Alþýðublaðið - 16.03.1963, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 16.03.1963, Qupperneq 10
Frá leik KR og Ármanns Ritstjéri: ÖRN EiÐSSON r---------------- r Frá Körfuknattleiksmóti íslands: Ármann vann KR Frá leik KR off Ármanns, sem var mjög spennandi. Það er Hörður Kristinsson Ár- mannl sem er að skjóta og leikmenn fylgjast með af miklum spenningi. naumlega 62:57 Síðari umferð meistaramótsins í körfuknattleik hófst að Háloga- landi á fimmtudagskvöldið. Fyrst léku KFR á móti ÍS og sigruðu KFR-ingðar með 48 stigum gegn 38. Síðari leikurinn var miili Á. og KR og lauk honum með sigri Ármanns, sem skoraði 61 stig, en KR-ingar 57. ★ KFR — ÍS Leikurinn var jafn allt til loka, en KFR-ingar höfðu ávallt nokkur stig yfir. í hálfleik stóð 20-15 fyrir KFR. Svipað bil var milli liðanna í síðari hálfleik og þrátt fyrir lít- inn stigamun var leikurinn aldrei spennandi. Lauk leiknum með sann gjörnum sigri KFR 48-38. Er liðin mættust í fyrri umferð mótsins sigraði KFR einnig og þá með 63 stigum gegn 45. Stighæstir í KFR- liðinu voru þeir Ólafur Thorlacius með 18 stig, Einar Matth. með 14 stig. Hjá ÍS var Hrafn Jónsson með 8 stig en Sigurgeir Ingvars- son og Jón Eysteinsson með 7 stig hvor. Dundee sigraði belgíska liðið Anderlecht í Evrópubikarkeppn- inni á miðvikudagi með 2:1 og fer því í undanúrslit. — Sama dag sigraði Milano, Ítalíu, tyrkneska iiðið Galatasary með 5:0 og fer því einnig í undanúrslit. Loks gerði Feijenoord, Hollandi og franska liðið Kheíms, jafntefli 1:1, en Hol- lendingarnir fara í undanúrslit, þar sem þeir sigruðu í fyrri leiknum með 2:1. Fjórða liðið í undanúr- slitum er Aení'ica, sem sigraði Dukla í Prag. KR. Guttormur Ólafsson KR er með boltann. Leikurin var nokkuð jafn í byrj- un, en Ármenningar smásíga á og eru komnir vel yfir. Margir halda, að sama sagan ætli að end- urtaka sig og varð í fyrri leik lið- ann. En KR-ingar gefast ekki upp og ganga vasklega fram í lokin og er þar Einar Bollason fremstur í flolcki. Setti hann ein 10 stig í röð síðustu mínútumar, og var þá leikurmn orðinn allspennandi. En dómarinn flautar af og leiknum lýkur með sigri Ármanns 61-57. Er aldrei að vita hvernig leikurinn hefði endað, ef hann hefði staðið örlítið lengur. Stighæstir hjá KR voru þeir Einar Bollason með 23 stig og Gunnar Gunnarsson með 15 stig. Hjá Ármanni var Guðm- Ólafsson stighæstur með 18 stig, en hann setti öll í síðari hálfleik. j Vel gert það! Davíð Helgason var : með 14 stig. í fyrri umferðinni, er j liðin mættust, sigruðu Ármenning : ar með 61 stigi gegn 41. Næsta leikkvöld er n.k. þriðju- dagskvöld ki. 8.15 að Hálogalandi. Þá leika í II. fl. KR a gegn KFR og-í mfl. ÍR og ÍS. Staban í mfl. karla Staðan í mfl. karla í Körfu knattleiksmótinu er nú þessi: IR Á. KFR KR ÍS 0 0 288-185 8 0 1 277-263 8 0 2 284-275 6 0 4 263-280 2 0 5 179-288 0 stuttu má AMWMMWMWMMMMMUMM íþróttablaðið 2. tbl. þessa árs kom út í gær. Af efnl blaðsins má nefna, Þáttaka í Evrópukeppni, Frakklands- og Spánarför, Með FH í Þýzkalandi, Viðtal við Helga Danielsson, Kynning íþrótta, Jap- önsk glima, greinin Líkamsgeta miðað við aldur og kyn, frá ÍSÍ, Iþróttaannáll o.fl. Blaðið er prýtt fjölda mynda. Paraguay og Brasilía gerðu jafn- tefli í knattspyrnu fyrir skömmu 2-2. Keppa í Bergen Eins og getið hefur verið um í blaðinu fer fram borgar- keppni í alpagreinum skiða- íþróttarinnar í Bergen um aðra helgi. Þar eigast við skíðamenn frá Reykjavík, Bergen og Glasgow. Við höf um skýrt frá nöfnum hinna 11 reykvísku skíðamanna, en tveir hafa bætzt við, þeir Þórður Sigurjónsson og Helgi Axelsson. Auk skíða- mannanna fara nokkrir á- hugamenn um skíðaíþróttina þannig, að alls verða um 30-40 manns í förinni. í dag fer hópurinn áleiðis til Noregs og verður við æf- ingar næstu viku. Myndin er af reykvísku skíðamönnun Grikkir sigruðu Tyrki í unglinga landsleik í knattspyrnu með 2-1. Á S.-Ameríska meistaramótinu í knattspyrnu, sem stendur yfir í Las Paz í Boliviu sigraði Brasi- lía Perú 1-0 og Argentína Colom- bia 4-2. Ecuador og Bilivia gerðu jafntefli 4-4. Rússar sigruðu Tékka á heims- mcistaramótinu í íshokkí á fimmtudag með 3-1 og veikir það mjög möguleika Tékka á að hljóta heimsmeistaratitilinn. Stighæsfir í mfl. karla II Stighæstir í mfl. karla á Kerfuknattleiksmótinu eru þcssir. Ólafur Thorlac. KFR 74 (5 1) Guttormur Ólafss KR 72 (5 I) Einar Bollason KR 71 (5 I) Einar Matth. KFR 69 (4 1) Davíð Helgas. Á. 68 (5 1) Guðm. Þorsteinss. ÍR 62 (4 I) Þorst. Ilallgrímss. ÍR 59 (4 1) Guðm. Ólafss. Á 54 (5 1) Agnar Friðrikss. ÍR 49 (4 1) II. Bergsteinss. KFR 48 (5 1) i * i 10 16. marz 1963 « ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.