Alþýðublaðið - 23.03.1963, Page 9

Alþýðublaðið - 23.03.1963, Page 9
aðild Islands aS Efnahagsbanda- laginu væri lieimil án stjórnarskrár breytingar eð'a ekki. Niðurstáða hans er sú, „að sérstök stjórnlaga- heimild væri óhjákvæmileg, ef ís- land' ætlaði að gerast fullgildur aðili að Efnahagsbandalaginu.‘‘ Um hugsanlega aukaaðild að Efna hagsbandalaginu segir prófessorinn hins vegar þetta: „Þegar þessa er gætt, er það auðskilið, að þeirri spurningu, hvort breyta þurfi stjórnarskránni, ef ísland gcrist aukaaðili að Efnahagsbandalaginu, verður að svo stöddu ekki svarað mcð neinni vissu, hvorki játandi né neitandi. Ilenni yrði í rauninni þá fyrst hægt að svara, ef fyrir iægi, hvert myndi verða efni auka aðildarsamnings við ísland, ef til kæmi.“ í þessum fyrirlestri sínum rekur prófessor Ólafur Jóhannesson m. ö.o. ýtarlegar en ég man eftir, að áður hafi verið gert, hverjar skuld bindingar íslendingar hafa tekið á sig undanfarna áratugi með aðild sinni að alþjóðastofnunum og al- þjóðasaimtökum, og hann hikar ekki við að segja, að í því hafi falizt nokkur fullveldisskerðing. Framsóknarflokkurinn mun hafa staðið að eða samþykkt aðild ís- lendinga að nær öllum þessum al- þjóðastofnunum eða samtökum og hefur því samþykkt það, sem vara- forinaður flokksins telur fullveldis- skerðingu, Tíminn hefur aldrei haft neitt við þessa „fullveldis- skerðingu" að athuga. Honum Iief- ur aldrei dottið í hug, að Fram- söknarflokkurinn væri að stága neitt víxlspor með því að sam- þykkja hana. Þegar Framsóknar- flokkurinn var að samþykkja aðild að nýjum alþjóðastofnunum eða samtökum, þá var ekki verið að svíkja „sjálfstæðishugtak Jóns Sig- urðssonar," eða smeygja fjötrum á þjóðina með því að finna upp nýtt „sjálfstæðishugtak.“ En þegar [ ég bendi á þessar einföldu og aug- ljósu staðreyndir í tækifærisræðu, fjórum mánuðum eftir að varafor- maður Framsóknarflokksins hefur rætt þær ítarlega í vísindalegum fyrirlestri, þá hrópar Tíminn ó- kvæðisorð að mér og telur mig boða hinar hættulegustu kenning- ar. En auðvitað eru öll skrif Tímans um þessi efni undanfarnar vikur fullkomin fjarstæða. Skuldbindíng arnar, sem íslendingar, eins og raunar flestar aðrar menningar- þjóðir, hafa tekizt á hendur undan- farna áratugi í nýjum alþjóðastofn unum og nýjum þjóðabandalögum, eru ómótmælanleg staðreynd, en þær hafa verið taldar nauðsynlegar til þess að ná öðrum markmiðum, ;em talin hafa verið nytsamlegri g háleitari en nauðsynin á því að halda fast við algjörlega óskert sjálfsforræði á öllum sviðum. Hina(r nýju alþjóðastofnan^r og hin stóraukna alþjóðasamvinna hefur og reynzt þeim þjóðum, sem aðild hafa átt, til ótvíræðs gagns og aukinnár farsældar. Og aukin alþjóðasamvinna milli fr jálsra þjóða hefur ekki orðið til þess að skerða raunverulegt sjálfstæði þeirra né spilla menningu þeirra, þjóðerni eða tungu. Þetta var sú meginstaðreynd, sem ég vildi vekja athygli á í tilefni af aldarafmæli Þjóðminjasafnsins. Óskammfeilnust af öllum full- yrðingum Tímans í tilefni af ræðu minni er sú, að með því að benda á skyldur þær, sem íslendingar hafa tekizt á hendur með aðild að alþjóðastofnunum og þjóðasamtök um, og telja, að þær hafi verið réttmætar og nauðsynlegar, þá sé ég að mæla með því, að ísiend- ingar afsali sér fullveldi sínu. Prófessor Ólafur Jóhannesson hef Ur auðsjáanlega haft hugboð um, að til kynnu að vera svo óhlutvand ir menn á íslandi, að þeir freist- uðust til þess