Alþýðublaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 14
Flugfélag íslands h.f.
Millilandaflug: Gullfaxi fer
til Glasgow og Kaupm.hafnar
kl. 08,10 í fyrramálið. Innan-
landsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir),
Egilsstaða, Kópaskers, Vestm,-
eyja og Þórshafnar. Á morgun
ér áætlað að fljúga til Akureyr-
ar (2 ferðir), ísafjarðar, Fagur-
hólsmýrar, Hornafjarðar og
Sauðárkróks.
Loftleiðir h.f.
Snorri Þorfinnsson er væntan
Iegur frá New York kl. 08.00.
Fer til Glasgow og Amsterdam
kl. 09,30. Eiríkíur rauði er vænt
ánlegur frá Helsingfors, Kaup-
m.höfn og Oslo kl. 23,00. Fer til
New York kl. 00,30.
smp
Eimskipafélag íslands h.f.
Brúarfoss fer frá Rotterdam
20. 3 til Hamborgar og Rvíkur.
Dettifoss fer frá New York 20.
3 til Rvíkur. Fjallfoss kom til
Rvíkur 19. 3 frá Gautaborg.
Goðafoss fór frá New York 19.
3 til Rvíkur. Gullfoss er í K-
höfn. Lagarfoss fer frá Keflavík
í dag, 20. 3 til Akraness og R-
víkur. Mánafoss fór frá Rvík á
hádegi í dag, 20. 3 til Akraness,
Patreksfjarðar, Þingeyrar, Bol*
ungarvíkur, Húsavíkur og það-
an til Leith. Reykjafoss fer frá
Hull 20. 3 til Rvíkur. Selfoss fer
frá Rvík um hádegi á morgun,
21. 3 til New York. Tröllafoss
fór frá Hafnarfirði 19. 3 til ísá-
fjarðar, Akureyrar og Siglu-
fjarðar og þaðan til Hull, Rotter
dam og Hamborgar. Tungufoss
fer frá Húsavík í dag, 20. 3 til
Sigluf jarðar, Akureyrar, Sauðár
króks, Skagastrandar, Flateyrar
og Rvíkur.
Skipaútgerð ríkisins.
Hekla er væntanleg til Rvíkur
í dag að vestan úr hringferð.
Esja er á Norðurlandshöfnum á
austurleið. Herjólfur fer frá
Vestm.eyjum í dag til Horna-
fjarðar. Þyrill verður á Faxa-
flóahöfnum í dag. Skjaldbreið
er á Norðurl.höfnum. Herðu-
bi’eið er á Norðurlandshöfnum
á Vesturleið.
Skipadeild S. í. S.
Arnarfell fer væntanlega 27.
þ. m. frá Hull áleiðis til Rvíkur.
Jökulfell er væntanlegt til R-
,Vikur í dag frá Goucester. Dís-
arfell er í Gufunesi. Litlafell
fór 19. þ. m. frá Fredrikstad
áleiðis til Rvíkur. Helgafell los-
ar á Austfjörðum. Hamrafell er
í Batumi. Stapafell fór 20. þ. |
m. frá Raufarhöfn áleiðis til .,
Karlshamn. j m
Jöklar h.f.
Drangajökull er í Keflavík, \Jt
fer þaðan í kvöld til Vestm.eyja.
Langjökull er í Vestm.eyjum,
fer þaðán í kvöld til Faxaflóa-
hafna. Vatnajökull fór frá Lond
on 19. 3 til Rvíkur.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.
Katla er á leið til Hull. Askja
er á leið til Reyðarfjarðar.
| SAIVmOI¥gyB3
Fíladelfía. Almenn samkoma
í kvöld kl. 8,30. Kristín Sæm-
unds talar og ungt fólk vitnar.
Allir velkomnir.
Minningaspjöld fyrir Heilsuhæl-
issjóð Náttúrulækningafélags
íslands. fást í Haínarfirði hjá
Jóni Sigureeirssyni, Hverfis
götu )3B Sími 50433.
Minningarspjöld Blindrafélags
ins fást í Hamrahlíð 17 og
lyfjabúðum í Reykjavík, Kópa
vogi oð Hafnarfirði.
