Alþýðublaðið - 13.03.1963, Qupperneq 12
,„,V£ku,“ endurtók ég, „og
l)ér megiö telja yöur hafa slopp
iS vel.“
„Hann slangraði burtu meS
hökuna nið'ri á bringu, cins og
niðurbrotisn maður, en ég
slökkti ljósið og gekk aftur til
svefnherbcrgis míns.
„í tvo daga eftir þetta var
Brunton hinn kostgæfnasti í
öllum störfum sínum. Ég minnt
ist ekki á það, sem gerzt hafði,
og beið þess með nokkurri for
vitni að sjá, hvernig hann
mundi leyna smán sinni. En
þriðja morguninn birtist hann
hins vegar ckkl eftir morgun-
verð til að taka við fyrirmæl-
um minum, eins og hans var
vandi. Er ég gekk út úr borð-
stofunni, rakst ég á Rachel Ho-
wells, þjónustustúlkuna. Ég hef
sagt þér, aö hún var nýbúin að
ná sér eftir veikindi og leit
mjög illa út, föl og aumingja-
leg, svo að ég fann að því við
hana, að hún skyldi vera við
vinnu.
„„Þér ættuð að vera í rúm-
inu,“ sagði ég. „Komið aftur
til starfs, þegar þér eruð orðin
hraustari.“
„Hún leit á mig með svo und
arlegum svip, að mig tók að
gruna, að heili liennar hefði
skemmzt.
,,„Ég er nógtf hraust, herra
Musgrave,“ sagði hún.
„„Við sjáum til ,hvað lækn-
irinn segir,“ svaraði ég. „Þér
verðið að hætta að vinna núna,
og þegar þér farið niður, segið
þá Brunton, að ég vilji finna
hann.“
„„Kjallarameistarinn er far-
inn,“ sagði hún.
„„Farinn! Farinn hvert?“
„„Hann er farinn. Það hefur
enginn séð hann. Hann er ekki
í herbergi sínu. Ó, já, hann er
farinn — hann er farinn!" Hún
féll upp að veggnum með
hlátursöskrum, en ég varð skelf
ingu lcstinn yfir þessu móður-
sýkiskasti og hljóp til og
hringdi á hjálp. Stúlkan var
flutt, æpandi og kjökrandi, til
herbergis síns, en ég fór að
spyrjast fyrir um Brunton. Það
var enginn efi á því, að hann
var horfinn. Hann hafði ekki
háttað í rúm sitt; enginn hafði
séð hann síöan hann fór til
herbergis síns kvöldið áður; og
þó var erfitt að sjá hvernig
hann gat hafa komizt út úr
húsinu, því að bæði gluggar og •
dyr reyndust lokuð um morgun
inn. Föt hans, úr og jafnvel
peningar voru í herbergi hans
— en svörtu fötin, sem hann
klæddist venjulega, voru horf-
in. Inniskórnir hans voru líka
horfnir, en stígvélin voru í her
berginu. Hvert gat Brunton
hafa farið um nóttina, og hvað
gat hafa orðið af honum?
„Auðvitað leituðum við í hús
inu ofan frá mæni og niður í
kjaUara, en það var engin
merki að finna um hann. Ilúsið
er með alls konar krókum og
kimum, einkum hinn upphaf-
Iegi hluti þess, sem nú er að
verulcgu leyti ónotaður, en við
grandskoðuðum hvert herbergi
og alla hanabjálka, án þess að
finna minnstu merki um hinn
horfna mann. Mér fannst það
ótrúlegt, að hann gæti hafa
farið burtu og skilið eftir allar
eigur sínar, og þó, hvar gat
hann verið? Ég kallaði í lög-
reglu héraðsins, en árangurs-
Iaust. Það hafði rignt nóttina
áður, og við rannsökuðum gras
flötina og gangstígana, en án
árangurs. Þannig stóðu málin,
þegar ný þróun málsins varð til
þess að draga athygli okkar frá
hinum upprunalega leyndar-
dómi.
„Rachel Howells hafði verið
svo vcik í tvo daga, ýmist með
óráði eða móðursýkisköstum,
að hjúkrunarkona hafði verið
ráðin til að vaka yfir henni á
næturnar. Þriðju nóttina eftir
hvarf Bruntons hafði hjúkrun-
arkonan sofnað í stól sínum,
er sjúklingurinn virtist sofa ró
lega, en þegar hún vaknaöi
snemma um morguninn, sá hún,
að rúmið var tómt, glugginn
opinn og engin merki um sjúkl
inginn.
