Alþýðublaðið - 23.03.1963, Side 3

Alþýðublaðið - 23.03.1963, Side 3
pánn vill flaugar MADRID, 22. marz (NTB-AFP)______ Spánverjar hafa beðið um Mike- Zeus cldflaugar og eitt eða tvö flugvélaskip gegn því að fganda- rikjamenn fái að hafa áfrain af- not af flotastöðinni í Rota og flug vellinum í Torrejon, að því er liaft var eftir góðum heimildum i Madrid í dag. Óskir Spánverja — sem einnig ná til annarra nýtízku liergagna og aukinnar efnahagsaðstoðar — koma fram í sambandi við samn- ingaviðræður um endurnýjun her- málasamnings Spánverja og Banda ríkjamanna, sem rennur út í sept- ember. Bandaríkjamenn munu vera fús- ir til að afhenda Spánverjum orr- ustuþotuf af F-104 og F-102 gerð, e'n þeir munu hafa hafnað beiðn- inni um Nilte-Zeus eldflaugar og flugvélaskip. Formaður bandarísku hermála- nefndarinnar á Spáni, Joseph D. LONDON: Sendiherra Breta i París, Sir Pierson Dixon, af- henti utanríkisráðherra Frakka Couve de Murville, af rit af ræðu brezka utanríkisráoherr- ans, Home lávarðar, í NATO- ráðinu á fundi sem þeir áttu á fimmtudag. Caldara, hefur ekki þótt sýna nægilega festu gagnvart kröfum Spónverja, og er talið að hann verði bráðlega leystur frá störf- um. Hann ræddi í dag við Munoz Grandes hershöfðingja, sem er varaforsætisráðherra Spánar og forseti herráðsins. Bretar selja Rússum stálrör LONDON, 22. marz (NTB-AFP)-- Brezka stjórnin liyggst ekki leggj- ast gegn útflutningi á brezkum olíurörum til Sovétríkjanna. Af- staða stjórnarinnar til þessa máls er óbreytt, sagði formælandi verzl unarmálaráöuneytisins í dag. Fyrr í vikunni bannaði stjórnin í Vestur-Þýzkalandi útflutning á stálrörum til Sovétríkjanna. Neit- að er því, að brezka stjórnin hafi rætt við vestur-þýzk yfirvöld um málið. Haft er eftir góðuni heimild um, að stjórnin hafi hafnað tilmæl um á fundi NATO-ráðsins í des- ember til stjórna aðildarríkjanna um að banna útflutning á stólrör- um til kommúnistaríkja. SAU EKKERI NEMA BRAK FLUGVÉL frá Flugfélagi ís lands fór í gærmorgun til að leita að mönnunum tveim, sem ekki fundust eftir að vélbáturinn Erlingur 4. sökk. Með vélinni fórn fimm starfsmenn Landhelgisgæzl- unnar og tveir flugmenn frá F.í. Smá bilun á olínkerfi gæzluvélarinnar SIF olli því, að ekki var hægt að fljúga henni. Flugfélagsvélin leitaði í tæpar fimm kliikkustundir, en fann ekkert nema brak, Iestarborð og annað, sem flot ið hefur upp. Á svæðinu, sem er misvísandi 20 sjómílur suð ur af Selvogsvita, voru 16 bátar að leita, og einnig varð skipið Ægir. Sigldu skipin þétt yfir svæðið, en urðu ekki vör við neitt, nema brak. 1100 farast í eldgosi á Bali Djakarta, 22. marz (NTB—Reuter) RÚMLEGA 1100 manns hafa far- izt í gloandi hraunflóði og ösku í þorpunum við rætur eldfjallsins Agung, að sögn lögreglustjórans í þorpinu Denpasar á Bali í dag. — Þrjú þorp eru algerlega einangr- uð af glóandi hraunflóði. Lögregl- an óttast að margir hinna 560 þorpsbúa hafi farizt. Sukarno Indónesíuforseti hefur lýst yfir neyðarástandi á eldgosa- svæðinu. Hann hefur jafnframt skýrt frá því, að U Thant, aðal- ritari SÞ, hafi heitið aðstoð heims- samtakanna. Fjallið gaus aftur í dag, og hraunflóðið rennur nú niður allar hlíðar fjallsins. Engar samgöngur eru við þorpin umhverfis eldfjall- ið og björgunarsveitir verða að , fara sjóleiðina. Þorpin eru aðeins Gefa 100 krónur af mjöltunnunni 5 kilómetra frá eldgígnum. Reynt verður að telja íbúana á að flýja áður en hraunið nær til þorpanna. Þótt ekki sé vitað um fjölda meiddra, er talið að hann sé mik- ill. Þúsundir hafa flúið