menn- irnir í Saussaiegötu voru ekkl alveg hinir sömu og á Quai des Orfevres. Þeir höfðu meiri af- skipti af pólitískum málnm. Stundum var brotizt inn í hús öldungadeildarmanns eða full- trúadeildarþingmanns, og _þá vissu þeir, sem fylgdust með, hvað um var að vera. „Þér skiljið hvað ég á við. Þetta var unnið af fagmanni. Hins vegar gætti náunginn þess að skilja ekki eftir sig nein nierki, er hægt væri að þekkja hann af. Innbrotsþjófur hefð' gert hið sama, en innbrotsþjóf ur hefði ekki skilið gullpening- ana eftir. Hins vegar hirti hann ekki um að leyna næturheimsókn sinni, þó að það hefði verið auð velt. Munið þó, að þetta er að- eins liugmynd, kannski hugboð.“ „Það væri dálítið undarlegt, finnst yður ekki?“ „Það var áreiðanlega ekki um renningurinn, sem fór inn í hús ið. Hann hefði ekki haft ráð á að kaupa sér gúmmíhanzkana, sem notaðir voru, og voru færð ir mér rétt áðan. Einhver krakkl fann þá á bakkanum um hundr að metra frá húsinu. Ég fæ ekki heldur séð, að frú Marrsh hafi þann taugastyrk, sem þurfti til að vinna verkið. Mér datt í hug dóttir hennar og tengdasonur." „Hvað gerir tengdasonurinn?" „Hann er myndasali. Þau hjón- in búa flott, þó að þau séu blá- fátæk. Þau hafa nýtízku íbúð á Quai de Passy, þar sem þau hafa ekki einu sinni borgað liús gögnin; þau skulda tveggja ára skatta. Þau skulda peninga út um allt, borða venjulega á Champs-Élysées og eyða kvöld unum á næturklúbbum. Þér kann izt við þess háttar fólk.“ „Já.“ „Verzlunin hefur ekki umboð fyrir einn einasta þekktan mál- ara. Þeir hafa aðeins gamlar myndir, meira eða minn ófalsað- ar, ekki eina einustu mynd eftir frægan meistara, aðeins riss, ó- merktar skyssur og vafasöm verk. Siðastliðin þrjú ár hafa þau verið að vonast til þess á hverj- um degi að verða forrík, því að þau hafa grafið upp áður óþekkt Rembrandtmálverk og allt þeirra líf snýst um það. Ég veit ekki hvaðan það kom, eða nákvæm- lega hver átti það. Fyrst urðu þau að fá sérfræðinga til að stað festa að það væri ófalsað og það tók marga mánuði. Þeim tókst að lokum að finna tvo sem voru fúsir til að telja málverkið eftir Rembrandt, en það voru annars flokks sérfræðingar. „Nú eru þau á liöttunum eft- ir kaupanda. Það er þess vegna, sem þau fara svo mikið út, eink um á staði, þar sem möguleikar eru á að hitta ameríska milljón- unga. „Þau hafa sent ljósmyndir af málverkinu til New York, Bost- on og Chicago. „Svo virðist sem eitthvert mál verkasafn þar í landi hafi ákveð ið að kaþpa það fyrir eitt eða tvö liundruð þúsund dollara, ef þrír af helztu séTfræðingum Bandaríkjanna verða sammála um, að það sé öfalsáð. „Eins og ég sagði yður liefur þetta staðið í þrjú ár.Þau hafa bókstaflega lifað á þessu í þrjú ár og alltaf vonazt til að málin gengju alveg á næstunni. Einn af sérfræðingunum átti leið um ■ París og gerði hvorki að játa eða neita. Annar er væntanlegur til Brussel eftir nokkra daga. „Takið auk þess eftir því, að fara þarf laumulega með allt þetta mál, þvi að ríkisstjómin mundi ekki leyfa, að málverkið væri flutt burtu úr Frakklandi. „Það gaf mér þá hugmynd, að eiginmaðurinn, Frank Gerva- is, væri ef til vill þess háttar maður, sem brýzt inn i íbúðir manna með gúmmihanzka. „En eins og nú er ástatt fyrir þeim, hefði hann áreiðanlega ekki getað staðizt freistingu gull- peninganna.