Alþýðublaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 2
OUxtjotir: GisU J. Astþórsijun (áb) og Benedlkt Gröndal.—ASstoBarrltstjórl
BJörgvio Guöœundsson. -- Fréttastjóri: Sigvaldl HJálmarsson. — Símar:
14 900 - 14 902 — 14 903 Auglýstngasiml: 14 908 — A&setur: Alþýðuhúslö.
— PrentsmlSja A!þýðublai>»nSj Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjaid kr. 65.00
t máouM t lausasöiu kr. 4 00 eint. Útgefandl: Alþýðuflokkurlnn
SjálfstaeBari jb/dð
TVÖ VEIGAMIKIL UTANRÍKISMÁL hefur
Iborið á góma í deilum stjórnmálablaðanna undan
farnar vikur. Annað er landhclgismálið en hitt við
horf til Efnahagsbandalags Evrópu. Hafa stjórn-
arandstæðingar ráðizt á ríkisstjórnina fyrir það,
að hún HAFI ÆTLAÐ að sækja um aðild að EBE,
og að hún MUNI ÆTLA að svíkja samkomulagið
:í landhelgismálinu.
Þannig verður stjórnarándstaðan að búa til
íiróður um allí annað en sannleikann, af því að
] íún getur ekki ráðizt á það, sem ríkisstjómin hef-
ur raunverulega gert. Allir landsmenn sjá, að rik-
xsstjórnin hefur farið með ítrustu gætni í efna-
hagshandalagsmálinu, og öll þjóðin man sigur ís-
(endinga í landhelgismálinu.
3 Sannleikurinn er sá, að utanríkismáliun þjóð-
árinnar hefur verið stjórnað af festu og framsýni,
þannig að íslendingar hafa fengið vilja sinn fram
©g gætt hagsmuna sinna gagnvart umheiminum,
en þó haldið friði og vinsemd við allar þjóðir.
? Guðmundur I. Guðmundsson hefur stýrt utan
fíkismálunum í meira en sjö ár. Eitt fyrsta verk
hans var að leysa fyrri landhelgisdeiluna við Breta,
fá þá til að hætta við löndunarbannið og sætta sig
við fyrri útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þetta
tókst. Síðari og alvarlegri deiluna tókst Guðmundi
einnig að leysa á þann hátt, að um allar jarðir var
talið fullur sigur íslendinga. Bretar viðurkenndu
ikki aðeins 12 míhia fiskveiðilandhelgi, heldur
voru grunnlínur enn færðar út á þýðingarmiklum
stöðum.
Fjölmörg önnur utanríkismál hefur verið við
i að etja’ en lausn þeirra tekizt farsællega, enda er
J>að ósk landsmanna, að lifa í friði og vináttu við
allar aðrar þjóðir, cn gæta þó hagsmuna sinna af
festu.
f&' -'■•
F
Utanríkismálin eru mikilsverðust allra mála
fyrir íslendinga, af því að þau em framhald sjálf-
Jitæðisbaráttunnar. Yfirgnæfandi meirihluti þjóð
arinnar hefur stutt hina nýju öryggisstefnu, sem
felst í samstöðu við lýðræðisþjóðir við Atlantshaf
um öryggi landsins. Fjárhagslegt sjálfstæði hefur
: verið stóraukið með viðreisn síðustu 3—4 ára, og
u «r það ómetanleg framför frá þeim árum, er hið
uýfrjálsa ísland var skuldum vafið og rambaði á
‘ barmi þess gjaldþrots, sem ýmsir höfðu spáð þjóð
mni, ef hún reyndi fullt sjálfstæði.
Á HORNINU
★ Vandamálið. Upp frá
Eliiðaánum.
★ Vamaðarorð frá bif-
reiðasíjóra.
k Ný brú yfir árnar ó-
hjákvæmileg.
•k Dæmi um mismunandi
verðlag í verzlumun.
%
BIFREIÐASTJÓRI SKRIFAR:
„í'aö var einu sinni í fyrra, sera
þú minníist á þau vandræði öku-
raanua, að ekki skuli vera nema
ein einasta leið upp frá Elliða-
ánum, eða réttara sagrt: út úr bæn-
um í austurátt. Þetta voru orð
í tíma töluð og sætir mikilli furðu
hvað hljótt er um þetta vanda-
mál. Ekki batnar ástandið. Blfreið-
um fer sífellt fjölgandi og sam-
kvæmt frásögnum í blöðum lýtur
nú út fyrir, að þeim fjölgi til
muna þegar á þessum vetri.
