Alþýðublaðið - 22.01.1963, Side 9
HVAÐA áhrif hafði Kúbudeilan á valdajafnvægi
stórveldanna? Er hættan á kjarnorkustyrjöld raun-
veruleg? Hvernig telja þeir, sem ráða stórveldunum,
að til slíkrar ógæfu gæti komið? Þessum og mörgum
öðrum spurningum svarar handaríski blaðamaðurinn
Stewart Alsop í þessari athyglisverðu grein.
verSur varnarkerfi okkar orðið ó-
rjúfanlegt.
McNamara hefur varið 6.000
milljónum dollurum meira en
stjórn Eisenhowers gerði til að
auka getu okkar til að skjóta kjarn
orkuvopnum í mark. Árangurinn
af þessum fjárveitingum hefur enn
ekki komið í ljós í nýjum vonum,
en „hugmyndin um veikleika þjóð-
arinnar hefur verið eyðilögð", eins
og MoNamara orðar það.
Ef til vill væri réttara að segja,
„hugmyndin um styrk Sovétríkj-
anna hafi verið eyðilögð". Sam-
kvæmt beztu upplýsingum fyrir
þrem til fjórum árum, var búizt
við að Sovétríkin hefðu í dag 600
—800 langdræg flugskeyti. Sam-
kvæmt því, sem nú er talið, var
hundraðasta fiugskeyti Rússa til-
búið fyrir nokkrum vikum.
Ef síðustu upplýsingar eru rétt-
ar' — og McNamara ségir með
augljósri einlægni, að hann sé al-
gerlega viss um að svo sé -—þá
eru yfirburðir Bandaríkjanna raun
verulegir. Þeir yfirburðir byggjast
á BMEWS og sprengjuflugvélun-
um, sem Krustjov reyndi að eyði-
leggja. En 6.000 milljón dollararn-
ir munu einnig skiia sér myndar-
lega áður en langt líður.
Til skamms tíma voru hin lang-
drægu flugskeyti Bandaríkjanna,
aem skotið er af landi, „viðkvæm".
í>au voru um 60, knúin af fljót-
gndi -eldsneyti og lítt brynvarin
éins og Atlas og fyrstu útgáfur af
Titan skeytum. Þessi skeyti eru
ofanjarðar. Það væri hægt að eyði
leggja þau með kjarnorkusprengju
í töluverðri fjarlægð og það er
seinlegt og erfitt að búa þau undir
skot.
Undanfarnar vikur hefur verið
skýrt frá, að fyrstu harðgerðu
skeytin, Titan og Minuteman, séu
tilbúin til notknuar. Slík skeyti eru
geymd neðanjarðar. Þau er ekki
hægt að eyðileggja, nema sprengja
hitti beint á þau, og það er álíka
fljótlegt að skjóta þeim og kúlu úr
byssu.
Við munum innan skamms eiga
mikið af slíkum flugskeytum. í lok
þessa árs verða þau nokkur hundr-
uð. í árslok 1964 verða þau upp
undir 800. Þegar þau verða tilbúin,
mun engin gildra, sem Krustjov
leggur, geta eyðilagt getu okkar
til gagnárásar eftir vild.
Útreikningar flugskeytamanna
eru flóknir. En ein varnarhugsuð-
urinn hefur sagt, að nú þurfi eng-
ar reiknivélar, aðeins blýantsstubb
og blaðsnepil. Hugmynd þeirra í
Pentagon er sú, að það muni
átta flugskeyti til að vera viss um
að eyðileggja eitt flugskeyti neðan
jarðar. Til þess að eyðileggja öll
flugskeyti Bandaríkjanna, að e'
sé minnzt á flugvélarnar, kafbát-
anna og önnur tæki til kjarnorku-
hernaðar, þurfi Rússar að hafa átta
sinnum fleiri flugskeyti. „Það geta
þeir ekki gert“. Slík er einróma
og örugg spá varnarhugsuðanna.
Eftir að gildran á Kúbu hefur
verið eyðilögð, segist McNamara
vera hárviss um „getu til gagnár-
ásar“. Hann segir ennfremur (þótt
sumir telji það ekki tímabæra full-
yrðinguj, að Bandaríkin gætu
„svarað með því að skjóta aðeins
á hernaðarlega staði“.
Hér komum við að annarri kenn-
ingu McNamara, sem er um gagn-
árásargetuna. Hún er einnig kölluð
kenningin um að hlífa borgunum.
Sjálfur orðaði McNamara þetta
í ræðu nýlega: „Kjarnorkustyrkur
okkar ... . gerir mögulega her-
stefnu, sem miðast við að vernda
þjóðfélag okkar, ef styrjöld brýzt
út. Bandaríkjastjórn hefur komizt
að þeirri niðurstöðu . . . að svo
Framh. á 13. síðu
0
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 22. janúar 1963 0