Alþýðublaðið - 12.02.1963, Síða 9

Alþýðublaðið - 12.02.1963, Síða 9
hiti hér á jörðunni cr nú að lækka. Lækkunin er að vísu mjög lítil, en þó merkjanleg. Loftslagsbreyting- ar fyrr á tímum voru mikið meiri en nú á síðustu öld, og er því úti- lokað, að þær stafi að nokkru frá athöfnum mannsins. Á þessari ráð- stefnu áttu fjölmargar vísinda- greinar sína fulltrúa. Þar voru veð urfræðingar, haffræðingar, jarð- fræðingar, grasafræðingar og forrv leifafræðingar svo eitthvað sé nefnt. Til þess að geta skyggnzt inn í framtíðina, þá verðum við að vita sitthvað um fortíðina. Skýrslur um. veðurfar ná mjög skammt aftur í tímann, eða um það bil 150 ár, sem er aðeins sekúndubrot samanborið við þann tíma, sem loftslagsbreyt- ingar jarðarinnar hafa átt sér stað á. Vísindamenn gera sér nú . æ meira far um að athuga veðurfar á liðnym öldum. Einn fulltrúanna á ráðstefnunni skýrði frá því, að hann væri nú að fara yfir mikinn fjölda af skipssdagbókum frá lok- um 17. aldar til að kynna sér veð- urfarið á þeim tímum. Fornminjafræðingar leggja hér einnig fram sinn skerf. Aldurs- ákvarðanir þeirra með aðstoð geislavirks kolefnis hafa reynst mikilvægar í þessu sambandi. Steingerð jurtafræ gefa einnig mikilsverðar upplýsingar um veðrið. Samkvæmt rannsóknum byggðum á slíkum fræjum hélt franskur grasafræðingur því fram á ráðstefnunni að Sahara eyði- mörkin hefði teygt sig 1500 míl- ur í norður átt á 4000 árum. 1 Sahara eyðimörkinni, þreifst eitt sinn gróður svipaður og nú vex við strendur Miðjarðarhafsins. ísaldirnar hafa haft feikileg á- hrif á veðurfarið. Og segja má, að við lifum enn á ísöld, því ekki er cðlilegt að fastaís sé sífellt á yfirborði jarðarinnar. Vísindamenn eru manna fyrst- ir til að viðurkenna, hversu langt er enn í land að lausn þessarar ráðgátu verði fundin. Forstöðu- maður veðurstofunnar í Bret- landi segir: „Enn er engin grund- vallarkenning til, sem getur gefið skýringar á loftslagsbreytingum. Við erum enn í sömu sporum og stiörnufræðingarnir fyrir daga Newtons: Við höfum enn ekki fundið lögmálin sem stjórna því sem við erum að athuga.“ Gervihnettir, sem nú svífa um geiminn, munu geta gefið okkur upplýsingar um hvort geislamagn sólarinnar er breytilegt, eða hvort þær breytingar á geislamagninu sem við finnum hér á jörðinni eru af öðrum ástæðum tilkomnar. Yfirmaður náttúrudeildar Fao, dr. Robert O. White, segir, að bændur, sem búa í þurra beltinu í Afríku, eða á svæðinu frá Dakar til Khartum, megi gera ráð fyrir uppskerubresti á tíu ára fresti. Ef hægt væri að breyta þessu á þann veg, að uppskerubrestur yrði ekki nema tvisvar til þrisvar sinnum á öld, mundi þetta lands- svæði gjörbreyta um svip. Á síðasta fundinum á fyri'nefndri ráðstefnu komst varaforstöðumað- ur sænsku veðurstofunnár, svo að orði um þau vandamál sem vísinda menn á þessum sviðum eiga við að etja: „Það er satt, að lykilinn að þess um breytingum á loftslaginu hér á jörðinni er ef til vill að finna í sjálfu hitajafnvæginu, en það verð ur að viðurkenna, að enn fróð- legra mundi vera að kynnast og því, hvernig vissar breytingar á hitajafnvæginu mundu hafa á lofts lagið yfirleitt. Vafalaust eiga raf- eindaheilar eftir að eiga mikinn þátt í að finna lausn hér á.” — Ennfremur: „Til þess að geta kannað til hlítar öll þau öfl, sem að þessum breytingum vinna, — verður að rannsaka loftslagið ná- kvæmlega og sambandið milli gróðurs, landbúnaðar og lofts- lags.” Það er auðvelt að sjá hversu mikið það hefur að segja fyrir rpannkynið, að hægt sé að segja fyrir um veðurfar með vissu, og vera má að vísindamenn nútim- ans eigi eftir að finna lausn þess- arar gátu, sem menn hafa verið að velta fyrir sér frá upphafi vega. ALÞÝÐltBLAÐIÐ - 12. febrúar 1963 «)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.