Alþýðublaðið - 13.02.1963, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 13.02.1963, Qupperneq 10
KARL GUÐ- MUNDSSON TIL KSÍ Ritstjóri: ÖRN EIDSSON Karl Guðmundsson, íþrótta- kennari, hefur verið ráðinn til starfa hjá Knattspymusambandi íslands á tímabilinu 1. febrúar til 1. október 1963. Mun hann starfa að skipulaes- og þjálfunar- máluni sambandsins. 10| (13. febrúar 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ i i« Enn skildu iR Víkingur jöfn VÍKINGUR OG ÍR gerðu jafn- tefli í I. deild íslandsmótsins á xnánudagskvöldið og Fram sigraði Þrótt auðveldlega. ÍR-ingar voru nær sigri í leiknum gegn Víking, en ákafi og klaufaskapur á þýð- ingarmiklum augnablikum varð til þess að félögin skiptu stigun- um'á milli sín. •- i' ÍR-VÍKINGUR £4:24 (12-13). ÍR-ingar byrjuðu leikinn mjög vel og eftir nokkrar mínútur er staðan 5-1 fyrir Gunnlaug og Co. eins og sumir kalla ÍR-liðið. Vík- ingar sýndu heldur meiri festu í sókn og vörn og minnka bilið jafnt og þétt, og tekst að jafna á 20 xnín. — 9 gegn 9. Liðin hafa yfir á víxl til loka fyrri hálfleiks, en í hléi hefur Víkingur yfirhöndina 13-12. Víkingar skora fyrsta mark síðari hálfleiks, en ÍR-ingar jafna fljótlega metin og komast yfir, en Víkingar jafna ávallt — leikur- inn var mjög spennandi. Þegar staðan er 15-15 nær ÍR mjög góð- um leikkafla og þeir Gunnlaugur og Matthías skora nokkur geysi- falleg mörk, um miðjan hálfleik- inn hefur ÍR fimm mörk yfir, 21 -16 og sigurinn virðist blasa við ÍR-ingum. En við nokkur óvand- virknisleg markskot og ákafa tókst Víkingum að vinna upp þetta for skot og jafna metin. Eins og fyrr segir, var ÍR nær sigri í þessum leik og liðið er í stöðugri framför. Gunnlaugur var beztur sem áður, en Matthías, Hérmann og Gylfi áttu allir góð- an leik. Víkingar eiga misjafna leiki, þeir voru fremur lélegir í þessum leik. Það var aðeins mark vörðurinn, sem átti afbragðsleik Dómari var Valgeir Ársælsson. Hinn snjalli línuspilari Fram, — Sigurður Einarsson. Skelfir allra markvarða, Gunnlaugur Hjálmarsson, 1R. Tækninefnd KSÍ hefur nýlega verið skinuð og eiga eftirtaldir menn sæti í henni: Karl Guðm. form. Reynir Kar'sson, varaform. Árni N.iálsson, ritari. Tækninefndín eenast fyrir nám skeiði nk. sunnudag 17. þ. m. fyr- ir þjálfara félaganna í I. og II. deild, svo 02 fyrir aðra þjálfara, er ekki starfa nú sem stendur. Námskeiðið fer fram í Gagnfræða skóla Austurbæ.iar og hefst nk. sunnudag kl. 2 stundvíslega. — Á námskeiðinu verður flutt erindi um þjálfun, svndar úthaldsæfing- ar, sem nú eru mjög tímabærar. Allir nefndarmenn munu starfa að námskeiðinu. Unglinganéfnd KSÍ er þannig skipuð: Gunnar Felixson, Alfreð Þorsteinsson, Guðjón Einarsson og Jón B. Pétursson. Nefndin hyggst bráðlega kalla saman I þjálfara unglingaliða í samvinnu við tækninefnd. — ’ Fram-Þróttur 37-20 (15-8). Fram náði strax forystu í þess- um leik eins og búizt hafði verið við. Það var aðeins fyrstu mín- útumar, sem Þróttur veitti eitt- hvert viðnám. Maður leiksins var Ingólfur Óskarsson, Fram, sem skoraði 16 mörk. Sigurður Einars- son átti og mjög góöan leik. í liði ‘róttar bar mest á markverðinum, Juðmundi, Haukur og Axel áttu ■innig góðan ieik. Dómari var Frí- nann Gunnlaugsson. Staðan i I. deild Fram FH Vík. ÍR KR Þróttur Markhæstu menn eftir leik- ina í gær eru: Gunnl. Hjálm., ÍR 77 Ing. Óskarss., Fram, 75 Axel Axelsson, Þrótt. 