Alþýðublaðið - 28.11.1962, Síða 10

Alþýðublaðið - 28.11.1962, Síða 10
Frá ársþingi Frjálsíþróttasambandsins: Unglingakeppni og landskeppni við Dani lackburnl HANDBOLTI SVISS vann Frakkland í hand- knattleik með 20:13. íslendingar eiga að leika við Frakka í febrúar eins og kunnugt er. NORÐMENN sigruðu Vestur-Þjóð verja í handknattleik um helgina með 17:14. í hálfleik var staðan 8:7 fyrir Norðmenn. Úrslit þessi komu mjög á óvart, en þess ber þó að geta, að Norðmenn eru í mikiili framför í handknattleik BLACKBURN er stofnað 1874 og eru þeir meðal stofn- enda Football League 188S. Þeir voru löngum meðal sterkustu iiða Englands, en heldur hcfur dofnað yfir nafni þeirra nú á seinni áratugum. Hér er svo skrá yfir árang- ur þeirra: 1. deild: Meistarar: 1911-12 og 1913-14. 2. deild: Meistarar: 1938-9 og 1957-8. Sigurvegarar í bikarkeppn- inni: 1884, 1885, 1886, 1890, 1891 og 1928. í úrslitum bikarkeppninnar: 1882 og 1960. Blackburn leikur í blá-hvít köflóttum skyrtum og hvítum buxum. Völlur þeirra er Ew- ood Park og er aðsóknarmctið 61.783 gegn Bolton í 6. um- ferð bikarkeppninnar 2. marz 1929. Markhæsti leikmaður: E. Harper 43 mörk í 1. dcild 1925-6. Árangur Blackburn í deild unum frá upphafi: Leikið 2420, unnið 952, jafnir 543, tapaðir 925, mörk 4097- 4021, stig 2447. Ritstiófi: ÖRN EIÐSSGN Sundmót Ægis í kvöld SUNDMOT Ægis fer fram í Sundhöllinni í kvöld og hefst kl. 8,30. Keppt verður í 10 greinum, sex greinum full- orðinna og fjórum greinum unglinga. Flest bezta sundfólk lands- ins er meðal þátttakenda, bar má nefna Hörð B. Finnsson, ÍR, Guðmund Gíslason, ÍR, Guðmund Þ. Harðarson, Æ, Hrafnhildi Guðmundsdóttur, ÍR, Pétur Kristjánsson, Ármanni, Dav- íð Valgarðsson, ÍBK o. fl. Mikil þátttaka er í greinum unglinga. í mörgum greinum má bú- ast við skemmtilegri keppni sérstaklega í 100 m. bringu og skriðsundi karla, einstak- lingsfjórsundi og 4x50 m. skriðsundi. Á myndinni eru nokkrir þekktir sundgarpar, sem allir keppa í kvöld. E I N S og skýrt var frá í blaðinu í gær, var ársþing Frjálsíþrótta- sambands íslands haldið í Reykja- vík um síðustu helgi. Þingið var fjölmennt, milli 30—40 fulltrúar úr öllum landshlutum sóttu þing- ið. Lárus Halldórsson frá Brúar- Iandi, formaður FRÍ, setti þingið og flutti skýrslu stjórnar. Gjald- keri Ias reikningana og liinar tvær sjálfstæðu nefndir sambandsins, laganefnd og útbreiðslunefnd, skiluðu sjálfstæðum skýrslum. Allar skýrslurnar báru það með sér, að margt hefur verið gert og meira stendur þó til. Reikning- arnir sýndu góða afkomu á árinu, reksturshagnaður á annað hundr- að þúsund, en þó eru skuldir um- fram eignir rúmar 40 þúsund krón ur. Ýmsar tillögur voru lagðar fram á þinginu og mikið ræddar. Sú merkasta og sem mest var rætt um, var Unglingakeppni FRÍ á næsta sumri. Keppni þcssi skal, ef unnt er, fara fram um allt land fyrir drengi í þrem aldursflokk- um, sveinar 14—16 ára, drengi 17 —18 ára og unglinga 19—20 ára. Einnig verður keppni stúlkna 18 ára og yngri. Stjórnir Frjálsíþróttaráðs og héraðssambanda skulu senda FRÍ árangur þann, sem ungling- arnir ná, fyrst 1. júlí og síðan 1. ágúst. Síðan keppa þeir fjórir beztu til úrslita um 20. ágúst. FRÍ skal greiða ferðakostnað bezta manns í hverri grein, 3/4 ferða- kostnaðar annars mannsins, V2 ferðakostnaðar