Alþýðublaðið - 20.02.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 20.02.1963, Side 7
HIN SfÐAN 1» A Ð gerist nú" æ algengrara, að kvikmyndaleikarar stofni sín eigin kvikmyndafélög, og gerist þannig vinnuveitendur sjálfra sín. Sammy Davis jr. stofnaði nýlega sitt eigið kvikmyndafélag í sam- vinnu við kvikmyndafélagið Em- bassy Pictures. Félagið heitir Tra- cemark Productions, og er þegar búið að ákveða hver fyrsta mynd- in verður, sem gerð verður á veg- um þess. Hún á að heita „Burn, Killer, Burn“, og að sjálfsögðu leik ur Sammy sjálfur aðalhlutverkið. Myndin fjallar um ungan negra, sem dæmdur er til dauða, en fær dómnum breytt I ævilangt fangelsi, Ráðgert er að taka myndarinnar byrji í New York í september íuest komandi. lausir vintll- ingar Þýzkur læknir, Dr Max Binding telur sig hafa fundið áðferð til að gera sígarettur skaðlausar Hann hefur unnið að rannsókn- um á þessu undanfarin tólf ár ásamt sex öðrum vísindamönnum. Efnið sem þeir telja sig hafa fund- ið á að koma í veg fyrir hin skað- legu áhrif tjörunnar í reyknum. Enn sem komið er, er þessu efni dælt inn í sígaretturnar (sjá mynd), en Dr. Binding telur að ekkert sé því til fyrirstöðu að efn- inu sé blandað saman við tóbakið, — og segir þýzki. doktorinn það af og frá að það hafi nokkur á- hrif á bragð tóbaksins. Undursamleg björgun Þýzkur hermaður bjargaðist fyr- ir skömmu úr fallhlífarstökki á undursamlegan máta, þótt svo það yrði ekki fyrir hjálp fallhlifar hans. Fallhlífarhermennirnir áttu að stökkva út í 1500 feta hæð nálægt smábænum Hopsten í Þýzkalandi. Þeir tveir sem hér koma við sögu heita VVilfried og Rheingold. Rheingold stökk fyrstur en Wil- fried síðastur. Af jörðu horfðu menn á það furðu lostnir að Wíl- fried fór fram úr þeim, sem á und an honum höfðu stokkið, og lenti ofan á fallhlif Rheingolds áður en hann hafði ráðrúm til að opna sína eigin. Hann reyndi að ná taki á strengjunum í fallhlíf 'vinar síns en í sömu svipan opnaðist hans eigin fallhlíf og hann flæktist illi- lega í fallhUfarstrengjunum. Síð- an missti hann meðvitund og datl ofan af fallhlífinni en um leið og hann féll framhjá Rheingold ga( sá síðarnefndi náð taki á einu fall hlífarbandinu og þannig dró hann Wilfried að sér. Þeir Ientu síðar heilu og höldnu, og að klukku- stundu liðinni var Wilfried kominn á loft aftur og albúinn þess að stökkva á nýjan leik. -SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆLKI — VITIÐ þér að hundurinn yðar beit hana- tengdamóður mína f gær? — Einmitt það. Viljið þér þá ekki að ég greiði yður skaðabœt- ur? — Þess gerist engin þörf. En, segið mér er hundurinn ekki fal- ur? ★ HVERNIG stendur á því, spurði grannur maður feitan vin sinn, að þið feitu mennirnir eru alltaf í góðu skapi? — Það er einfalt, svaraði sá feiti. Við getum nefilega hvorki barizt né hlaupið. ★ HANN. En þú lofaðir að vera.mér hlýðin, þegar við stóðum frammi fyrir prestinum? Hún. Ég vildi nú ekki fara að stofna til neins rifrildis þá. ★ — VEIZTU hvers vegna málið okk ar er kallað móðurmál? — Það hlýtur að vera vegna þess að pabbi fær aldrei tækifæri til að nota það. HIN SiOAN Veiðimaður: Og