Alþýðublaðið - 13.02.1963, Qupperneq 4
ÞESSIR flutningraverkamenn í Bombay á Indlandi hafa sína aoferð til þess að’ flytja píanó.'
Þcir stilla því bara upp á höfuð sér og þramma svo af stað um göturnar í brennandi sólbreizkju
hitabeltisins. Þeir mega ekki taka eitt feilspor. Þá er voðinn vís og öll list þeirra í starfinu er fólg-
in í því, að þeim skeikar ekki að vera samtaka.
AÐALFUNDUR L. í. Ú. haldinn í
Reykjavík, 28, — 31. janúar 1963
gerði m. a. eftirfarandi ályktanir:
i „Fundurinn teiur að sala- á ís-
: lenzkum sjávarafurðum eigi að
vera í höndum samtaka framleið-
endanna sjálfra í hverri fram-
leiðslugrein, og telur það mjög
varhugavert, að í þeim greinum
útflutningsins, þar sem slík al-
imenn sölusamtök framleiðend
anna eru starfandi, sé einstökum
■aðiluni veitt aðstaða til þess að
sitja að beztu mörkuðunum og
vera lausir við að selja á óhagstæð
ari mörkuðum og taka þátt í kostn
aði við að vinna nýja markaði. —
.Reynslan hefur sýnt, að framboð
frá mörgum aðilum á útflutnings-
afurðum hefur oft haft áhrif til
óéðlilegs verðfalls þeirra”.
„FUndurinn skorar á ríkisstjórn-
ina að hlutast til um það, að meg-
inhluti þess lánsfjár, sem hún hef-
ur tekið að láni í Englandi til upp-
byggingar atvinnuveganna, að upp
hæð um kr. 240 millj. verði varið
til þess að bæta úr láns-
fjárskorti sjávarútvegsins til ým-
issa framkvæmda til að tryggja
sem hagstæðasta nýtingu sjávar-
aflans”.
„Fundurinn samþykkir vegna
brýnnar nauðsynjar, að skora á
samgöngumálaráðuneytið, að það
hlutist til um, að áfram verði hald-
ið að kenna skipstjóraefnum sigl-
ingarfræði í landsfjórðungunum,
eins og verið hefur nú í nokkur ár.
Sigiingaleyfí breytist þannig, að
í stað þess að þau séu miðuð við |
leyfi til siglingar 60 mílur undan I
íslandsströndum, gildi leyfin til
siglinga og veiða á íslandsmiðum,
enda sé aflanum landað í íslenzkri
höfn”.
„Fundurinn skorar á Alþingi og
ríkisstjórn að skipa nú þegar
nefnd fiskifræðinga, fulltrúa út-
gerðarmanna og fulltrúa skipstjóra
og - sjómannasamtakanna. Skal
nefnd þessari falið að vinna að til-
lögum um aukna vernd fiskistofn-
anna gegn ofveiði og rányrkju á
hinum þýðingarmestu hrygningar-
svæðum umhverfis landið.
Skal nefnd þessi skUa áliti til
viðkomandi ráðuneytis, sem allra
fyrst”.
„Fundurinn ,skorar á rikisstjórn-
ina og ’stjórn Síldarverksmiðja
ríkisins að gera ráðstafanir til
þess að flytja síid til bræðslu frá
veiðistöðvunum suðvestanlands á
komandi vori og frá höfnum aust-
aniands næsta sumar, til síldar-
verksmiðjanna norðanlands. Fund-
urinn vill benda á, að athugað
verði, hvort hagkvæmt væri að
taka þá togara, sem ríkissjóður nú
á og liggja ónotaðir, til þessara
flutninga”.
„Fundurinn samþykkir að fara
þess eindregið á leit við síldar-
verksmiðjueigendur á Norður- og
Austurlandi, að þeir geri fyrir n.k.
síldarvertíð viðunandi ráðstafanir
til þess að geta vegið þá síld, sem
þeir taka við til bræðslu.”
„Fundurinn samþykkir að skora
á ríkisstjórnina að hlutast til um
það við stjórn Seðlabankans, að
vextir af 1. veðréttarlánum, sem
veitt eru út á afurðir til útflutn-
ings verði lækkaðir niður í 5 og
5Vz% eða í það sama og þeir voru
fyrir febrúar 1960”.
10,000 kr. 2036 3075 3481 9936 „Fundurinn telur nauðsyn bera
10954 14658 16634 20720 26035 til, að lánastofnanir veiti sérstök
26791 30777 31685 37395 46874 lán til að greiða fyrir kaupum og
-49083 52549 53124 54600 55357 j sölu eldri skipa innanlands, og séu
^6066. lánin veitt til nokkurra ára”.
