Alþýðublaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 13
Tungumálanémskeið á hijómplötum: FRAMLEITT EFTIRFARANOI grein, sem er efíir rússneskan veðurfræSing, birtist hér lauslega þýdd eg endnrsögS. Greinin fjallar um veSurfræðilegar orsakir fimbulvetrarins, sem Evrópubúar ýmsir hafa kynnzt svo náiS í ár, þótt við íslendingar höfum sloppið blessunarlega vel, og munum varla aðra eins veðurblíðu að vetrarlagi. VETRARINS í ár mun lengi verða minnzt í mörgum löndum heims. í Bandaríkjunum voru fellibylj- ir óvenju tíðir, snjókoma varð ó- venjulega mikil, og henni fylgdu kaldir pólvindar, sem teygðu sig suður eftir landinu. í Texas fyiki komst frostið niour í 28 gráður á Celsius. Bændur urðu víða að kynda elda dag og nótt til að bjarga ávaxtauppskerunnl. Ár og skipaskurðir í Evrópu hafa verið á ís. Snjórinn 6 fjöll- um og hásléttum náði oft að verða liökkurra metra þykkur. Mikið tjón varð á ólífu- og vínekrum á ítalíu. Blöðin hafa stöðugt verið að birta fréttlr um fólk, sem far- izt hefur af völdum kulda í Frakk- landi og Bretlandi, af völdum snjó 'flóða í Alpafjöllum og af völdum flóða á Spáni, Portúgal og Grikk- landi. í lok desember og í byrjun janúar olli gríðarleg úrkoma mikl- um flóðum í Marokkó, þannig að vesturhluti landsins varð sem eitt stórt stöðuvatn. í blaði einu, sem út er gefið í Márokkó, var því nýlega haldið fram, að þessar mikiu náttúruham Regina Þórffardóttir í hlutverki geffveikralæknisins og Þorsteinn Ö. I Stephensen sem lögreglufulltrúinn. Leikdómw... Framh. af 4. síffu hiutverk, sem ekki gefa tilefni til uiiisagnar. Leiktjöld Steinþórs Sigurffssonar eru traust og vel unnin að vanda. Halldór Stefánsson hefur þýtt leik- inn af nákvæmni, en tæplega af jafnmikilli lipurð og máltilfinn- ingu. Þeir gallar eru þó ekki mikl- ir. — Sýningin var í heild ánægju leg og allmikill viðburður í leikhús lífi okkar. Til hamingju L. R. Högni Egilsson. farir í vetur væru að kenna rúss- neskum vísindamönnum, sem væru að reyna að breyta loftslagi í Sí- beríu. í blaðinu var sagt, að með kjarnasprengjum háfi verið sprengdur burt nokkur hluti Úral . fjallgarðsins, þannig að kaldir Síberíu-vindar eigi nú greiða leið til Suður- og Vestur-Evrópu. Talið er þó ólíklegt að þama sé nokkuð -samband á milli. Það er alkunna úr skýrslum og annálum, að fyrr á öldum komu oft slikir fimbul vetur, og varð þá oft mjög kalt alls staðar í Evrópu. Þess má geta, að Bospor- us-sund lagði árið 1606, og árið j 1709 var ís við strendur Adría- hafs. Eystrasaltið hefur oftar en einu sinni lagt, sem -og dönsku sundin. \ í desember árið 1962, þegar 1 kuldarnir voru að hefjast í Ev- '■ rópu, birtu fréttastofur í Bret- | landi, Frakklandi og Sviss skýrsl- ur og nákvæmar tölur um kulda og fannkomu í þessum löndum undanfarin hundrað ár. Síðastliðin 30 ár má sjá tvö sex ára tímabil í Evrópu-hluta Rússlands, þar sem allir veturnir voru tiltölulega hlýir. Fyrst voru það árin 1934—1939 og síðan 1957 —1962. í kjölfár þessara hlýinda tímabila fylgdu í bæði skiptin fimbulvetur. Á tímabilinu frá þvi í desember og þar til í febrúar náðu kaldir Síberíu-vindar aldrei til Vestur- Evrópu. Veðrið i Evrópu og við Miðjarðarhaf verður fyrir miklum áhrifum frá lágþrýstisvæðinu yfir íslandi og háþrýstisvæðinu yfir Azoreyjum. Vestanvindarnir færa heitt og rakt loft til Evrópu, sem orsakar mikla hláku, sem oft er i mynd stórrigninga. í ár hefur háþrýstisvæðið haldist óvenju- lengi í grennd við ísland. Stöðug- ir norðanvindar hafa því börið kált heimskautaloft langt suður á bóg- inn, til Bretlands, Frakklands og jafnvel til Ítalíu, Spánar og Grikk lands. Kuldinn í þessum löndum or- sakaðist af því, að háþrýstisvæði hreyfðust í suður frá Skandinaviu, þar sem frostið komst niður I 30—40 gráður á Celsíus. En á sama tíma komu lágþrýstisvæði yfir Spán og til Suður-Evrópu. Það hafði í för með sér stórrigningar og ár flæddu viða yfir bakka sina og stórflóð lilutust af. Þar sem heita loftið frá lágþrýstisvæðun- um blandaðist köldu lofti, varð mikið fannfergi. Miðjarðarhafs lágþrýstisvæðin náðu oft allt til Svartahafs, varð töluvert um snjókomu í Norður- Kákasus og á Krímskaga. Nú þegar fjallgarðar og sléttur í Evrópu liggja undir þykkurn fannhjúp skapast mikil flóðahætta, þegar hlýna tekur í veðri. Því ör- ari, sem vorlilákurnar verða, þeim mun meiri verður þessi hætta. Sagaphone-útgáfan, sem á und- anförnum árum hefur gefiff út nokkrar kennslubækur og ferffa- mannabækling, hefur nú hafiff framleiðslu á tungumálanámskeiffi meff