“ „Nema hann væri viss um, að kona hans mundi erfa þá“. „Ég veit það. Ég hugsaði um það. Hvað sem öðru líður þá er það ekki hann. Ég lét Marette athuga það. Hann hefði ekki get að verið á Quai de la Tournelle þá nótt. Gamla konan yðar var sennilega þar ekki heldur, og þá eigum við aðeins eftir gömlu kon una hans Monsieur Beaupere.“ „Er hann búinn að finna hana?“ „Ekki ennþá. Hann finnur hans. Og aðrir koma af sjálfs- dáðum. Og ég sem átti að fara í frí eftir þrjá daga! Bara að þessi helvítis stúdent hefði ekki átt myndavél . . . Finnst yður ekki, að þessi Bouvet eða Lamblot eða hvað hann nú hét hafi verið að gefa fólki langt nef allt sitt líf?“ Lucas var að fara nöldrandi út, ef til vill ekki eins reiður og hann þóttist vera, þegar síminn hringdi. „Halló . . . það er hann . . . Já . . .“ Hann beið við dyrnar eftir að yfirmaður hans lyki samtalinu. „Eruð þér viss? . . Hvaða ár? . . . 1897? . . . Já, hver fjand- inn! Farið í skjalasafnið . . Kom ið niður með kortið ..." Þegar hann lagði frá sér sím tálið, leit hann á Lucas með stríðnisglampa í augum. „Þeir hafa gert allar venjuleg ar rannsóknir þarna uppi á lofti, af því að þeir vita raunverulega ekki hvað um er að ræða.“ Úr því að þeim hafði verið fengið lík í hendur, höfðu þeir gert á því allar venjulegar rann sóknir. Og gagnstætt öllum von- um hafði fengizt jákvæð útkoma úr fingraförunum. „Kortið hans er búið að vera í skjalasafninu síðan 1897. Það er jafnvel eitt af hinum elztu, og það er jafnvel hugsanlegt, að Bertillon sjálfur hafi tekið fingra förin.“ Þeir þurfti ekki að bíða lengi. Starfsmaður kom með kortið, sem á voru þrenn, fremur óljóa fingraför, og Monsieur Goul- laume flýtti sér að líta á bakhlRL kortsins, áfjáður í að vita h|áal skrifað var þar: ± Mancelli málið. 28. febrúac^ 1897. Fingraför tekin af linífnum sem notaður var við morðiff„ Vopnið gert upptækt. ■, Það var enginn í öllu húsinu, sem mundi eftir Mancellimál- inu. Þeir, sem hefðu getað sagt’ eitthvað frá því, voru allir dánir fyrir löngu eða hættir störfum. En einmitt þetta kort hafðf viss áhrif, því að það var af gerðf. sem ekki hafði verið notuð árurn^ saman, og, eins og Monsieur Guillaume hafði sagt, þá var lang líklegast, að það hefði verið fyllt' út af Bertillon, sem á þeim tíma, hafði verið yfirmaður tæknideild, -arinnar. ► Aftur hringdi síminn. „Halló .... Eruö þér viss? ;o9. Þakka yður fyrir ....*’ „Það var leiðinlegt,” sagði hann, við Lueas. „Það hlýtur einhvem tíma að hafa verið til skýrsla um Mancelli f skjalasafninu, ett hún finnst þar ekki lengur.” „Eg skal senda einhvern yfip í dómhöllina.” „Það tekur þá viku að grafa upp í hanabjálka. Eg held, að þér komizt fljótar að þessu með því að fara gegnum blöðin, sem gefin voru út á þessum tíma.“ Honum datt eitthvað í hug, sent kom honum til að brosa. „Hver skyldi afstaða kvenn- anna verða nú. Madame Lair. hlýtur enn að vera á Quai de la Tournelle og hefur ekki hug-r mynd um, að bróðir hennar, sem hún er nýbúin að bera kennsl á með mestu ánægju, skildi einu inni eftir fingraför sín á hníl og var leitað af lögreglunni. Hún var vissulega enn á bakk-: anum ásamt leynilögreglumann-. inum, sem hún hafði þegar í stað róað. Það var hún, sem bafði barið að dyrum hjá Madame Je- anne og brosað til hennar btíðu brosi, sem aðeins bar vott ura dapurleika. „Mér þykir leitt að trufla yð-, ur.” Þessi orð áttu ekki illa við, þvív að hún hafði truflað rifrildi við. „Maður verður að reðda sér einhvern veglnn, — ef aff maðup á að vera i staelnnm“. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. nóv. 1962 15 *•

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.