Alþýðublaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGAR, sem flutzt
hafa til Kanada vilja margir
hverjir komast heim altur,
að því er eitt dagblaðanna
skýrði frá í gær. Hafa sumir
þeirra ekki ráð á heimferð,
og væri athugandi að veita
þeim einhverja aðstoð, því
að hér heima munar um
hverja vinnandi hönd, en í
Kanada er mikið atvinnu-
leysi.
Einn þessara útflytjenda
segir, að Kanada sé að
mörgu leyti styttra á veg
komið en ísland, og tilfærir
sérstaklega, hve þar sé mik-
ið ÖRVGGISLEÝSI. Sýni-
lega hefur þetta fólk rekið
sig á, að það er mikill mun-
ur að lifa í velferðarríki
eins og á íslandi eða í hin-
um eldri og „frjálsari“ þjóð-
félögum. Það hefur fundiö fi
hvaða þýðingu sjúkrasam-
lag, tryggingar, ókeypis skól-
ar allt til háskóla og fleiri
ráðstafanir hafa fyrir þorg-
arana. Og fólkið vill kom-
ast aftur heim.
Við sem heima sitjiim,
teljum þetta öryggi sjálf-
sagðan hlut. Við gerum
okkur ekki alltaf grein fyrir,
að það þurfti frumherja
jafnaðarstefnunnar til að
láta sér detta í hug, að rík-
ið ætti að veiía þegnununt«.
slíkt öryggi. Það þurfti
langa baráttu Alþýðuflokks-
ins til að fá aðra flokka til
liðsinnis til að gera velferð-
arríkið að veruleika á ís-
landi. Útflytjendurnir I Kan-
ada sakna gamla landsins.
Þá Iangar heim. Það er ekki
náttúrufegurðin, sagan eða
menningin sem mynda hina
römmusíu taug. Það er ör-
yggið á íslandi.
Mcsta átak í uppbyggingu
tryggingakerfisins var gert
á tímum nýsköpunarstjórn-
arinnar. Alþýðuflokkurinn
krafðist þess, að málið
næði fram að ganga. Sjálf-
stæðismenn drógu nokkuð
úr kcrfinu, cn gengu síðan
inn á afgreiðslu þess. En
Framsókn barðjfst á móti.
Lagöi Hermann Jónasson
megináherzlu á þau and-
mæli, að þjóðin hefði ekki
ráð á tryggingakerfinu.
Þetta sýndi, að hann skildi
ekki kjarna málsius. Trygg-
ingakerfið skiptir tekjum
þjóðarinnar réit 'tlega milii
einstaklinga, ug sú skipting
er ekki síður nauðsýnleg,
þegar þjóðariekiur verða
minni en þegsr þær verða
meiri. Tryggingakerfi er
ekki lúxus, sem tin þjóo
getur veitt sér, ef fjárhag-
ur hennar er í góðu lagi.
Kerfið er réttlæti og nauð
syn.
VERÐLAGSNEFND hefur enn
ekki heimilað neinar verðhækk-
anir vegna 5 % kauphækkunarinn-
ar nema á útselda vinnu, sagði
Ólafur Björnsson, þingmaður Sjálf
stæðisflokksins, á Alþingi í gær,
en hann á sæti í verðlagsnefnd.
Upplýsti Ólafur þetta í svari við
fyrirspurn frá Eðvarði Sigurðs-
syni, þingmanni Alþýðubandalags-
ins.
Eðvarð Sigurðsson kvaddi sér
.HM-. hljóðs utan dag-
m, fundar sameinaðs
r Kyaðst hann hafa
atvinnurekenda
nefndar að fá að
reikna inn í verðlagið þá 5% kaup
hækkun, er verkalýðsfélögin hefðu
nýlega ‘samið um. Ef orðið yrði
við þeirri kröfu atvinnurekenda, ! inn í verð framleiðsluvara sinna.
væri augljóst, að 5% kauphækk- : Það væri aðeins fá fyrirtæki, er
unin yrði ekki raunhæf kjarabót.
