Alþýðublaðið - 28.11.1962, Page 15

Alþýðublaðið - 28.11.1962, Page 15
eftir Gecrges Simenon í „Hann svaraði mér ckki, og ég liorfði á hann leggja a£ stað með töskuna í hendinni, því að þá þegar var orðið ómögulegt að fá leigubíl. „Ég fékk engar fregnir af hon- um allt stríðið. Hann sendi enga peninga fyrir leigunni, en ég hafði ekki áhyggjur og fór upp við og við til að þrífa, því að liann haíði aðeins haft mcð sér nokkur fataplögg. „Kinn morgun barði maður með hárið greitt fram á ennið og í þykkum yfirfrakka — það var kominn vetur — hjá mér og spurði, hvort Monsieur Bouvet væri heima. „Ég vcit ekki af hverju ég var tortryggin. Hann hafði engan hreim. Ég fann það bara ein- . livern veginn á mér, að hann var útlendingur. „Hann reyndi að spyrja mig nokkurra spurninga, en ég fór undan í flæmingi”. Það var eins og hún vildi segja: „Þér eruð kona líka, svo að þér vitið hvernig farið er að því!” Hún heyrði hljóð, hljóp fram á stigapallinn, hallaði sér yfir handriðið og hrópaði með skrækri röddu, sem manni hefði aldrei dot.tið í hug, að hún hefði: „Hvað er það? .... Nei, Þau eru ekki heima, þau eru í sum- arfríi. Hvenær þau komi aftur? .... Tuttugasta og áttunda sept- ember ....” Hún brosti, þegar hún gekk framhjá leynilögreglumannin- um, sem sat hjá drengnum á einu þrepinu. „Eins og af tilviljun kom ann- ar þrem dögum síðar, en ég er viss um, að hann talaði með þýzkum hreim. Og viku síðar slanzaði bíll frá þýzku herstjórn- inni fyrir framan húsið. Liðsfor- ingi og þrír menn í einkennis- búningum stigu út. „Þeir sögðu varla orð við mig. Þeir vissu hvert fcrðinni var heitið. Þeir fóru beint hingað upp. Ég elti þá. Þegar ég sá, að þeir ætluðu að brjóta niður hurð ina, sagði ég heim, að ég hefði lykil, og þeir biðu á meðan ég fór og sótti hann. „En þeir vildu ekki leyfa mér að koma inn. Þeir lokuðu á nefið á mér. Þeir voru klukku- stundum saman í herberginu, og guð má vita, hvað þeir voru að gera, því að það var svo ekkert hér inni þá fremur en núna. „Loksins kom liðsforinginn einn niður; gekk inn til mín og settist, án þess að vera boðið það. Hann talaði dálitla frönsku. „Hann fór að spyrja mig um Monsieur Bouvet, og vildi endi- lega komast að því, hvert hann hefði farið. Hann endurtók í sí- fellu: „Þér vitið það, madame!” „Jafnvel þó að ég vissi það, mundi ég ekki segja það!” „Það er mjög slæmt, ma- dame”. „Þetta var stór og laglegur maður, sem leit út, eins og hann væri i lífstykki”. „Hann kallaði á mann, sem var úti í bílnum og sá fór að róta í skúffunum mínum. Við vorum þegar farin að fá kort úr frjálsa hlutanum, þar sem all- margir leigjendur voru. Hann tók þau öll saman. „Og þér ráðið hvort þér trúið því, en þeir komu þrisvar sinn- um, eins og þeir liefðu þungar áhyggjur af þessu. „Það gerði mér mikið gott, því að það sannaði, að Monsieur Bouvet geðjaðist ekki að þeim. „Samt hafði ég áhyggjur.' Ég vissi ekki, hvort honum hafði tekizt að komast yfir markalín- una, og það var ekki fyrr en þrem mánuðum eftir frelsunina að ég sá hann koma út úr vöru- bíl, sem flutt hafði flóttame'nn frá Dordogne”. „Hvað sagði hann við yður?” „Ekkert. Hann spurði, hvort íbúðin sín