Minningarspjöld menningar- og
minningarsjóðs kvenna fást k
þessum stöðum: Bókaverzlun
ísafoldar, Austurstræti 8,
Hljóðfærahúsi Reykjavíkur,
Hafnarstræti 1, Bókaverzlun
Braga Brynjólfssonar Hafnar
stræti 22, Bókaverzlun Helga
fells Laugaveg 100 og skrif-
stofu sjóðsins, Laufásveg 2.
Minningarsjöld fyrir Innri-
Njarðvíkurkirkju fást á eftir
töldum stöðum: Hjá Vilhelm
ínu Baldvinsdóttur Njarðvík
urgötu 32, Innri-Njarðvík;
Guðmundi Finnbogasyni,
Hvoli, Innri-Njarðvík; Jó-
hanni Guðmundssyni, Klapp
arstíg 16, Ytri-Njarðvík.
f LÆKNAH
Kvöld- og næturvörður L. R. í
dag: Kvöldvakt kl. 18,00—00,30.
Á kvöldvakt: Magnús Þorsteins-
son. Á næturvakt: Jón Harines-
son.
Neyðarvaktin sími 11510 hvern
v’irkan dag nema laugardaga kl.
13.00 — 17.00.
Slysavarðstofan í Heilsuvernd-
arstöðinni er opin allan sólar-
ringi . — Næturlæknir kl.
18.00—08.00. — Sími 15030.
Hver er
maðurinn?
Þetta er Ólöf Jónsdóttir,
rithöfundur. — Hún er
þekkt af frásöguþáttum í
barnalímum útvarpsins
og hefur sent frá sér eina
bók, Heimsókn, er kom
út 1961. Von er á nvrri
bók frá Ólöfu bráðlega.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
Hin vinsælu saumanámskeið
félagsins byrja nú aftur. Kon
ur sem ætla að sauma hjá
okkur fyrir páska gefi sig
fram sem fyrst í eftirtöldum
símum, 14740, 33449 og 35900.
SÖFN
Þjóðminjasafnið og Llstasafn
ríkisins eru opin sunnudaga,
þriðjudaga, fimmtudaga og la ig
ardaga kl. 13,30—16,00.
SPAKMÆLIÐ
OKKUR langar ekki í hlut af því
aff viff höfum fundiff skynsamleg
rök fyrir þörfinni. heldur finnum
viff skynsamleg rök fyrir þörfinni,
af því aff okkur langar í hann.
- Will Durant.
KANKVÍSUR
Kankvísur endurbættar í prentun.
Viff prentun og prófarkalestur
eru piltar, sem kunna sitt fag.
Þeir breyta Kankvísum Kankvíss
Kankvísum ætíff í hag.
Já, finnst þeim vísan vera
varla nógu góff,
þá geta þeir fastbyggffri ferskeytlu breytt
í formlaust atómljóff.
v KANKVÍS.
14 21. marz 1963 — ALÞÝ3UBLAÐIÐ
-
Kennaraskólinn
Framhald af 1. síðu.
Elíasson, fræðslumálastjóri, dr.
Símon Jóh. Ágústsson, prófessor
og Sveinbjörn Sigurjónsson, skóla-
stjóri. Þessi átta manna nefnd lauk
störfum í september 1961 og skil-
aði þá til menntamálaráðuneytisins
frumvarpi til laga um Kennara-
skóla íslands, ásamt greinargerð
fyrir störfum sínum og frumvarp-
inu sjálfu.
Þegar menntamálaráðuneytið
hafði haft þetta frumvarp til at-
hugunar og gert á því ýmsar breyt-
ingar, varð niðurstaðan sú, að
leggja það ekki fyrir þing vetur-
inn 1961—62, heldur fresta því til
næsta þings og vinna að ýtarlegri
undirbúningi málsins og athugun
með sérstöku tilliti til framhalds-
náms kennara og sambands Kenn-
araskóians við Háskóla íslands.
Til þessara athugana skipaði
menntamálaráðherra 2. júlí 1962
sérstaka nefnd. í henni áttu sæti
Birgir Thorlacius, ráðuneytis-
stjóri, formaður, Ármann Snæv-
arr, rektor Háskóla íslands, Helgi
Elíasson, fræðslumálastjóri, Krist-
inn Ármannsson, rektor Mennta-
skólans í Reykjavík, og þáverandi
skólfjstjóri Kennaraskólans, Frey-
steinn Gunnarsson og dr Broddi
Jóhannesson, sem varamaður hans.
