Alþýðublaðið - 25.11.1962, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 25.11.1962, Qupperneq 16
. * - Heimsækir klerka og kirkjur HINGAÐ er kominn sænskur prestur, séra Ha- rald Nyström, á vcgum lút- erska heimssambandsins. Hann hefur dvalizt í nokkra daga hérlendis og' kynnvt hérlendum prestum og ferð- ast um milli kirkna, byggðra og hálfbyggðra. Þessi mynd var tekin í fyrradag, en þá fór hann ásamt biskupnum ' yfír íslandi, herra Sigurbirni Einarssyni að skoða hina nýju kirkju, sem er að rísa af • grunni í Kópavogi. Á myndinni (frá vinstri) •biskupinn, sr. Harald Ny- s.tröm og sóknarpresturinn í Kópavogi, sr. Gunnar Árna- son. I Útför Jórts Stefánssonar á miðvikudag RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið, með samþykki vandamanna Jóns Stefánssonar, listmálara, sem and- aðist 19. þ. m., að jarðarför hans fari fram á vegum ríkisins. Fei útförin fram frá Dómkirkjunm miðvikudaginn 28. nóvember n. k. klukkan 13:30. Menntamálaráðuneytið, 24. nóvember, 1962. .43. árg. — Sunnudagur 25. nóvember 1962 - 261. tbl. LJÓSLAUS í VARHSKIPIÐ Ægir tók aðfara- nótt laugardagsins brezkan togara að veiðum út af norðanverðum Breiðafirði, 3 sjómflur innan fisk- veiðitakmarkanna. Var togarinn algjörlega ljóslaus og hefur ætlað að fela brot sitt í skjóli myrkurs- ins. INNBROT INNBROT var framið í verzlun- ina Goðaborg aðfaranótt laugar- dagsins. Engu mun þó hafa veriö stolið þar. Eigandi Goðaborgar hefur látið koma fyrir þjófabjöllu kerfi í verzluninni, sem hringir hátt og ákaft komi óboðnir gestir þar inn Telur lögreglan að þetta liafi nægt til að stökkva liús- brotsmönnunum á flótta. Blaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Landhelgis- gæzlunni um töku togarans: í nótt var brezki togarinn AST- ON VILLA, GY 42 tekinn að meintum ólöglegum veiðum út af norðanverðum Breiðafirði af varð- skipinu, og komu skipin til ísa- fjarðar snemma í morgun, þar sem málið mun tekið til rannsóknar í dag. Var skipið að veiðum með vörpuna úti um 3 sjóm. innan fiskveiðitakmarkanna og algjör- lega Ijóslaust. Skipstjóri var hinn prúðasti og stöðvaði skip sitt að beiðni varðskipsins um eina sjó- mílu innan markanna. Hafði hann verið tvo daga að veiðum hér við land. ASTON VILLA er allstór tog- ari, byggður 1946. Skipherra á varðskipinu Ægi er Haraldur Björnsson. ÆSKULÝÐSRÁÐ Á ÍSAFIRÐI ísafirði. Á FUNDI bæjarstjórnar ísafjarð- ar nýlega var samþykkt að gang- ast fyrir stofnun æskulýðsráðs í bænum, er liafi með höndum yfir- stjórn tómstundastarfs unglinga og svo annarrar starfsemi fyrir æskulýð bæjarins, auk þess sem f>að verði jafnframt bæjarstjórn- inni til ráðuneytis í málefnum æsk tmnar. Æskulýðsráðið er skipað full- truum, fimm eru kosnir af bæjar- íájórn, en fjórir eru tilnefndir af Tómstunda- og æskulýðsfélagi tsafjarðar, en það eru samtök ýmissa félaga í bænum, sem hald- ið hafa uppi af og tii tómstunda- starfi unglinga. yHWWWWMWMWMWW ‘i ' " ji Kvö/dvaka á Akranesi MUNIÐ kvöldvökuna í flokksheimilinu í kvöld kl. 9:00. Til skemmtunar: Upp- léstur, litkvikmynd frá Ber- Iín og bingó. — Munið einn- ig að flokksskrifstofan verð- ur fyrst um sinn