Alþýðublaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 15
Leyndardómsfull
skáldsaga eftir
Hugh Pentecost
,,Nei!” svitaperlurnar stóðu á
enni Marks. „Yður stendur al-
gjörlega á sama um okkur. Yð-
ur cr sama hvað gerizt hérna.
En það er Jeff og George og
Paul ekki. Það eru konur hérna,
sem þeir elska.” Hann snéri höfð-
inu örlitið. „Er það ekki satt,
Jeff?”
ÞRIÐJI HLUTI.
Jeff, Paul og George ruddust
út úr dyrunum, niður þrepin frá
svölunum og út í rjóðrið fyrir
framan húsið. Jeff hafði verið
svo forsjáll að taka með- sér
vasaljós.
Stígurinn er eina lelðin, sem
hann getur hafa farið að kvöldi
til,” sagði Paul. „Hann mundi
ekki reyna við skóginn, nema til
að fela sig. Hann gœti ekki not-
að ljós án þess að hætta á, að
Mark sæi hann.”
„Ef hann hefur farið niður stíg
inn, þá erum við í súpunni,” —
sagði George. „Hvernig getum
við náð lionum, áður en hann
kemst niður á þjóðveginn, úr því
að hann hefur fimmtán mínútna
forskot?”
„Við getum það ekki með því
að standa hér,” sagði Jeff. Sjáið
þið til. Við Paul erum sterkari
en þú, George. Við hlaupum
niður stíginn. Það er rétt hugs-
anlegt, að við náum honum. Þú
ferð í bátaskýlið. Hann kynni að
hafa ákveðið að róa yfir vatnið.
Iíann mundi græða tíma á því,
af því að við yrðum að ganga
meðfram því.”
„Mark iæsti árarnar og utan-
borðsmótorinn inni,” sagði Paul.
„Eg gekk úr skugga um það í
gær.”
„Hann notar ekki mótorinn, —
annars heyrðum við í honöm,”
sagði Jeff. „Hann kynni að hafa
fundið árar einhvers staðar. Ef
þú kemst að raun um það, að
einn af bátunum vanti, George,
þá segðu Mark það þegar í stað.
Þá mundi hann gefa okkur meiri
tíma. Það mimdi taka Nicky
klukkustundir að komast til
nokkurs staðar frá hinum vatns-
bakkanum. Romdu Paul.”
„Nei,“ sagði Paul harðneskju-
lega. „Eg ætla ekki að skilja
Peg eftir hérna."
„í guðs bænum,” hrópaði
Jeff, „eini möguleilú Pegs er að
við finnum Nicky.”
„Eg verð kyrr. Ef nauðsyn
krefur, ræðst ég á Mark. Kann-
ski get ég með einhverju móti
komizt aftan að honum.”
„Láttu ekki eins og helvítis
asni,” sagði Jeff. „Það þarf ekki
nema rétt að koma við gikkinn á
þessari vélbyssu! Hann þarf ekki
annað en heyra marra í gólf-
fjöl, svo að hann byrji ekki að
skjóta á hin. Notaðu skynsemina,
Paul, gerðu það nú, þetta er
ekki rétti tíminn til að deila.”
„Ég skal fara með þér, Jeff,“
sagði George. „Látum Paul um
bátaskýlið."
„Jæja, við getum ekki rifizt
um þettaj" sagði Jeff. „Við er-
um enn að sólunda eina mögu-
leikanum. Komdu þá.“ Hann
snéri sér við og þaut yfir rjóðrið
í áttina að stfgnum.
Þetta var krókót’tur vegilr,
sem lá niður í móti mest af hin-
um 6 kílómetrum niður að þjóð-
veginum, nægilega ósléttur og
grýttur til þess, að aka varð í
lággir, þegar ekið var upp eft-
ir honum. Það var hættulégt að
hlaupa niður eftir honum í svarta
myrkri með vasaljós eitt til að
lýsa sér. Á hlaupunum várð Jeff
hugsað til þess, að möguleik-
arnir væru ekki miklir. Nicky
hafði ekki notað ljós, ekki fyrr
en hann var kominn langt frá
hústnu, Hann hefði orðið að
hlaupa hægt í fyrstu. Þó að nótt
in vri lieiðskýr og himinninn
fullur af stjörnum, þá var vegur-
inn undir furutrjánum eins og
dimm jarðgöng. Nicky hlaut að
hafa orðið að þreifa sig meira
eða minna áfram, þar til hann
gat notað vasaljósið — ef hann
þá hafði það. Þeir hefðu átt að
ganga úr skugga um það. Þau
hefðu átt að telja vasaljósin til
að athuga hvort hann heföi tek-
ið eitt þeirra.