væri enn laus, ,pg hvort ég hefði ekki verið svöng”. ,,Og þegar þér sögðuð horium frá heimsókn Þjóðverjanna?Ji „Hann brosti. Hann virtist hafa gaman af því. Hann sagði mér seinna, að hann hefði dval- ið stríðsárin á bóndabæ í Dor- dogme. Hann virðist hafa hjálpað til á ökrunum, og ég trúi því, þar eð það var sigg á höndum hans og hann hafði þunga sveitaskó á fótum. Hann talaði svo oft við mig um líf bóndans, að ég fór að vera afbrýðisöm. Heyrið þér mig; ég býst við, að nú afhendi þeir yður hann. Úr því að hann er bróðlr yðar, þá hafa þeir enga ástæðu til að halda honum lengur”. Augnaráð hennar varð tor- tryggnislegt. „Haldið þér ekki, að það væri bezt hér að .... ” Hún var að leita að rétta orð- inu; hún kunni ekki við að nota „jarðarför”, og henni fannst „greftrun” of dónalegt orð. „Lögfræðingur minn er senni- lega að ganga frá þvi núna. Ég efast um, að hægt sé að gera slíkt í flýti. Framburður minn nægir ekki, og þeir þurfa að finna fleiri sannanir. „Læknirinn, sem stundaði hann, þegar hann féll niður úr trénu, er því miður dáinn, en margir gamlir vinir hans hljóta að vera lifandi ennþá”. „Trúið þér, aij hann hafi raun- verulega kvænst þessari konu?” „Það er liugsanlegt. Það er jafnvel líklegt”. „En hann fór frá henni, er það ekki? Jæja ....” Leynilögreglumaðurinn stóð nú í dýragættinni og hóstaði meira eða minna kurteislega, og jafnvel þó að líkið væri ekld lengur þarna, lokaði Madame Jeanne gluggunum og glugga- hlerunum. Hún þaut yfir að rúm inu, og það lá við, að liún tárað- ist, þegar Madame Lair fór að hjálpa henni að búa um það aftur. „Ef ég hefði ekki verið svona málug, liefði ég munað að þurrka af. Ætlið þér að innsigla aftur, lögreglumaður?” „ Mér er skipað það”. „Þegar mér verður hugsað til þess, að það skuli vera ég, sem tók tvisvar í snúruna, án þess að gera mér grein fyrir þvi!” Á stigapallinum talaði hún við Sardotsnáðann. „Veiztu hver þessi kona er? Hún er systir hins ágæta vinar þíns Monsieur Bouvet. Heilsaðu henni”. „Komið þér sælar, Madame Bouvet”. Klukkan hálf sex tóku stórir og þungir regndropar að falla, og þeir hoppuðu upp að gang- stéttunum, áður en þeir mynd- uðu þar svarta flekki. Jafnframt heyrðist í þrumu og vindgustur feykti til rykinu, feykti höttum vegfarenda af höfðum þeirra, svo að þeir tóku til fótanna og voru svo eftir stundarkorn komnir í skjól í dyragættum og undir hlífum veitingahúsanna. Götusalar á Saint-Antoinegötu skutust með svuntu eða poka yf- ir höfðum sér og reyndu að hlaupa með vagnana, sem þeir ýttu á undan sér. Smálækir voru þegar farnir að renna i göturæs- unum beggja vegna götunnar, það söng í niðurföllunum og á öllum hæðum mátti sjá fólk flýta sér að loka gluggum. Monsieur Beapere hafði kom- izt í skjól í eins konar dimmu sundi milli nýlenduvöruverzlun- ar og kjörbúðar, og hann las ósjálfrátt nöfnin á nafnspjöldun- um, sem skrúfuð voru á vegginn. Það var tannlæknir á fyrstu hæð, nuddkona á þriðju, og einhvers staðar í húsinu, gerviblómasali. Hann hafði yfirheyrt rúmlega fjörutíu gamlar konur, en sumar þeirra voru litlar og magrar, aðr- ar komust ekki lengur út úr her bergjum sínum, enn aðrar höfðu horft á hann í forundran, þegar hann talaði við þær um Quai de la Tournelle. „Hvað ætti ég svo sem að gera á Quai de la Tournelle?" Það voru jafnvel sumar, sem svöruðu honum af mikilli mælsku á tungumáli, sem hann skildi ekki og hélt vera pólsku. Hann strikaði út hvert heimil- isfangið af öðru í vasabók sinni, og þegar rigningin hrakti hann af götunni, hörfaði hann inn í for- dyrið, en handan við það var húsagarður og fann þar enn eitt skilti, þar sem stóð orðið „Hús- vörður.