að túlka aðild að alþjóðastofnunum sem fullveldis- afsal. Þess vegna segir hann í íyr- irestri sínum: „Næst vík ég með örfáum orð um að þeirri spurningu, hvort skuldbindingar gagnvart al- þjóðastofnun geti leitt til þess, að landið verði ekki lengur tal ið fullvalda, þ.e.a.s. ekki lengur talið fullgildur þjóðréttaraðilii. Þeirri spurningu verður al- mennt að svara neitandi. Það er að vísu ljóst af því, sem hér hef ur verið sagt, að talsverðar full veldistakmarkanir kunna að fylgja aðild að alþjóðastofnun, en fullveldishugtakið er afstætt. Það lagar sig eftir breyttum viðhorfum og þörfum á hvcrjum tíma. Fullveldistakmarkanir þær, sem t.d. Ieiða af þátttöku í Éfnahagsbandalaginu, hefðu sennilegá áður fyrr verið taldar ósamrýmanlcgar óskoruðu rík- isfullveldi. En sjálfsagt kemur engum til hugar að halda því fram, að aðildarríki Efnahags- bandalagsins, Frakkland, Ítalía, Belgía o.s.frv. séu ekki eftir sem áður fullgildir þjóðréttar- aðilar. Skuldbindingar ríkja gagnvart alþjóðastofnun munu því oftast nær engu skipta utn formlegt fullveldi ríkis.“ Það er m.ö.o. ekki aðeins skoðun varaformanns Framsóknarfiokks- ins, að íslendingar hafi ekki af- salað sér fullveldi sínu með aðild að þeim stofnunum og samtökum sem þeir hafa þegar gerzt aðilar að,- heldur að þeir myndu jafnvel ekki afsala sér fullveldi sínu, þótt þeir geröust fullgildir aðilar að Efnahagsbandalaginu. Nú hefur það að vísu aldrei verið skoðun mín og ekki heldur ríkisstjórnar- inar, að íslendingar ættu að ger ast fullgildir aðilar að Efnahags- bandalaginu, ekki vegna þess, að með því afsöluðum við fullveldi okkar, lieldur af því, að skuldbind ingarnar að öðru leyti yrðu of þungbærar. En Tíminn, sem telur mig boða fullveldisafsal, þegar ég bendi á þær skuldbindingar, sem við HÖFUM ÞEGAR TEKIÐ A OKKUK í ALÞJÓÐASAMSTAKFI, virðist af einhverjum ástæðum alls ekki hafa tekið eftir því, að vara- formaður flokks hans telnr það alls ekki fullveldisafsal, þótt ís- Iendingar gerðust fullgidir aðilar Framh. á 13. síðu SIGGA VIGGA OG TILVERAN NÁÐI E.KKI BE-YGJUNN/, SEGlR HON” OGTEKUR STR\Klí) ÚT UM YilNN! Symfóníu- tónleikar ÞAÐ kenndi margra grasa á tón- leikum Sinfoníuhljómsveitar ís- lands í fyrrakvöld. Aðsóknin ætti að sýna forráðamönnum sveitar- innar, að slík samsetning á ofnis- skrá er ekki vænleg til að draga að. Englendingarnir Elgar og Del- ius áttu þarna sitt hvort vcrkið, hugguleg og menningarleg, sjent ilmannleg, fremur en karlmann- leg. Var þeim báðum skilað vel af hljómsveitinni, eins og öðru, sem flutt var á tónleikunum, efvir því, sem ég fékk bezt heyrt. Stjórn andi var William Striekland. Þættir Jóns Leifs við Galdra- Loft Jóhanns Sigurjónssonar eru gott verk og tilþrifamikið með köflum. Hann nær miklum, drama- tískum krafti í þessu verki og finnst mér þetta með því bezta, sem ég hef heyrt eftir Jón, hvort sem honum líkar það betur eða verr að fá slíka umsögn í blaði. Flutningurinn tókst ágætlega og framsögn Gunnars Eyjólfssonar var þróttmikil og- ágæt, þó að hann muni hafa verið aðeins of fljótur að skila sínu hlutverki. 