Alþýðublaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 8
« [ iggerí G. Þorsteinsson skrifar um verkalýðsmál:
>KATTAR GREIÐ- ST JAFNÓÐUM
G LAUN GREIÐAST
| vera á skattastiga hinna ýmsu
sveitafélaga. — Þá auðvelda sjálf
skattskýrsiueyðublöðin ekki slíkan
undirbúning .— og til heiðarlegr-
I ar útfyllingar þeirra þarf sérfræði
lega aðstoð.
Hin nagandi óvissa manna um
ráðstöfunarrétt á tekjum sínum,
sem hæglega taka stórbreytingum
frá ári til árs, á að tilheyra for-
Itíðinni. í flestum nálægum lönd-
|um hefui' þetta jafnóðum -skatt-
' greiðslukerfi verið tekið upp, —
þannig eru starfsbræður okkar þar
að taka við því fé, sem það opin-
bera hefur oftekið af þeim á árinu,
á sama tíma, sem við sitjum sveitt
ir við að hnoða saman framtals-
skýrslu liðins árs. Síðan líða 4—6
mánuðir, þar til menn fá að vita,
hver raunveruleg gjöld þeirra
verða.
FRÁ atvinnuleysisárunum minn
ast menn þess, að opinberir starfs-
menn hjá ríkis- eða bæjarfyrir-
tækjum, voru taldir öfundsverðir,
hvað atvinnuöryggi snerti.
; Undánfarin ár hefur þessi hugs-
uþarháttur tekið allmiklum breyt-
iiigum, þar eð nægt vinnuframboð
hefur verið á hinum almenna vinnu
markaði. — Lífeyrissjóðir og þau
hlunnindi, sem samfara þeim eru,
hafa og einnig náð til æ fleiri
síarfsgreina. Þannig skipta þeir
starfsmcnn nú þúsundum, sem
njóta þeirra hlunninda, er slíkir
sjóðir veita, utan hinna opinberu
siarfsgreina. Þannig hefur stífasti
giansinn horfið af þeirri sérstöðu,
sém launþegar hjá hinu opinbera
voru taldir hafa. Að sögn þeirra,
sem gerzt til þekkja, e'r í dag talið
nlun vænlegra til bættrar fjárhags-
legrar afkomu að vinna hjá einka-
fyrirtækjum en því opinbera og
raddir heyrast um, að ýmsir hæf-
ustu starfskraftarnir hjá ríkis- og
bæjarstofnunum séu þannig yfir-
boðnir í launum, að þeir hverfi
þaðan úr störfum til einkafyrir-
tækjanna. Allar sögur um það efni
skipta þó ekki máli í sambandi
við það, sem þessar línur áttu um
að fjalla.
( Árum saman hefur það verið
krafa verkalýðssamtakanna að inn-
heimtu persónuskatta (og útsvara)
yrði hagað á þann veg, að gjöldin
væru dregin frá launum, hverju
sinni og launagreiðsla fer fram.
Hvernig sem á því stendur, hafa
mikið umtalaðar rannsóknir og at-
huganir ekki séð dagsins ljós og
þaðan af síður að úr nokkurs kon-
ar framkvæmdum hafi orðið, nema
hjá hinum opinberu starfsmönnum.
Hjá öðrum launþegum hefur lítið
orðið úr framkvæmdum, þegar frá
eru dregnar örfáar undantekning-
ar.
Okkur er sagt að á öðrum vinnu
stöðum sé nánast ókleyft að koma
þessu við, og þar með „punktum
og basta“.
| Fjöldi verkalýðsfélaga, mörg Al-
: þýðusambandsþing, hafa gert álykt
anir í málinu, sem á einn veg hafa
verið, kröfur um rannsókn og fram
kvæmdtr. Málinu hefur af Alþýðu-
flokknum verið hreyft á Alþingi
jog þingsályktun um það gerð og
1 „vinstri stjórnin" hét framkvæmd
j um, en allt hefur komið fyrir ekki.
j Við þessari kröfu, er ekki ótítt
að heyra einstakar raddir eins og
jt. d. hvers vegna þarf fólk nú sér-
! staklega að hafa opinbert aðhald
! um greiðslu gjalda? eða getur fólk
ið ekki sjálft lagt til hliðar, við
j hverja launagreiðslu, hæfilegan
hluta launa sinna, fyrir opinber-
um gjöldum.
Að sjálfsögðu ætti þetta að vera
mögulegt, ef allir vissu fyrirfram,
hverjir skattarnir yrðu í raun og
sannleika frá ári til árs. Svo auð-
velt er þetta þó ekki. Nánast eng-
inn Veit hver þörf ríkisins og
bæjarfélaganna verður á næsta ári
a. m. k. ekki nákvæmlega, auk
hins mikla mismunar, sem virðist
Það virðist a. m. k. lágmarks-
krafa, að opinberlega verði gerð
grein fyrir þeim rannsóknum, er
fram hafa farið um þessi mSl, og
þá jafnframt hvers vegna ekki hef
ur verið hafist handa hjá okkur.
Sá dráttur, sem orðinn er á þess-
ari breyttu tilhögun, verður enn
torskildari, þegar þess er g'ætt, að
árlega verða ríki og bæjarfélög
að fella niður allstóran hluta í inn
heimtu opinbetrra gjalda, beinlín-
is af því, hve langur tími líður
frá tekjuöfluninni, til þess að
gjaldagreiðslau verður að eiga sér
stað.
