Alþýðublaðið - 12.02.1963, Síða 3
Aðalfundur
Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur
verður haldinn í húsi félagsins, Vonarstræti
4 í kvöld, þriðjudaginn 12. febrúar n.k.
kl. 20,30.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórn V. R.
Sendisveinn
piltur eða stúlka 13—14 ára -óskast til sendi-
ferða eftir hádegi.
Hn F. Hampiðjan
Stakkholti 4. — Sími 24490.
ALUMINIUM
SLÉTTAR PLÖTUR
Þykkt 0,6 mm.
— 1,0 -
— 1,2 -
— 1,52 —
Prófílar — Rör — Stengur
tV Hamraðar plötur
60 x 280 cm. kr. 282.00 platan.
Langavegi 173 Sími 38000
ódýrt gott
1x2 METRAR
Kr. 74.25 pr. ferm.
— 117.00----
— 137.00 ---
— 172.50 — —
KAUPMENN - KAUPFÉLÖG
Fyrirliggjandi:
'Vleiseline millifóður
Kr. Þorvaldsson & Co.
- heildverzlun, Grettisgötu 6
Sími 24730 og 24478.
KAUPMENN - KAUPFÉLÖG
Fyrirliggjandi:
mjög ódýrt fóðurefni.
Kr. Þorvaldsson & Co.
heildverzlun, Grettisgötu 6
Sími 24730 og 24478.
ENN
ER BARIZT I fRAK
*
Beirut, 11. febrúar.
NTB-Reuter-AFP.
Fréttir frá írak herma, að bar
dögum sé ekki lokiff. Bardagar
eiga sér enn staff beggja megin
árinnar Tigris í Bagdad.
Fylgismenn nýju stjórnarinnar
eru önnum kafnir við aff handtaka
kommúnista og Kassemsinna. —
Neyffarástandið er enn í gildi, og
fólk þorir ekki aff yfirgefa heim-
ili sín.
Fimm þúsund fallnir?
Frá Teheran berast þær frétt
ir, að stjórnarsinnar hafi fellt 70
kommúnista og Kassemsinna í ó-
eirðum í olíubænum Basra á
: sunnudaginn. Byltingarforingjam
ir sendu liðsauka til Basra þegar
óeirðarseggir höfðu lagt eld að
aðalstöðvum fylkisstjórans. Óeirð
arseggimir bmtust einnig inn í
fangelsi bæjarins og frelsuðu póli-
tíska fanga og afbrotamenn.
Óstaðfestar fregnir herma, að
um það bil 5000 manns hafi týnt
lífi í írak síðan byltingin var gerð
á föstudaginn. Landamæri íraks
og Persíu eru enn lokuð.
Frá Bagdad berast þær fregnif
að byltingarráðið hafi tilkynnt, a|f
ríkið muni gera upptækar eignir
og bankainnstæður um það bil 80
manns, sem gegndu háum emb-‘
ættum í valdatíð fyrri stjómar. —
Meðal þessara 80 manna eru marg
ir ættingjar Kassems.
Rússar og USA viffurkenna.
Fjöldi ríkja, þ. á. m. Banda-
ríkin og Sovétríkin, hafa viður-
kennt nýju stjórnina í írak og hef
ur bandaríska stjórnin sent beztu
ámaðaróskir.
100 millj. hafn-
arframkvæmdir
á Reyðarfirði
Reyðarfirffi í gær.
Hér eru hafnar miklar hafn-
arframkvæmdir og er ætlunin aff
byggja hér mikla hafskipabryggju
og um leiff bátakví. Vitamálastjóm
in stendur fyrir verkinu, en kostn
affnrinn skiptist á milli Reyffar-
fjarffarlirepps og ríkisins. Ríkið
i greiffir 40%. Verkstjóri'er Sverr-
| ir Björnsson, en verkfræffingur-
| inn, sem sér um íframkvæmdiraar
er Þór Affalsteinsson. Ætlunin er,
að þetta verffi svo vel á veg kom-
iff í sumar, aff unnt verffi aff taka
á móti öllum þeim síldarbátum,
sem hér vilja leggja upp afla
sinn. Áætlaff er, aff kostnaffur-
inn viff framkvæmdirnar nemi um
átta milljónum króna.
Mikil vinna verður við þessar
framkvæmdir og hugsa margir
gott til þess.
í gærkvöldi fóru fram tveir leik-
ir í I. dilde íslandsmótsins. ÍR og
Víkingur gerffu jafntefli, 24:24.
Fram sigraffi Þrótt 37-20.
