Alþýðublaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 5
1»AÐ MUNÐI kosta hundruð millj óna króna að bygrgrja höfn í Dyr- hólaey, sagði Emil Jónsson ráð- herra á Alþingi í gær, er hann var að svara fyrirspurn frá Karli Guð- jónssyni þingmanni Alþýðubanda- lagsins varðandi það hvað liði rann sókn á möguleikum til liafnar- gerða við Dyrhólaey eða í Þykkva- bæ. Árið 1961 var samþykkt á Al- þingi þingsályktunartillaga um, að ríkisstjórnin skyldi láta rannsaka möguleikana á gerð hafnar í Dyr- hólaey og Þykkvabæ. Spurðist Karl Guðjónsson fyrir um það hvað liði framkvæmd umræddrar þingsályktunartillögu. Emll Jónsson ráðherra las bréf vitamálastjóra varðandi rannsókn málsins. En hinn 16. marz 1961 hafði vitamála- talið að annast umræddu svæði segir, að ýms- ar athuganir hafi verið gerðar við Dyrhólaey. Niðurstaða þeirra væri sú, að hafnargerð væri þar möguleg en ! mundi reynast mjög erfið ogl Vitarnálastjóri ’ segir, að kom- i kostnaðarsöm. Er ástæðan sú, að inn sé hingað til lands próf. Per staðurinn er fyrir opnu Atlants- hafi og gífurlegir sandflutningar eiga sér stað þarna. Árið 1950 gerði próf. Trausti Einarsson rannsóknir á sandflutningunum við Dyrhólaós. Leiddu þær í ljós, að nokkur hundruð þúsunda rúm- metra af sandi voru á ferð þarna á ári hverju. 1957 voru framkvæmdar dýpt- armælingar á svæðinu frá Vík í Mýrdal að Dyrhólay. Og 1961 voru gerðar miklar athuganir á landi, bæði landmælingar og bormæl- ingar. í bréfi vitamálastjóra segir, að ckki hafi verið gerðar neinar sér- stakar athuganir á möguleikum til hafnargerðar á Þykkvabæ. Eru á- stæðurnar tvær: 1) skortur á sér- fræðingum, 2) til eru niðurstöð- ur rannsóknar, er varnarliðið gerði í Þykkvabæ á möguleikum til hafnargerðar þar. Er einnig talið mögulegt að gera þar höfn, en lnm yrði þar eins og í Dyrhóla- ey erfið og kostnaðarsöm. í bréfi vitamólastjóra segir, að rannsóknir þær og athuganir, er gerðar hafi verið í Dyrhólaey hafi eklri verið teknar saman í skýrslu- form, en þær séu allar til þannig, að unnt verði að byggja á þeim síðar. j Brun frá Florida, sem sé sérfróð- ; ur um efnisflúthinga og muni : hann verða skrifstofu vitamála- stjóra til aðstoðar við rannsóknir á sandflutningunum við Dyrhóla- |ey- | Vitamálastjóri segir, að ekkert j hafi verið rannsakaður fjárliags- I grundvöllur hafnar í Dyrhólaey. Hann segir, að gerð hafnarinn- ar mundi áreiðanlega ekki hlaupa já tugum milljóna heldur hundr- uð milljóna. Emil Jónsson ráðherra undir- strikaði það, að gerð hafnar í Dyr- hólaey yrði mjög erfið og kvaðst hann þekkja það mál frá því, er hann hefði sem vitamálastjóri haft athugun þess máls með höndum. 1 HÖfuðástæðurnar væru eins og núverandi vitamálastjóri tæki fram opin úthafsaldan og hinir miklu sandflutningar. Rætt um ferju BENEDIKT GRÖNDAL, þing- maður Alþýðuflokksins fylgdi úr hlaði í sameinuðu þingi í gær til- lögu sinni um, að ríkisstjórnin láti gera kostnaðaráætlun fyrir full- komna bifreiðaferju á Hvalfjörð. Benedikt sagði, að hér væri um mál að ræða, sem rnikið hefði ver- ið rætt og athugað fyrir 17 árum. En þá hefði Akranesbær keypt tvær ferjur, sem smíðaðar höfðu verið til hernaðarþarfa og var ætlunin að nota þær sem bílaferj- ur yfir Hvalfjörð. Sagði Benedikt, að nokkuð hefði verið unnið að vegarlagningu og lendingarbót um vegna ferj- anna, en síðan hefði málið logn azt út af og ferjurnar aldrei verið teknar í notkun á Hval- firði. — Hins vegar hefði önnur þeirra fengið verkefni og væri nót uð enn í dag, en hin hefði reynzt gölluð