Alþýðublaðið - 13.03.1963, Side 1

Alþýðublaðið - 13.03.1963, Side 1
íœsM ■ gBírríHKsl ilgggl slill Æilsálf SAMKVÆMT skýrslu, sem blað- inu barst í gær frá Iðnfræðslu- ráði, voru í árslok 1962, 1134 nent- ar á staðfestum námssamningri í 42 iðngreinum í Reykjavík. í árs- lok 1961, voru þeir 1047 og árið áður 955. í Reykjavík fjölgaði iðn- nemum um 87 árið 1962. Annars staðar á landinu voru við áramótin 757 nemendur í 35 iðn- greinum, en voru 753 við fyrri ára mót. Hefur nemendum utan Reykjavíkur aðeins fjölgað um 4 á árinu. Þess ber að gæta, að ár- ið áður var óvenjumikil fjölgun utan Reykjavíkur, en það ár fjölg- i aði nemum um 98. j Heildartala staðfestra námssamii inga á landinu öllu, var víð síð- J ustu áramót 1891 á móti 1800 í ' árslok 1961 og 1610 í ársiok 1960. Samkvæmt fenginni reynslu má J gera ráð fyrir að 100-200 náms- \ samningar, sem gerðir voru siðan. j á árinu 1962, liafi verið ókomnir til staðfestingar um áramót. Má því telja sennilegt, að iðnnemar á öllu landinu hafi í árslok 1962 ver- ið sem næst 2100 í 44 ^ðngrelnum. Hafa aldrei áður verið ja'nmargir við iðnnám samtímis hér á landi. Frá því 1959 til siðustu áramóta hefur iðnnemum fiölgað um 334 eða 21.5%. Fles+’’- <"•” i«nnr>Tnam- ir í Reykjavík 1134, þá á Akuretnr! 140. Flestir nemendur eru í húsa- smiði, eða 310 talsins. þá í vélvirkj un 289, síðan rafmagnsiðn 169 og 157 i bifbvélavirkjun. Löggiltar iðngreinar eru nú 61 talsins, og eru engir nemendur í 17 þeirra. Eru það meðal annars: Framh. á 13. síðu Vetur og sól Á mcðan Loftleiðaflugvél tafðist í Gautaborg vegna illviðris, voru Reykjavíkur- börnin að leika sér í sólskin- inu í sundlaugunum. í gær skein sólin glatt, en þó var nokkuð andkalt, og hópuðust börnin í Sundlaug Vestur- bæjar í heitu laugina og létu fara vel um sig þar Ljósmynd ari blaðsins tók þessa mynd kf nokkrum tugum brosandi andlita. Loöna í Keflavík- urhöfn LOÐNA gekk I gær í Keflavík- urhöfn. Þrír bátar voru þar að loðnuveiðum í gær. Var háfað úr nótunum beint upp á bryggjuna og þaðan var svo Ioðnunni ekið í bræðslu, en nokkuð af henni fer til beitu. Sinn bátur fékk í gær 1400 tunn ui af loðnu út af Stafnesi, og fór það magn í bræðslu. ÁRÁS kommúnista ó ungversku ; flóttame#nina, sem veita á is- lenzkan borgararétt, var eftir- minnilega hrundið í neðri deild Alþingis í gær. Var tillaga Gunn- ars Jóhannssonar um að neita 18 ungverskum flóttamönnum um borgararéttinn felld með 21 atkv. gegn 5. Greiddu aðeins kommún- istar atkvæði með tillögunni, en margir Framsóknarmenn sátu hjá. Eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá áður, hefur verið fylgt þeirri reglu að veita Norðurlandamönn- um borgararétt eftir 5 ára dvöl en annarra þjóða fólki cftir 10 ár. Nú er gerð undantekning með Ungverja þá, sem hér hafa fest rætur og óska eftir borgararétti, þar sem þeir mega heita borgara- réttarlausir og þeim var liingað boðið eftir ungversku byltinguna. Nokkrar umræður urðu um þetta mál og mæltu þeir Gunnar Jó- hannsson og Einar Olgelrsson með því að synja Ungverjum borgara- réttarins. Tillaga þeirra yar þó felld, og fer málið nú aftur til efri deildar innan skamms, þar sem Ungverjarnir verða sjálfsag samþykktir aftur eins og við fyrst' yfirferð málsins þar I deild. Nokk ir aðrir nýjir borgarar voru einni samþykktir einróma. Kyrrö eftir bylt- inguna í Sýrlandi DAMASKUS, 11. marz (NTB- ! Reuter). — Ástandið í Sýrlandi ! var að mestu leyti komið í eðli- legt horf í dag eftir byltinguna i t fyrri viku. Flestir herflutningabíl- i ar eru horfnir af götunum, vinna er hafin á stjórnarskrifstofum og verzlunum og veitingahús hafa verið opnuð. En enn er öflugur vörður um sendiráð nokkurra Arabarikja, útvarpshúsið og sím- stöðina. Stúdentar hófu aftur nám við Framh. á 11. siðu Ishombe aftur Elisabethville ELISABETHVILLE, 12. mara (NTB-Reuter). Tshombe Katanga- forseti snéri- aftur til E'íisabeth- ville, og var lionum ákaft fagnað af um 20 þús. manna manngrúa. Hann kvað „f jandmenn vora“ bafa breitt út rangan orðróm þess efn- is, að hann væri flúinn cg kæmi aldrei aftur til Katanga. Ég varð að fara til Evrópu heils- unnar vegna og ég þakka öllum þeim, sem haldið hafa uppi lögum og reglu í Katanga í fjarveru minni Eg bið ykkur um að utanda eaman og gleyma öllum ættflokhadeilum svo að við getum byggt upp land ' okkar, sagði Tshombe.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.