Ennfremur er unnið að því að
setja upp soðkjarnatæki við síld-
arverksmiðjuna. Þetta tæki vinn-
ur úr soðinu og eykur til muna
á mjölframleiðsluna.
1. janúar síðastliðinn var tekinn
í notkun nýr og glæsilegur barna-
skóli hér á Reyðarfirði. Skólinn
er um 2000 rúmmetrar að stærð,
þrjár hæðir; Ekki er fulllokið við
miðhæðina, en hin neðsta og efsta
hafa verið teknar í notkun. Skóla-
stjóri hér í vetur er Helgi Seljan.
Um 100 börn em nú í skólanum.
í gamla skólanum hefur verið
bókasafn til þessa, — en það hús
er nú orðið gamalt og úr sér
gengið.
Ágæt tíff hefur verið hér í all-
an vetur. Hinn bátur leggur hér
öðm hvom upp afla sinn og kem
ur yfirleitt með um 50 tonn úr
róðri.
Þorrablót var haldið hér fyrsta
dag þorra. Það var hin bezta
skemmtun. — G. S.
Stýri brotnar á ■
Helga Heigasyni
STÝRI brotnaffi á vélbátnum
Helga Helgasyni frá Vestmanna-
cyjum, er hann var að Iínuveiff*
um 70 mílur norffvestan undan
Snæfellsjökli. Kallaði hann á varff
skipið Óðinn, sem kom til hjálp*
ar og dró Helga til Reykjavíkur,
þar sem hann verffur væntanlega
settur í Slipp.
Skipin komu til Reykjavíkur kl.
5 í morgun, en taliff er aff viðgerS
muni taka nokkra daga. Vélbát-
urinn Helgi Helgason er aff veiff-
um frá Patreksfirði í vetur og er
einn hæsti línubáturinn yfir land
iff í vetrarvertíff.
Fiskimjöl..................
Framh. af 1. síffa
hér á landi til innanlandsnotkunar.
Þessar upplýsingar komu fram
í hinni ýtarlegu ræðu Gylfa, er
hann fjallaði um þau störf, sem
unnin eru á þeim rannsóknarstofn
unum hér á landi sem vinna nú
að hagnýtum rannsóknum í þágu
atvinnuveganna. Er þetta aðeins
lítill hluti af þeim upplýsingum,
sem komu fram í ræðu Gylfa.
Sjá nánar á 5. síðu.
Sjötugur er í dag:
Steingrímur Steinþórsson
Sjötugur er í dag Steingrímur
Steinþórsson, fyrrverandi for-
sætisráðherra. Hann er fæddur í
Álftagerði í Mývatnssveit 12.
febrúar 1893. Foreldrar hans voru
þau hjónin Steinþór Björnsson,
steinsmiður og lengst bóndi að
Litlu-Strönd, og Sigrún Jónsdóttir
alþm. og bónda ó Gautlöndúm
Sigurðssonar.
Steingrímur varff búfræðingur
frá Bændaskóianum á Hvanneyri
vorið 1915, og við þann bænda-
skóla vann hann á árunum 1916-
1919. Þá hóf hann háskólanám í
landbúnaðarfræðum og varð cand.
agr. frá Búnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfnl924. Sama ár
gerðist hann kennari við Hvann-
eyrarskólann og gegndi því starfi
til 1928, en þá var hann skipaður
skólastjóri vlð Bændffskólann á
Hólum í Hjaltadal. Búnaðarmála-
stjóri varð Steingrímur árið 1935 '
og gegndi því starfi til sl. áramóta, i
Steingrímur Steiuþórsson
að undanteknum þeim rúmlega sex
iárum, er hann sat i ráðherrastóli.
Steingrímur Steinþórsson var
fyrst kjörinn á þing fyrir Skaga-
fjarðarsýslu í kosningunum 1931
og var þingmaður þess kjördæmis
til ársins 1959 með nokkrum hlé- :
um þó.
SHeiterímur var fdrsætis- og
félagsmálaráðherra í samstjórn
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins 1950-53, en félags-
og landbúnaðarráðherra í ríkis-
stjórn sömu flokka í ráðunejrti Ól-
afs Thors á árunum 1953-56.
Kvæntur er Steingrímur Guð-.
nýju Theódóru Sigurðardótiur,
reykvíkskri konu. Þau eiga þrjú
böm.
Steingrímur Steinþórsson hefur
reynzt farsæll stjórnmálamaður.
Hann nýtur álits og vinsælda jöfn-
um höndum hjá flokHsmönnum
símnn og pólitískum andstæðing-
um.
Alþýðublaðið óskar Steingrími
til hamingju á þessum merku
tímamótum.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. febrúar 1963 3 «