Alþýðublaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 9
skamman tíma. Það er ástæða til
að ætla, að einmitt þetta blað hafi
góða aðstöðu til að kunna skil á
skoðunum de Gaulles i þessum
efnum.
Blaðið segir, að de Gaulle gangi'
út frá því sem- vísu, að brezki
Verkamannaflokkurinn nái valda-
aðstöðu eftir næstu þingkosning-
ar í Bretlandi. Hann telur líklegt,
að ríkisstjóm jafnaðarmanna muni
undirrita Rómarsáttmálann án skil
yrða.
Annað franskt blað, „France
Observateur”, telur, að erfiðleik-
um geti verið bundið, að fá brezka
þingið til að fullgilda sáttmálann.
Þá er í sama blaði bent á þann
möguleika, að væntanleg ríkis-
stjórn Verkamannaflokksins muni
ófus að framkvæma sáttmálann,
enda þótt þingið fullgildi hann.
Þessar hugleiðingar leiða af sér
þá spurningu, hvers vegna lét de
Gaulle ekki ráðherra sinn, Gouve
de Murville, taka skrefið til fulls
og útiloka Breta frá þátttöku í
EBE fyrir fullt og allt. Þegar svara
á þessari spumingu, ber að hafa í
hugá nokkur tímabundin vanda-
mál; sem einkum áhrærir Þjóð-
verjá. Adenauer hefur fallizt á að
láta . af kanzlaraembætti næsta
hauát. En væntanlegur eftirmaður
hans, Ludwig Erhard, efnahags-
málaráðherra, nýtur einskis
trausts í París. Á blaðamannafund-
inum í París, sem haldin var að
loknum ráðherrafundinum í Briis-
sel, sagði de Gaulle m. a.: „Til að
skapa Evrópu verður Þýzkaland að
liggja fyrir akkeri, annars verður
skipstrand. Þýzkaland er kjölfesta
Evrópu”.
Þegar tekið er tillit til allra að-
stæðna, er sennilegt, að de Gaulle
hafi þegar í fyrrahaust tekið þá
ákvörðun, sem fram kom á Briis-
sel-fundinum. Hann hefur í raun-
inni ávallt leikið tveimur skjöld-
um gagnvart Bretlandi. Þegar
Churchill kom í heimsókn til Par-
ísar árið 1944. lagði de Gaulle
fram tillögur þess efnis, að Bret-
land og Frakkland tækju upp
mjög nána samvinnu í alþjóða-
málum. Churchill hafnaði þessari
tillögu og sýndi þá greinilega það
álit sitt, að hann mat Frakkland
mjög lítils. Þessari afstöðu Churc-
hills ásamt fjölmörgum svipuðum
viðhorfum brezkra stjórnmála-
manna til Frakklands hefur de
Gaulle ekki gleymt. Hann er
minnugur vel en jafnframt lang-
rækinn. Um þetta hafa de Gaulle
farist orð á þessa leið i „Le Sa-
lut”: Bretland vill heyja stjórn-
málabaráttu sína á alþjóðavett-
Framh. á 11. síðu
5 ég sé galin eða hvað?“
V
BILAR OG UMFERÐ
HVERNIG Á AÐ
LEGGJA BIFREIÐ?
FYRIR þá, sem ekki kunna að
bakka inn í bílastæði, birtum við
hér leiðbeiningar og skýringar-
myndir um hvernig það skuli gert.
Þetta eru að sjálfsögðu hlutir sem
ökukennarar eiga að kenna nem-
endum sinum áður en þeir ganga
undir prófið. En þar sem öku-
kennsla hér á landi virðist ekki
vera upp á marga fiska, munu fæst
ir af þeim, sem þetta kunna, hafa
iært það af ökukennurum.
Hér koma svo reglurnar:
á móts við afturendann á
fremri bílnum, snúið þér stýr-
inu vel til vinstri.
EZBír~n-»r~B
Þ E T T A er algeng sjón í
Reykjavík, — alltof algeng.
Svo virðist sem sárafáir hér
kunni að leggja bíl á milli
tveggja annarra, án þcss aö
fara að eins og sést hér á
myndinni. Bilar, sem svona er
Iagt skapa að sjálfsögðu
mikla slysahættu og gera um
ferðina alla ógreiðari.
1. Akið fram með hlið fremri bíls
ins eins og sýnt er á myndinni.
Hæfilegt er að bilið milli bíl-
anna sé um það bil hálfur
meter.
HB
2. Snúið stýrinu síðan vel til
hægri og bakkið hægt inn í
áttina að aftari bílnum. Þegar
framhjólin á bílnuin yðar eru
FORD Motor Company hefur til-
kynnt, að nettó tekjur félagsins
hafi síðastliðið ár numið 480,7 millj
ónum dollara eða 4,36 dollurum á
hvert hlutabréf.
Tekjur fyrirtækisins hafa aldrei
fyrr verið jafnmiklar. Fyrirtækið
hefur nú fleiri menn í vinnu en
nokkru sinni fyrr, og aldrei hefur
verið greitt jafnmikið fé í vinnu-
laun og á síðastliðnu ári.
3. Nú er bíll yðar kominn næst-
um fast að aftari bílnum. Þá
er ekki annað eftir en að rétta
stýrið af og aka áfram þar til
bíllinn er mitt á milli hinna
tveggja.
Framleiðslan
árið 1963
BÚIZT er við, að Bandaríkin og
fimm önnur lönd muni á yfirstand-
andi ári framleiða meira en eina
milljón fólks- og vörubíla.
Þau lönd ,auk Bandaríkjanna,
sem framleiða munu meira en eina
milljón bíla, eru þessi: Þýzkaland,
Frakkland, Bretland, Ítalía og Jap-
an.
Ítalía og Japan munu í fyrsta
skipti í ár framleiða svona mikið
af bílum. í fyrra vantaði 18 þúsund
bíla upp á að Japanir næðu milljón
og ítali vantaði 46 þúsund bíla til
að ná sama marki.
Á síöastliðnu ári voru framleidd-
ir í hinum frjálsa heimi alls
17.167.000 bílar og var um að ræða
21% aukningu frá árinu áður. Um
það bil helmingur bílanna var fram
leiddur í Bandaríkjunum.
Þrjár bílaverksmiðjur framleiddu
á siðastliðnu ári meira en milljón
bíla. Það voru Chevrolet, Ford (í
Bandaríkjunum) og Volkswagen-
verksmiðjurnar.
Þégar félag bifreiðaeigenda var
stofnað í Englandi fyrir 65 árum
var hámarkshraðinn í London 22
kílómetrar á klukkustund. í dag
er meðalhraði faratækja í heims-
borginni hins vegar ekki nema 17
kílómetrar á klukkustund.
í haust kemur á markaðinn í
Bandaríkjunum og í Evrópu nýr
japanskur sportbíll. Yfirbygging
bílsins er teiknuð á Ítalíu, og þar
mun vera ætlunin að setja hann
saman. Bíllinn er frá Hino .verk-.
smiðjunum og heitir „Contessa.”
Hámarkshraði bílsins verður 140
km. á klst. og framleiddir verða
5000 bílar á mánuði til að byrja
með.
Verð bílsins verður um 100 þús.
krónur íslenzkar í Bandaríkjun-
um.
í DANMÖRKU voru á síðastliðnu
ári 87 bílar á hverja 100 íbúa.
Ekill.
■
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. febrúar 1<?63 Q