þriðja mannsins og 14 ferðakostnaðar fjórða mannsins. Unglingarnir eiga að- eins keppnisrétt í sínum flokki. Ekki er nokkur vafi á því, að keppni þessi getur orðið til að auka að mun áhuga á frjálsíþrótt- 'im hér, ef vel tckst til um fram- kvæmd hennar. Guðmundur Þór- arinsson, íþróttakennari skrifaði grein í Alþýðublaðið um keppni í Svíþjóð svipaða þeirri, sem hér á að fara fram. Samþykkt var tillaga um að leyfa samninga við Dani um lands- keppni í Reykjavík 1. og 2. júlí næsta ár og í Danmörku 1964. Aðalhluti Meistaramóts íslands 1963 skal fara fram dagana 11.— 13. ágúst. Samþykkt var tillaga um að út- búa mótaskrá fyrir allt landið og skal hún koma út í síðasta lagi 1. maí. Lárus Halldórsson, sem setið hefur í stjórn FRX í 14 ár af þeim 15, sem það hefur starfað, baðst eindregið undan endurkosningu og í hans stað var Ingi Þorsteins- son einróma cndurkjörinn formað- ur. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Bjön Vilmundarson, Jón M. Guð' mundsson, Þorbjörn Pétursson, Sigurður Júlíusson, Örn Eiðsson, formaður Laganefndar og Svavar Markússon, formaður Útbreiðslu- nefndar. í varastjórn voru kjörn- ir: Lárus Halldórsson, Þórhallur Guffjónsson og Sigurður Haralds- son. Þingforsetar voru Jón M. Guðmundsson og Eirikur Pálsson. Þingritarar voru Ólafur Unn- steinsson og Páll Eiríksson. Knafhpyrna LANDSLEIKIR í knattspyrnu um helgina: Rúmenía—Spánn 3:1 í Evrópubikarkeppni landsliða. — Spánverjar lialda þó áfram, þar sem þeir unnu fyrri leikinn með 6:0. Búlgaría — Austurriki 1:1. Tyrkland —ísrael 2:0. ★ E I N S og kunnugt er fer lir- slitakeppni næstu heimsmcistara- keppni í knattspyrnu fram í Eng- landi árið 1966. Valdir hafa verið 8 leikvangar, þar sem keppt verff- ur. Einn af þcim er að sjálfsögöu Wembley í London. Leikvanginn á að endurbæta mjög effa fyrir upphæð sem svarar til 60 millj. ísl. króna. Áhorfendur geta verið um 100 þúsund. Úrslitaleikprinn fer fram á Wembley. Auk Wembleys vcrður leikiö á leikvangi Arsenal, Sheffield Wed- nesday, Aston Villa, Newcastle, Sunderland, Everton og Man- chester Utd. ★ FYRIRLIÐI norska landsliðs- ins, Ragnar Larsen frá Sandaker, sem var einnig þjálfari liðsins í sumar, hefur verið ráðinn fastur þjálfari landsliðsins 1963. Lar- sen, seni er íþróttablaðamaður aff atvinnu skal byrja starf sitt í vetur með því að vera í föstu sambandi viff landsliðsmennina og væntan- lega kandidata. Bruce Kidd sigraði í 6 mílum Á SAMVELDISLEIKUNUM í Perth sigraði hinn korn- ungi kanadíski hlaupari Bru- ce Kidd í 6 mílna hlaupi á 28.26,6 mín. Er þetta nýtt samveldismet. Kidd, sem aff- eins er 19 ára gamall var ca. 50 m. undan næsta manni. D. Powers frá Ástralíu og hálfum hring á undan hin- um góða brezka hlaupara, Batty. Hlaupið fór fram í 43 stiga hita (!) og Kidd virtist litið hafa fyrir því, en keppi- nautar hans voru úttaugað- ir af þreytu. Margir halda því fram, að Kidd muni feta í fótspor Kutz og Zato- pek á OL í Tokío. Vincent, Ástralíu sigraði í 3000 m. hindrunarhlaupi á 8.43,4, en Herriott, Engl. varð annar á 8.45,0. — Antao, Kenýa sigr- aði í 100 yds á 9,5, en Harry Jerome, Kanada varð síðast- ur og kom það mjög á óvart 10 28. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ JíT :<J ■(l' :l3í

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.