Hann tók fast sæti í nefndinni,
eftir að hann var skipaður skóla-
stjóri.
Nefnd þessi ræddi málið og at-
liugaði á allmörgum fundum og
gerði ýmsar breytingar á frum-
varpinu, og liggur það nú fyrir í
þeirri mynd, sem hún gekk frá því.
Þess skal getið, að nefndin fól
þeim skólastjórum Kennaraskól-
ans, fyrrverandi og núverandi, á-
samt dr. Halldóri Halldórssyni,
prófessor, og Guðmundi Arnlaugs
syni, menntaskólakennara, að gera
tillögur um námsefni prófkröfur,
stundafjölda og annað fyrirkomu-
lag væntanlegrar menntadeildar
Kennaraskólans.
Þá lagði rektor Háskóla íslands
málið fyrir háskólaráð, sem ósk-
aði að' leita álits einstakra deilda
Háskólans áður en því yrði ráðið
til lykta í háskólaráði. Að fengnu
Bingó í
Haínarfirði
HIN vinsælu bingó Alþýðu
flokksfélaganna í Hafnar-
firði verður í kvöld
21. marz kl. 8,30. — Meðal
vinninga má nefna: Úr, hrað-
suðuketil, hægindastól, epla-
kassa, straubretti o. fl.
áliti deildanna, lét háskólaráð í té
umsögn sína um frumvarpið og
kvaðst í meginatriðum geta fallizt
á þá tilhögun, sem í frumvarpinu
felst, að því er varðar tengsl Kenn
araskólans við Háskólann, en um-
sögnin er látin uppi í trausti þess,
að hið fyrsta verði stofnað til end-
urskoðunar á menntaskólanámi í
heild sinni. Háskólaárið tekur jafn
framt undir breytingartillögur
þær, sem lieimspekideild gerir við
frumvarpið, og tók nefndin síðan
þær tillögur flestallar til greina.
Svo sem vænta mátti er álit há-
skóladeildanna á máli þessu nokk-
uð sitt á hvern veg. Til þess hefur
heldur aldrei verið ætlazt, að
stúdentspróf frá Kennaraskálan-
um veiti aðgang að öllum deildum
Háskólans, frekar en t. d. stúdents-
próf úr máladeildum menntaskól-
anna gera nú. í heild sinni verð-
ur að telja' afstöðu Háskólans til
málsins jákvæða, en þess skal get-
ið, varðandi endurskoðun á
menntaskólanámi í heild, að
menntaskólaráðuneytið hefur hinn
7. marz 1963 skipað nefnd til þeirr
ar endurskoðunar.
ALÞÝDUBLADIÐ hafði sam
band við flugturninn á
Reykjavíkurflugvelli um mið
nættið og innti fregna af
leitinni að íslenzku flugvél-
inni, sem saknað er. Ekki
hafði leitin þá borið neinn
árangur. Flugvél, er tók þátt
í leitinni, var þá nýlent á
Gandcr og hafði ekkert séð.
Ekki hefur verið tilkynnt, að
leitinni sé lokið og bjóst flug
turninni í Reykjavík við því,
að leitað yrffi áfram í dag,
ef veður leyfði.
Sauðburður
Framhald af 1. síðu.
hafinn, nema livað eitt fyrramáls
lamb var fætt á öðrum bæ.
Alþýðublaðið spurðist í gær
fyrir um það á búnaðarmálaskrif-
stofunni, hvort ekki væri alveg
einstakt, að sauðburður hæfist
svo snemma. Guðmundur Jósafats
son frá Austurhlíð varð fyrir svör
um. Hann taldi þetta stórfrétt,
sagði að til þekktist, að ein og ein
á bæri svo snemma árs, en að um
'nelmingur ánna væru bornar um
þetta leyti, — væri ekki daglegt
brauð.
]. Það er fleira en grænkan á Suð-
í urlandi, sem kemur snemma í ár.
Laus staða
Staða framkvæmdastjóra flugöryggisþjónustunnar er laus
til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist mér fyrir 15. apríl n.k.
Reykjavík, 20. marz 1963.
Flugmálastjórinn
AGNAR KOFOED-HANSEN
t