Alþýðublaðið - 23.03.1963, Page 13
PARÍS, 21. marz (NTB-AFP).
Fidel Castro forsœíisráðherra
segir í viðtaii við Parísarblaðið
„Le Monde“, að hann sé ósam-
mála Krúsíjov forsætisráðherra
varðandi brottflutning sovéztcu
eldflauganna frá Kúbu.
Castro segir, að fullveldi
Kúbu sé staðreynd. Þess vegna
hefði Krústjov ekki átt að íall-
ast á að senda eldflaugarnar
burtu án þess að ráðfæra sig
við kúbönsku etjórnina fyrst.
Við erum ekkert leppríki, og
ljóst er að Sovétríkin hafa al-
þjóðlega ábyrgð, sem Kúba hef
ur ekki, segir Castro.
Castro segir, að það hafi ver-
ið Sovétríkin, sem buðust til
að koma á fót eidflaugastöðvum
á Kúbu. Aðsputður hvers vegna
Krústjov hefði látið flytja þær
burtu svo skyndilegá sagði
Castro: ,,Hver veit? Ef til vitl
geta sagnfræðingarnir komizt
að því á næstu 20-30 árum.“
BONN, 21. marz (NTB-Reut-
er). Stjórti n i Vestur-Þýzka-
landi mun gera allt sem í henn-
ar valdi stcndur til þess að
binda endi á þaó að vestur-þýzk
ir vísindamenn t áii sig til starfa
við vísindafranvivæmdir criend-
is er aukið gtfi spennu niilli
annarra ríkja.
Þetta var haft cftir stjórn-
inni í kvöid, en fyrr um daginn
haföi hún ræ , tilmæli ísraels
stjórnar um a:3 koma yrði í veg
fyrir, að þýzkir vísindamenn
störfuðu -viö eldflaugafram-
kvæmdir í Arabíska sambands-
lýðveldinu. Þessi vísindastarf-
semi hefur vakið mikinn ugg í
ísrael.
Lögð er á það áherzla af
hálfu stjórnarinnar, að hún
harmi það, að þýzkir vísinda-
menn stuðii að aukinni spennu
' í heiminum með starfi sínu. Á
hinn bóginn torvelda stjórnar-
skrá og löggjöf Vestur-Þýzka-
lands stjórninni miög að sker-
ast beinlínis í leikinn gagnvart
slíkum vísindamönnum.
PARÍS, 21. marz (NTB-Ueut-
er). Algert umferðaröngþveiti
var á mestu umferðatímunum
í Frakklandi í dag þegar járn-
brautastarfsmenn gerðu tveggja
tíma verkföll í hvert skipti er
vaktir hófust en þær cru þrjár.
Horfurnar voru enn dlmmar í
dag.
Þá eru neðanjarðarjárnbraut
ir og járnbrautir í úthverfum
Parísar í hættu vegna fjiigurra
tíma vcrkfalls rafmagnsstarfs-
manna, sem hótað er. Þetta
verkfall mun einnig verða t'l
þess að umferðarljósin slokkna.
MOSKVA, 21. marz (NTB
Reuter). Sovczka blaðið „Kaz-
akstan Pravda“ skýrði frá því
I dag, að þúsundir starfsmanna
verzlunarsamtaknna í Kazkst-
anlýðveldinu'hefðu verið svípt-
ir störfum í fyrra vegna stór-
fellds fjárdráttar og anuarra
glæpa.
Tölur þcssar komu frarn í
umsögn um ræðu, sem aðalritari
kommúnistaflokks lýðveldisins,
ísmail Jusupov, hélt á fundi í
Alma Ata.
Jusupov sagði, að 2340 starfs
menn smávöruverzlunar-ráðu-
lýðveldisins hefðu verið svipiir '
störfum. Enn fremur hefði rúm
lega 16 þús. starfsmenn ann-
arra verzlunarsamtaka verið ■
sviptir embættum.
PARÍS, 21. marz (NTB-Peut-
er-AFP). Sendiherra Bamla-
ríkjanna hjá Sþ, Adlai Steven-
son, ráðfærði slg í dag við sendi
herra Bandaríkjanna hjá NATO
Thomas Finletter, og aðra
bandaríska embættismenn. Stev
ensons er um þessar mundir í
hálfopinberri hcimsókn í París.
Bandarískir heimildarmenn
áttu mjög erfitt með í dag að
bera til baka nokkrar blaðafregn
ir um ástæðuna til Evrópuíerð-
ar Steveasons. Heimildarmenn-
irnir báru til baka forsíðufrcgn
í blaðinu „Paris-Presse“ þar
sem sagði, að verkefni Steven-
sons í París væri að kippa hin-
um slæmu samskiptum banda-
rísku stjórnarinnar og þeirra
frönsku í lag, og heimsækja de
Gaulle.
