Alþýðublaðið - 20.02.1963, Síða 3

Alþýðublaðið - 20.02.1963, Síða 3
Velheppnuð sýn- ing í Moskvu : HINN nýi sendiherra Kóreu, Han- kon Lee, afheníi forseta íslands trúnað'arbréf sitt í gær við hátíjð- lega athöfn á Bessastöðum að við- stöddum utanríkisráöherra (Sjá mynd). Snæddi Iiann siðan hádeg- isverð með forsetahjónunum. í gærdag átti Lee fund með blaðamönnum. Hann er fyrsti sendiherra Kóreu hér á landi, en hefur aðsetur í London. Lee er jafnframt sendiherra Kóreu í Eng- landi, Skandinavíu og nokkrum Afríkuríkjum. Hann kvaðst hafa mikla löngun til þess, að koma á einhverju samstarfi milli íslands og Kóreu í sambandi við fiskveið- ar, en báðar eiga þjóðirnar af- komu sína undir fisk veiðum, og i Skipstjórinn á Ver íékk 2 mán. varðhald RÉTTARHÖLD stóðu enn yfir í Vestmannaeyjum í gær, í máli skipstjóranna á bátunum fjórum, sem tekn- ir voru að meintum ólöglég- unl veiðum síðastliðinn sunnudag. í gaérkvöldi var dæmt í máli skipstjórans á Ver, og fékk hann 20 þúsund króna sekt, og var dæmdur í tveggja mánaða varðhald. Saksóknari hefur nú vísað máli skipstjórans á Sævaldi til dóms í Vestmannaeyjum. Ráðinn hefur verið verjandi fyrir skipstjórann, Guðjón Steingrímsson. Fékk hann 14 daga frest til að undirbúa vörnina. tMHMUHMMWtMMHMHMM eiga margt sameiginlegt í þeim efnum. X.ee var áður sendiherra lands síns í Manilla á Filipseyjum, en þar áður var hann hershöfðingi í kóreanska hernum. Hann kom lítil lega inn á skiptingu landsins, það er Norður- og Suður-Kóreu. Hann kvað Suður-Kóreumenn ávallt hafa mikinn her tilbúinn til varn- ar, ef á land sitt yrði ráðizt. Hann sagði að af og til yrðu smá-skær- ur á landamærunum. Er hann' var spurður, hvort stjórnin í Norður-Kóreu gengi fremur eftir Peking- eða Moskvu- línunni. kvaðst hann halda, að Peking-línan væri öllu vinsælli í því ágæta landi. Lee fer héðan á morgun. NORÐURLANDARAÐ samþykkti á fundi sínum í dagr með öllum greiddum atkvæðum, að fara þess á leit við ríkisstjórnir Norður- landa, að norrænu umferðarmála- nefndinni verði gert kleift að flytja tillögu um sameiginlega umferðarlöggjöf fyrir Norðurlönd- in. SOVÉZKI sellóleikarinn, Svjato- slav Knusévitsjkij, andaðist í Moskvu í gær, 54 ára að aldri. Hann var einn af kunnustu selló- leikurum heims. AFTUR hefur veður versnað í Suður- og Mið-Evrópu, en í viku- tíma hafði hlýnað í veðri, eink- | um í Alpaf jöllum. í fyrrinótt og. gærmorgun gerði blindhríð og hélzt hún enn í gærkvöldi. Fjöldi héraöa og bæja í Sviss og ítölsku Alpafjöllunum hafa einangrast. Á I Spáni sunnanverðum hefur þíð- I viðri undanfarið valdið flóðum, j og hafa þúsundir manna neyðzt til ^ þess að flýja heimili sín. EINS og kunnugt er, bauð nýlega menntamálaráðuneyti Sovétríkj- anna því íslenzka að halda sýningu á málverkum í Rússlandi eftir ís- lenzka málara. Var upphaflega þeim Ragnari Jónssyni og Jóhann- esi S. Kjarval boðið til Rússlands í sambandi við sýninguna, en hvor- ugur sá sér fært að fara sökum anna. Það varð því úr, að dr. Gunn- laugi Þórðarsyni og Selmu Jóns- dóttur listfræðingi var boðið að jvera við opnun sýningarinnar. Þau þáu boðið og eru nýkomin heim úr j Rússlandsreisu sinni. | Blaðið ræddi við frú Selmu um jhvemig sýningin hefði tekizt og fórust henni orð á þessa leið: — Þarna voru sýndar myndir eftir þrjá íslenzka málara, þá Kjar- val, Jón Stefánsson og Ásgrím, 15 myndir eftir hvern þeirra. Upp- haflega átti að opna sýninguna í Hermitage-safninu í Leningrad, j vegna þess að sýningin eftir fræg- I an franskan málara stóð yfir í Puskin-safninu í Moskvu, en svo var horfið frá því ráði, og sýnt fyrst í spönskum sölum Puskin- safnsins. Sýningin var opnuð 9. febrúar kl. 12. Ávarp flutti m. a. varafor- seti listaakademíunnar. Frú