svæði, sem eru í hættu austanmegin á Bali. Yfirvöldin hafa gefizt upp við að reikna út fjölda hinna flúnu, þar eð margir snúa heim aftur til þess að leita saknaðra strax og gosin minnka. Skýrt er frá því, að margir þeirra, sem hafa farizt, séu böm, sem ekki hefur tekizt að komast út úr húsunum á undan hraunflóð- inu. Flugvélar og skip frá Java flytja mat, lyf og aðrar birgðir til Bali. URSTOFAN Framh. af 16. síðu Svo varð þó ekki, fyrr en löngu síðar. ‘ Nú er flugið orðið mikilvæg at- vinnugrein, og þýðing veðurfræð- innar fyrir það hefur orðið meiri og margþættari að sama skapi. — Loftlagsfræðin gefur yfirlit um veðurlag á flugvöllum, til dæmis livaða vindáttir eru tíðastar, livaða vindáttum fylgir oftast lélegt skyggni og lág skýjahæð, og þar af leiðandi við hvaða flugbrautir helzt þarf að setja sérstök lending artæki. Flugvélar fara ekki milli landa, án þess að flugstjórar þeirra hafi fengið margskonar upplýsingar um veðurhorfur á ákvörðunarstað og væntanlegum varalendingarstöð- um. Einnig fær flugstjórinn nokk ur veðurkort, er sýna væntanlega vinda í ýmsum flughæðum, og hvar ísingar, kviku og annarra varhuga / Hæsto- rétt aftur „BLAÐ LÖGMANNA hefur ný- Icga hafið göngu sína. í því er get- ið margra ungra iögfræðinga, sein liafa fengið héraðsdómslögmanns- réttindi, og 12 sem hafa fengiö liæstaréttarlögmannsréttindi. Með- al þeirra er Guðlaugur Einarsson, lögfræðingur, scm var sviptur réttindunum meðan „morðbréfa- málið“ stóð sem hæst, og frægt var á sínum tírna. verðra veðurskilyrði er helzt að vænta. Eftir þessum upplýsingum velur flugstjóri þá flughæð og flugleið, sem öruggastar eru, og leyfa sem mesta hleðslu vélar- innar, miðað við kostnaðarliði, flugtíma og eldsneytiseyðslu. — Flugstjórar á flugleiðum innan lands fá einnig svipaðar upplýs- ingar. Að morgni hvers dags er gert heildaryfirlit um veðurhorf , ur á flugleiðum og lendingarstöð um, sem síðan er endurbætt eft- ir ástæðum er á daginn líður. | 'VteðurþjóJaustan er ekkjl að-. eins veitandi hvað flugið snertir, heldur einnig þiggjandi. Daglega berast veðurstofunni hundruð veð urskeyta frá flugvélum á ýmsum flugleiðum, og sem fljúga á tveggja til tólf kílómetra liæð. í skeytum þessum eru upplýsingar um loftþrýsting vind og veður- skilyrði í flughæð, ásamt lýsingu á skýjafari í nánd við flugvélina. Þessi skeyti komu að sjálfsögðu flugveðurþjónustunni að mestu gagni, en eru einnig þýðingarmik- il fyrir hina almennu veðurþjón- ustu. Síðast en ekki sízt ber að nefna þær veðurathuganir, sem gerðar eru á vegum Alþjóðaflugmála- s^ofnunarinnar (ICAO) og lcostað- ar eru af nokkrum meðllmaríkj- um hennar. Hér er um að ræða veðurathuganir þar sem með eru taldar háloftsathuganir á ís- ’andi. Grænlandi og stöðvarskip- um á Norður Atlantshafi. Þessar vcðurathuganir eru að sjálf- söeðu mikilvægastar fyrir flug- samgöngur á Norður Atlantshafi, en hafa einnig ómetanlega þvð- ingu fvrir almenna veðurþjónustu í öllum nágrannalöndunum. SILDARVERKSMIÐJAN á Vopna- firði hefur gefið bændum 100 kr. af hverri tunnu mjöls, og veitt gjaldfrest á afganginum vaxtalaust fram í apríl. Kaupfélag Vopnfirð- inga hefur veitt 10% afslátt á öll- um aðfluttum fóðurbæti. Þessi aðstoð við bændur hefur verið árangursrík og þykir mikil og góð, en útlitið var ekki glæsi- legt hjá mörgum bændum í haust, eftir rysjótt sumar. Eins og víðar á landinu heyjaðist slælega í Vopnafirði í 6umar, sök- um lélegrar sprettu eftir kalt vor. Margir bændur voru því svartsýn ir á veturinn, — en nú hefur hald izt þar, sem víðar