HVAB EFTIR ANNAÐ í fyrra-
sumar, varð umferðastöðvun við
Nesti við Elliðaárnar. Ástæðan var
fyrst og fremst sú, að hin mjóa og
bratta braut upp frá ánum í aust-
ur, dró svo úr ferðum bílanna, að
löng og þétt röð myndaðist I sjálfri
brekkunni, en það varð til þess
að löng röð a£ bílum beið á Suð-
urlandsbraut og stundum varð
þetta svo mikil þröng að menn kom
ust hvoruga leiðina, að Nesti og
frá Nesti.
ÞAÐ HLÝTUR að vera hverjum
manni Ijóst, að það er brýn nauð-
syn á því, að byggð sé ný brú yf-
ir Elliðaárnar, að Reykjavíkurmeg-
in við árnar skipti leiðum fyrir um-
ferð af Miklubraut og Suðurlands-
braut og á skiptistaðnum sé greini-
lega merkt norðvesturleiðin (Mos
fellssveit, Þingvellir, Kjalarnes) og
austurleið þannig að bifreiðastjór-
amir geti þar beint bílum sínum
þá leið, sem ætlað er að fara upp
brekkuna.
ÞAÐ ER ALVEG útilokað að
beína allri umferðinni á þessa einu ,
brekku og skipta síðan um leið
næstum alveg á brekkubrúninni.
Einmitt þar hafa orðið mikil bif-
reiðaslys, en aðalatriðið er þó það,
að brekkan getur alls ekki tekið
á móti allri þeh-ri umferð sem er
| út úr bænum til dæmis um helgar.
Ég vona aö þú haldir þessu máli
vakandi og ég vænti þess, að þeir
ménn, sem þessúm málum stjórna
sjái það, að hér er um aðkallandi
nauðsynjamál að ræða, sem ekki
getur beðið úrlausnar."
ÉG ÞAKKA bifreiðastjóranum
fyrir þettá bréf. Það er rétt að ég
skrifaði tvisvar um þetta í fyrra-
sumaé, enda varð maður þá fyrst
fyrir alvöru var við þau vandræði
sem þarna urðu hvað eftir annáð.
Þá fjölgaði bifreiðuni mjög mikið,
m —'bg enn mun þéim fjölga á kofn-
andi vori ef dæma má eftir því
sem sagt hefur verið um bifreiða-
pantanir landsmanna.
HÚSMÓÐIR SKRIFAR: „Nú rík-
ir frjáls samkepþni og frjáls verzl-
un. Verðlagseftirlitið virðist ekki
vera eins starfssamt og það var.
Þetta veldur því, að erfiði okkar
húsmæðranna, scm þurfum að
standa í því að kaupa til heimilis-
ins, vaxa. Það sýnir sig æ betur,
að verðlagið er ákaflega misjafnt,
Ég skal segja þér dæmi af því.
NÝLEGA ÞURFTI ÉG að kaupa
allmikið af gardínuefni. Ég fór f
búðimar og rannsakaði efni og
verð. Ég keypti gardínuefni fyrir
57 kr. meterinn, en það gerði ég
ekki fyrr en ég hafði farið búð
úr búð og eytt hálfum degi í rá >-
ið. Það munaði 10 krónum á metr-
inu á nnkvæmlega sama *
sömu litum og af sömu gerð. Verzl-
anirnar scoðu næstum beint á mó.l
hvor annarri við eina mestu verzl-
lunargötuna."
Útgerðarmenn - Fiskimenn
Smíðum síálskip 20—200 brúttó rúmlestir.
Stálskipasmiðjan h.f.
Ilafnarbraut, Kópavogi — Símar 38260 og 22964.
Flugmen
óskast
Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða nokkrá
flugmenn í þjónustu sína á vori komanda.
Umsækjendur skulu hafa lokið atvinnuflug-
manns prófi og hafa hlindflugsréttindi. Þeir
skulu einnig hafa lokið skriflegum prófum I
loftsiglingafræði. j
Eiginhandarumsóknum sé skilað til skrifstofu
starfsmannahalds Flugfélags íslands h.f. við
Hagatorg fyrir þ. 15. febrúar n.k. j
Vttfffe'fap A/axds
KVENSKÓR
BARNASKÓR
KARLMANNAINNISKÓR
Stærðir 43—46.
•í
i
Skóverzlun Þórðar Féfurssonai*
Aðalstræti 18. I
2 7«;tebrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐI0