Alþýðublaðið - 12.02.1963, Síða 15
elskaði Laureen. Að ef hann
vildi taka áhættuna, þá gæti ég
ef til viil' gefið honum það, sem
hann vildi — einhvers konar var
anlega ást.“
„Haldið þér, að hann hafi trú
að þtfí?“
„Ég veit það eitt, Dr. Smith, að
hann girntist mig mjög mikið.
Ég hef aldrei efazt um það.
Hann kann að hafa minnzt á það
við föður sinn, og dómarinn hvatt
hann til að leggja í áhættu og
biðja mín aftur.“
„Af hverju haldið þér, að dóm
arinn hafi verið svo áfjáður i að
fá yður fyrir tengdadóttur, frú
Dogulas?"
„Stundum held ég, að það hafi
bara' verið vegna þess, að hann
vildi ráða.“
Læknirinn þagði nú Iengi —
svo lengi, að Kay sneri sér í
stólnum til að stara á liann og
velti því fyrir sér, hvort hann
hefði sofnað. Loks lireyfði hann
sig í stólnum.
„Af því, sem þér hafið sagt
mér, erum við að byrja að fá
fram mynd af Mark, frú Dougl-
as“, sagði hann. „Hún er ekki
mjög skýr fyrir mér, verð ég
að viðurkenna. Maður, sem var
of feiminn til að láta í ljós þá
staðreynd, að hann elskaði yð-
ur — gekk jafnvel svo langt að
látast veta hrifinn af Laureen.
Að því er virðist fyrir hvatn-
ingu föður síns, mannar hann
upp í sér nægilegt hugrekki til
að biðja yðar. Hann tekur neit-
un yðar — neitun, sem hann
hlaut. að vera viss um að fá, af
því að hann vissi um tilfinning-
ar yðar í garð Jeff Convalls.
Hann hlýtur að hafa orðið tals-
vert undrandi, þegar þér sáuð
yður um hönd. Hvað getur hann
hafa haldið — þessi feimni mað-
ur, sem. ekki hafði hugrekki til
að tala fyrir sjálfan sig árum.
saman, af. því að hann vissi, að
þér elskuðuð annan? Þrátt fyrir
það hvernig þér skýrðuð hugar-
farsbreytinguna fyrir honum,
híýtur hann að hafa skilið, að
þér tókuð honum af öðrum á-
stæðum en vegna yndisþokka
hans. Peninganna? Ekki hefði
það aukið álit hans á yður. Stöðu
hans? Ekki hefði það getað tal-
izt gullhamrar, því að hann hafði
hvorki aflað peninganna né
skapað stöðuna sjálfur. Hvernig
leið honum — þessum feimna
og sérlega afskiptalausa manni?
„Hann virtist mjög hamingju-
sarnur,” sagði Kay.
„Hvernig honum .virtist’ líða
skiptir ekki máli,” sagði læknir-
inn næstum hörkulega. „Hann
hefur ,virzt‘ vera lögfræðingur,
sem gengúr vel í starfi,. ham-
ingjusamlega giftur, með allan
þann munað og öryggi, sem auð-
æfi 'gátu veitt honum — og á
einni nóttu breytist hann í hugs
anlegan fjöldamorðingja, sem er
staðráðinn í að drepa konu sína
og beztu vini; játar, að hann sé
glæpamaður; reynist vera fórn-
arlamb óvenjulega grimmúð-
ugs kúgara. Það skiptir mig litlu
hvernig honum ,virtist‘ líða, frú
Douglas. Ytra útlit þessa manns
virðist ekkí vera sérlega áreið-
anlegt.”
„Eg get ekki sagt þetta betur,
læknir. Ilann var mjög þolinmóð-
ur, mjög blíður, þegar við. gift-
umst. Hann reyndi ekki að flýta
hlutunum. Hann virtist — hana,
þarna kemur þetta orð aftur —
skilja innri baráttu mína að
nokkru leyti. Við fórum til Mex-
íkó og Suður-Ameríku á brúð-
kaupsferð okkar. Eftir um það
bil mánuð var ég farin að hafa
gaman af að vera með honum.
Hann hefur dálítið feimnislega
kímnigáfu. Hann er mjög við-
kvæmur — eða var. Hánn var
vanur að vera mjög fljótur að
laga sig eftir skapi mínu.
