Alþýðublaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 2
«dií
■Uacjotvr-. uuii J. Astþörsmn (fib) og Benedikt Gröndal.—ABstoðarrttstjórl
•JCrgvin GuOmunclbson. — Fréttastjórl: Sigvaldl Hjfilmansson. — Símar:
14900 14 002 — 14 903 Auglýstngasími: 14 906 — AOsetur: AlþýðuhúsiO.
— PrenUmlOJa A!þýSublaöf;ns, Hverflsgötu 8-10 — Askrlftargjaid kr. 65.00
4 aafinuSL t lausasóiu kr. 4 00 eint. Otgefandi: AlþýOufiokkurino
LEIT NÝRRA LEIÐA
OLÍUKÓNGURINN Morgan sýndi eitt sinn
gesti aðalskrifstofur fyrirtækja sinna. Gengu þeir
deild úr deild, þar sem hundnuð manna voru að
störfum og allt var á hreyfingu. Svo komu þeir að
ílítilli skrifstofu, þar sem maður sat með fætur
•uppi á borði og gerði ekkert að því er bezt ivarð séð.
„Þessi maður gerir efekert nema hugsa“, sagði
lUorgan við hinn undrandi gest. „Ef hann kemur
með eina góða hugmynd á ári, þá margborgar sig
| j að greiða honum gott kaup“.
Þessi saga er táknræn fyrir þjóðfélag nútím-
i ans. Hið flókna skipulag og hin hraðvaxandi tækni
- veita stöðug tækifæri til breytinga og endurbóta,
«og slíkar framfarir auka framleiðslu og velmegun
heildarinnar. Mennimir sem finna nýjar starfsað-
ferðir, nýjar vinnuvélar og nýja tækni gera sam-
borgurum sínum ómetanlegt gagn.
Frumherjarnir, sem finna nýjar leiðir, sitja
ekki allir auðum höndum og hugsa eins og maður
Morgans. Flestir þeirra eru á einhvers konar rann
sóknarstofnunum, þar sem þeir skoða í smásjá,
imæla og vega — og reyna nýjungar, unz þeir
finna það, sem þeir leita að. Stórfyrirtæki nútím-'
ans verja miklu fé til slíkra rannsókna og þær þjóð
ir mestu, sem lengst eru komnar í tækni og iðnaði.
Hér á landi er unnin margvísleg rannsóknar-
starfsemi. í fyrradag ræddi Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra um þetta starf í þingræðu, og
| undruðust áheyrendur, hversu miklum árangri
hefur þegar verið náð á sumum sviðum.
j
Ná hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarp um
| endurskipulagningu rannsóknaranála, og er ætlun
in að færa þau í framtíðar búning, svo að fiskveið-
1 ar, fiskiðnaður, landbúnaður og iðnaður hafi
j1 þeirra sem bezt not í framtíðinni. Hér er stórmál
á ferð, sem getur haft meginþýðingu um afkomu
i atvinnuvega og þjóðarinnar allrar.
Skipulagsbreyting er mikiivæg, en hún er ekki
nóg. Þjóðin verður að verja meira fé til þessara
mála en hún hefur gert, ef hún vill fylgjast með í
þeim greinum, sem hún lifir á. Um þetta virðast
stjórn og stjórnarandstaða í aðalatriðum sammála,
<og tekst vonandi að efla hagnýtar íslénzkar rann-
sóknir á komandi árum eins og nauðsyn krefur.
1 Auglýsingasími
Alþýðublaðsins
er 14906
cJSiífetrúar. 1963 - ALÞÝÐilBtAOiO
MIKLU MEIRIAFLI
EN I FYRRA ÍTJÍad
GÆFTIR voru ágætar fyrri hluta
mánaðarins, og var þá yfirleitt
góður afli og afburðagóður á Pat-
reksfirði. Síðari hluta mánaðarins
voru aftur á móti stirðari gæftir
og tregari afli, einkanlega í nyrðri
verstöðvunum. Var hafisinn þá kom
inn upp undir landið, svo að bát-
arnir komust ekkert út og urðu að
róa á grynninguna, þegar gaf á sjó.
Á syðri Vestfjörðunum var ágætur
afli allan mánuðinn, en langsótt.