Kvaðst Eðvarð vilja spyrja, hvort
ætlunin væri að ganga að þessari
kröfu atvinnurekenda eða hvort
ríkisstjórnin hygðist gera einhverj
ar ráðstafanir til þess að tryggja, \
að kauphækkunin færi ekki út í
verðlagið.
Ólafur Björnsson (S) varð fyrir
svörum. Hann kvað sér ekki kunn-
ugt um það, að nein beiðni hefði
borizt til vcrðlagsnefndar um að
heimilað yrði að reikna 5% kaup-
hækkunina út í verðlag framleiðslu
vara. Kvaðst Ólafur telja, að það,
. er Eðvarð hefði frétt, væri
varðandi það, að fyrirtæki, er seldu
! út vinnu, hefðu farið fram á að fá
að hækka hana sem svaraði 5%
hækkuninni. Væri þar um allt ann
að að ræða en það, að fyrirtækin
fengju að reikna kauphækkunina
seldu út vinnu og því mundi það
hafa lítil áhrif á verðlag almennt,
þó þau fengju að hækka hana.
Ekki væri þó enn búið að af-
greiða beiðni fyrirtækjanna um
þetta atriði. — Ólafur sagði, að
hann gæti ekki fullyrt neitt um
það, hvort takast mundi að koma
í veg fyrir, að 5% hækkunin kæmi
á einhvern hátt fram í verðlaginu.
| Það færi eftir mati á því, hvort
talið yrði, að atvinnureksturinn
gæti tekið hana á sig að öllu leyti
eða ekki.
Kommar g<
út af fundin
Framh. af 1. síðu
mótmæla vildu setu verzlunar-
manna á fundinum að ganga út.
Stóðu þá allir kommúnistarnir í
salnum upp og gengu út.
Þeir, sem gengu út voru full-
trúar 8 félaga en þau eru þessi:
Félag járniðnaðarmanna, Skjald-
borg, Málarafélag Reykjavikur,
Nót, Sveinaféiag húsgagnabólstr-
ara, Sveinafélag húsgagnasmiða og
Dagsbrún. Þessi félög eiga 66 full-
trúa í ráðinu. Eftir eru 28 félög
með 108 fulltrúa.
í Fulltrúaráðinu eiga nú sæti
174 fulltrúar með hinum 23 full-
t.rúum verzlunarmanna. Kommún-
istar eiga aðeins 66 fulltrúa og mun
þeim þykja hlutur sinn heldur lít-
ill. Skv. lögum ASÍ eiga allir þeir
fulltrúar er setu eiga á þingi ASÍ
úr Reykjavík sæti í Fulltrúaráði
'verkalýðsfélaganna í Reykjavík.
Einnig segir í lögum ASÍ að verka
lýðsfélög er tekin eru í ASÍ milli
þinga megi kjósa fulltrúa í Full-
trúaráðið. Er því augljóst að full-
trúar verzlunarmanna eiga ský-
lausan rétt á aðild að Fulltrúaráð-
inu þar eð aðild samtaka þeirra að
Alþýðusambandinu var staöfest á
siðasta þingi Alþýðusambands Is-
lands.
Eftir að kommúnistar höfðu
gengið af aðalfundi Fulltrúaráðs-
ins var gengið til dagskrár. Jón
Sigurðsson fráfarandi formaður
flutti skýrslu um störf ráðsins lið-
ið kjörtimabiL í stjórn fyrir næsta
tímabil voru þessir kjörnir: Forr
maður Óskar Hallgrímsson.
Aðrir í stjórn voru kosnir:
Guðmundur Hersir, bakari, Guð-
jón Sigurðsson, Iðju, Sigfús
Bjarnason, Sjómannafél,, og Gísli
Gíslason VR. í varastjóm: Gestur
Sigurjónsson Hreyfli, Kjartan Ól-
afsson IIÍP og Pétur Guðfinnsson
Þrótti. Endurskoðendur voru
kjörnir: Einar Jónsson Múrarafél.
og Guðmundur J. Guðmundsson,
Dagsbrún.
Þjóðarafkvæði
lögfest hér?