„Var vanur?“
„Það breyttist allt skömmu
eftir að við komum heim aftur.
Eins og þér vitið, dó faðir hans
næstum strax eftir komu okkar
heim. Eg vissi að mjög náið sam
band hafði verið á milli þeirra,
og ég hélt, að breytingin á Mark
væri tímabundin og stafaði af
missinum. Eg — ég veit nógu
mikið um sérsvið yðar, læknir,
til að skilja það áfall, sem föð-
urmissir er.”
.Hvernig lýsti breytíngin sér?‘
„Hann hafði verið mjög hóf-
samur við vín. Hann fór nú að
fara á fyllirí með vissu milli-
bili. Þegar hann var drukkinn,
hvarf honum feimnin og hann
varð eins og éins konar hrylli-
leg skopmynd af föður sínum,
drottnunargjam og dónalega
frekur við mig og vini sína. Svo,
þegar þessu var lokið, varð hann
bókstaflega veilcur af sektartil-
finningu og iðrun.”
„Þetta,“ sagði læknirinn, —
„gerðist um það leyti, sem hann
segir, að kúgunin hafi byrjað.
Svo að jafnvel í þessu atriði
kunna orsakir hegðunar hans að
hafa verið aðrar en þær, sem
þér hélduð að þær væru. —
Drykkjuskapur af örvæntingu —
ekki vegna dauða föður síns —
lieldur vegna þess, að öryggi
hans var ógnað, kannski frelsl
hans. Ógnunin um að ljóstra upp
við ríkissaksóknarann bendir til
þess, að hættan, sem að honum
steðjaði, hafi verið mikil."
„Hver sem ástæðan var,“ sagði
Kay, „þá var hann gjörbreyttur
maður, þegar við komum. heim
úr brúðkaupsferðinni. Eirðar-
laus, uppstökkur, alltaf að spyrja
mig, hvað ég hefði verið að gera
— hvern ég hefði hitt, hvað sagt
hefði verið við mig og hvað ég
hefði sagt. Eg hef oft haft það á
tilfinningunni, þegar hann kom
heim, að hann hafi verið þar
lengi — verið að njósna um
mig í von um, að grípa mig £
einhverju — guð má vita hverju!“
Það fór hrollur um hana f stóin
um og liún sveipaði peysunnl
fastar um herðar sér. „Það er
sama tilfinning, sem ég hef haft
síðustu tvo sólarhringana — að
hann sé alltaf að lilusta og
horfa.“
„Mig grunar,, að hann geri
það,“ sagði læknirinn. Hann
néri höku sfna hugsandi. „Þessi
glæpur, sem hann talar um að
hafa framið, frú Douglas — haf-
ið þér raunverulega enga hug-
mynd um hver hann gæti ver-
ið?” '
„Ekki hina minnstu.“
„Hann drakk aldrei of mik-
ið fyrr en eftir dauða föður
síns?“
„Aldrei.”
„Dómarinn virðist hafa verið
merkilegur maðiir.” sagði Dr.
Smith. „Hann virðist hafa hilm-
að yfir yfirsjón afa yðar. Hann
hefði vafalaust hiimað yfir með
Mark. Eftir dauða hans hefðu
upplýsingarnar getað komizt í
annarra hendur.” Rödd hans
lognaðist út af. ,.Að undantekn-
um þessum orðum hans, að þér
hefðuð getað séð hann fremja
glæpinn.”
„Eg lief verið að brjóta heil-
ann síðan þetta kom fram á
laugardagskvöld.” sagði Kay. —
„Þegar við vorurn á brúðkaups-
ferðinni, bar ekki hið minnsta
á nokkrum kvíða. Eftir að við
komum til baka — eftir að fað-
ir hans dó og breytingin tók að
gerast — vissi ég enn hvernig
hann varði tíma sínum. Það hef-
ur ekki komið fyryir sá dagur
siðan við giftumst, að ég hafi
ekki séð hann, að ég hafi ekki
vitað hvar hann hefur verið eða
hvemig hann hefur varið tima
sínum. Hann hefur aldrei farið
neitt í viðskiptaerindum, án þess
að ég væri með honum. Hann
hefur alltaf heimtað, að ég færi
með sér, jafnvel þó að aðeins
um sólarhringsferð væri að ræða.