Réru bátarnir þar vestur í Víkur-
ái, um 8 klst. siglingu í vestur frá
Patreksfirði.
Mánaðaraflinn í verstöðvunum
við Djúp var mjög áþekkur og í
fyrra, en á Vestfjörðuniun var afl-
inn alls staðar miklu meiri. Afla-
hæsti báturiun í fjórðungnum var
Dofri frá Patreksfirði með 248,8
lestir. Ilann hafði einnig beztan
afla í róðri, 26,5 lestir. Þar af voru
um 2 Iestir af karfa og 9 lestir af
keilu. Var aflinn suður frá tals-
vert keiluborinn og einnig fengu
bátarnir þar talsvert af karfa á
línuna, en það mun vera nær eins
dæmi, að karfi fáist hér á Iínu,
svo nokkru nemi. Var þetta ailt
stór aldamótakarfi. í fyrra var afla
hæsti báturinn í janúar með 186,4
lestir.
Fjórir bátar frá Vestfjörðum
stunduðu síldveiðar við Suðurland
í janúar, Hafrún og Sólrún frá Bol-
ungarvik, og Sæúlfur og Sæfari frá
Tálknafirði, en þeir hættu báðir á
síldveiðum í mánaðarlokin, og var
Sæfari byrjaður dagróðra en Sæúlf
ur var að búa sig á útilegu. 56 bát-
ar stunduðu dagróðra með línu, en
aðeins einn bátur, Guðrún Jóns-
dóttir, var á útilegu. Minni bátarn-
ir (undir 15 lestir) hættu flestir I
veiðum um áramótin, nema bát- j
arnir frá Hólmavík og Drangsnesi'j
og öfluðu þeir yfirleitt ágætlega,
miðað við þennan árstima.
Aflinn í einstökum verstöðvum:
PATREKSFJÖRÐUR:
Lestir Róðrar
Dofri......... 248,8 22
Helgi Helgason .... 242,1 22
^Sigurfari ...... 138,6 19
Sæborg ...... 133,4 16
Orri ............. 25,0 5
TÁLKNAFJÖRÐUR:
Guðm. á Sveinseyri 144,8 19
Tálknfirðingur .... 142,6 19
Sæfari ............. 17,2 2
BÍLDUDALUR:
P. Thorsteinss.... 176,1 19
Andri ’............ 146,3 16
ÞINGEYItl:
Hrafnkell ......... 128,3 19
Þorgrímur ......... 108,2 18
Fjölnir ............ 96,3 17
Þorbjörn ......... 46,7 9
FLATEYRI:
Hinrik Guðm........ 148,1 21
Ásgeir Torfason ....114,4 21
Mummi .............. 90,8 15
Einar Þveræingur .. 45,6 10
SUÐUREYRI:
Draupnir .......... 137,1 18
Friðbert Guðm..... 129,9 19
Freyja ............ 122,7 20
Gylfi ............. 116,4 19
Stefnir ..,......... 62,2 14
Hávaröur .. .t.... 53,3 9
BOLUNGAVÍK:
Einar Hálfdáns .... 162,7 22
Hugrún ............ 142,5 22
Þorlákur 139,2 20
Heiðrún 122,2 21
Guðrún 38,6 13
Hrímnir 38,5 17
HNÍFSDALUR:
Páll Pálss . 130,6 1
Mímir 129,8 21
Rán 116,8 21
Einar 93,4 19
ÍSAFJÖRÐUR:
Guðbj. Kristj 169,8 21
Guðbjörg 155,4 20
Víkingur II 20
Gunnhildur 121,4 22
Gunnvör 120,9 21
Straumnes 120,8 20
Guðný 107,2 19
Hrönn 106,4 21
Ásúlfur 103,6 18
Borgþór 60,5 13
Guðrún Jónsd. ý. 101,1 útiL
SÚÐAVÍK:
Trausti 91,4 19
Svanur 86,9 16
Óli 21,6 10
HÓLMAVÍK: 1 'J
Guðm. frá Bæ 86,8 18
Hilmir 84,2 16
Farsæll 61,5 15
Sigurfari 52,6 13
Víkingur 43,5 13
DRANGSNES: H,
Pólstjarnan .... 45,4 13
Smári 43,3 13
Sólrún; 36,6 13 i
Hafdís 31,6 11 !