4 13. febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
* ' “'T'" “* -
Vikulegir
fynrlesfrav
AMERÍSKI sendikennarinn við
Háskóla íslands, prófessor Ilerman
M. Ward, heldnr vikulega fyrir-
lestra fyrir almenning- á vormiss-
erinu og' fjalla þeir um ensk og'
amerísk ljóðskáld. Fyrirlestrarn-
,ir eru fluttir á miðvikudagskvöld-
um kl. 8.15 í VI. kennslustofu há-
skóláns; og verða þeir sem hér
segir:
13. febr.: Gerard Manley Hop-
kins. 20. febr.: A. E. Housman.
27. febr.: W. B. Yeats. 6. marz:
W. B. Yeats. 13. marz: Anti-war
Voices — Owen Sitwell. 20. marz:
Masefield, Hodgson, De la Mare.
27. marz: MacNeice, Spender, Sit-
well. 3. apríl: W. H. Auden.
10. apríl: Dylan Thomas.
MÁNUDAGINN 11. febrúar var
dregið í 2. flokki Ilappdrættis
Háskóla íslands. Dregnir voru 1000
vinningar að fjárhæð 1,840,000 kr.
Hæsti vinningurinn, 200,000 kr.
kom á hálfmiða númer 43,895, sem
seldur var í Borgarnesi og í Kefia-
vik.
100,000 kr. komu einnig á hálf
miða númer 1,651, sem seldir voru
í umboðum Arndísar Þorvaldsd.
•»g Helgu Sivertsen í Vesturveri.
JOSEPH Thor Thompson var fædd
ur að Gimli, Manitoba, 16. desem-
ber, 1934; var hahn sonur Mr. og
Mrs. P. G. Thompson. Faðir hanSj,
Pétur Gísli, var sonur Gísla og
Moniku Thompson sem bjuggu að
Krossi fyrir norðan Gimli; gaf
Gísli út á frumbýlingsárum tíma-
ritin „Dagsbrún”, „Svövu“, og
„Bergmálið”. En móðir hans, Guð-
rún er dóttir Jóns Jónssonar frá
Húsatóftum á Skeiðum og Þórleif-
ar Pálsdóttur frá Stokkseyri; voru
þau hjón búsett í Reykjavík frá
1902 til æfiloka, utan eins árs í
Vesturheimi.
Thor Thompson gekk á Gimli
barnaskóla og miðskóla. Var hann
vel látinn af kennurum og náms-
systkinum. Hann hafði mikinn á-
huga á íþróttum, og árið 1951 og
aftur árið 1952 tilheyrði hann ung-
lingaflokki þeim, sem hæst stóð í
Manitobafylki í „hockey”.
Ellefta maí, 1953, gekk hann í
riddaraliðslögreglu Kapada (Roy-
al Canadian Mounted Police), í
Winnipeg. Tók hann hið fyrsta
námskeið í Vancouver, og liið ann-
að í Regina.
Eftir að hann varð fullnuma,
starfaði hann í Edmonton, Leth-
bridge, Medicine Hat, og Fort Mc-
leod. Hann var sérstaklega vin-
sæll meðal unglinga; til dæmis
æfði liann flokk unglinga í „hoc-
key” í Medicine Hat.
Tuttugasta og sjötta september,
1957, var hann á ferð með þrem
öðrum lögregluþjónum meðfram
Joseph Th. Thompson
Kenyon Field flugstöðvunum,
nærri Lethbridge í Alberta. Hitti
þá fiugvél, sem var að nálgast lend
ingu, bíl þeirra, og fékk Thor
Thompson svo mikinn áverka á
höfði að hann lá meðvitundarlaus
til 14. janúar, 1958, og komst aldr-
ei til heilsu. Lá liann fyrst lengi
á Colonel Belcher sjúkrahúsinu í
Calgary, þar næst á Deer Lodge
hermannaspítalanum í Winnipeg,
og síðast í Selkirk. Þar dó hann,
18. desember, 1961.
Útför hans var haldin að Gimli,
og hafði riddaraliðslögreglan heið-
ursvörð við þá athöfn; báru með-
limir hennar hann til grafar. 1
Eflir hann lifa móðir hans, Mrs.
Guðrún Thompson, fjórir bræður;
Peter og Magnús í Winnipeg,
Rosevelt á Gimli og Thomas i
Churchill, Man., og ein systir, Mrs,
Thorey Cherney á Gimli.
Thor Thompson var vinsæll og
vel látinn fyrir prúða og yfirlæt-
islausa framkomu og skyldu-
rækni við störf sín. Er því sorg
vina og vandamanna djúp, eftir
svo vænan og efnilegan ungan
mann, sem virtist eiga ágæta
framtíð fyrir höndum.
(Lögberg-Heimskringla).