Maður skyldi ætla, finnst yður
ekki, að ég hefði rekizt á ein-
hverja vísbendingu. sem ég
myndi eftir núna? Hún er ekki
til.”
„Þér munið enn ekki eftir
neinum öðrum tækifærum en
trúlofunargildinu og helginni,
þegar faðir Marks dó, þegar ná-
kvæmlega þessi hópur eyddi ein
hverjum tíma saman?“
Ekki án þess að einhvem vant-
aði eða einhver annar væri við-
sladdur," sagði Kay. „Eg býst
við, að það kunni að hafa verið
einhverjar stundir — en áreið-
anlegi engin samkvæmi, enginn
verulegur, skipulagður tími, sem
við eyddum saman.”
„Þó segir Mark, að eitthvert
ykkar átta hafi séð hann fremja
glæp, — eða viti um hann, og
það geti ekki verið annar en eitt
af ykkur. Glæpur, sem gæti kost
að hann frelsiS; svo alvarlegur
glæpur, að hann vildi leyna hon-
um á kostnað andlegrar heil-
brigði sinnar og sem hann er nú
reiðubúinn til að fela með því að
fremja morð. Ef hann er fús til
að fórna lífi sínu til að leyna
honum, þá hlýtur glæpurinn
sjálfur að hafa verið að minnsta
kosti eins alvarlegur! Eða þá,”
— og læknirinn brosti dauflega
— „honum ,virtist‘ hann vera
eins alvarlegur. Hvað er eins al-
varlegt og morð? Aðeins morð.
En Mark hefur engan drepið —
að minnsta kosti ekki ennþá!”
Nákvæmlega á þessari stund,
eins og í lélegri kvikmynd, opn-
uðust dyr bókaherbergisins og
Mark Douglas stóð þar með vél-
byssuna„ í fanginu, andlitið ná-
fölt og ennið löðrandi í svita.
„Nieky er farinn!” sagði hann
hárri röddu.
Kay var staðinn upp og snérf
sér að manni símun. Læknirinn' ,
stóð hægt á fætur.
„Hvað áttu við með farinn,
Mark?” spurði hann.
„Hann er týndur,” sagði Mark.
Æstar raddir heyrðust úr her- ‘ .
berginu á bak við hann. „Hann (
var að tala við George og Laup-
een í setustofunni og rölti síðan
burtu. Það hefur enginn séð hann
í fimmtán mínútur.”
„Heldurðu, að hann hafi reynt
að komast burtu?” spurði. Df,
Smith.
„Hvað annað?” Mark stóð
þannig, að hann gat séð bæðl
inn í bókaherbergið og setustof-
una. Dr. Smith greindi hin, þar
sem þau stóðu í hnapp í dyrun-
um á setustofunni og horfðu á
Marlc í eins konar skelfdri dá-
deiðslu.
„Nú, til hvers erum við að
bíða hér?” sagði Jeff í hinu her*
berginu. „Við skulum koma okk-
ur af stað.” \
Það komu viprur í munnvik
Marks. „Ekki öll, Jeff. Konum-
ar og Dr. Smlth verða kyrr hér '
hjá mér. Ef þú, Paul og George, '
eruð ekki komnir með Nicky
hingað aftur innan hálftíma, nú,
ég varaði ykkur við því, hvað
ég mundi gera, ef þið reynduð
að fara eftir hjálp.”
„Nicky gerði þetta upp á eigin
spýtur, Mark,” sagði Jeff. „Okk-
ur hafði öllum komið saman uns
að — að sitja hér sem fastasfe,
Að reyna að finna manninn fyr- /
ir þig. Þú getur ekki gert okkúif ! *
ábyrg fyrir Nicky.”
„Eg tel ykkur ábyrg,” tók Mark
fram í. Hann horfði aftur á úri9
sitt. „Eyðir þú ekki dálítið mikli- ‘
um tíma í að tala, Jeff?”
„Eg kynni að verða til nokk-
urrar hjálpar, ef ég færi me8 '
hinum, Mark.” sagði læknirinn,
® ' ■■■'<*
* ■ H
ALÞÝÐLJBLAÐlb - 12. febrúar 1963