Alþýðublaðið - 16.03.1963, Side 8

Alþýðublaðið - 16.03.1963, Side 8
HINN 12. MAÍ 1959 var samþykkt í Neðri deild Alþingis rökstudd dagskrá, þar sem þess er vænst, að ríkisstjórnin láti fram fara endur- skoðun á höfundaréttarlöggjöf- inni. Aðalákvæðin um höfunda-1 rétt eru nú í lögum um rithöf-( undaiétt og prentfrelsi, nr. 13, 20. okt. 1905, en þau eru fyrir löngu orðin á eftir tímanum í mörgum atriðum. Breyting sú, sem á þeim var gerð með lögum nr. 49 frá 1943 ber það með sér, að hún var aðeins gerð til bráðabirgða til að bæta úr helztu vanköntunum og koma því til leiðar, að ísland gæti -.ifengi inngöngu í Bernarsam- j bandið. Hefur og orðið ljóst við ( framkvæmd gildandi laga, að ekki| yrði til lengdar við þau unað. Með bréfi menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, dags. 2. júlí 1959, var dr. Þórði Eyjólfs- syni hæstaréttardómara falið að semja frumvarp til höfundalaga. Hefur hann samið frumvarp þetta og látið því fylgja greinargerð þá, sem fer hér á eftir. I. • HLUTVERK og efni höfundalaga er að veita mönnum réttarvernd á tilteknum andleg- um verðmætum: bókmenntum og listum. Með lögunum er viður- kenndur réttur þess, sem verkið hefur gert, þ. e. höfundarins, til umráða yfir því sem ýmist eru f jár ha.gslegs eða persónulegs eðlis. | Þau ytri gæði, sem menn geta haft af fjárhagslegar nytjar og réttarverndar njóta, eru með ýms- um hætti. Má þar m. a. greina á milli líkamlegra hluta, þ. e. fast- eigna og lausaf jár, og ólíkamlegra 1 verðmæta, svo sem orku, auð- kenna, t. d. vörumerkja, og hug- verka, þ. e. verka á sviði bók- mennta, iista, vísinda og tækni, sem eru árangur andlegs sköpun- arstarfs. Meginhluti hugverka er látinn njóta verndar samkvæmt höfundalögum, enda er flestum vísindalegum verkum þannig hátt- að, að þau teljast til bókmennta. Hvarvetna er þó haldið utan höf- j undaréttar einkarétti þeim, sem veittur er vegna uppfinninga á sviói visinda eða tækni, sbr. lög um einkaleyfi, nr. 12 20. júní 1923. Fyrr og síðar hafa reglur fjár- munaréttar beinzt að langmestu leyti að eignarétti á líkamlegum hlutum. Enginn veit nú um aldur og uppruna slíkra reglna, og mið- -að við þær má telja, að réttar- vernd hugverka sé nýtilkomin Líkamleg og andleg verðmæti eru svo mismunandi eðlis, að lagaregl- ur um umráð þeirra og vemd hljóta að verða með mjög ólikum hætti. Meðal annars lýsir munur- inn sér í því, að líkamlegir hlutir, sem eignarrétti eru háðir, eru venjulega í föstum vörzlum á meira eða minna vísum stað, þar sem hagnýting fer fram, en and- leg verðmæti eru hvorki bundin við stað né stundir, og af þeim má hafa fjárhaesleg not á mörgum stöðum samtímis. Þau eyðast ekki heldur né rýma við notkun, og um réttargæzlu þeirra verður að beita öðrum aðferðum en um líkamlega hluti. Andlag höfundarréttar, sem lagavemdin er veitt, er ávallt ólíkamleg, þ. e. hugsmíð sú eða sköpunarstarfsemi, sem birtist í bókmenntaverki eða listaverki. Ef aðrir menn en höfundurinn sjálf- ur eiga að geta notið þess, verð- ur að koma því til vitundar þeirra með einhverjum hætti. Um bók- menntaverk og tónverk, er