Alþýðublaðið - 13.02.1963, Síða 3

Alþýðublaðið - 13.02.1963, Síða 3
Aukinn áhugi JL í — J ! segir dr. Sig Ú ISlanai Þcrarinsson. Dr. Sigurður Þórarinsson er á förum í fyrirlestraferð um Banda- ríkin. Hann fer á vegum amer- ísku jarðfræðistofnunarinnar, er stendur að boði Jiriggja til fimm jarðfræðinga hvaðan æva að úr lieiminum, en þeim er ætlað að ferðast milli bandarískra háskóla og halda fræðslufyrirlestra. Boð- ið stendur þrjá mánuði og dr. Sig- urður sagði í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær, að nokkur frjáls tími mundi gefast til ferðalaga. Hann sagðist hafa í hyggju að fara til jarðhitasvæða í vestur- ríkjunum, til Alaska og ef til vill til Hawaii, ef eittlivað væri' um að vera þar. Dr. Sigurður bjóst við að halda tvo til fjóra fyrirlestra við hvem skóla og efni fyrirlestranna eru sem hér segir: Jarðfræði íslands, Eldfjöll íslands, Gossaga Heklu, Vatnajökull og Grímsvötn, Beit- ing öskulagarannsókna í ís- lenzkri jarðfræði, Dyngjufjöll og Askja, Uppblástur á íslandi. Dr. Sigurður sagði, að það gætti aukins áhuga á íslandi meðal er- lendra jarðfræðinga. Aukinn skiln ingur virtist vera á því, hve ís- land væri merkilegt land í jarð- fræðilegu tilliti. Komið hefði til greina, að hér væri haldið jarð- fræðinámskeið fyrir norræna jarð fræðinema og jarðfræðinga og væri ekki útilokað að úr því yrði. Á komandi sumri væra væntan- legir hingað sænskir jarðfræðing- ar til þess að athuga möguleika á að hrinda þessu í framkvæmd. Dr. Sigurður sagðist hafa verið að revna að vinna úr öskulaga- rannsóknum við Heklu í sumar, ennfremur hefði hann farið í rann sóknarferðir með Svíum, sem hér hefðu verið á ferð fyrir utan hinar venjulegu ferðir til Vatna- jökuls, í vor og haust. Isl©nzkar hálmplötur - tilraunir gerðar á vegum Háskólans IÐNAÐARDEILD Atvinnudeild- ar Háskóla íslands, hefur síðan í haust, grert tilraunir með fram- Ieiðslu á „hálmplötum,” sem, eins og nafnið bendir til, eru fram- leiddar úr hálmi, límdar saman með íslenzku lími, sem einnig hafa verlð gerðar tilraunir með á at- vinnudeildinni. . Blaðið hafði í gær tal af Óskari Bjaraasyni, efnafræðing, starfs- manni iðnaðardeildar Háskóla ís- lands, og innti hann eftir fréttum af þessari nýju framleiðslu. Kvað hann ætlunina, að hagnýta hálm- inn frá komræktinni á þennan hátt. Límið er einnig framleitt úr plastblöndu á tilraunastofu iðn- aðardeildarinnar. Það er einungis úr islenzkum efnum. Hálmplötum þessum verður ætlað sama hlutverk og spónplöt- um, að vera yzta lag á veggjum og borðum. Aðeins hafa verið fram leiddar smáar plötur í smáum stíl enn sem komið er. Ekki er málið komið á það stig, að gerðar hafi verið áætlanir inn fjöldafram- leiðslu né kostnað við framleiðslu þessara íslenzku platna. Síidarbræðsla Dr. Sigurður Þórarinsson ★ GENF, 12. febrúar. (NTB-Reuter). Rússar hvöttu í dag- til þess í uppkasti að' yfirlýsingu, sem dreift var milli sendinefnda á afvopn- unarráð'stefnunni, að stórveldin af- söluðu sér notum á erlendum landssvæðum til staðsetningar tækja, er geta flutt kjarnorkuvopn (flugvélar, eldflaugar og kafbát- ar). í yfirlýsingunni er bæði talað um bækistöðvar fyrir flugvélar, eld flaugar og kafbáta á erlendum landssvæðum og eru Polaris-kaf- bátar nefndir sérstaklega. Chopin-kvöld í Austurbæjarbíói HINGAÐ er komin pólsk lista- kona, píanóleikarinn Halina Czerny-Stefanska. Hún kemur hingað í boði Tónlistarfélagsins og heldur tónleika á vegum þess í kvöld og annað kvöld í Austur- bæjarbíói. Frú Stefanska hefur getið sér góðan orðstí bæði heima og erlendis fyrir túlkun á verk- um Fr. Chopins. Tónleikar henn- ar hér eru helgaðir honum. Frú Stefanska er fædd í Kra- kóv og er af tónlistarfólki kom- in. Faðir hennar, Stanislaw Czer- ny, kennari við tónlistarskólann þar, var fyrsti kennari hennar, en hún hóf-nám í píanóleik, þeg- ar hún