Alþýðublaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 7
 mm ' BALMAÍ^ SííS Ö. -M ' i, ■ ■ DIOR ' /vV” :^í;>íV • RÍCCI ■ NÝJA tízkan birtist í Patís þessa dagana. Því miður höfum við ekki nöstöðu til að fylgjast með sýningunum í hinum gullnu sölum Parísarborgar. Við hér úti í íshafi verðum að láta okkur nsegja myndir og teikningar utan úr hinum stóra heimi. Tízkuteiknararnir í París eru eins og mý á mykjuskán. Hver og einn kemur með sína línu. Svo er það duttlungum auðkvcnnanna undirorpið, hver er hrifinn upp til skýjanna á hverju ári. í rauninni er það eintóm blekking að tala um tízku, og ekkert er eins óviðeigandi og þegar afgreiðslustúlkur í verzlunum reyna að koma vöru sinni út með því að fullyrða, að „þetta sé í tízku.“ „Tízka“ hverrar konu er hennar eigin smekkur, og hann er sá hæsti- réttur, sem öllu varðar. Að því er segir í erlendum folöðum, var það Bohan, eft- írmaður Diors gamla, sem kom — sá og sigraði — í þetta skipti. Aðallínan hjá honum var: brciðar axlh’ en grannar mjaðmir; sem sagt nokkurs konar þríhvrningslína. Diordragtin var með hvelfd- um öxlum, þröngum ermum, rúnnuðum krögum, lausum frá hálsinum. Pilsin eru mörg með haeversklegri strokkvídd eða ofurlítið útsniðin. Síddin er eins og í fyrra, rétt neðan við hnéð. ★ Jakkamir eru ýmist stuttir eða síðir og undir þeim bera tízkumoyjarnar alsilki blúss- ur. Sum dragtarpilsin eru með fellingum að framan. eða aftan, eða hvoru tveggja, eða jafnvel allt um kring. Og litirnir: grátt, hvítt, svart og dökkblátt. Bohan hefur lítinn jakka með dagkjólunum, — en kjólamir eru flestir ermalausir og mjög einfaldir í sniðum. Kvöldkjólarnir eru ýmist hnéstuttir, ökklasíðir eða al- síðir. Stuttu kvöldkjólarnir eru mjög mikið skreyttir ýmis kon ar glitsteinum og bróderíi. Ökklasíðu kjólarnir eru brúsandi og léttir eins og ský, úr doppóttu alsilki, knippling- um eða einhverju slíku. (Nylon sokkarnir eru með „húðlit” í ár, — dökkir sokkar og abri- kóslitir tilheyra liðnum tíma). Alsíðir kjólar eru nú saum- aðir úr stórrósóttu lérefti og útbróderuðum efnum. Dior-kápan er hálfþröng, en þó ekki eins þröng og í fyrra. Kragarnir eru mjóir og liggja ekki þétt að hálsinum, og belti sjást ekki nema á kápum, sem voru með víðum ísettum erm- Pelsjakkar vorsins em úr ýmsum skinnum, og hattamir, allt frá strákakaskeitum upp í gífurlega hjálma, sem slúta yfir andlitið. ★ Brúðurinn . var tjulli og organza. í hvítu Og svo var skálað fyrir Bo- han í ósviknu frönsku kampa- víni! JACQUES HEIM er aftur kominn með ermarnar á sinn stað, hvort heldur það er á morgun-, síðdegis- eða kvöld- fatnaðinum, og jafnframt stækka ermarnar eftir því sem líður á daginn, þar til þær allt að því sópa gólfin undir nóttina. Sýningarstúlkurnar hans báru hárbrúska við eyrun til að hlýja sér í kvöldkulinu, en hárgreiðslumeistarinn Al- exandre á heiðurinn af þessum eyrnaskjólum og er það cftir smekk, hvort hinar fínu dömur bera hár í sama lit og þeirra eigið hár eða þær fá sér nýj- anJit á eyruní Patou sýndi síð bómullarpils í rauðum lit, — sem nota á í sumarleyfinu af þeim fínu stúlkum, sem ekki vilja láta sjá sig á síðbuxum. Við þessi pils ber að hafa svartar peys- ur. Skómir voru háhælaðir en hælkappalausir. foessi búnaður var ætlaður fyrir húsmóður í sumarbústað eða eitthvað slíkt. En Dior skildi, hvað skyrtu- blússukjóll kemur sér vel! - § - Litir Dior eru: stálgrátt, dökkblátt og alla vega grænt; svart og hvítt — á kvoldin, sömulelðis rósrautt og sterk- ur sítróngulur litur. í hvítu eruð þið á grænni grein dag- inn út og inn. Kjólarnir eru glannalega flegnir að aftan í ár. — § - Ungar stúlkur eiga að mála varirnar með Ijósum Iit, éi» teikna útlínurnar upp meÖT mjórri, ljósrauðri línu, segir Bohan. - § - Sokkarnir eiga að vera sto þunnir og líkir húðinni, að það sjáist ekki hvort stúlkan er I sokkum eða sokkalaus. - § - En hversu sjálfstæðar, sem. við viljum vera, tekur undír- vitundin eftir línunum: f -á París, London, New York. Og við hagnýtum okkur hugmynl- irnar eftir því, sem fjárhagur- inn og framkvæmdasemin býð- ur. Dragtir: stuttir jakkar, — hóflega víð pils. Popajakkar með enrnim, sem eru mjög víðar efst og strokkpils. Kjólar: ermalausir, sniðnir út í eitt, beltislausir, oft með samstæðum jakka. Sídd: hnéð falið. Barmur: lítið aberandi. Mjaðmir: grannar. Kragar: litlir og lausir frá halsiniim. Ermar: hvelfdar axlir, ermasaumurinn á háöxlinni, þröngar ermar. Framlengd; fram að olnboga. Bak: nakið. Litir: hvítt, dökkblátt, svart. s V s s s > s s s V s s s s s s s s V s s um. ALÞÝÐUBÍAÐH) - 7. íebrúar 1963 f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.