þetta j unnt án þess að tengja verkið líkamlegum hlut, þ. e. með hljómum eingöngu, svo sem munn legri frósöen eða upplestri, söng, hljóðfæraleik o. s. frv. Getur verk- ið bá gengið bannig frá manni til manns og dreifzt meðal ótiltekins fjölda, sem nemur það og nýtur þess. Þannig hefur ávallt verið um kvæði og sögur, áður en ritlist var upp fundin, og tónverk, meðan þau voru ekki á nótur skráð. Önn- ur verk, þ. e. listaverk, sem fólg- in eru í litum eða formi, svo sem málverk, höggmyndir, nytjalist o. fl. verða hins vegar ekki skynj- uð, nema þau (þ. e. hugsmíð höf- und»r) séu fvrst á efni fest. Og nú á dögum fer dreifing bókmennta- verka og tónverka einnig oftast fram með þeim hætti, að þau eru tengd Jikam’egum hlutum, bók- um, nó<nah~<'t'im. hliómplötum o. o s.frv. Eru fjárhagsieg afnot verks ins og oftast við það bundin. Sú tenging hugverks við fast efni, sem hér var getið, er í höf- undarétti nefnd eintakagerð eða eftirgerð'af verkinu. í lögum nr. 49 frá 1943 er betta einnig nefnt rnargföldun verksins, en það orða- lag er órökrænt. því í fyrsta lagi er hugverkið aðeins eitt, hversu mörg eintök sem ef því eru gerð, og í öðru lagi telst það til eintaka- gerðar eða eftirgerðar, þó að að- eins sé gert eitt eintak af hug- verki, t. d. málverk, sem einungis er til í frumgerð sinni. Þess er að gæta, að hinir líkamlegu hlutir, eintökin, eru ekki andlag höfunda- réttar, þó að þau komi þar mjög við sögu. Þau lúta hins vegar yfir- leitt almennum reglum um eignar- rétt að líkamlegum hlutum. Þó eru í höfundalögum lagður tiltekn- ar hömlur á meðferð þeirra, eink- um að því leyti, að umráð þeirra eða afnot mega ekki fara í bága við rétt höfundar yfir sjálfu hug- verkinu. Auk hins fjárhagslega réttar hafa aðrir og persónulegri hags- munir höfundar verið teknir und- ir vernd höfundalaga. Bókmennta- verk eða listaverk, sem höfundur hefur skapað, er í nánari tilfinn- ingatengslum við hann en venju- legt er um líkamlega hluti. Af þeim sökum er honiun m. a. veitt vernd gegn breytingum á verkum sínum og tillit tekið til persónu- legra hagsmuna í sambandi við reglur, sem að meginefni eru fjár- hagslegs eðlis. “ EKKI er í fornum lögum, hvorki innlendum né er- lendum, neinn vísir að vernd bók- menntaverka eða listaverka. Það var líka fjarri hugsunarhætti hinna fornu menningarþjóða, t. d. Grikkja og Rómverja, að viður- kenna eignarrétt að öðru en lík- amlegum munum. Höfundar áttu vitanlega, eins og nú, þau eintök af verkum sínum, sem þeir gerðu sjálfir, handrit, málverk, högg- myndir o. s. frv., og gátu áskilið sér gjald fyrir þau, ef þeir létu þau af hendi. En eftir það var hverjiun manni heimilt án sam- þykkis höfundar að gera ný ein- tök af verkunum og með þeim breytingum, sem henta þótti. Með- an tækni var skammt á veg kom- i in, skipti þetta höfunda litlu máli fjárhagslega. ÖIL eintakagerð, jafn vel afritun handrita, var seinunn- j in og dýr og fremur framkvæmd til einkanota en til sölu á almenn- um markaði. Afstaða höfunda ,til þessara ! mála tekur þá fyrst að breytast, er j tækni um gerð eintaka kemst á j það