Alþýðublaðið - 23.03.1963, Síða 12
erson“, sagði hann, „þetta var
aldeilis fjársjóður. Ég geri ráð
fyrir að þér vitið, hvað þér er-
uð með?“
„Demant, herra! Gimstein!
Hann sker gler, eins og það
væri kítti.“
a „Það er meira en gimsteinn.
Það er gimsteinninn.“
„Þó ekki blái roðastcinninn
greifynjunnar af Morcar?“
hrópaði ég.
, „Einmitt. Ég ætti að þekkja
stræð lians og lögun eftir að
hafa lesið auglýsingu um hann
í The Times á hverjum degi
lípp á síðkastið. Hann er algjör
lega einstæður, og það er að'-
eins hægt að geta sér til um
verðmæti lians, en þau þúsund
punda fundarlaun, sem lieitið
hefur veriö, eru vissulega ekki
tuttugasti hluti markaðsverðs
hans.“
„húsund pund Guð minn góð
ur!“ Dyravörðurinn lét fallast
niður á stól og starði á okkur
á víxl.
„Það eru fundarlaunin, og ég
hef ástæðu til að ætla, að við
hann séu tengdar tilfinningar,
sem fengið gætu greifynjuna
til að gefa hehning eigna sinna,
ef hún gæti fengið hann aftur.“
„Hann týndist, ef ég man
rétt, á Cosmopolitanhótelinu“,
sagði ég.
„Einmitt. Ttuítugasta og ann
an desember, fyrir nákvæmlega
fimm dögum. John Horner,
pípulagningarmaður, var sakað
ur um að hafa stolið honum úr
gimsteinaskrýni frúarinnar.
Sannanirnar gegn honum voru
svo sterkar, að málinu hefur
verið skotið til dómstólanna.
Ég hef hér frásögn af málinu,
ef ég man rétt.“ Hann rótaði í
blöðunum, skoðaði dagsetning
arnar, þar til hann að lokuin
slétti úr einu og las eftirfar-
andi málsgrein:
« „Gimsfceinaþjófnaðuu á Cos
mopolitanhóteli. John Horn-
er, 26 ára gamall píulagningar
maður, var ákærður fyrir að
hafa, hinn 22. þ. m., stolið úr
gimsteinaskríni greifynjunnar
af Morcar hinum dýrmæta gim
steini, sem gengur undir nafn
inu blái roðasteinninn. James
Ryder, gangaþjónn á hótelinu,
bar vitni um, að hann hefði
vísað Horner inn í klæðaher-
bergi grcifynjunnar af Morcar
þann dag, er ránið var framið,
svo að hann gæti soðið saman
lausan staufc í aringrindinn, sem
var laus. Hann hafði veriö um
stund hjá Ilorner, en að síð-
ustu verið kallaður burtu. Er
hann kom til baka, sá hann, að
Horner var horfinn, að skrif-
borðið hefði verið brotið upp
og að lítill leðurkassi, sem í
ljós kom síðar að greifafrúin
var vön að geyma gimsteina
sína í, lá tómur á borðinu.
Ryder tilkynnti þetta þegar í
stað, og Horner var handtek-
inn sama kvöldið, en steinninn
fannst hvorki á honum nó
heima hjá honum. Catherine
Cusack, þjónustustúlka greif-
yujunnar, bar, að hún hefði
heyrt skelfingaróp Ryders, er
hann uppgötvaði ránið og hefði
hún hlaupið inn í herbcrgið,
þar sem sá hlutinn í því á-
standi, sem síðasta vitni hafði
lýst. Bratístreet, lögreglufor-
ini frá B-deild, bar vitni um
handtöku Horners, sem barðist
um ákaflega og hélt fram sak-
leysi sínu með sterkustu orð-
um. Þar eð vitni höfðu skýrt
frá því, að fanginn hefði áður
verið sakfellur fyrir þjófnað,
neitaði lögregluréttardómarinn
að fást við málið, en vísaði því
úil glæpamálaréttarins. Horner,
sem sýnt hafði merki mikillar
geðshræringar á meðan á rétt
arhaldinu stóð, missti meðvit-
und í loks þess og var borinn
út úr réttinum".
