Alþýðublaðið - 12.02.1963, Page 2
I
I AtMjoior-. uöi* J. Axtþðrssun (fib) og Benedlkt GröndaL—ABstoOarritstjórl
‘ SJCrgvtD GuBmundison. - Fréttastjórl: Sigvaldi HJálmareaop. — Símar:
j 14900 14 002 — 14 903 Augtýslngasíml: 14906 — AÖsetur: Alþýðuhúslð.
j — Prenlsmíöja A'.þíöublatfpjns, Hverflsgötu 8-10 — Askriftargjold kr. 65.00
I 4 aafinuBl t lausasóiu kr. 4 00 eint. Útgclandl: AlþýBuQokkurina
Nú lýgur Tímintn!
f FRAMSÓKNARMENN hafa á síðari árum ým
ist verið á móti endurbótum aknannatrygginga eða
; áhugalausir um þær. Það er ekki tiiviljun, að stór
aukning tryggingakerfisins 1945 og aftur 1960 gerð
ist, þegar framsókn var utan ríkisstjómar. Slíkar
j framfarir verða ekki, þegár framsóknamerm sitja
, í ráðherrastólum.
Tíminn reynir að hreinsa flokk sinn af þessum
l hvimleiðu staðreyndum. Það gerir blaðið með því
!; áð bera á borð fyrir lesendur sína aigera blekkingu.
Það segir, flokkinn hafa verið á móti ákvæðinu um
j: sjúkrasamlög og því setið hjá 1945. Hver sá sem
i ies yfir ræður framsóknarmanna við þær umræð-
'Urmun sjá, að Tíminn lýgur þessu upp til að finna
eiínhverja afsökun.
Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson, Páll
Þorsteinsson og flokksmenn þeirra, sem andmæltu
'tryggingafrumvarpinu 1945, minntust (varla á
sjúkrasamlagsákvæðin. Hermann byggði andstöðu
sína á þeirri skoðun, að það væri komið aftan að
þjóðinni með sósíaliseringu og áætlunarbúskap.
Hann taldi tekjuskiptingu frumvarpsins of mikla
til að vera raunhæf og talaði um „misnotkun“
trygginganna. Eysteinn sagði, að það væri engin
„<vitglóra“ í að samþykkja slíkt frumvarp, sem
hefði milljónaútgjöld í för með sér. íhaldssemihans
í fjármálum stóð á bak við andstöðu hans. Jafnvel
Páll Þorsteinsson sagði, að það yrði lítill fögnuður
ýfir því nýja þjóðfélagi, sem ætti að skapa og hafði
mestar áhyggjur af útgjöldum sveitarfélaga.
Loks sanna ummæli Páls Hermannssonar, að
Tíminn fer nú með ósannindi. Ef sjúkrasamlögin
'hefðu staðið í framsókn, hefði Páll-vafalaust sagt,
að hann hefði ekki áhyggjur af því atriði, og væri
því með frumvarpinu. Hins vegar sagði hann, að
þar sem frumvarpið stefndi að fullkomnara þjóð-
félagi,- segði hann já. Það 'var um þetta sem hann
greindi á ivið flokksmenn sína: Þeir skildu ekki þá
og skilja ekki enn, hvers vegna tryggingakerfið
gerir þjóðfélag okkar betra. Því fluttu þeir tillög
ur um að vísa tryggingalögunum frá bæði í efri og
neðri deild 1945.
Tíminn getur ekki skafið þá skömm af Fram-
sóknarflokknum, þótt hann reyni að finna upp skýr
ingar átján árum síðar.
\ Auglýsingasími
Alþýðublaðsins
er 14906
Útsala
Útsala
ÚTSALAN SNORRABRAUT 38
selur smávegis gallaðar vörur með 40—60% afslætti.
Herrasokkar
Kvenleistar
Barnasokkar
Ungbamanærfatnaður
Herrabolir
Drengjabolir
Herraskyrtur
Herrabindi
Vattfóðraðar telpuúlpur
st. 6—14
Telpusíðbuxur
Kvenundirfatnaður
Kvenspeysur, lítil númer
Notið tækifærið og gerið góð kaup
Vöruhúsfö Snorrahraut 38
Útsala
a
SKÓÚTSALAN SNORRABRAUT 38
selur alls konar skófatnað með miklum afslætti.
Herraskór frá kr. 200,—
Kvenkuldaskó frá kr. 200,-
Kvengötuskó frá kr. 150,—
Kveninniskó frá kr. 45.—
Barnainniskó frá kr. 25,—
Alls konar gúmmískófatnað
á stórlækkuðu verði.
Einstakt tækifæri til að gera góSkaup.
Skésalan, Snorrabraut 38
HANNES
Á HORNINU
★ Misþyrmingar á skepn
um.
★ Hverjir bera ábyrgð-
ina.
★ Eftirlit með fram-
leiðslu á neyzluvörum.
★ Um útigangsmanninn
í útvarpinu
' f . . _
BORGARBÚI SKRIFAR: „í Al-
þýðublaðinu þann 8. þ. ni. er
forsíSúfrétt undir fyrirsögninni
„Skepnuníðsla rannsökuð í Borgar
firði“. Við lestur þessarar frásagn-
ar kemur manni fyrst í hug, að
hér sé um geðbilaðan mann að
ræða, en við nánari athugun á
frétt þessari, kemur margt annað
í dagsins Ijós, sem er fuli þörf á
að ræða nánar.
EF FRÁSÖGN blaðsins er
rétt, þá er hér um að ræða svo
svívirðilega meðferð á skepnum.
að þung refsing ætti að liggja við
En þá er spurningin þessi: Á að
refsa bóndanum einum, sem verkn
aðinn fremur? Er þessi bær svo
afskekktur og úrleiðis, að sveitung-
um mannsins hafi verið ókunnugt
um ástandið á þessu heimili? Naum
ast verður því trúað. Hitt er senni-
lega sannleikanum nær, að.margt
fólk hafi vitað um þessa fólsku
framkomu gagnvart skepnunum.
En hvers vegna er það þá dregiS
fram á miðþorra að rétta málleys-
ingjunum hjálparhönd? Er ekki
einnig mikil sekt þeirra manna,
sem hylma yfir svona verknað, eða
vanrækja eftirlit með meðferð á
skepnum?
EN VEL Á MINNST. Efíirlit. í
frásögn Alþýðublaðsins segir svo
orðrétt: „í fjósi eru tólf kýr. Á
norðurenda fjóssins er stórt gat,
þar serri snjóar og rignir inn. Flór-
inn hefur ekki verið mokaður og
er svellað undir kúnum. Þær munu
vera svo hlandbijunnar, að allt hár
er brunnið af þeim“.
OG VIÐ ÞESSAR kringumstæð-
ur er svo framleiddur matur, sem
almenningur á að eta og drekka.
Hver ber ábyrgð á þessari óhæfu?
Hvernig er eftirliti með matvæl-
um eiginlega háttað í þessu landi?
Jafnvel þótt maðurinn, sem skepn-
Framh. á 14 síðu
2 ,12. febrúaf' 1963 -r ALt>Ý09BtAÐlÐ-