það get ég sagt þér, að svona stóran lax hef ég aldrei séð. Vinur: Því trúi ég vel. ★ HÚN: Ég hef heyrt, að þér séuð mikill listamaður. Hann: Það er einmitt það, sem ég vonast eftir að vera. • Hún: Hvað eruð þér að gera þessa stundina? Hann: Ég bý í listamannahverf- inu og læt mér vaxa skegg. — Ég gaf þessum manni fimm- tíu krónur fyrir að hafa bjargað lífi mínu. — Hvernig brást hann við því? — Hann gaf mér þrjátíu krón- ur til baka. ★ FAÐIRINN: Þessa sólarlagsmynd málaðr hún dóttir mín. Hún hefur dvalizt erlendis við listnám. Gesturinn: Það hlaut að vera, því svona sólarlag hefi ég aldrei séð hér á landi. T vennskonar endalok Billy Weider hefur látið gera tvö lokaatriði í kvikmynd, sem hann er nýbúinn að láta gera eftir bók- inni Irma La Douce. Þetta gerir bann til þess að vera viss um að kvikmyndaeftirlitið bannl ekki myndina. í annarra útgáfunni endar mynd- in þannig, að Shirley MacLaine eignast barn í kirkju að hjónavígsl unni nýafstaðinni, en í Ijjnni út- gáfunni yfirgefa brúðhjónin kirkj- una og síðan er brúðurin flutt í snarhasti á fæðingarheimili. — FYRST þér eruð nú búinn að reikna fyrir son yðar, þá væruð þér nú kannske tilleið- anlegur að lána mér reiknings bókina? Þessar litlu stúlkur eru danskar og hundurinn, sem þær standæ hjá bjargaði lífi þeirra fyrir skömmu, er kviknaöi í heima hjá þeim. Hundurinn vakti fjölskylduna að næturlagi er eldurinn var komima upp, og bjargaðist fólkið fáklætt. 8,00 12,00 13,00 14.40 15.00 17.40 18,00 18,20 19,30 20,00 20,05 20,20 21,45 22,00 22,20 22,40 23,35 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR. Morgunútvarp. (Bæn. - 8,05 Morgunleikfimi - 8,15 Tónl. ■» 8,30 Fréttir. - 8,35 Tónl. - 9,10 Vfr. - 9,20 Tónl.) Hódegisútvarp. (Tónleikar. - 12,25 Fréttir og tilkynningar). „Við vinnuna": Tónleikar. „Við, sem heima sitjum.“ Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. - Tónl. 16:00 Vfr. - Tónl. - 17,00 Fréttir - Tónl.). Framburðarkennsla í dönsku og ensku. Útvarpssaga barnanna: „Sigurður mállausi" eftir Þorstein Erlingsson: sögulok (Helgi Hjöryar). Veðurfregnir. - 18,30 Þingfréttir. - 1850 Tilk. Fréttir. KVÖLDDAGSKRÁIN : Varnaðai-orð: Kristján Júlíusson yfirloftskeytamaður talar um neyðarsenditæki. Kórsöngur: Drengjakórinn í Vínarborg syngur. . S Kvöldvaka: a) Lestur fornrita, Ólafs saga helga, (Óskar Halldórsson). i b) íslenzk tónlist: Lög eftir Áma Thorsteinsson. c) Arnór Sigurjónsson rith. flytur síðari hluta frásögu sinn-» ar: Þorrakvöld 1912. d) Snorri Sigfússon fyrrum námsstjóri segir frá víðförlum Svarfdælingi á 18. öld. e) Guðrún Gísladóttir á Sauðárkróki les frumort kvæði. íslenzkt mál (Dr. Jakob Benediktsson). Fréttir og veðurfregnir. - 22,10 Passíusálmar (9). Kvöldsagan: „Svarta skýið“ eftir Fred Hoyle; I. Örnólfur Thorlacius menntaskólakennari þýðir og les). Næturhljómleikar: Nútímatónlist. a) Frá tónlistarhátíð í Berlín í fyrra. b) „Þrjár myndir frá Afriku“ eftir. Alan Busch. c) Fantasía fyrir fiðlu og hljómsveit eftir M. Seiber. Dagskrárlok. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. febrúar 1963 %

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.