54 Karl Jóhannsson, KR, 49 Reynir Ólafsson, KR, 47 Herm. Samúelss., ÍR, 34 Guðjón Jónsson, Fram, 33 Ragnar Jónsson, FH, 30 Rósm. Jónsson, Ví., 30 Firmakeppni ráösins um helgina Hin tvítuga Sjoukje Dijkstra frá [ollandi varð Evrópumeistari í sthlaupi á skautum, en mótinu uk á laugardag. Þetta er í fjórða nn í röð, sem hún verður Evrópu eistari og Dijkstra hafði algjöra 'irburði. Önnur varð Nicole assler, Frakklandi og þriðja Reg- ina Heitzer, Austurríki. Eins og mörg fyrirtæki hafa orðið vör við, hefur Skiðaráð Reykjavíkur undanfarnar vikur verið að safna til væntanlegrar firmakeppni 1963. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp, að félögin fjögur, Ármann, ÍR, KR og Víkingur skipta með sér firmum fyrir undanráskeppn- ina þannig, að keppni þessi hef- ur verið háð við skála félaganna og aðeins lokakeppni mun vera sameiginleg niilli ofangreindra aðila. Skíðadeild Ármanns mun að þessu sinni annast lokakeppni sem væntanlega verður háð í Jós- efsdal sunnudaginn 17. febr. nk. Keppni þessi hefst kl. 2 við Ármannsskálann 1 Jósefsdal mpnu 30 firmu vera í úrslita- keppninni. Skíðakeppendur frá Ármanni, ÍR, KR og Víkingi munu keppa fyrir þessi 30 úrslitafirmu og þar sem um forgjafakeppni er að ræða, er erfitt að spá um úrslit keppninnar. Skíðaráð Reykjavíkur býður einum tunboðsmannl frá hverju firma, sem tekur þátt í keppninni að vera viðstaddur keppnina og sameiginlega kaffidrykkju í Ár- mannsskálanum að lokinni keppn- inni. Þar fer einnig fram verð- launaafhending. Tólf silfurbikar- ar (farandbikarar) eru nú í um- ferð fyrir keppni þessa. Upplýsingar um bílaferðir i Jósefsdal er að fá hjá BSR í Lækjargötu, sími 11720. Þessir tólf silfurbikarar eru nú til sýnis í glugga Verzlunar L. H. Muller í Austurstræti. Eftirtalin 20 firmu taka þátt 1 þessari firmakeppni í Jósefsdal, sunnudaginn 17. febrúar 1963: Prentsmiðjan Edda h.f., Lindar- götu 9 A Eagle Star, tryggingafélag, Lækj- argata 2 Blikksm. Magnúsar Thorvaldss., Langagerði 26 Heiidverzl. Sveins Helgasonar, Lækjargata 10 A Rakarastofa Harðar, L. H. Muller, Austurstræti 17 Framh. á 14. síðu Hverjir vilja á Wembley í maí í TILEFNI 100 ára afmæl- is enska knattspyrnusam- bandsins verður úrslitaleik- ur Evrópubikarkeppninnar háður á Wembley í lok maí. Knattspyrnusamband band fslands getur útvegaff þeim affgöngumiffa á leikinn, sem áhuga hafa á aff fara til London. Axel Einarsson, ritari KSÍ, gefur allar nán- ari upplýsingar, en liafa verffur samband viff Axel fyr- ir 25. febrúar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.