Alþýðublaðið - 16.03.1963, Síða 13

Alþýðublaðið - 16.03.1963, Síða 13
ITÖLSK VIKA í NAUSTI Spagiietti Con Aglio & Olio Spaghetti forréttur í jurtaolíu, hvítlauk, steinselju, salt og pipar. Suppa Di Spinaci Aiia Modenese Súpa með sprnati, kjotkrafti, smjöri, rifnum osti, salt og pipar, muskat, egg og ristuðu brauði. Baccaia Alla Veneziano Frægur ítalskur saltfiskréttur. Nánast „plokkfiskur“. í honum eru saltfiskur, laukur, sardínur, smjör, jurtaolía og mjólkurdýfa. Lo!!«5 AlSa Cacciatora Kjúklingur að hætti ítalskra veiðimanna. Kjúklingamir eru olíusté'ktir og framreiddir með gómsætri sósu, grænmeti o. m. fl. ) Fritelle Dl Farina Bianca Ljúffengar litlar bollur, steiktar í olíu líkt og kleinur. — Þessi ágæti ábætir er mjög þekkt- | ur á Ítalíu og oft nefndur ,,Boncerelle“. aukl höfum vátl hina frægu Itöfslcii réttis SPAKHETTI ITALIENNE SPAGHETTI BOLONAISE PIZZA' A LA MAISON (min. 2. pers.) ZABAIONE, frægur ítalskur eftirmatur, | nánast eggjapúns. CARL BILLICH og félagar hans leika og Erlingur Vigfússon söngvari syngur ítölsk lög. Staða rafveitustjóra fyrir Vestfjarðarveitu er laust til umsóknar. Umsækjendur séu rafmagnsverkfræðingar eða raffræðing ar. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 116, Reykja- vík, fyrir 1. apríl n.k. Rafmagnsvcitur ríkisins. Framtíðarvinna Opinber stofnun vill ráða tvær stúlkur til símavörzu og léttari skrifstofuvinnu þ. á. m. nokkra vélritun. Bankalaunakjör, 5 daga vinnuvika.. Umsóknir er tilgreina menntun og aldur sendist Alþýðu- blaðinu, merkt: „Framtíðaratvinna". ' Gumiar Böðvarsson, verk- fræðingur kom fyrir nokkru norðan frá Iíúsavík, þar sem Norðm-landsborinn hefur verið að bora að undanförnu I leit að heitu vatni. Gunnar greindi blaðinu svo frá að nú væri komið niður á 1150 metra dýpi, og hitinn á botni borholunnar væri 95 stig. En nú er eftir að ákveða hvort borun verður haldið á- fram, þar eð ekkert hefur enn bólað á vatni. Verkfræðingurinn sagði, ag berglögin nyrðra hefðu I valdið nokkrum vönbrigðum — bergið væri meira um- myndað en búist hefði verið við. Hitinn væri í sjálfn sér ágætur, — en það væri galli á gjöf Njarðar, að vatnið vantaði. Þessar myndir eru teknar norður í Húsavík. Myndin til hægri var tekin meðan bor- inn stóð á Húsavíkurhöfða. Hin er af tveim starfsmönn- um, sem éru að mæla hitann á 1100 m. dýpi. — Ljósm. Jón Jóhannesson. HELSINGFORS: Höfundarlög Framh. úr opnu. þau ekki heldur að öllu leyti sam- hljóða sín á milli. Á þetta einkum við um skipun efnisins og niður- röðun, en aðeins að litlu leyti um efnisatriðin sjálf. Auk hinna nor- rænu laga hefur aðallega verið höfð hliðsjón af frönskum höf- undalögum frá 11. marz 1957 og frumvarpi til höfundalaga Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands frá 23. marz 1962. Loks hefur þess verið gætt sérstaklega, að haga á- kvæðum frumvarpsins þannig, að þau fullnægðu kröfum Bernarsátt- málans o. fl. Sænsku blöðin fara yfirleitt lof- samlegum orðum um verk íslenzku listamannanna á norrænu listsýn- ingunni í Helsingfors. Hér eru á- grip af umsögnum tveggja. Stockholnis-Tidningen, sagði m. a.: „Sterklegasti þráðurinn í sýn- ingarvefnum eru verk íslending- anna, — frá myndrænu sjónarmiði séð. Úrval hinna íslenzku verka eru alveg samhljóma því mark- miði að sýna í norrænum vina- hópi það, sem núna er verið að skapa í heimalandinu. í verkum Valtýs Péturssonar, Sigurðar og Steinþórs Sigurðssona og Kristjáns Davíðssonar er fersk og skýr hugsun og einbeittni til sjálfstæði í tjáningunni. Á fyrstu sýningum norræna list- eambandsins bar íslenzka listin merki kynslóðamóta. Þar var gam- all akademískur landslagsskóli án tengsla við hina áköfu framsókn jóhlutlægra og frumstæðra stefna !í málaralist og höggmyndalist. — * Myndhöggvararnir virtust þá snjall ari og siðmenntaðri en málarnir. Nú er þetta allt að því þver öfugt“. I Dagens Nyheter, sagði m. a.: „íslenzk list Or jafnt mótuð af æsku sinni og hefðleysi. Höggvið hefur verið á böndin við Danmörku og listamennirnir sækja fyrirmynd ir sínar beint til meginlandsins. Enn er naumast hér um að ræða neinn listamann, sem er sannfær- andi kennivald í verkum sínum, ^en leitin og hinn opni hugur fyrir utanaðkomandi áhrifum er fersk- jur og viðfelldinn. Kristján Davíðs- son, sem raunar hefur birzt á hverri nýrri norrænu sýningu í nýjum og mest megnis lánuðum fötum>er þó í þetta sinn meira sannfærandi en áður. Hið sama gegnir um Valtý Pétursson, sem hefur tiieinkað sér ágæta og per- sónulega litameðferð. Flestir hinna sýna talsvert litskrúðugan bletta- stíl af óákveðinni tegund". (Lauslega þýtt). Jugoslav- neskur styrkur JÚGÓSLAVNESK stjórnarvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til níu mánaða námsdvalar í Júgó slavíu námsárið 1963-64 og er styrk urinn einkum ætlaður til náms í júgóslavneskum tungumálum eða listnáms. — Til greina kemur að skipta styrknum milli tveggja um- sækjenda þannig, að annar hljóti t. d. styrk til fimm mánaða og hinn fjögurra mánaða dvalar. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Stjórn- arráðshúsinu við Lækjartorg, og skal umsóknum, ásamt tilskildum fylgigögnum, komið til ráðuneyt- isins fyrir 15. apríl n. k. (Frá Menntamálaráðun.). ALÞ'ÍÐUBLAÐIÐ - 16. marz 1963

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.