Svo hrasaði Jeff og féll endi-
langur á magann og vasaljósið
valt langt frá honum. Hann lá
þarna, hálfrotaður. Hann heyrði
George koma hlaupandi óöruggan
í spori og kallandi hárri röddu
„Nicky, Nicky, hvar ertu?“.
Eins og Nicky myndi svara!
Jeff brauzt á fætur. Nú þegar
þó að þeir væru aðeins komnir
tvö liundruð metra, var hann
farinn að finfca til vonleysis.
Nicky mundi heyra til þeirra,
ef þeir kæmust þá nokkurn tíma
svo nærri honum. Það eina, sem
hann þyrfti að gera, væri að
ganga nokkra metra út fyrir veg-
inn og felá sig í kjarrinu. Þeir
mundu aldrei finna hann. Elt-
ingarleikurinn var gagnslaus.
Kannski hafði Paul rétt fyrir sér.
Hið eina, sem þeir gætu gert,
væri að fara til baka og bjóða
Mark byrginn og spila tromp-
inu sínu — einhvers konar sam-
stilitri árás.
George var nú búinn að ná
Jeff móður og másandi. „Við
verðum að halda áfram, Jeff,“
sagði hann.
„Það þýðir ekkert," sagði Jeff
„Við eigum innan við hálftíma
eftir," sagði George, „til að
finna Nicky og koma með hann
aftur til hússins. Við verðum
að reyna Jeff, hversu vonlaust,
sem það kann að virðast. Kannski
hefur hann dottið, eins og þú
Kannski hefur hann rekizt á
kle'tt eða tré og ijotazt. Við
verðum að halda áfram að reyna,
á meðan tími er til, Jeff.“
Jeff hristi höfuðið til að losa
sig við áhrif fallsins. „Ég býst
við að þú hafir rétt fyrir þér,
George. Þó að við gætum ef til
vill gert eitthvað ef við værum
í húsinu. Það gæti verið."
„Komdu," sagði George. „Svo-
lítið lengra, Jeff.“ Þeir flýttu
sér niður veginn og George byrj-
aði að kalla á Nicky.
„Hann svarar þér ekki,“ sagði
Jeff. „Djöfuls rottan er úr hættu.
Það eina, sem hann þarf að gera,
er að halda áfram, þar til hann
heyrir í vélbyssunni, og þá ér
hann alveg öruggur."
„Við skulum — ekki — tala,“
másaði George. „Höldum bara á-
fram í tíu mínútur í viðbót.“
Þeir héldu áfram að hlaupa,
eins hratt og þeir gátu, gripu hvor
í annan til stuðnings, þegar þeir
hrösuðu um grjót eða rætur.
Skyndilega stanzaði Jeff.
„Það þýðir ekkert, George.
Hann þarf ekki annað en að fela
sig utan við veginn. Við finnum
hann ekki. Ég sný við.“
„Hyors vegna?" sagði George
með undarlegri flatri röddu.
„Hvað meinarðu, hvers vegna?“
. „IXvers vegna að snúa við?”
sagði George. Hann tók af sér
gleraugpn og þurrkaði af þeim.
„Þú skalt bara halda áfrám að
hlaupa, Jeff. Það er enginn af
þinni fjölskyldu í húsinu. Það
gæti enginn álasað þér.“
„Sjáðu til George, ég þarf að
lifa með sjálfum mér það sem
eftir er lífs míns. Hvernig held-
urðu, að mér myndi ’líða, ef ég
hlypist á brott og Mark dræpi
ykkur hin?“
,Þegar allt kemur til alls,“
sagði George, „þá borgar göfug-
mennskan sig sjaldan."
„Hver í andskotanum er að
vera göfugur?" sagði Jeff. „Það
er alltaf möguleiki — svo lengi
sem við erum ekki dauð. Kannski
hefur Nicky farið yfir vatnið?