og verið rifin. um hefði vcrið talið að stytta mætti leiðina um lVé tíma með Framh. á 11. síðu Karl Guðjónsson (Ki tók til máls og sagði, að svar ráðherra leiddi það í ljós, að alls ekkert hefði ver- ið unnið að framkvæmd þingsá- lyktunartillögunnar frá 1961. — ....Kvað hann það : 111 ■ "1.:. .! ! M málinu að vitna í ^ stjörnufræðings Karl 'athugasemd- ir við það,, að vitamálastjóri væri að skipta sér af fjárhagsgrundvelli hafnar í Dyr hólaey. Það væri ekki í hans verka hring. Óskar Jónsson (F) kvað hið mesta nauðsynjamál að byggja höfn í Dyrhólaey. Hann sagði, að því máli hefði oft áður verið hreyft á Alþingi. T. d. hefði Guð- laugur Gúðmundsson þingmaður Vestur-Skaptfellinga flutt tillögu um það 1901, að Englendingar fengju að byggja höfn í Dyrhóla- ey gegn afnotum af fiskveiðiland- helginni á vissu svæði um 20 ára skeið en höfnin yrði að þeim tíma loknum eign íslendinga. Hefði sú tillaga verið felld á jöfnum at- kvæðum á þingi. Óskar sagði, að það væri hvergi á landinu eins auðvelt að byggja höfn frá hag- rænu sjónarmiði eins og við Suð- urland, þar eð þar væri stytzt til lands frá venjulegum siglingaleið- um og auk þess fullur sjór af síld allt árið um kring. Emil Jónsson ráðherra vítti Karl Guðjónsson fyrir að hafa farið niðrandi orðum um hinn merka vísindamann Trausta Einarsson. Hann sagði, að athuganir þær, er hann hefði gert á sandflutningun- um við Dyrhólaey hefðu mikla bvðingu, þar eð þær leiddu í ljós hversu mifcið vandamál sandflutn- ingarnir á þessum slóðum væru í sambandi við hafnargerð enda bótt rannsaka þvrfti það mál enn betur. Emil kvað það alrangt, að ekkert hefði verið gert í að fram- kvæma tiliöguna um rannsókn hafnargerðar í Dyrhólaey. Öll ströndin frá Vík að Dyrhólaev hefði verið mæld upp og borarnir hefðu verið gerðar en eftir væri að fullrannsaka sandflutningana. Emil saaði. að ræða Karls Guðjóns spnar hefðl leitt það í liós, að hann bæri ekki skvn á það hversu miklum erfiðleikum það væri bundið að gera höfn á umræddu svæði. Emil kvaðst ekkert sjá at- hugavert við það þó vitamála- stióri ræddi fiárhagsgrundvöll hinna hugsanleau hafna. Ráðu- nevtið bæði iðuieaa einmitt um umsögn vitamálastióra varðandi fiárhagshlið hgfnanna og bví væru slíkar umsagnir hinar eðlilegustu. Emil ságði i tilefni af ræðu Ósk- ars Jónssonar, að hvergi á land- inu væri eins erfitt að byggja höfn eins og við Suðurland, éin- ! mitt vcgna þess að allt væri þar ' opið fyrir öldu Atlantshaísins 'svo og vegna sandflutninganna. Um- mæli Óskars um auðvelda hafnar- gerð í Dyrhólaey byggðust á ósk- hyggju og greinilegt væri, að hanrt ! gerði sér ekki grein fyrir hvdrsti miklum erfiðleikum hafnar^crð þar væri bundin. . Námskeið Kvenfélags; Alþýðufl. 1 ÞAÐ hefur verið fastur liður í starfsemi Kvenfélags AI- þýðuflokksins í Reykjavík undanfarin ár að cfna á hverj um vetri til föndurnámskeiðs fyrir konur. Einnig í vetur hefur þctta verið gert og stendur nú yfir námskeið í léðuriðju. Kennari er Þor- steinn Kristinsson. Myndin er tekin á námskeiðinu og sýn- ir konurnar við vinnu sína. Námskeiðið er á fimmtudags kvöldum á skrifstofu Alþýðu flokksins. Benedikt sagði, að nú væri langt um liðið og tímabært að hreyfa þessu máli að nýju. — Benedikt eagði, að gífurleg umferð væri fyr ir Hvalfjörð og því yrði vissulega mikið hagræði af því að stytta leiðina og fá ferju yfir fjörðinn. Ræðumaður sagði, að fyrir 17 ár- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. marz 1963 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.