stig, að framleiðsla þeirra til ! markaðssölu verður almennt arð- j vænleg. Hefst það með tilkomu 1 prentlistarinnar á síðara hluta 15. í aldar og þeirri byltingu í bóka- j gerð og dreifingu rita, sem hún hafði í för með sér. Þegar bóka- útgefanda tókst að ná í handrit að verki, sem hann taldi vænlegt til sölu, gat hann gefið það út und- j ir nafni höfundar án þess að ! spyrja hann um leyfi. Það var í einnig algengt, að verkin væru 1 gefin út eftir breyttum og afbök- I uðum handritum, og stóðu höf- I undar varnarlausir gegn því. Enn síður var um það að ræða, að höf- undur ætti rétt til þóknunar fyrir prentun og útgáfu verkanna eða til arðs af sölu þeirra. Þó að höf- undar teldu sig hart leikna, höfðu þeir öldum saman engin samtök með sér til að hrinda þessari á- gengni, enda var það rótgróið í al- menningsáliti, að þegar höfundur hefði látið verk af hendi, væri það þar með orðið almennings- eign, sem hver mætti gera við það, sem hann vildi. En lagaleysi á þessu sviði kom sér einnig illa fyrir útgefendur. Þegar einn þeirra gaf út rit, sem vel seldist, komu aðrir þegar til, endurprent- uðu ritið og kepptu við frumútgef- andann um söluna. Með því að bókaútgefendur urðu brátt áhrifa- miklir í þjóðfélögunum, gátu þeir komið því til leiðar, að þjóðhöfð- ingjar veittu þeim einkaleyfi til útgáfu tiltekinna rita og síðar jafn ! vel heilla bókmenntagreina. Ef höfundur var á lífi, var stundum gert að skilyrði fyrir einkaleyfun- um, að hann gæfi samþykki sitt til útgáfunnar. Veitti það honum þá færi á að áskilja sér þóknun og gæta þess, að rétt væri með verk hans farið. Er þetta talin fyrsti vísir að ópinberri viðurkenningu á rétti höfunda. Þetta fyrirkomu- iag um veitingu einkaleyfa reynd- ist óheppilegt og hvarf síðar úr sögunni, en það stuðlaði að aukn- um skilningi á því, að höfundum væri nauðsyn á sérstakri laga- vernd um verk sín. Ulll!|!!!!llil [llii!lil!!!!ii GYLFi Þ. GÍSLASON, menntamálaráðherra, hefur látið semja frumvarp til nýrra höfundarlaga, sem nú hefur verið útbýtt á albingi sem stiórnarfrumvarpi. Fól menntamálaráðherra dr. Þórði Eyjólfssyni að semia frumvarpið og skilaði hann ásamt því ýtarlegri ^reinarprð. Alþýðublaðið birtir hér inngantrinn að ereinargerðinni, þar sem fjall- að er almennt um höfundarrétt og höfundarlög. !!!tl!IU England varð fyrst til að hefjast handa um setningu höfundalaga árið 1709. í lögunum var bönnuð útgáfa rita án samþykkis höfunda, en opinber skráning hins prent- aða rits gerð að skilyrði fyrir verndinni (registered copyright). Nokkrar fleiri þjóðir settu sér lög á 18. öldinni um bókaútgáfu, en þau voru fremur í hag útgefend- um en höfundum. Á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar var komið á höfundalöggjöf i Frakklandi (1791 og 1793), sem bar langt af höfundalögum annarra landa á beim tíma. Hafa Frakkar síðan talið sig forustuþióð um höf- undalöggjöf og endurbætur á henni. Á 19. öldinni bættust sí- fellt fleiri lönd í hópinn um setn- ingu höfundalaga, og má telja, að þegar kemur fram yfir miðja öld- ina, sé höfundalöggjöf orðin al- menn. Fyrst í stað