Alþýðublaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 15
EYRSTI KAFLI
I.
Ég var búinn að vera að leika
á píanóið á Rusty’s Bar í fjóra
mánuði eða svo, þegar ég hitti
Rima Marshall.
Hún kom inn á barinn eitt
óveðurskvöld, þegar rigningin
buldi á þakinu og þrumur belj-
uðu í fjarska.
' Það voru aðeins tveir viðskipta
vinir á barnum, báðir byttur.
Rusty stóð bak við barinn og
var að fægja glös í tilgangsleysi.
Gegnt honum í einum básnum
sat Sam, svarti þjónninn, og var
að lesa veðreiðablað. Og svo var
ég við píanóið.
Ég var að leika kvöldljóð eftir
Chopin. Ég sneri baki við inn-
göngudyrunum. Ég hvorki sá
hana né heyrði koma inn.
Seinna sagði Rusty mér, að hún
hefði komiö inn úr beljandi rign
ingunni um klukkan tuttugu mín
útur fyrir níu. Hún var rennvot
og settist í einn af básunum
hægra megin við mig og fyrir Sft-
an mig.
Rusty geðjaðist ekki að því að
konur kæmu einar saman á bar-
inn. Venjulega rak hann þær út,
en þar eð barinn var svo til tóm-
ur og það rigndi svo mikði, þá
leyfði liann henni að vera.
Hún pantaði sér Coke, kveikti
sér síðan í sígarettu, studdi oln-
bogum á borðið og starði hugs-
andi á bytturnar við barinn.
Er hún var búin að sitja þarna
kannski í tíu mínútur, tóku hlut-
ir að gerast.
Skyndilega var dyrunum hrund
ið upp og maður kom inn. Hann
vagaði svo sem fjögur skref í
áttina að barnum, eins og menn
á skipi í velíingi, og snarstanzaði
síðan.
Það var þá sem Rima býrjaði
að æpa, og það var þá, sem ég
varð var við hana og manninn,
sem komið hafði inn.
Óp hennar varð til þess, að ég
snarsneri mér við og starði á
hana.
Ég mun alltaf niuna það, er
ég sá hana þarna í fyrsta skipti.
Hún var um átján ára gömul.
Hárið á henni var á litinn eins
og fágað silfur og stór augun
voru himinblá. Hún var í þunnri,
rauðri peysu, sém féll vel að
brjóstum hennar, og svörtum síð
buxum, sem féllu þétt að henni.
Það var eitthvað hirðuleysislegt
og skítugt við hana, eins og hún
hefði lifað hátt. Á stól við hlið-
ina á henni lá plastrcngkápa með
• rifna ermi, sem virtist vera orðin
hreinn öskuhaugamatur.
í hvíldarstellingu hefði hún
l
getað verið falleg á sama hátt
og svo margar stúlkur á hennar
aldri, sem fylla gangstéttir Holly
wood í leit að hlutverkum í kvik
myndum, eru fallegar, en hún
var ekki í hvíldarstellingu á þess
ari stundu.
Skelfingin í andliti hennar var
ljót að sjá. Galopinn munnurinn,
sem gaf frá sér stöðugt óp, var
eins og ljótt gat á andlitinu. Hún
þrýsti líkamanum upp að veggn-
um, eins og dýr, sem er að reyna
að komast aftur inn í holu sína,
og hljóðið, sem heyrðist, er hún
klóraði í vegginn, smaug gegn-
um merg og bein. Vonlaus, æðis-
leg tilraun til undankomu.
Maðurinn, sem komið hafði
inn, leit út eins og eitthvað, sem
stigið hefði beint út úr martröð.
Hann var tuttugu og fjögurra
ára gamall, lágvaxinn, smábeinótt
ur, með magurt, skarpleitt and-
lit, sem var fölt eins og storknuð
kindafeiti. Svart hárið var langt
og klístrað að höfðinu vegna
vætu. Það hékk sitt livoru meg-
in andiitsins. Það voru augun,
sem gerðu hann svo martraðar-
legan. Sjáöldrin voru risastór,
og augnablik fannst mér sem
hann hlyti að vera blyndur. En
hann var ekki blindur. Hann
horfði á æpandi stúlkuna, og
það var svipur á andliti hans,
sem skelfdi mig.
Hann var í slitnum, bláum föt
um, skíturgi skyrtu og með
svart bindi, sem líktist einna
mest skóreim. Föt hans voru
rennvot og það lak úr uppslög-
unum á buxum hans, sVo að
tveir litlir pollar mynduðust á
gólfinu.
í þjár eða fjórar sekúndur
stóð hann hreyfingarlaus og
horfði á Rimu, en síðan barst
stöðugt, hvæsandi hljóð út úr
grimmdarlegum munni hans.
Rusty, bytturnar og ég störð-
um á hann. Hægri hönd hans
þreifaði ofan í rassvasann. Hann
tók upp ógeðslegan skjálfskeið
ing. Út úr handfanginu stóð
langt, oddhvasst blað, sem glitr-
aði á. Hann hélt hnífnum þann-
ig, að hann miðaði á æpandi stúlk
una og færði sig síðan áfram,
einna líkast því sem köngulóg
hreyfir sig, hratt, líkt krabba,
og hvæsið jókst.
„Hæ, þú þarna!“ öskraði
Rusty. „Láttu hann detta!“
En hann gætti þess að halda
sig á bak við barinn. Bytturnar
tvær hreyfðu sig ekki. Þeir stóðu
á barstólunum og liorfðu á með
opna munna.
Andlitið á Sam varð skyndi-
iega grátt af ótta, og hann rann
undir borðið og hvarf.
Þá var ég einn eftir.
