Alþýðublaðið - 29.01.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.01.1963, Blaðsíða 3
Viðræðum seinkar Briissel, 28. janúar. NTB. Fulltrúar ríkjanna sex í EBE fferðu hlé á viðræðunum um að- ild Breta að EBE kl. 19,15 eftir ísl. tíma í kvöld. Þær áttu að liefjast að nýju kl. 19,50 eftir ísl. tíma. Belg:ískur formælandi sagði að viðræðurnar gengu vel. Samningamennirnir komu sam- an til fundar um ltl. 17 eftir að honum hafði verið frestað mörg- Elizabethville, 28. jan. NTB-Reuter. Fjármálasérfræðingar frá SÞ og kongósku miðstjórninni rann- sökuðu í dag bækur þjóðbankans í Katanga og komust að raun um, að nálega 120 milljónir króna vant aði, að því er haft var eftir góð- um heimildum. Gullmynt að verðmæti rúmlega 12 millj. króna, sem átti að vera geymd í bankanum, er nú í Sviss. Svissneskt fyrirtæki á peningana og hefur fullt umboð til þess að selja þá, að því er heimildirnar herma. Hér er um 4000 gullpen- inga að ræða. Margar bækur -vantar í bank- ann og almennt er álitið, að Kat- angamaður sá, sem var yfirmaður bankans, hafi látið Katangastjórn í té heila ferðatösku fulla af bók- um áður en SÞ tók við §tjórn bankans fyrir einum mánuði. Engin skiöl fundust, sem gefið gátu til kynna, hvert og hvernig erlendur gjaldeyrir Katanga hef- ur horfið. Árlegar tekjur Katangastjórnar af koparnámum Union Minieres eru um 2040 milljónir króna. Fyrr í dag sagði formælandi bankans, að þrír menn úr stjórn hans - hefðu verið handteknir á skrifstofum sínum í morgun, áð- ur- höfðu túniskar ■ hersveitir SÞ umkringt bygginguna. ■ Fulltrúi miðst.iórnarinnar í El- izabethville. Joseph Iiso. aðvaraði Tshombe. forseta og stiórn hans opinberleea í dag og sagði. að grip ið yrði til ákveðinna ráðstafana ef nauðsvn krefði. Hann kvað á- standið í Elizabethville hafa versn að síðustu daga og suma menn um sinnum til þess að taka af- stöðu til þess, hvort halda skuli viðræðunum um aðild Breta að EBE áfram. Ekki var búizt við endanlegri ákvörðun fyrstu klukkusttmdim- ar. Seint í kvöld var ástandið mjög óljóst og margir samninga- menn létu í ljós svartsýni varð- andi það, að koma í veg fyrir al- ger viðræðuslit. Búizt var við end anlegri ákvörðun í nótt eða á morgun. í fylgd með hverjum ráðherra hvetja íbúana til haturs og upp- reisnar. Hann varaði alla þá, sem enn reyna að berjast gegn inn- limun Katanga í Kongó og sagði, að sumir misþyrmdu þeim, sem hlynntir væru innlimuninni. Þeir Tshombe og Heo héldu fund með sér i dag og mun for- setinn hafa heitið því, að hann og ráðherrar hans hefðu samstárf með Iléo. FormSelándi neo kvað ástandið líta betur iít eftir fund- inn, sem einkennzt hefði af vel- vild. Þetta er fyrsti fundhr þeirra síðan Ileo kom til bæjarins á fimmtudag. Þeir hittast aftur á morgun. ' var einn ráðunautur. Viðræðum- ar fjalla um vestur-þýzka mála- miðlunar-áætlun þess efnis, að viðræðunum verði ekki slitið og að nefnd Efnahagsbandalagsins semji skýrslu um niðurstöður þær, sem hafa orðið til þessa, og vandamál þau, sem enn eru ó- leyst. Ennfremur er nefndin beð- in að leggja fram tillögu til úr- lausnar. Nefndin ákvað á fundi