tóku lögin að- I eins til bókmennta og tónsmíða, ! en þegar fram í sækir, bætast við l fleiri listgreinar, m. a. málaralist i og myndlist. Bókmenntir og listir eru alþjóð- | leg að eðli og berast fliótt land úr landi, óbreytt eða í þýðingum, ; en samkvæmt höfundalögum nutu höfundar einungis verndar í heima landi sínu. Erfitt var að koma á samningum milli einstakra ríkia um gagnkvæma vernd. með því að iög þeirra greindi oft á um ýmis mikilsverð atriði. Varð þá að sam- komulagi með mörgum ríkjum að koma á alþjóðasamþykkt um höf- undarétt, sem öllum ríkjum væri heimilt að gerast aðiljar að, ef þau veittu höfundum í heimalandi sínu þá lágmarksvemd, sem í samþykktinni yrði áskilin. Árið 1886 var alþjóðleg ráðstefna hald- in í Bern í þessu skyni. Tókst þar að ná samkomulagi um höfunda- réttarsamþykkt, sem nefnd hefur verið Bernarsáttmálinn, en sam- tök aðildarþjóðanna eru nefnd Bernarsambandið. Með sáttmála þessum var höfundum í fyrsta sinn opnuð leið til heimsmarkaðarins. Fjöldi ríkja hefur gengið í Bemar sambandið, en margar þjóðir hafa þó til þessa dags staðið utan sam- takanna, þar á meðal Bandaríkin. Eftir lok síðari heimsstjtrjaldar- innar gengust Sameinuðu þjóðirn ar fyrir því, að gerður yrði nýr alþjóðasáttmáli um höfundarétt, einkum í því skyni að ná til ríkja, sem af einhverjum ástæðum vildu ekki gerast aðiljar að Bernarsátt- málanum. Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í Genf árið 1952, var ný gerð höfundaréttar sam- þykkt, sem nefnd er Genfarsátt- málinn. Gekk hann í gildi árið 1955, eftir að tilskilinn fjöldi ríkja hafði fullgilt hann, þar á meðal Bandaríkin. Heimilt er hverri þjóð að vera samtímis aðili að báðum sáttmálunum, en í skiptum tveggja ríkia, sem þannig er á- statt um, skal fara eftir Bernar- sáttmálanum. Eftir að Bernarsáttmálinn gekk í gildi, hefur hann orðið fyrirmynd um höfundalöggjöf víða um heim. Margar þióðir settu séf ný höf- undalög kringum síðustu aldamót og samræmdu bau ákvæðum sátt- málans. Á Bernarsáttmálanum hafa verið gerðar víðtækar breyt- ingar og endurbætur á alþjóða- ráðstefnum í París 1896, Berlin 1908, Róm 1928 og Brussel 1948. Hafa þá verið teknar upp nýjar reglur í samræmi við tæknifram- ifarir yfirstandandi aldar, þar á meðal tilkomu tal- og tónmynda, útvaros og siónvarps. Einstök ríki hafa bá einnig endurbætt höfunda lögg.iöf sína. Meðal annars hafa : Norðurlandaríkin Danmörk, Finn- land, Noregur og Svíþjóð sett sér |ný höfundalög á árunum 1960— j 1961. Eru þau árangur af sam- ; starfi þessara landa, er hófst árið 11939, um endurbætur og samræm- ingu á höfundalöggjöf þeirra. Höfundalög höfðu lengi framan af einungis ákvæði um réttindi og vernd höfunda, b. e. þeirra, sem skapað höfðu bókmenntaverk eða listaverk. Eru þar með taldir þeir, sem aðlöguðu verk tiltekinni notk I un, svo sem þvðendur rita, þeir, ! sem breyttu skáldsögu í leikrit, sömdu kvikmyndahandrit eftir skáldsögu eða leikriti o. s. frv. ; Hins vegar voru lögin yfirleitt ! ekki látin taka til listflytjenda, þ. g 16. marz 1963 - ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.