Ath. Afli bátanna á Drangsnesi
er veginn slægður, svo og 64 lest
ir af afla m.s. Guðrúnar Jónsdóttur.
Afli annara báta er veginn óslægð-
ur.
HANNES
Á HORNINU
★ Uppruni íslendinga.
★ Skemmtilegt umræðu-
efni.
★ Hvaða þjóðum erum
við skyldastir?
★ Launakjör verkamanna
og vinnutími þeirra.
SPJALI.AÐ í ÚTVARPSSAL er
yfirleitt mjög góður þátlur, og
tekst Sigurði Magnússyni oftast
nær að finna alhyglisvert umræðu-
efni. Stundum bregður þó út af.
Þrátt fyrir það minnist ég þess
ekki að neinn þátturinn hafi verið
beinlínis leiðinlegur, nema einn,
einu sinni í vetur. Einhver bezti
þátturinn var á sunnudagskvöld,
þegar rætt var um uppruna ís-
lendinga.
ÞARNA LEIDDU fjórir menn
saman- hesta síná: Benedikt frá
Hofteigi, Björn Þorsteinsson, Jón
prófessor Steffensen og Skúli Þórð
arson. Merkilegastar þóttu mér
upplýsingar Jóns Steffensens um
niðurstöður af rannsóknum blóð-
flokka og höfuðkúpa. Þar ætti að
finnast skýring á því, hvaða þjóð-
um við erum skyldastir. — Vitan-
lega er málið ekki útrætt og verð-
ur víst seint. En ég saknaði þess,
að enginn skyldi minnast á það,
hversu margt fé var til í landinu
upp úr landnáminu. Það er útilok-
að, að svo mikið fé hafi verið flutt
til landsins og fjölgunin líka óhugs
andi á svo skömmum tíma.
FRÆÐIMAÐUR SAGÐI við mig
í gær: „Það, livað margt fé var
hér hafi annað hvort verið fjöl-
skýra á annan hátt en þann, að
liér hafi annað hvort-verið fjöl-
mennt fyrir þann tíma, er fyrst
hófst landnám að talið er á bók-
um, eða, sem er sennilegra, a
löngu fyrir þann tíma hafi írar
verið hér, að þeir hafi mjög
snemma á öldum flutt hingað fé og
að það hafi síðan gerigið sjálfala,
orðið villifé — og tímgast og fjölg-
að á öldum.
VERKAMAÐUR sendir mér all-
langt bréf um vinnutíma og kaup
verkamanna af gefnu tilefni frá
Pétri Sigurðssyni alþingismanni í
umræðum á alþingi. — Bréfið er
nafnlaust, svo að ég birti það ekki.
Hins vegar er rétt, að endurtaka
hér þau orð verkamannsins, að full-
yrðingar uríi kaup verkamanna eru
út í hött. Það er ekki nóg að segja,
að kaup sumra verkamanna sé eitt
hundrað þúsund krónur. Það verð-
ur líka að taka það með í reikn-
inginn, hversu lengi hann er atS
vinna fyrir þessu kaupi.
ÞAÐ ER ALKUNNUGT, að til
þess að hafa sæmileg laun, þarf
verkamaðurinn að vinna svo að
segja myrkranna á milli. Verka-
maður nær ekki slíku kaupi með
því að vinna reglulega átta ííma,
nei, liann þarf að vinna allt upp jí
sextán stundir á sólarhring. Ég veit
að verkamenn vilja vinna lengi.
Þeir fá tvöfallt dagvinnukaup fyrir
nætur- og helgidagavinnu.
IIÉR ER LÍKA um erfiða vinnu
að ræða í flestum tilfellum. Fyrr-
um var það atvinnuleysið, sem
knúði menn til þess að vinna þrot-
laust þar sem vinnu var að fá. Nú
eru það vélarnar, sem ráða vinnu-
hraðanum í mjög mörgum tilfell-
um. Það má vel vera, að í einstaka
greinum komi hinn langi vinnu-
dagur fram í því, að menn slái
slöku við vinnuna, en það er fótítt,
Hannes á horninu.