opin á mánudagskvöldum. MW^MVMMtHMMMMMMMM Þessir eru kjörnir af bæjar- stjórninni: Aðalmenn: Jón H. Guðmundsson, skólastj. Sigurður Kristjánsson, prófastur. Ámi Guðbjarnason, iðnnemi. Garðar S. Einarsson, afgr.maður. Sjöfn Magnúsdóttir, frú Varamenn: Arndís Ámadóttir, frú Eyvindur Eiríksson, kennari Bjarney Ólafsdóttir, frú Samúel Jónsson, framkvæmdastj. Ólafur Þórðarson, bakari. _________ B.S. Skólatón- leikaför LÚÐRASVEITIN Svanur fer sína aðra skólatónleikaför austur fyrir fjall. Fyrri tónleikarnir voru haldnir að Hlíðadalsskóla í Ölfusi, en að þessu sinni verða þeir að Laugarvatnsskóla í dag. — Hljómsveitin mun leitast við að velja verkefni við hæfi skólafólks- ins. Hljómsveitin hefur nú starf- að í 32 ár. Starfandi meðlimir liljómsveitarinnar eru nú 95. — Stjórnandi hljómsveitarinnar er Jón G. Þórarinsson. Hvor laug um mál LIV Sverrir eða Hannibðl? Á ÞINGI Alþýðusambands ins, sagði Ilannibal m. a., er L. í. V.-málið var til umræðu, að ekki væri von, aö hann fagnaði þeim mönnum í A. S. í., er kallað hefðu sig lyg- ara á erlendum vettvangi. ^ Átti Hannibal þar við Það, að Sverrir Hermannsson hafði sagt á fundi í Visby i Svíþjóð, að ástæður þær, er Hannibal hefði tilgreint fyrir því, að A. S. í. vildi ekki taka L. í. V. í samtökin væru „ren lögn“ (hrein lygi). Á þingi norska Alþýðusam- bandsins var Ilannibal spurð- ur að þvi, hvers vegna A. S. í. hefði ekki tekið L. í. V. í samtök sín. Svaraði hann þvi til, að það væri vegna þess, að atvinnurekendur væru i L. í. V. Á fundi samvinnu- nefndar verzlunarmanna á Norðurlöndum, sem lialdinn var í Visby í Svíþjóð, var Sverrir Hermannsson spurð- ur að því, hvort það væri rétt er Hannibal hafði svarað til í Noregi. Sverrir svaraði neit- andi og sagði að það væri lirein Iygi. S.l. vor var hér á ferð rit- ari danska Alþýðusambands- ins, Jens Risgaard Knudsen, og var hér í boði Alþýðusam- bands íslands. í viðtölum við Ilannibal bar mál L. í. V. á HANNIBAL SVERRIR góma. Mun Hannibal þá hafa haldið fram hinum fyrri á- stæðum um það, hvers vegna L. í. V. hefði ekki verið tekið í A. S. í., þ. e. ástæðimi þeim, er Sverrir Hermannsson táldi rangar. Til þess að taka af allan vafa um það, hver hefði frið með rétt mál í þessu efni sneri L í. V. sér til danska verzlunarmannasam- bandsins og bað það að fá hjá ritara danska Alþýðusam- bandsins skriflegar yfirlýs- ingu um ummæli Hannibals um málefni L. í. V. Barst svarið í gær og las Guðmund- ur Garðarsson formaður V. R. það upp á fundi Alþýðusam- bandsþings. í svari ritara danska Alþýðusambandsins, sagði m. a.: „Þær upplýsingar, sem ég fékk hjá forseta Alþýðusam- bands íslands, Hannibal Valdimarssyni, eru langt frá því að vera samhljóða (langt fra var sidelpbende) þeim upplýsigum, sem ég hafði áður fengið frá Sambandi verzlunar- og skrifstofufólks í Danmörku. Ennfremur vil ég bæta því við, að þær upp- lýsingar, sem ég fékk frá öðr um aðilum á íslandi, gerðu mér alveg Ijóst, að ekki er unnt að líta svo á, að upp- lýsingar Hannibals Valdimars sonar séu í samræmi við staðreyndir. Aftur á móti Framhald á 14. síðu,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.