Kannski hefur Paul tekizt að fá
tímann framiengdan. Ef ég flýði
væruð þið alveg í sömu súpunni
aftur.“
George setti á sig gleraugun
aftur. „Þú elskar Kay ennþá,
er það ekki, Jeff?“
„Komum okkur af stað," sagði
Jeff hörkulega.
„Ég þekki þá tilfinningu,"
sagði George. „Laureen hefur
aldrei hætt að elska Mark. Kann
ski ætti ég að segja við hana —
Farðu og kræktu í hann! En mað
ur getur eklci sleppt, þegar mað-
ur elskar, er það?“
„í guðs bænum, George, þetta
er ekki tími til heimspekil^ra
vangaveltna. Koand’j, nú.“
„Ég vildi bara segja þér eitt,“
sagði George. „Mér hefur alltaf
þótt vænt um þig, Jeff — bezt
af öllum hópnum. Það er slæint,
að þetta skuli enda svona. Þið
Kay hefðu kannski getað bjarg-
að einhverju úr rústunum."
„Heyrðu mig,“ sagði Jeff,
„sparaðu loftið, þar til þú þarft
að fara að tala við Mark.“ Hann
hló þurrlega. „Við komum til
með að þurfa einhvern bezta
verjanda í heimi."
II.
Enginn hafði talað f tíu mín-
útur í setustofu hússins. Mark
snéri baki að arninum, með vél-
byssuna í fanginu. Kay og Laur-
een átu gegnt honum í hæg-
indastólunum. Reg Norton sat
í klunnalegu hnipri í horni sóf-
ans. Fem stóð við barinn og var
að blanda sér i þriðja glasið
síðan þetta nýjasta vandræða-
ástand hafði skapazt.
Dr. Smith snéri bakinu að
Mark og var að skoða bækurnar
í bókaskáp á veggnum gegnt arn
inum, eins rólega og hann værl
að velja sér einhverja bók til á£f
lesa í rúminu. Fern gekk til hana
með glasið í liendinni.
„Þetta eru lokin, er það ekki,
Johiiny," -sagði hún hvíslandi.
„Gæti verið það,“ sagði hann
án þess að snúa sér við. 1 1
„Þeir finna ekki Nický,”
sagði liún. „Honum er sama lim
alla nema Nicky.“ Og þegar Ör.
Smith svaraði ekki, sagði hún:
„Mér er sa- ra sjálfrar mín vegna,
Johnny. Ef ég hefði ekki verið
bleyða, hefði ég bundið endi’ á
allt hjá mér, þegar Walter fórst,
Mér er sama.“
Læknirinn tók úrið upp úr
vasa sínum og horfði á~paft. „Við
skulum ekki leggja árar í bát
ennþá," sagði hann. „Við Sgum
enn eftir tíu mínútur.,,
„Ert þú hræddur við að déyjat
Johnny?"
Hann brosti þurrlega. „Við
skulum segja, að ég sé tregur,“
sagði hann.
„Hvernig heldurðu að hann
geri það? Heldurðu að hann raði
okkur upp og leyfi okkur að fá
okkur síðustu sígarettuna og
sjússinn? Eða gerist það án viff-
vörunar? Ég á við —“ ■
„Mark!“ Það var rödd Kay,
og furðulega róleg. Læknirinn
snéri sér ekki við, en hann rétti
út hendina og tók í handlegg
Fern, svo að liún þagnaði.
„Já Kay?“ rödd Marks var lág
og slöpp. ’ *
„Þú veizt, að þú getur raunveru
lega ekki gert þetta, elskan mírí,“
sagði Kay. :siA
- „Ég get það og geri það,“ sa^ði
Mark.
„Ég skil nú hlutina allmiklu
betur en áður, Mark,“ sagði Káý.
„Ég vildi heldur tala við þíg}* I
eínrúmi, en úr því að það1 ’ér
ekki hægt —“ *
>ÍM
(C PIB
CJPe'nhaC^n
lamma hefur alveg rétt fyrir sér. Veðrið ,er alltof gott ^
5 sitja hér og horfa á sjónvarpið. Eigum við að koma niður,|t
jallara og spila borðtennis?
.V M-
b\>
V M
. Y
G'sai’Am’.
>.v
B ! f
ÁLÞÝÐUBLAdlÐ — 13. febrúar 1963 J.5