Selma Jónsdóttir flutti einnig ávarp á ís- lenzku, sem jafnóðum var þýtt á rússnesku, og setti hún sýninguna. Mjög mikill fjöldi skoðaði sýn- inguna fyrsta daginn, og virtist á- hugi manna fyrir íslenzkri mynd- list mjög almennur. Bárust þeim Gunnlaugi og Selmu margar fyrir- spurnir varðandi nútíma myndlist á íslandi o. fl. Margir mundu einnig eftir íslenzku myndlistar- sýningunni 1959 í Moskvu. —1 í Puskin-safninu munu myndimar standa í hálfan mánuð, en síðan verða þær settar upp í Leningrad. TOLLFRELSI | TVEGGJA daga ráðherrafundi Frí ; verzlunarbandalagsins lauk í Genf í gær. í opinberri tilkynningu nm fundinn segir meðai annars, að j unnið verði að því, að bandalagið geti komið á gagnkvæmu tollfrelsj árið 1966. j j Ekki varð lokið að ganga frá öll- um málum, sem bandalagið þarf ^ð taka tillit til, en því verður værit- anlega lokið þegar sérfræðinsja- nefndir hafa skilað áliti. Næsti fundur bandalagsins verður hald- inn í Lissabon í maí. J á Akranesi ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN Vilja kanzl- arann úr embætfi FORYSTUMENN KristUega Demókrataflokksins í V- Þýzkalandi, kröfðust þess í gær, að kallaður yrði saman fundur til að taka ákvörðun um, að Adenauer, kanzlari, léti af embætti ekki síðar en í haust, bæði sem kanzlari og forystumaður flokksins. Er talið að þessi ákvörðun sé afleiðing af hinum mikla ó- sigri Kristilegra Demókrata í Berlín um helgina. WWWWMMMMMWMWMM á Akranesi efna til Þorra-1 blóts í félagsheimili flokks-j ins þar í bæ næstkomandi laugardagskvöld. Skemmtiat-! riði verða f jölbreytt og dans ; á eftir. Þátttaka tilkynnist fyrir föstudagskvöld til Guð- jóns Finnbogasonar eða llelga Daníelssonar. RÆTT UM BÓKMENNTIR 06 MYNDLIST í LÍDÓ STUDENTAFELAG Reykjavíkur efnir til almenns umræðufundar í Lido laugardaginn 23. febrúar n.k. kl. 2 síðdegis. Umræðuefni verður: „Staða og stefna í íslenzkum bók- menntum og myndlist“ og frum- mælendur þeir Björn Th. Björns- son, listfræðingur, og Sigurður A. Magnússon, rithöfundur. Mun Björn fjalla um myndlist- list, en Sigurður um bókmenntim- ar. — Að framsöguræðum loknum verður gert hlé til kaffidrykkju, SLÆM INFLÚENZA HEFUR NÚ GERT VART VIÐ SIG SLÆM inflúenza virðist nú hafa stungið sér niður í Reykja vík. Skrifstofu borgarlæknis hafa borizt allmargar tilkynn ingar frá læknum undanfarna daga, þar sem sjúkdómslýs- ingar koma heim við inflúcnzu einkenni. Þá mun vcikinnar hafa orðið vart í barnaskólum. Ekki verður þó sagt um það á þessu stigi málsins, hvort hér er um að ræða hina svoköll- uðu „asíuinflúenzu”, sem herj- að liefur í Bandarikjunum að undanförnu, og lagst mjög þungt á fólk. Rannsóknarstöð- in að Keldum hefur nú hafið rannsókn á þvi, hvaða sýkili veldur sjúkdómnum. Alþýðublaðið getur upplýst að veikin er bráðsmitandi. — Menn á blaðinu byrjuðu að veikjast síðdegis á föstudag, og í gær voru 10 af starfslið- inu komnir í rúmið. en síðan hefjast frjálsar umræður. Öllum er heimill aðgangui- að fund inym. Þetta er annar umræðufundur Stúdentafélagsins í vetur. Fundir félagsins hafa jafnan verið mjög ( fjölsóttir og umræður fjörugar. Er þess að vænta, að svo verði einnig að þessu sinni, enda frummælend- ur báðir snjallir kunnáttumenn á sínu sviði og umræðuefnið mörg- um hugleikið. ' GÓÐ VEIÐI : Á HANDFÆRI BÁTAR, sem gerðir eru út með handfærum um þessar < mundir, veiða ágætlega. Má til dæmis nefna Kristínu,; eign Einars Sigurðssonar, en hún er tæpar 50 lestir á stærð, hefur 9 manna áhöfn, og í fjórum síðustu róðrum hefur hún veitt samtals 28 tonn af stórum þorski. Krist ín veiðir nú í loðnutorfun- um út af Sandgerði. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. febrúar 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.