0 Síðast á efnisskránni var ís- landssymfónía eftir bandariska tónskáldið, Henry Cowell, hin 1G. talsins af symfóníum tónskáldsins, Hljómsetning er víða hugmy.nda- rík, en í heild grípur verkið mann tæplega við fyrstu heyrn. í einum Framli. á 13. síðu MOSKVA - RÖM - PEKING Páfinn veitti tengdas. Krústjovs áheyrn fyrir nokkru. Þessi atburð- ur hefur horfið í skuggann fyrir öðrum stærri tíðindum að undan- förnu. Að því er virðist, eru þetta smámunir. Þúsundir og aftur þús- undir hvaðanæfa að úr heiminum heimsækja Páfagarð. En þegar sjólfur tengdasonur forsætisráð- herra Sovétríkjanna biður um að fá áheyrn páfans er litið á það sem ósk að hálfu Moskvu-stjóm- ar um bætt samskipti við Vatík- anið. Að vísu bar opinbert málgagn páfa, „Observatore Romano", til baka fregnirnar um að Adsjúbel ritstjóri hefði fengið áheyrn. En; staðfestingar hafa fengizt frá öðr um aðilum, og það virðist ótvírætt, að herra og frú Adsjúbei hafi ver- ið hjá páfanum í nákvæmlega 18 mínútur. Fyrir nokkrum árum hefði ver- ið óhugsandi að reyna að bæta samskipti Kremls og Páfagarðs. Nú er ekki ósennilegt, að það megi takast — heldur hugsanlegt. Stjórnin í Moskva óskar senni- lega eftir því að auka áhrif sín í kaþólskum löndum. Og Páfagarð- ur hefur augsýnilega óhuga á að skapa kaþólsku kirkjunni betri skilyrði bak við járntjaldið. Vel kann að vera, að Adsjúbei hafi rekið eitthvert erindi fyrir róðamennina í Kreml, en einnig kann að vera að aðeins hafi verið um einkaheimsókn að ræða. Tím- inn sker úr um það. Þrálátur orðrómur er á kreiki um það, að páfinn hafi notað tæki færið til þess að skrifa Krústjov bréf. Ennfremur er staðhæft, að Krústjov sjálfur hafi í hyggju að fara til Rómar. Ef það reynist rétt leikur enginn vafi á því, að á- heyrnin, sem Adsjúbei var veitt, boði þáttaslcil í samskiptum Kreml og Páfagarðs. Önnur og eins forvitnileg frétt hefur borizt frá Moskvu. Hún hermir, að ráðamennirnir í Pek- ing hafi boðið Kiústjov í heim- sókn. Kínverjar leggja til, að Krústjov komi við í Peking, þegar hann fer í fyrirhugaða heimsókn sína til Kambódíu og ræði mögu- leikana á lausn á hugmyndafræði deilu ríkjanna. Ef þetta hentar ekki Krústjov, eru Rússar beðnir að senda „annan félaga, sem gegn ir ábyrgðarmiklu embætti". Kín- verjar eru einnig fúsir til að senda fulltrúa til Moskva, ef þess er óskað. Þetta er vel að merkja ekki orð- rómur heldur staðreyndir. Tillag- an frá Peking kom fram fyrir nokkrum dögum í bréfi, sem var svar við tilmælum Krústjovs frá 21. febrúar um fund æðstu manna kommúnistaflokkanna tveggja. — Ráðamenn í Peking hafa lengi ver- ið hlynntir slíkri ráðstefnu, og að því er virðist hefur boð Krústjovs mætt miklum velvilja. Alþjóðahreyfing kommúnista er komin á alvarlegt stig, og valdhaf- arnir í Peking telja, að tími sé kominn til innbyrðis skilnings. Enn fremur segir, að deiluaðilar verði að leysa sem fyi-st þau vandamál, sem hægt er að leysa, og undir- rita samning þar að lútandi. Fjalla verður um d'eilumálin í samninga- viðræðum og „ekki má afhjúpa á- greiningsefni fyrir fjandmannin- um,“ segja þeir. En ráðamennirnir í Peking leggja áherzlu á, að halda verði áfram að berjast „gegn júgóslav- nesku endurskoðunarstefnunni." Ennfremur sé nauðsynlegt að Rúss ar og Albanir geri út um deilu- mál sín og taki aftur upp eðlileg samskipti. Hér 'verður stjórnin í Moskva að taka frumkvæðið, segir Peking-stjórnin. Svo virðist með öðrum orðum sem stjórnin í Moskva sé til viðtals við bæði Vatíkanið og Peking. — Ekki er gott áð segja hvað þetta getur leitt til. En jafnvel má gera ráð fyrir, að ef tilraunirnar heppn- ist hafi Ki'ústjov unnið meiri hátt- ar stjórnmálalegan sigur. i ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23..marz 1963 $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.