Eiturlyfjaneytandi með hníf er
nokkurn veginn það hættuleg-
asta, sem maður getur fengizt
við, en ég gat ekki staðið þarna
og liorft á hann stinga stúlkuna,
og ég vissi, að það var einmitt
það, sem hann ætlaði að gera.
„Ég sparkaði stólnum mínum
frá mér og færði mig í áttina til
hans.
Rima var hætt að æpa. Hún
ýtti borðinu á ská, svo að það
lokaði innganginum í básinn.
Hún liélt í borðið og starði í
blindri skelfingu á manninn, sem
nálgaðist hana.
Allt tók þetta innan við
fimm sekúndur.
Ég náði til hans, er hann kom
að básnum.
Hann virtist ekki haga hug-
mynd um mig. Það var skelfi-
legt hvernig hann einbeitti sér
að stúlkunni. -—
Það blikaði á hnífinn um leið
og ég sló hann.
Þetta var ónákvæmt högg,
greitt í ofsa, en það var mikill
þungi á bak við það. Það kom
utan á höfuðið á honum og hann
hrasaði við, en það var broti úr
sekúndu of seint.
Hnífurinn skar liann í hand-
legginn. Ég er ermina á peys-
unni dökkna, og hún féll upp að
veggnum, rann síðan niður, svo
að borðið huldi hana.
Þetta sá ég út undan mér. Ég
horfði stöðugt á hann. Hann
hörfaði aftur á bak, þar til hann
var búinn að ná jafnvægi, en
kom síðan gangandi aftur, horfði
þó ekki á mig, heldur einblíndi
ugluaugunum á básinn.
Er hann kom að borðinu, mið
aði ég og gaf honum virkilega
vel útilátið kjaftshögg. Hnefinn
á mér lenti á kjálkabarði hans.
Höggið lyfti honum upp, og
hann skall í gólfið.
Hann lá á bakinu, hálfrotaður,
en liann liélt ennþá á blóðdirfn-
um hnífnum. Ég stökk fram og
stappaði á úlnlið hans. Ég varð
að stappa tvisvar, áður en hann
sleppti takinu. Ég þreif hnífinn
og fleygði honum þvert yfir her
bergið.
Hvæsandi eins og höggormur
stökk hann á fætur og réðist að
mér ofsalega og ákveðið. Hann
var kominn bókstaflega ofan í
mig, áður en óg gæti barið frá
mér. Neglurnar á fingrum hans
klóruðu andlit mitt og tennurn
ar reyndu að ná til hálfsins.
Einhvern veginn tókst mér að
fleygja honum af mér og svo,
þegar hann sótti að mér að nýju,
lamdi ég hann beint á hökubrodd
inn með höggi, sem sendi sár-
sauka eins og rafmagnsstraum
upp eftir handleggnum á mér og
næstum því reif höfuðið af hon-
um.
Hann fleytti kerlingar þvert yf
ir barinn, baðandi út höndunum
rakst á vegginn, felldi borð og
braut allmörg glös.
Hann lá þarna á bakinu og and
ardrátturinn var sogandi og hrað
ur.
Er ég dró borðið út úr básnum,
heyrði ég Rusty vera að öskra á
lögregluna í simanum.
Það blæddi úr Rimu. Hún sat
í keng á gólfinu og blóðið mynd
aði poll við hliðina á henni. Hún
var náföl í framan og stór aug
un störðu á mig.
Það hlýtur að hafa verið fé-
lagt að horfa á mig. Dópistinn
hafði klórað fjörar, djúpar rák
ir í andlitið á mér, og það blæddi
næstum eins mikið úr mér og
henni.
„Ertu illa meidd?“ spurði ég
og settist á hækjur mér við hlið
ina á henni.
Hún hristi höfuðið.
„Það er allt í lagi með mig.“
Rödd hennar var furðulega
styrk og það var ekki lengur þessi
ljóti skelfirígarsvipur á andliti
hennar. Hún horfði fram hjá mér
á dópistann, þar sem hann lá með
vitundarlaus upp við vegginn.
Hún horíði á hann á sama hátt
og maður mundi horfa á loðfætta
könguló, er birtist í rúmi
manns. t
„Hafðu ekki áhyggjur af lioii
um“, sagði ég. „Hann verður ró
legur í marga klukkutíma. Get-
urðu staðið?"
„Það blæðir úr þér ..." (
„Og hafðu ekki áhyggjur aí
mér . . .“
Ég rétti henpi höndina. Hönd
hennar var köld, er hún tók í
mína. Ég studdi hana á fæturí,
og hún hallaði sér að mér.
Þá var dyrunum hrundið upp
og tveir lögreglumenn komu æÖ
andi upp.
Þeir horfðu á mig, sem blóð-
ið lagði úr niður á gólf, og Rimu
með blóði strokkna peysuerm-
ina, og annar þeirr tók kylfu
sína og kom í áttina til mín.
„Bíddu við. Það er hann, sem
þið eruð að leita að“, sagði ég.
Það virtist sem lögginn ætlaði
að fara að lemja mig i hausinn.
Hann hikíiði, leit um öxl á dóp
istann á gólfinu, síðan aftur á
mig.
„Ókei, ókei“, sagði hinn lög-
reglumaðurinn. „Ekkert liggur á,
Tom. Ætlum við ekki að reyna
að gera okkur grein fyrir ástand
inu?“ (
• Það heyrðisí allt í einu andvarp
frá Rimu, og hún missti meðvit-
und. Ég hafði rétt aðeins tíma til
að taka af henni þungann. áður
en hún rann niður á gólfið.
Ég kraup við hliðina á henni
og hélt undir höfuð hennar. Mér
leið djöfullega sjáifum.
— Núna er pabbi að segja söguna sína í þriðja sinn, svo að
þá fara gestirnar að fara og við getum komið inn til að sjá sjón
varpið.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. marz 1963 15