í dag, að verða við beiðninni um að semja slíka skýrslu, en sagði, að því starfi yrði ekki lokið fyrr en að fjórum vikum liðnum. Ekki virðist nein úrslitabreyt- ing hafa átt sér stað á afstöðu Frakka. Þeir vilja enn, að viðræð- unum við Breta verði slitið, en nefndin fái umboð til að stinga upp á lausnum. Á hinn bóginn vilja Bretar ekki að nefndin semji aðeins yfirlit yfir stöðuna í við- ræðunum eins og Frakkar vilja. í viðræðunum taka þátt utan- ríkisráðherramir Couve de Minr- ville, Frakklandi, Piceioni, Ítalíu, Luns, Hollandi, Paul-Henri Spaak, Belgíu, Gerhard Schröder, Vestur- Þýzkalandi. Auk þess tekur efna- hagsmálaráðherra Vestur-Þjóð- verja Ludvig Erhard, þátt í þeim. Formenn sendinefndanna héldu með sér marga fundi í allan dág. Franski utanríkisráðherrann hafði að vísu hægt um sig, en ræddi þó við Schröder., Það var með naumindum, að Schröder kómst til Briissel í dag. Herflugvélin, sem hann ferðaðist með gat ekki lent í Briissel og varð að sveima lengi ýfir borg- inni, áður en hún lenti í ná- grenni Ostende, sém er um 100 km. I burtu.'. .' LEIT GERÐ AÐ 2 MÖNNUM TVEGGJA manna var leitað um helgina. Annars var saknað frá Hafnarfirði, en hins frá Vífilsstöð- um. Sá fyrmefndi, Sveinn Bjama- son, fannst - látinn á sunnudags- morguninn rétt fyrir utan Hafnar- fjörð, og er talið að hann hafi orð'ið bráðkvaddur. Hinn maðurinn fannst einnig á sunnudag, og hafði nú verið á gangi alla nóttina. Sveinn Bjarnason hafði verið að vinna á laugardagskvöldið til kl. 7, en kom ekki heim til sín um nóttina. Klukkan 11 á sunnudags- morgun var lýst eftir honum, og um hádegishilið hófu skátar leit með sporhundinn Nonna í farar- broddi. Var hann. látinn þefa af fötum mannsins, og fylgdi síðan slóð hans, sem leiddi til þess, að maðurinn fannst látinn á hól — ekki langt frá húsinu Álfaskeið 15. Nokkru síðar var hafin leit að manninum, sem-’ hvarf frá Vífils- stöðum. Var, sporhundurinn einnig fénginn til að reka slóð hans. — Nokkru síðar sást til mannsins, þar sem hann var á gangi rétt hjá Vífilsstöðum. Gat hann enga grein gert fyrir ferðalagi sinu. Þá var drengs saknað úr Kópa- vogi, en hann kom fram áður en skipulögð leit var hafin. Rannsaka bækur þjóðbánkans í Katanga Liðsauki tii Norður-Borneó Singapore, 28. jan. NTB-Reuter. Sérþjálfaðir brezkir fallhlífarher- menn hafa verið sendir frá Singa- pore til Brunei á Norður-Borneo. Að sögn Tunku Abdul Rahman, forsætisráðherra Malaya, er hér um að ræða 2000 brezka hermenn, sem sendir hafa verið til fjarlæg- ari Austurlanda vegna aukinnar spennu í Brunei og Saravak — og spennunnar í sambúð Indónesíu og Malaya. í London hefur brezka land- vamarráðuneytið neitað því, að hermennirnir hafi verið sendir til Austurlanda f jær til þess að vernda Brunei. Peter Thorneycroft, land- vamaráðherra sagði í dag, að ein herdeild brezkra varaliða hefði verið hervædd vegna hugsanlegra afskipta utanaðkomandi aðila að innanríkismálum á Borneó. I Thomeycroft, sem talaði i Neðrl málstofunni, neitaði því, að :liðs- auki hefði verið sendur til Aust- urlanda fjær eða annarra staða í sambandi við umrætt