hljómplötum,. sem mun vera fyrsta námskeiff sinnar tegundar, sem framleitt er hérlendis. Námskeiðið nefnist „THREE- IN-ONE, og eins og nafnið bendir til, samanstendur það af þremur tungumálum í einu setti. Henrik heitinn Thorlacius, rithöfundur, sem stundaði lengi tungumála- kennslu á Keflavíkurflugvelli á veg um háskólans í- Maryland, samdi I kehnslubókina. Er hún aðallega samin með ferðamenn i huga, full , af daglegu máli og nauðsynleguin j : upplýsingum fyrir ferðamenn Með síauknum ferðamannastraumi til IÐNNEMAR Framh. af 1. siffu Hattasaumur, hljóðfærasmíði, leir- kerasmiði, leturgröftur, mótasmiði og myndskurður. Hins vegar eru skráðir nemendur í reiða- og segla saum, reiðtygja og aktygjasmíði og sútun, en í þessum greinum hafa ekki verið nemendur árum saman fyrr en nú. Þrátt fyrir það, að iðnnemum hefur fjölgað svo mjög á síðustu árum, reynist þó ekki unnt að koma öllum þeim unglingum í iðnnám,! sem þess óska. Er þetta þá nokkuð breytilegt eftir iðngreinum. Til gamans má geta þess, að nú eru 25 nemar í bakaraiðn, 11 í j bókbandi. 2 í eldsm’ði. 1 í glerslip- un. 21 við rakaraiðn, 77 i hár- greiðslu, 1 í klæðskeraiðn, 19 í kiötiðn, 7 í ljósmyndun, 2 málm- steypumenn, 1 í miólkuriðn, 24 í j netagerð, 42 í prentverki, 63 í skinasmíði, 7 í skósmíði, 5 í úr- smíði og 4 í veggfóðrun. I útlanda ár hvert hefur verið vax- andi þörf fyrir ódýrt, aðgengilegt tungumálanámskeið, sem gerir fólki kleift að bjarga sér erlendis Margir hafa lært og lesið sér til í erlendum málum, en skortir rétt- an framburð og æfingu í tali, og koma þar plötur Sagaphone nám- skeiðisins að góðum notum. Fyrsta eintakið af „THREE-IN- ONE“ kennir þýzku, spönsku og ítölsku, og hefur ensku að lykil- máli, enda samið fyrir enskumæl- andi markað. í þau sett, sem seid verða hérlendis, hefur verið settur íslenzkur texti. Ein hæggeng tfu þumlunga hljómplata er fyrir hvert mál. Var samið við S.W.B. Schall- plateenpresswerk í Munchen í Þýzkalandi um framleiðslu á plöþ- unum og fékk það fyrirtæki pró- fessora í Miinchen til að lesa text ann inn á plöturnar. Hvert eett er í snotrum plastumbúðum, en bæk- ur og umbúðir éru gerðar hér. Sölu á námskeiðunum mun Hljóð- færahús Reykjavíkur, Hafnarstræti 1, annast. Heppnist þessi fyrsta tilraun okkar með tungumálanámskeið á hljómplötum vel, mun Sagaphone bæta "við fleiri málum þar á meðal ensku, fr^nsku og norðurlandamál unum. Eigandi Sagaphone er Þórarinn Magnússon Thorlacius, en fram- kvæmdastjóri Sigvaldi Sigurgeirs son stud. jur. Kvikmyndir og kýikmynda- eftirlit Styrkur trá Ausfurríki I Austurrísk stjórnarvold bjóóa I fram styrk handa íslendingi til I náms viff báskóla í Austurríki, I námsáriff 1963-1964. | Styrkirnir miðast við tímabilið j 1. október-30 júní og nemur hvor | þeirra samtals 15.300 austurrískum schillingum, sem greiðast styrk- jþega með níu jöfnum mánaðar- greiðslum. Er ætlast til, að styrk- fjárhæðin nægi einum manni til greiðslu á lífsviðurværi og náms- kostnaði. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-35 ára og hafa stund að nám við háskóla um a.m.k. tveggja ára skeið. Góð þýzkukunn- átta er áskilin. Sérstök eyðublöð fyrir umsóknir um styrkinn fást í Menntamálaráðu neytnu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjart. Umsóknir ásamt tilskild um fylgigögnum skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 5. apríl n.k. (Frá Menntamálaráðuneytinu.) ÞÆR umræður, sem að undan- förnu hafa farið frám í blöðum og útvarpi um kvikmyndir og kvik- myndaeftirlit, hafa nú þegar kom- izt á það stig, að vænta má þess, að þær nái inn í þá stofnun þjóð- arinnar, sem ein getur gert eitt- hvað raunhæft til úrbóta -í málinu. Ekki sízt með tilliti til þess, að fyr- ir Alþingi liggur frumvarp um breytt fyrirkomulag á rekstri kvik- myndahúsanna og ennfremur eru Barnaverndarlögin í endurskoðun. Við • undirrituð viljum því lýsa þvi yfir, að við munum ekki ræða þau mál fremur en orðið er á op- inberum vettvangi að sinni. Frek- ari tölur eða skrif geta aðeins orð- ið til að valda ósmekklegum deil- um, serh gætu tafið afgreiðslu málsiris. Tillögur munu verða lagðar fyr- ir Menntamálariefnd neðri déildar Alþingis næstu daga, svo og fýrir menntamálaráðherra. Fleiri tillög- ur munu og vera á döfinni, og munu ganga sömu leið. Að gefnu tilefni. Affalbjörg Sigurffardóttir. (sign). Guffjón Guffjónsson. (sign). Högni Egilsson. (sign). ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. marz 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.