“ Vegna óveðursins var næstum dimmt, og einhver hafði kveikt á rafmagnstýru, sem gaf frá sér aumingjalegt ljós. Hann fór inn, fann þar gamla konu, sem lá í rúmi, og aðra, sem ekki var annað en svört hrúga úti í horni með fötu fyrir framan sig, sem hún fleygði í kartöflun- um, sem hún var að flysja. „Lögreglan." Það var ógeðslegur þefur af svita og lyfjum þarna inni, sem minnti hann á, er hann hafði verið skorinn upp við botnlanga- bólgunni. „Athugið hvað hann vill, ung- frú Blanche,” sagði veikluleg rödd einhvers staðar neðan úr rúminu. Einkennilega barnaleg rödd spurði, „hvað viljið þér?“ Honum hafði enn ekki dottið í hug að horfa á hana. Hann varð að venjast ljósinu. „Mig langar aðeins til að spyrja yður, hvort ekki búi hér í húsinu gömul kona, sem klæðist svörtu og er fótaveik." Hann hafði ekki fyrr sagt þetta er hann var skyndilega farinn að horfa á fætur konunnar, sem hún hafði dregið inniskóna af og virt ust tröllauknir og án allrar lög- unar í svörtum ullarsokkunum. Búið þér hér?” spurði hann. ( Og þar sem gamla konan svai> aði ekki, var það sú í rúminu,, sem sagði veiklulega: „Já, hún býr hér. Hefur gerÉ það í rúm þrjátíu ár. Hún hjálp-, ar mér stundum. Hvað viljið þé^ henni?“ Þrumurnar drekktu stundum, röddum þeirra. Ljósin blikkuðu,. Það virtist sem Ijósin gætu fai> ið. Gamia konan horfði á hann feimin og hrædd, með hnífinn 1,- annarri hendi og hálfflysjaða kart. öflu í hinni. Andlit hennar var breitt og fölt, eins og fullt tungl, augun og varirnar litlaus, eins og allt andlitið hefði verið gert úr sama efni. „Þekkið þér Monsieur Bouv- et?“ spurði hann hana skyndi- lega. Hann hafði á tilfinningunni, að leit hans um allt þetta hverfl væri nú lokið. Hún hafði litið upp. Hún horfði undrandi á hann um leið og hún sagði: „Hann er dáinn.” „Þekktuð þér hann?“ Hún sagði: „Eg færði honum blóm." „Eg veit það.” „Eg sé mynd af honum í blaðl og þekkti liann strax.” > Hann liafði aldrei heyrt rödd, eins og þessa, hún var eins lit- laus og andlitið, flöt og ópersómí leg. Hún snéri sér að rúminu til að biðjast ráða, skelfingu lostin yfir að vera að tala við karlmenn. „Er langt síðan þér sáuð hann síðast?“ „Já, það er langt.” „Tuttugu ár?” „Meira.” „Þrjátíu ár?” „Meira.” „Var það í París?" l. „Eg hef séð hann í Parfs.” „Hafið þér séð hann annars; staðar?" „Eg fór til Bríissel með hon-i um, og við bjuggum þar í eitt árj Kannski minna. Eg man þaðí ekki”. : „Var hann þá farinn að kalla sig Bouvet?“ GRANNARNIR Nei. Annað hvort heldnrðu áfram að hjálpa mér eða ferð að hlusta á barnatímann, Dísa, ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. nóv .1962

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.