„Hm! Þetta var það, sem gerð
ist í lögregluréttinum", sagði
Holmes liugsandi og fleygði
blaðinu frá sér. „Spurningin,
sem við nú stöndum frammi
fyrir, er að ráða þá atburðaröð,
sem Ieitt hefur frá brotnu skart
gripaskríni annars vegar til
sarps í gæs á Tottenhams
Court Road hins vegar. Þú
sérö, Watson, að hinar lítilfjör
legu ályktanir okkar hafa
skyndilega fengið á sig veiga
meiri cg minna sakleysislegan
svip. Hér cr steinninn. Steinn-
inn kom úr gæsinni, og gæsin
kom frá herra Henry Baker,
manninum me'ð vonda hattinn
og öll hin sérkennin, sem ég
hef verið að hrella þig með.
Við verðum því að fara í það
nú að finna þann heiðursmann,
og ganga úr skugga unt, hvaða
þátt hann hefur átt í þessu dul
arfulla máli. í þessu augnamiði
verðum við að reyna einföld-
ustu aðferðina fyrst, og hún er
vafalaust auglýsing í öllum
kvöldblöðunum. Ef það bregzt,
verðum við að beita öðrum að
ferðum.“
„Hvað ætlarðu að segja í aug
lýsingunni?"
„Réttu mér blýant og þcnn
an pappirsmiða. Jæja, þá:
Fundizt hafa á horni Goodge
Street gæs og svartur hattur.
Herra Ilenry Baker getur feng
ið hvort tvcggja mcð því að
snúa sér til Baker Street 221B
kl. 6,30 í kvöld. Svona þetta cr
stutt og laggott.“
„Mjög svo. En sér hann
það?“
„Já, liann hlýtur að liafa
auga með blöðunum, því að
tjónið var mikið fyrir fátækan
mann: Ilann varð sennilega svo
hræddur vegna þeirrar ó-
heppni sinnar að brjóta glugg-
ann og vegna komu Petersons,
að honum hugkvæmdist ekki
annað en flýja. En siðan hlýt-
ur hann að hafa séð mikiö eft-
ir því viðbragði, sem varð til
þess, að hann missti fuglinn.
Auk þess mun birting nafns
hans verða til þess, að hann sér
auglýsinguna, því að allir, sem
þekkja hann, munu beina at-
hygli hans að henni. Hérna,
Peterson, hlaupið niður á aug
lýsingaskrifstofu og látið setja
þetta í kvöídblööin."
„Ilvert þeirra, herra?“
„Ó, í Globe, Star, Pall Mall,
St. James's, Evening News,
Standard, Echo og öll önnur,
sem þér kunnið að muna cft-
ir.“
„Ágætt, herra. Og hvað með
steininn?"
„Já. Ég skal geyma steininn.
Þakka yður fyrir. Og heyrið
þér, Petcrson, kaupið gæs á
leiðinni til baka og skiljiö hana
eftir hérna hjá mér, því að við
verður að hafa eina slíka til að
láta þeunan herramann fá í
stað þeirrar, sem fjölskylda yð
ar er nú að háma í sig.“
Þegar dyravörðurinn var far
inn," tók Holraes upp steininn og
brá honum upp a'ð Ijósinu.
„Hann er fallegur“, sagði
hann. „Sjáð'u bara hvernig
hann glitrar og skín. Auðvitað
er hann sá kjarni og brenni-
depill, sem glæpir myndast
um. Allir góðir steinar eru það.
Þeir eru uppáhaldsbeita djöf-
uisins. í göndum og stórum
steinum getur hver flötur tákn
að blóði drifinn verknað. Þessi
steinn er enn ekki tuttugu ára
gamall. Hann fannst á bökkum
Amoyár í Suður-Kína og er sér
kcnnilegur að því leyti að
hann hefur eðliseiginlcika roða
steins, nema hvað hann er blár
að lit í stað þess að vera rúbín
rauður. Þrátfc fyrir æsku sína,
— Hvar er ég? Eða öllu heldur hver er
ég?
— Jæja ofursti, við héldum að allar þess
ar skemmtilegu sögur, sem þér hafið verið
að segja okkur, væru af sjálfum yðar.
— Læknir, Stál ofursti er kominn til
meðvitundar, en það er engin litbreyting
í augum hans.
— Það kann að vera, að hann hafi alls
ekki höfuðkúpubrotnað.
— Það var gott.
— Eins og ég bjóst við. Maður þarf ekki
nema aöeins og lita á forsögu málsins. Ofsa
reið kona henti sfceini í ofurstann, og allar
hjúkrunarkonurnar, sem hafa annast hann
verða alveg þrælruglaðar.
12 23. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