„Ég var þegar í stað vakinn'
og byrjaði þegar að leita stúlk-
unnar ásamt tveim þjónum.
Það var erfitt að sjá í hvaða
átt hún hafði farið, þvi að við
gátum auöveldlega fylgt slóð
hennar frá glugganum yfir gras
flötina að tjarnarbakkanum,
þar sem þau hurfðu rétt hjá
stígnum, sem liggur út af land-
areigninni. Vatnið er þarna átta
feta djúpt, og þú getur ímynd-
að þér tilfinningar okkar, þeg-
ar við sáum, að slóð vesalings,
brjálaðrar st-úlkunnar, endaði
á vatnsbakkanum.
„Auðvitað fórum við strax
að slæða til að finna líkið, en
við fundum ekki tangur né tet-
ur af því. Hins vegar drógum
við upp mjög óvæntan hlut. Það
var eins konar léreftspoki, seni
í ‘ var heilmikið af gömlum,
ryðguðum og upplituðum
málmi og allmargir gljálausir
steinar eða gler. Þessi einkenni
legi fundur var hið eina, sem
við gátum dregið upp úr tjörn-
inni, og þó að við leituðum alls
stpðar og spyrðumstí fyrir í
gær, þá vitum við ekkert um
örlög Rachel'Howells eða Ric-
hards Bruntons. Héraðslögregl
an veií ekki hvaðan á sig stend
ur veðrið, og ég er kominn tU
þín sem míns síðasta úrræðis!
„Þú getur ímyndað þér, Wat-
son, af hve miklum ákafa ég
hlustaði á þessa furðulegu at-
burðarás og reyndi að fella at-
burðina saman og finna ein-
hvern þann þráð, sem gæti
tengt þá saman.
„Kjallarameistarinn var horf
inn. Þjónustustúlkan var horf-
in. Þjónustustúlkan hafði elsk-
að kjallarameistarann, en hafði
síðar fengið ástæðu til að hata
hann. Hún* hafði velskt blóð í
æðum, heitt og ástríðuþrungið.
Hún hafði verið hræðilega æst
strax eftir hvarf hans. Hún
hafði fleygt út í vatnið poka
með einkennilegu innihaldi.
Þetta voru allt atriði, sem taka
varð tillit til, og þó náði ekk-
ert þeirra inn í miðju hlutanna.
Ilvar var upphafspunktur þess
arar atburðakeðju? Þar var að
finna endann á flækjunni.
„Ég verð að fá að sjá blaðið,
Musgrave,“ sagði ég, „sem þessi
kjaliarameistari þinn taldi sér
aklc í að rannsaka, jafnvel þó
að það gæti kostað hann stöð-
una.“
„Hún er heldur bjánaleg
þessi Þuia okkar,“ svaraði
hann, „en hún hefur þó sér
til afsökunar að vera ævagöm-
ul. Ég er með afrit af spurn-
ingunum og svörunum á mér,
ef þig langar til að líta á þau.“
„Hann rétti mér einmitt blað
ið, sem ég er með hér, Watson,
og þetta eru hinar einkenni-
legu spurningar, sem hver mað
ur af Musgraveætt varð að
kunna, er hann varð myndug-
ur. Ég ætla að lesa fyrir þig
spurningarnar og svörin, eins
og þau standa;
„Hver átti það?“
„Sá, sem farinn er.“
„Hver á að fá það?“
„Sá, sem kemur."
„Hvaða mánuður var það?“
„Sá sjötti frá hinum fyrsta.“
„Hvar var sólin?“
„Yfir eikinni.“
„Hvar yar skugginn?“
„Undir álminum."
„Hvernig voru skrefin talin?“
„Norðui- tíu og tíu, austur
fimm og fimm, suður tvö og
Friðarflokkurinn gengur í gegn um út-
hverfi Hodag.
Sem flokkurinn nálgast miðborgina, blrt-
ist röð af lögreglumönnum á miðri götunni.
— Þarna hittum við þennan ofursta aft-
ur!
— Kósakkar.
Á þessum stað- er, gatan mjó. Þeir fyrstu
í flokknum snúa nú við til að forðast lög-
reglumennina, en sjá þá, að lögreglan er
búin að króa þá inni.
t
— Við erum gengin í gildru.
— Þið eruð ekki gegnir í neina gildi. Þið
hafið gönguleyfi og lögreglan er hér til að
vernda ykkur.
%2, 13- marz 1963 ~ AIÞÝÐUBLAÐIÐ