var fimm ára að aldri. Jafnhliða píanónáminu stundaði hún nám í danslist, þar til hún var 12 ára. Tíu ára gömul tók hún þátt í kennni í píanóleik, og hlaut þá verðlaun. er gerðu henni kleift að fara til Parísar og stunda þar nám hjá framúrskar- andi kennurum. Eftir heimkomuna til Póllands hélt hún áfram námi við tónlist arháskólann í Krakóv. Árið 1949 vann hún fyrstu verðlaun í hinni 4. alþjóðlegu Chopin-keppni. Sama ár var henni boðið að halda fyrstu hliómleika sína er- lendis, í London, þar sem hún vakti mikla hrifningu og síðan hefur líf hennar verið nær óslitið ferðalag milli hinna ýmsu borga í hinum ýmsu þióðlöndum í Evr- ópu, Ameríku og Asiu. Síðan ligg- ur leið hennar til Amsterdam, þaðan til margra borga í Þýzka- landi og þaðan fer hún til Japan. Frú Stefanska er gift þekktum pólskum tónlistarprófessor og eiga þau hjónin eina dóttur, 18 ára að aldri, sem stundar nám í píanóleik. Ilalina Czerny-Stefanska Blaðamenn ræddu í gær við frú Stefönsku á heimili Ragnars Jónssonar, formanns Tónlistarfé- lagsins og frúar hans. í viðræðun- um kom það fram, að frú Stef- anska hefur ekki mikinn. tíma af- lögu til að dveljast heima í Pól- landi, — í ár býst hún ekki við að geta dvalizt nema einn mánuð heima hjá manni sínum og dótt- ur. Hún hefur sérstakt eftirlæti á þjóðlegri tónlist og á verkum Chopins, Mozarts og Beethovens. Frú Stefanska lék eitt lag, áð- ur en gestir kvöddu. Það verður ánægjulegt að fá að heyra meira í kvöld. Bændahöllin fær 650 þúsund £ lán á Dalvík' A að vera fullbúin sumar. Dalvík í gær. í RÁDI er að' koma liér upp síldar- bræðslu fyrir næstu sumarvertíð' fyrir Norður- og Austurlandi. For- göngu um þetta mál hefur hluta- félagr, sem stofnað' var hér fyrir skömmu og nefnist Síldarbræðslan h.f. Formaður stjórnar hlutafélags- ins er Valdimar Óskarsson, sveitar stjóri. Hlutafé hins nýstofnaða félags er 1,8 milljón krónur og hluthafar eru ýmsir útgerðar- og athafna- menn í kauptúninu, ásamt Kaupfé- lagi Eyfirðinga. í stjóm hlutafélagsins eru, auk formannsins, Aðalsteinn Loftsson og Jón Stefánsson. Þrír 200 tonna bátar eru vænt- anlegir hingað áður en langt um líður. Eigendur skipanna eru Egill Júlíusson, hlutafélagið Bjarmi og Aðalsteinn Loftsson. Svolítið er farið að fiskast af rauðmaga, — en veiðin er svo lítil enn, að Reykvíkingar geta ekki far- ið að vo íast eftir rauðmagasend- ingu. — K. J. Skovbakkení undanúrslit ÁRÓSUM 1. febr. (NTB-RB). | í kvöld sigraði . Skovbakken sænska liðið Heim í Evrópubikar- keppninni með 1 marki gegn 14. í hálfleik var staðan 13 gegn 6. í fyrri leik félaganna sigraði Heim, en markahlutföll Skovbakken eru betri. - ef allt er FYRIR nokkru kom hingað til lands brezkur maður, sem bauð forráðamönnum Bændahallarinnar lán til að Ijúka við framkvæmd- ir. Maður þessi kvaðst vera um- boðsmaður banka og tryggingafé- llaga í Bretlandi, og féllst hann á, að lána Höllinni 650 þúsund pund, eða 78 milljónir ísl. króna, en vildi fá bankaábyrgð fyrir upphæðinni. Þessi trygging hefur nú verið feng- in, og tilkynning um það send út. Maður þessi bauð lánið til 20 ára með 6.5% vöxtum, og eru það mjög hagstæð kjör. Skýringin á þessu tilboði mun vera sú, eða svo með felldu mim Bretinn hafa skýrt frá, að bankavextir í Bretlandi væru lægri en þarna er gert ráð fyrir, — og kvaðst hann liafa farið um nokk- ur lönd i þeim tilgangi, að lána peninga, þar eð fyrirtæki þau, sem hann væri umboðsmaður fyrir, væru mjög fjársterk. Alþýðublaðið fékk staðfestingu á þessari frétt í gær, og jafnframt þær upplýsingar, að ef maðurinn væri sá, sem hann hefði gefið sig út fyrir að vera, mætti búast við að gengið yrði frá þessu láni ein- hvern næstu daga, en engin svör höfðu borizt í gær frá Bretlandi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. febrúar 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.