Alþýðublaðið - 20.12.1962, Side 16

Alþýðublaðið - 20.12.1962, Side 16
BÚReign ist stóra fiskibáta VIÐ afffreiðslu fjárhags- áætlunar fyrir Reykjavík 1963 flytur borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins eftirfarandi tillögur: EFLING BÆJARÚTGERÐAR: Borgarstjórn samþykkir aff fela útgerffarráði aff athuga hvort ekki sé hagkvæmt fyrir bæjarútgerffina aff eignast nokkra stóra, fullkomna fiski- báta, sem m. a. geti hagnýlt þær aðstæður er skapazt hafa til síldveiða við suð-vestur- land, stuðlaff aff fyllri nýtingu fiskverkunarstöffva útgerffar- innar og skapað jafnari og ör- uggari atvinnu þeirra er viff fiskiffnaff starfa. BETRI HÖFN. Vegna vaxandi þýðingar Reykjavíkurliafnar sem fiski- skipahafnar og mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnu- öryggi borgarbúa, samþykkir borgarstjórn aff fela hafnar- stjórn og hafnarstjóra aff taka eftirtalin atriffi til sérstakrar athugunar: 1. Meff hvaffa hætti megi á fljótvirkastan hátt bæta að- stöðu fiskiskipaflotans til lönd unar. 2. Hvaða ráðstafanir séu til- tækar til þess aff auka og bæta affstöffu til úrvinnslu sjávar- 'afla á hafnarsvæffinu, í því skyni aff auka afkastagetu og lækka framleiffslukostnaff fisk iffnaffarins. 3. Meff hvaða hætti sé unnt aff bæta affstöðu smábátaút- gerðar í núverandi höfn. Borgarstjórn óskar tillagna háfnarstjórnar um þessi atriði svo og önnur, sem aff dómi hafnarstjórnar gætu þjónaff sama tilgangi. Samið við starfsfólk á veitingahúsum: SIÚLKURNAR FÁ 0 I GÆRMORGUN lauk sáttafundi í deilu veitingamanna og starfs- fólks í veitingahúsum meff undir- ekrift samninga. Samiff var um 11% kauphækkun til handa starfsstúlkum ahnennt. Einnig var samiff nú í fyrsta sinn um kaup og kjör smurbrauðs- stúlkna og birgðavarffa og fá þeir icr. 6000.00 á mánuði eöa sama I Ingólfskaffi í GÆR var samið viff starfs fólk á veitingahúsum. Fram reiffslustúlkurnar fengu 11- % kauphækkun og 6% or- lof á alla aukavinnu. Mik- ill fjöldi stúlkna vinnur viff framreiffslustörf í matsölu og veitingahúsum bæjarins, og er þetta mjög tímabær hækkun fyrir hiff erilssama starf, sem þær vinna. Þessi mynd var tekin í gær í Ing- ólfskaffi, og sýnir unga og laglega framreiðslustúlku afgreiða gamlan og góffan viðskiptavin. wwwwmwwwMMWww mmm 43. árg. - Fimmtudagur 20. desember - 282. tbl. Fjárhagsáæflun Reykjavíkur: Of lítið til verklegra framkvæmda ÞAÐ er variff of miklu í rekst- ursgjöld af útgjöldum borgarinn- ar, en of litlu í verklegar fram- kvæmdir, sagffi Óskar Hallgríms- son borgarfulltrúi Alþýffuflokks- ins í ræffu um borgarmál, er hann hélt í Fulltrúaráffi Alþýffuflokks- ins í Reykjavík í fyrrakvöld. Óskar flutti ítarlega ræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 1963. Rakti hann helztu liði áætl- unarinnar og gerði grein fyrir breytingum á þeim frá fyrri fjór- hagsáætlun. Hann sagði, að 70% af heildartekjum færu í reksturs gjöld. Kvað Óskar nauðsynlegt að auka framlög til verklegra fram- kvæmda, einkum til byggingafram- kvæmda og skólabygginga. Hann sagði, aff þetta væri kleift án þess að útsvör væru hækkuð, þar eð tekjuliðir fjárhagsáætlunarinnar væru of lágt áætlaðir og með því að áætla þá nær sanni mætti fá aukið fjórmagn til þess að auka framlög til verklegra fram- kvæmda. Kvaðst Óskar mundu flytja breytingatillögur við