FYRIR Alþingi liggur nú tillaga
til þingsályktunar um að kosin
verði 5-manna nefnd til þess að
rannsaka, hvort ekki sé rétt að
setja löggjöf um þjóðaratkvæði í
mikilvægum löggjafarmálefnum,
svo og hvort ekki sé rétt að setja
grundvallarreglur þar um í stjórn
arskrána.
Flutningsmenn tillögunnar eru
þeir Ólafur Jóhannesson, Páll Þor
steinsson og Ingvar Gíslason.
Ólafur Jóhannesson fylgdi til-
lögunni úr hlaði. Hann sagði, að
samkvæmt henni ætti væntanleg
nefnd, sem skipuð yrði, að athuga
eftirtalin atriði:
1) Hvort í ákveðnum tilvikum
eigi að vera skylda eða að-
eins heimild til þjóðaratkvæða
greiðslu.
2) Hvaða aðilar eigi að fá rétt-til
þess að krefjast þjóðaratkvæða
greiðslu, t. d. hvort þann rétt
eigi að veita tiltekinni tölu
þingmanna eða ákveðnum
fjölda kjósenda.
3) Hvort úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslu eigi að vera bindandi
eða aðeins til ráðgjafar.
Ólafur sagði, að í ýmsum lönd-
um tiðkaðist þjóðaratkvæða-
greiðsl talsvert, t. d. í Sviss, Kan-
ada og sumum öðrum samveldis-
löndum Breta. En hér á landi hefði
lítið kveðið að þjóðaratkvæði.
Hefði það aðeins farið fram fimm
sinnum: 1908 um bannlögin, 1916
um þegnskylduvinnu, 1918 um
stjórnarskrána, 1933 um afnám
bannlaga og 1944 um stjórnarskrá
■ lýðveldislns og niðurfellingu sam-
, bandslaganna. Kvaðst Ólaftir telja
æskilegt, að þjóðatkvæði væri beitt
meira hér en verið hefði, og sagðl,
að á þann hátt mætti styrkja lýð-
ræðið í landinu.
! Ólafur kvaðst vilja taka það
fram, að tillaga sín um athugun
á þessu máli tæki ekki til þesa
* atriðis, hvort taka ætti upp f
stjórnarskrána heimild til aðilar
að alþjóðlegum stofnunum að viss-
um atriðum uppfylltum. Slík á-
■ kvæði væru í stjórnarskrám nokk-
urra landa og væru skilyrðin m. a.
fólgin í því, að efna yrði til þjóð-
j aratkvæðagreiðslu áður en aðildin
I að hinum alþjóðlegu stofnunum
gæti átt sér stað. Kvað Ólafur þar
i um annað mál að ræða en það, er
tillaga sín fjallaði um.
EÐVARÐ
gekk. brosandi út.
900 komnir
á listann
NÓKKRIR ungir menn hafa
undanfarna daga gengist fyr
Ir undirskriftasöfnun um af-
nám skemmtanaskatts fyrir
unglingaskemmtanir í Lídó,
og jafnfraint fyrir ýmsum
fríðindum. — Hafa listarniir
gengið um skóla borgarinnar,
og ri'imlega 900 undirskriftir
borizt. Eru það eingöngu
unglingar á aldrinum 16—21
árs.
Listarnir voru í morgun
sendir til menntamálaráðu-
neytisins.
38. funduir
DAGSKÁ
cfri deildar Alþingis fimmtudaginn
7. febrúar 1963, kl. 1,30 miðdegis.
Veitingasala, gistihúsahald o. fl„
frv. — 1. umr.
36. fundur
DAGSKA
neðri deildar Alþingis fimmtu-
daginn 7. febr. 1963, kl. 1,30 miSú.
1. Atvinna við siglingar, frv. 4—
1. umr.
2. Landsdómur, frv. —. 3. umr,
3. Ráðheiraábyrgð, frv. 3. • unc r.
4. Félagsheimili, frv. — 3. un r,
5. Áætlunarráð ríkisins, frv.
Frh. 1. umr.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. febrúar 1963 g