Alþýðublaðið - 29.01.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.01.1963, Blaðsíða 1
BIDAULT í LONDON! Þó að sjálf Rauða akurliljan hefði birzt á myndinni, hefði það ekki komið mönnum meira á óvart. Maðurinn hér neðra er semsagt Georges Bidault, foringi frönsku OAS-mannanna, sem lögregla De Gaulle liefur eltzt við mánuðum saman. Það var brezkur blaðaljósmyndari sem þóttist þekkja Bidault á götu í London og „smellti“ á hann. Hvaðan kom hann — og hvert fór hann? Það veit enginn. FRAMSÓKN OG ÍHALD AFTUR f EINA SÆNG í HAFNARFIRÐI! Framsóknar- og Sjálfstæðis- menn í Hafnarfirði hafa nú aft- ur tekið saman höndum um stjórn bæjarins til þess að hindra að efnt verði til auka- kosninga eins og Alþýðuflokk- urinn hefur krafizt. Á framhaldsfundi bæjarráðs sl. Iaugardag gerðist það, að fulltrúar Framsóltnar- og Sjálf stæðisflokksins stóðu saman að afgreiðslu fjárhagsáætiunar og einnig gegn tillögu Alþýðu- flokksins um nýjar kosningar. Verður því ekki betur séð en sá meirihluti, sem rofnaði með sögulegum hætti fyrir tæplega hálfum mánuði, sé aftur kom- inn saman. Á bæjarráðsfundinum Iagði Kristínn Gunnarsson fulftrúí Alþýðuflokksins til, að af- greiðslu fjárhagsáætlunar yrði enn frestað um sinn vegna ó- vissu um stjórn bæjarmála. Þessi tillaga var felld með 2 atkvæðum gegn 1, og greiddu bæði Framsóknarmaðurinn Jón Pálmason og íhaldsmaðurinn Páll Daníelsson atkvæði á móti Kristni. Að þcssu loknu var f járhags áætlun tekin fyrir og afgreidd með atkvæðum þeirra tvímenn inga í sátt og samlyndi. Krist- inn áskildi sér rétt til bæjar- stjórnarfundar um breytingar og athugasemdir við áætlunina. Framh. á 14- siðu TVÖ hörmuleg umferðarslys urðu i gærkvöldi á tímabilinu frá kl. rúmlega sex til hálf sjö. Fyrra slysið varð á Miklubraut klukkan fjórar mínútur yfir sex. Þar ók próflaus, 16 ára gamall piltur á 78 ára gamla konu. Slasaðist hún mjög mikið, og var vart hugað líf í gærkvöldi. Lögreglunni var til- kynnt um hitt slysið klukkan rúm- lega hálf sjö. Varð það í Svína- hrauni, rétt fyrir neðan Skíðaskál- ann. Bíll með 7 menntaskólapilt- um fór þar út af veginum og valt. Slösuðust piltarnir allir meira og minna, en tveir voru fluttir á Landsspítalann. Slysið á Miklubrautinni varð með þeim hætti, að Land-Rover bifreið var ekið austur úr Mikla- torgi. Er bifreiðin var að koma út úr .hringnum, gekk- gamla kon- an suður yfir götuna. Ökumaður- inn kvaðst ekki hafa séð hana, fyrr en hann var rétt kominn að henni. og engin leiö var að forða slysi. Framh. á 14. síðu iöia vill akkorðið EKKI hefur enn náðst samkomu lag milli Iðju, félags verksmiðju-- fólks í Reykjavík, og Félags ísl. iðnrekenda um kauphækkun verk- smiö jufólks. Hafa sanmingar strandað á þeirri kröfu Iðju, að Framh. á 14. síðu FYRSTl FRAMBOÐSLISTINN tíl alþingiskosninga, sem væntanlega fara fram í sumar, hefur nú verið ákveðinn. Er það listi Alþýðuflokksins f Reykjaneskjördæmi, sem ákveðínn var á fundi kjördæmisráðs síðasfi'iðmn sunnudag og staðfestur af miðstjóm flokksins í gær. Listann skipa þessir menn: 1. Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra. 2. Guðmundur f. Guðmundsson, utanrfkisráðherra. 3. Ragnar Guðleifsson, kennari, Keflavík. 4. Stefán Júlíusson, rithöfundur, Hafnarfirði. 5. Ólafur Ólafsson, læknir, Kópavogi. 6. Ólafur Thordarsen, framkvæmdastjóri, Njarðvík. 7. Svavar Árnason, oddviti, Grindavík. 8. Ólafur Vilhjálmsson, fyrrv. oddviti, Sandgerði. 9. Ólafur Gunnlaugsson, bóndi, Mosfellssveit. 10. Guðmundur Gíslason Hagalín, rithöfundur Seltjarnarnesi. FYRSTI FRAM BOÐSLISTINN Emil Jónsson Gúðmundur I. Guðmundsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.