fjár- hagsáætlunina, sem ganga mundu í þessa átt. Einnig kvaðst liann mundu flytja breytingatillögur um lækkun bílastýrkja hjá stofn- unum borgarinnar og nokkru lægri skrifstofukostnað en Óskar kvað bílastyrki hjá ýmsum stofn- unum orðna óeðlilega háa. Er Óskar hafði lokið móli sínu hófust frjálsar umræður. Til máls tók Björgvin Guð- mundsson. Ræddi hann einkum um tvo þætti fjárhagsáætlunarinn ar, húsnæðismálin og félagsmál- in. Kvað hann það óeðlilegt, að framlag til byggingaframkvæmda bæjarins væri nú áætlað jáfnmik- ið og áður, það er 9 milljónir, enda þótt ástandið væri nú verra í húsnæðismálum borgarinnar en áður. Af þeirri ástæðu hefði þurft að hækka framlagið svo og vegna almennra verðhækkana. Þá kvaff hann framlög til félagsmála allt- of lág. T. d. væri aðeins áætlaff að verja 6 millj. til bygginga nýrra barnaheimiia í borginni. Væri það lítið af 400 millj. kr. fjárhagsá- ætlun og þörfin fyrir nýja leik- | skóla og dagheimili í borginní væri mjög brýn. Þá sagði Björg- 1 vin einnig, að ekki Iiefði verið ó- ' eðlilegt, þó borgin veitti ein- hverju fjármagni til bygginga sumardvalarheimila fyrir börn ut- an Reykjavíkur. Borgin hefur ! ekki byggt nein slík heimili, en I aðilar eins og Vorboðinn og Rauði Krossinn hafa unnið mjög gott starf með því að reka sumar dvalarheimili í gömlu húsnæði ut- an Eeykjavíkur. Nokkrar fyrirspurnir voru born. ar fram ó fundinum og svaraði Óskar þeim. aflasölur ERLENDIS ÞRÍR íslenzkir togarar seldu afla sinn erlendis í gær. Tveir í Englandi og einn í Þýzkalandi. Ó- venjumargir íslenzkir togarar hafa selt í Englandi undanfarna daga, og hafa þeir fengið þar gott verð, sérstaklega fyrir ýsu. Karls efni seldi 89 tonn í Aberdeen fyrir 5.882 steriingspund. Harð- bákur seldi 140 lestir fyrir 8,738 sterlingspund í Grimsby. Marz seldi 120 tonn í Cuxhaven fyrir 129.465 mörk. INN” VAR Á LEIÐINNI || Tvö íslandsmet i| |[ í gærkvöldi j í gærkvöldi voru sett tvö 1! íslandsmet í frjálsum íþrótt-|! ; [ um innanhúss. Jón Þ. Ólafs- !! son stökk 2,08 í liástökki o.v j • Valbjörn Þorláksson 4,27 í j[ j stangarstökki. 11 • I [ úMMMUUMMMMMHWMMU' kaup og næturverffir gistihúsa, ea lcaup þeirra liækkaffi allverulega viff þessa samningagerff. Þá var samið um 6% orlof á alla aukavinnu, frí á 2. jóladag og 17. júní til viðbótar þeim frídögum sem áður hafði verið samið um. Þá voru í fyrsta sinn tekin upp í samninga ákvæði um matar- og kaffitíma starfsfólksins, svo og að einn frídagur hvers mánaðar skuli vera sunnudagur. Samningurinn gildir frá 1. des í ár til 31. desember 1964, en felur í sér ákvæði um rétt til að segja Framhald á 5. síffu. 1 „SÓNN LENGI ÁLAGIÐ á sjálfvirka símkerfi borgarinnar var svo mikiff í gær, aff símanotendur urffu stundum aff bíffa óratíma cftir „sóninum" og loksins þegar hann kom, var erfitt aff fá samband viff þaff númer, sem valiff var. Blaffiff ræddi við starfsmenn sjálfvirku stöðvarinnar, og sögðu þeir, að þannig væri þetta allt- af fyrir jólin, en þetta hefði verið versti dagurinn, sem enn hefði komið. Verst væri það þessa síðustu viku fyrir jólin, og í gær, þegar veður var svo slæmt, þurftu margir að hringja — og þá ekki hvað minnst í leigu bíia. Tæki það, sem úthlutar ,,són- inum“ getur orðið svo yfirhlað- Frh. á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.