Frá leikmanns sjónarmiði virð-
ast því báðir aðilar, — það opin-
bera og skattgreiðandinn,, eiga hér
sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Annar losnar við óvissuna og ótt-
ann við að þurfa að greiða skatta
af tekjugóðu ári í lélegu árferði
næsta árs á eftir og sá, sem skött-
unum á að ráðstafa á það opinbera)
ætti að fá öruggari tekjur.
En hvað er til fyrirstöðu?
GEORGES Bidault var áhrifamik-
ill stjórnmálamaður heima og er-
lendis eftir styrjöldina, nú er hann
hatursfullur andstæðingur de
Gaulles. Ferill hans liefur vérið
persónulegur harmleikur, og hann
varpar ijósi yfir hinar stóru sveifl-
uf franskra stjórnmála.
Bidault bauð de Gaulle velkom-
inn heim til Frakklands árið 1944
fyrir hönd frönsku andspyrnuhreyf
ingarinnar og sem foringi hennar.
Þeim geðjaðist aldrei hvorum að
öðrum. De Gaulle minnkaði áhrif
Bídaults sem mest hann gat og
Bidault gerðist einn af foringjum
þeirra stjórnmálamanna, sem ýttu
hershöfðingjanum til hliðar tveim
árum síðar.
Með styrjöldinni hófust afskipti
Bídaults af s'jiórnmálum. Fyrir
sti íð var hann sögukennari og skrif
aði greiuar í blöð um hugðarefni
sitt, utanríkismál.
Hann var ein.i af stofnendum
Kaþólska þjóðarflokksins, sem
setti svip sinn á frönsk tjórnmál
fyrstu árin eftir styrjöldina. For-
sætisráðherra var hann fjórum
sinnum og tvívegis utanríkisráð-
herra. Bidault var helzti fulltrúi
Frakka í alþjóðlegum samninga-
viðræðum á þessum tíma.
Eftir ósigurinn í Indó-Kína lauk
stjórnmálaferli hans. Ljóst var, að
hann var orðinn mjög beiskur
maður og kom það greinilega fram
í þingræðum hans.
Vandamálin í Norður-Afríku —
Marokkó, Túnis og einkum Alsír
— komu á hreyfingu þeim hóp-
um stjórnmálamanna, sem töldu
Frakka hafa siðmenningarlegu
hlutvérki að gégna í þessum heims
hiuta eins og reyndar annars stað-
ar I heiminum þar sem franska
nýlenduveldið náði. Þeir voru and-
vígir undanlátsstefnunni, er þeir
| töldu undirbúa jarðveginn fyrir
siðleysi og kommúnista. Þeg-
ar Alsir-stríðíð dróst á langinn,
fóru þeir að leita að leiðtoga, sem
gæti varðveitt franskt Alsír.
Öfgasinnar til hægri töldu de
Gaulle þennan leiðtoga. Tilbeiðsl-
an varð að hatri, þegar þeir töldu
de Gaulle hafa svikið sig. En
Bidault hafði hatað de Gaulle svo
lengi, að hann var ekki einn
þeirra, sem fögnuðu valdatöku
hans 1958.
i Ef Bidault hafði litlu hlutverki
^að gegna í frönskum stjórnmálum
; á síðustu árum 4. lýðveldisins,
i hafði hann engu hlutverki að
gegna í 5. lýðveldinu. Hann var
orðinn alger utangarðsmaður og
settist loks að erlendis. Þegar
OAS-foringinn Salan var gripinn
í fyrra var tilkynnt, að Bidault
væri orðinn eftirmaður hans.
Bidault kveðst halda áfram bar-
áttunni, sem hann háði í stríðinu
í andspyrnuhreyfingunni. Hreyf-
ing hans kallast Þjóðlega bylting-
arráðið eins og þá. Bidault beitir
þeim rökum, að stjórn de Gaulles
sé ólöglegt lýðræði og vill aftur
koma á þingræði. Hann gagnrýnir
utanríkisstefnu de Gaulles og seg-
ir: „Hvað merkir Evrópa de Gaull-
es frá Atlantshafi til Úralfjalla?
Það merkir, að Rússar eigi að til-
heyra Evrópu og að Bandaríkja-
menn fari burtu þaðan,“ segir
hann.
Ekki er vitað hve mikið fylgi
Bidault hefur að baki, en hann
hefur beðið álitshnekki vegna sam
starfsins við OAS. í Frakklandi er
hann eftirlýstur afbrotamaður og
fátt bendir til þess, að hinn mikli
meirihluti andstæðinga de Gaulles
sé fús til að fallast á hann sem
léiðtoga.
Viðtalið við Bidault í brezka
sjónvarpinu í síðustu viku hefur
! vakið feikilega reiði í Frakklandi.
Þetta mál er eitt af mörgum fyrir
j boðum um afstöðu Breta gagn-
! vart Frakklandi, þótt brezka stjóm
i in segi réttilega, að hún hafi ekki
álniga á að setja BBC undir rit-
skoðun og eftirlit á friðartímum.
Allt bendir til þess, að brezka
stjórnin hafi vitað um viðtalið fyr-
irfram og ekkert gert til að koma
í veg fyrir að því yrði sjónvarpað.
0
3 13. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