deilumál. — Hann kvað menn hafa stjóm á á- standinu. í Djakarta sagði Subandrio ut- anríkisráðherra, að* indónesískir hermenn hefðu ekki safnast sam- an við landamæri Borneo-lands- svæðanna. ★ New York: Bandarískir, rúss- neskir og brezkir samninganjenn höfðu næstum náð samkomulagi á mánudag um málamiðlunarlausn í sambandi við bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn. Miklar líkur eru taldar á lausn á afvopn- ] unarráðstefnunni í Genf 12. febr. FiskimálasjóBur á 48 milljónir Skuldlaus eign Fiskimálasjóðs nam um síðustu áramót rösklega 48.354,000 krónum. Á árinu vora veitt ný lán að fjárhæð kr. 9.960. 000.00 og styrkir kr. 2.313,297,30. Alþingi kýs stjórn sjóðsins og hlutu eftirtaldir menn kosningu að þessu sinni: Aðalmenn: Sverrir Júlíusson, út- gerðarmaður, Sigurvin Einarsson, alþingismaður, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Jón Axel Péturs- son bankastjóri og Björn Jónsson alþingismaður. Varamenn: Sigurður Egilsson, framkvæmdastjóri, Jón Sigúrðs- son, 'skipstjóri, Jaiíob Hafstein, framkvæmdastjóri, Sigfús Bjama- son framkvSemdastjóri og Kon- ráð Gíslason, kompássmiður. Hin nýkjörna stjórn hélt fyrsta fund sinn 25. þ.m. og var sá fund- ur jafnframt aðalfundur. Sverrir Júlíusson var endurkjörlnn stjórn. arformaður og Jón Axel Pétursson varaformaður. Amhildur Guðmundsdóttir skrif stofustjóri lætur nú af störfum hjá Fiskimálasjóði. Þökkuðu stjórn armenn henni sérstaklega vel unn in störf. Löng biö eftir Spiegelskýrslu Bonn, 28. janúar. kreppu í Bonn og varð þess NTB-DPA. valdandi, að Franz-Josef Svokallaða Spiegel skýrslan Strauss, landvarnaráðherra, var ekki birt í dag, enda þótt varð að segja af sér. sagt væri, að hún yrði birt þá, Mörg blöð í Vestur-Þýzha- en birtingnnni hefur verið landi héldu þvi fram í dag, að frestað mörgum sinnum. landvamaráðherránn, sehi Skýrslan hefur verið samin gegndi virku hlutverki í að- upp aftur mörgum sinnum. — gerðunum þar eð hann sá til Hún er gerð samkvæmt skip- þess í tfma, að ein naf blaða un Adenauers kanzlara og á mönnum „Der Spiegel" var; að gera grein fyrir því, hvernig handtekinn á Spáni þar sem utanríkis-, innanríkis-, dóms- hann dvaldist í orlofi, hefði mála-, og landvamaráðuneytin haldið þvi fram við vestur- voru viðriðin hlnar ýmsu hlið- þýzka sendiráðið í Madrid, að ar Spiegel-málsins svonefnda. Spiegel-ritstjórinn Konrad Grundvöllur skýrslunnar er Ahlers væri viðriðinn meiri málið gegn útgefanda og mörg háttar njósnamál í sambandi um blaðamönnum vikuritsins við Kúbu-deiluna. „Der Spiegel," sem sakaðir Strauss mun hafa sagt sendi- voru um landráð þar eð þeir ráðinu, að útgefandi tímarits- birtu upplýsingar, sem tald- ins Rudolf Augstein, hefði ar eru leynilegar og skaðlegar flúið til Kúbu. vörnum landsins. Hvorki von Hase, blaðafuH- Margir háttsettir vestur- trúi vestur-þýzku stjórnarimí- þýzkir liðsforingjar voru einn- ar, né formælendur ráðtméyt-' ig handteknir í sambandi við anna vildu láta nokkuð uppi málið, sem leiddi til stjómar- um þessar blaðafregnir. ALÞÝÐUBLÁÐIÐ - 29. janúar 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.