um land, ein- dæma blíða í svo að segja allan vetur, svo að útlit um búfjárhöld er nú orðið dágott. Hin mikla aðstoð, 6em síldar- verksmiðjan og kaupfélagið hafa veitt, er líka mikils virði og mikið þökkuð af bændum, svo sem vert er. 79°}o styðja verkfallsmenn PARÍS, 22. marz (NTB-Reuter). — Alls telja 79% frönsku þjóðarinn- ar, að kröfur verkamanna, sem eru í verkfalli, séu réttlætanlegar, að því er fram kemur í rannsókn, sem franska skoðunarkjbnnfinar- stofnunin hefur gert. 35% eru þeirrar skoðunar, að almenn launahækkun muni hafa óheillavænleg áhrif á jafnvægið í efnahagsmálum landsins. En 39% eru ekki á sömu skoðun. Verkfall kolanámumanna, sem nú hefur staðið í fjórar vikur — hefur leitt til nokkurrar verkfalls aðgerða í flestum atvinnugrein- um hins opinbera og er fyrsta al- varlega ógnunin við launastefnu stjórnarinnar, síðan de Gaulle komst til valda fyrir sex árum. VÍN, 22. marz (NTR-Reuter). —L Sakaruppgjöfin, sem Janos Kadar fcrsætisráðherra skýrði frá í gær, nær ekki til Joszef Mindzentys kardinála, yfirmanns kaþólsku kirkjunnar í Ungverjalandi. For- mælandi ungverska utanríkisráðu neytisins staðfesti þetta í dag. Formælandinn bætti því hins vegar við, að Mindzenty hefði réA tii að sækja um sakaruppgjöf á sama hátt og aðrir dæmdir af- brotamcnn. Stjórnmálafréttaritar- ar efast mjög um það, að Minzen- ty muni notfæra sér þetta. TILSONG- NAMS YTRA AKUREYSKI söngvarinn, Jóhann Konráðsson, er farinn til Dan- merkur til söngnáms. Hann mun stunda nám hjá Stefáni íslandi í Kaupmannahöfn, jafnframt því, sem hann kynnir sér óperusöug o. s. frv. Jóhann liyggst vera þrjá ntánuöi í ferðinni, en ferðastyrk fékk hann bæði hjá fjárveitinga- nefnd alþingis og Akureyrarbæ. Jóhann Konráðsson er löngu landskunnur fyrir söpg, bæði með karlakór á Akureyri og eins sem einsöngvari. Bsraelskir flugumenn í Sviss verði framseidir Bonn, 22. marz (NTB-Reuter Vestur-Þjóðverjar hafa beint þeim tilmælum til Svisslendinga, að tveim mönnum, sem talið er að séu flugmenn ísraelsmanna og grunaðir eru um að hafa reynt að ínvrða vesturþýzkan eldflaugasér- fræðing, verði vísað úr landi. For mælandi vesturþýzka dómsmála- ráðuneytisins skýrði frá þessu í dag. í Bern var haft eftir stjórninni, að ósennilegt væri, að hún mundi verða við tilmælunuin, að minnsta kosti yrði tæplega rætt um þau fyrr en á þriðjudag í næstu viku. Síðastliðinn þriðjudag gáfu lög- regluyfirvöld í bænum Lörrach í Suður-Þýzkalandi út skipun um handtöku flugumannanna, þeirra Jósef Ben Gal og dr. Otto Joklik. Báðir flugumennirnir, eins og tal- ið er að þeir séu, hafa verið fang- clsaðir og eru nú í yfirheyrslum í Basel í Sviss. Málavextir eru þeir, að þrír menn réðust á dr. Hans Klein- wachter, sem mun hafa starfað fyrir Egypta á einkarannsóknar- stofu sinni í Lörrach, þegar hann var á leið heim til sín í bifreið. Skotið var á hann, en skotin liæfðu hann ekki. Handteknu mennirnir tveir í Basel eru grun- aðir um að hafa ætlað að nota 25 ára dóttur Kleinwachter, Paulti Görcke, til þess að neyða föður hennar að starfa ekki fyrir egypz- ka ríkið. ( tsraelsstjórn hefur beint þeim tilmælum til v.-þýzku stjórna^- innar, að komið verði í veg fyrir, að v.-þýzkir Sérfræðingar vinni við eldflaugasmíði fyrir Egypta. — Stjórnin í Bonn tilkynnti í gær, aff hún mundi gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma í veg fyrii1, að þýzkir sérfræðingar ynnu við störf erlendis, er aukið gætu spennu milli þjóða. i ALÞÝÐUBLAÐIÐ 23. marz 1963 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.