ÞRÍR bátar út trefjaplasti,
sem eru framleiddir hér á
landi, voru reyndir á Reykja
víkurliöfn í gær. Voru það
neinendur úr Stýrimanna-
skólanum, sem sigldu bátun
um, og virtust þeir vera hin
ágætustu sjóskip. Voru þeir
knúðir áfram af Evenrude
utanborðsmótorum. Myndin
er tekin skömmu áður en
þeir lcgðu af stað í sigling-
una, og eins og sjá má eru
þcir af þrem stærðum, og í
þeim sitt livor stærðin af
mótorum.
Grein Gylfa
Framli. úr opnu.
að Efnahagsbandalaginu. ílvað
skyldi Tíminn hafa sagt um mig
eða einhvern annan ráðherra, ef
við hefðum látið okkur slíkt um
munn fara? Er þetta ekki nóg til
að sltýra eðli þeirra skrifa, sem
lesa hefur mátt í Tímanum uin
þessi efni undanfarnar vikur'?
Eftir skrif Tímans um Þjóðminja
safnsávarp mitt, hlýt rg að telja
blaðinu bera skylda til að skýra
fyrir þjóðinni afstöðu sína til
heirra skoðana, sem varaformaður
Framsóknarflokksins, prófessor Ó1
j afur Jóhannesson, lét í Ijós í há-
; skólafyrirlestri þeim, sem ég hefi
hér vitnað til. Augljást er, að rit-
stjórn Tímans hefur lagt sig undir
snoppung frá varatormanni flokks
ins. Ef til vill kýs ritstjórnin að
snoppunga varaformanninn í stað
inn. Ef til vill réttir hún fram
hinn vangann< En þagað getur |
blaðið ekki lengur um háskólafyrir j
lestur varaformannsins.
I
Valtýr Stefánsson
Framh. af 4. síðu
Valtýr Stefánsson var ræktun-
.-umaður af heilum liuga. Hann
’ann að ræktun landsins. og hafði
brennandi áhuga á því máli. Hann
skrifaði um sandgræðslu, um tún
ækt, um garðrækt og skógrækt.
- Hann studdi góð mól af sama
hug.
Hann var ekki stjórnmálamað-
ui. Hann var í innsta eðli sínu rit-
höfundur og listamaður.
v.s.v.
Laust starf
KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR óskar að ráða forstöðukonu
við leikskóla og dagheimili, frá 1. júlí n.k.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf,
meðmælum og kaupkröfu, sendist bæjarstjóranum í Kópa-
vogi fyrir 15. apríl n.k.
Logtok
Að kröfu gjaldheimtustjórans, f. h. Gjaldheimtunnar í
Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 21.
þ. m., verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreidd-
um fasteignasköttum og brunabótaiðgjöldum til borgarsjóðs
Reykjavíkur, en gjalddagi þeirra var 15. janúar s.l.
Lögtökin fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttár-
vöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum
liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi
að fullu greidd innan þess tíma.
Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 21. marz 1963.
Kr. Kristjánsson.
Innilegar þakkir færi ég öllum vinum og vandamönnum, nær og
fjær, sem heiðruðu mig sjötugan 1. marz s.l. mcð heimsóknum, skeyt-j
um og hlýjum handtökum, og gerðu mér og fjölskyldu minni dag-
inn ógleymanlegan.
Drottinn blessi yður ÖU.
Gísli Sigurgeirsson, Hafnarfirði.
Raftækjaverzlunin Ljós og Hiti
tilkynnir:
Opnum í dag nýja sölubúð að GARÐASTRÆTI 2.
Fjölbreytt úrval af alls konar rafmagnsvörum. — Gjörið
svo vel að líta inn.
LJÖS & HITI
Garðastræti 2. — Sími 15184.
VERKAFÓLK
Óskum eftir að ráða verkafólk nú þegar til skreiðar-
vinnslu. — Mikil vinna.
Jón Gíslason sf.
Hafnarfirði. — Sími 50865.
Tónleikar
Framh. úr opnu.
kaflanum notar höfundur þjóð-
lagastef, sem Jón Leifs hefur áð-
ur notað, og er gaman að bera
saman úrvinnslu þeirra. í adagio-
kaflanum fannst mér sem höfund-
ur mundi hafa villzt á „Ireland“
og ,,Iceland“, temað þar miklu lík
ara ýmsu, sem saman hefur verið
sett á írlandi eða Suðureyjum,
en hinum tiltölulega fáskrúðugu
rímnastefjum, sem alltaf hafa ver-
ið talin svo týpísk fyrir ísland.
G. G.
*
Odýrar I
Bdrnagallabuxurj
Miklatorgi.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. rnatz 1963 |,3