Alþýðublaðið - 30.03.1963, Síða 5

Alþýðublaðið - 30.03.1963, Síða 5
NÝ VFfiAIflfi FKKI SFIT Á ÞESSU ÞINGI, ZL MIKLAR umræ'ður urðu utan dafrskrár í ncðri deild Alþingis f gær um endurskoðun vegaiag- anna. Skýrði samgöngumálaráð- herra, Ingólfur Jónsson, frá því við umræðurnar, að frumvarp að nýj- um vegalögum yrði ekki lagt fyrir yfirstandandi þing, þar eð endur- skoðun laganna væri ekki lokið Kvaðst ráðhcrrann hafa faíið miili- þinganefndinni, er unnið hefur að endurskoðun vegalaga, að starfa áfram. Halldór E. Sigurðsson (F), kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í upphafi fundar í neðri deild AJ- þingis í gær. Kvaðst hann hafa undir höndum bréf, er Benedikt Gröndal, sem sæti á í milHbinga- nefndinni, hefði sent kjósendum sínum í Vesturlandskjördæmi, en í bréfinu voru gefnar ýmsar uþp- lýsingar um endurskoðun vr.'alag- anna. Las Halldór síðan langan kafla úr umræddu bréfi. Halldór kvaðst telja það óeðli- legt, að skýrt væri frá störfum milliþinganefndar opinberlega áður en tillögur nefndarinnar væru lagð ar fyrir Alþingi. Kvaðst Halldór vilja spyrja samgöngumálaráð- Ódýr barnanæríöí mHMlllllnmilniuiimiiniiiniiiiiiiiiinii......- ■■■ .'.V.V.'.'.V V l Vr" h ’'" " i 1111 llVlMíM, ............... iliiHMmmiti • MIMIMIMMIM jmiiiiiifnim* .liiiiniiiiimM [lllllllMIMIIMI 'HIIIIIIIIIIIM' llllllllllMM' ***♦ V"" 11 f> 11 (i M11111111111111M111 , Iwi ii liiVmS' Miklatorgi. herra, hvort þingmenn mundu ekki geta fengið álit milliþinganefndar- innar um vegamál, úr því að einn nefndarmanna væri þegar byrjað- ur að birta hluta af álitinu. Ingólfur Jónsson, samgöngumála ráðherra tók til móls. Hann kvaðst vilja taka það skýrt fram að hann hefði aldrei gefið nein fyrirheit um það, að frum varp að nýjum vegaiögum yrði lagt fram á yfir- standandi i ig(. Ráðherrann sagði, að snil.ir þinganefndin hefði talið sig hafa lokið störfr um í vetur og hún hefði skil- að tillögum sísi- um til ríkisstjórnarinnar. Ingólfur kvaðst hafa verið andvígur nokkr- um atriðum í tillögum nefndarinn- ar og hafa sent milliþinganefndinni athugasemdir í 8 liðum og óskað efítir að nefndin liæfi störf að nýju og tæku athugasemdir hans til athugunar. Þetta hefði minniþinga nefndin nú gert. Ráðherrann kvaðst sér vera kunnugt um það, að vega- laganefndin hefði talið æskilegt, að unnt yrði að bera fram nýtt vegalagafrumvarp á þessu þingi. En er um slíkt stórmál væri að ræða sem endurskoðun vegalaga, væri það ekki óeðlilegt þó málið væri vel og rækilega undirbúið. Ingólfur kvaðs telja það óeðli- legt að farið væri að útbýta tillög um rnilli'pinganefndarinnar áður en nefndin hefði lokið störfum. Þó kvaðst hann skyldi færa það at- riði í tal við formann nefndarinnar og ef nefndin vildi birta tillögurn- ar muni hann ekki leggjast gegn því. Benedikt Gröndal (A) tók til máls. Hann sagði, að bréf það, er Halldór Sigurðsson hefði lesið úr væri einkabréf, er hann hefði ritað kjósend- um sínum í Yest urlandskjör- dæmi. Enginn trúnaður væri, brotinn me'ð j því að veita upp ! lýsingar í slíku bréfi. Benedikt sagði, að vegalaganefnd in hefði talið sig hafa lokið störfum fyrir nokkru. Kvaðst Benedikt haía ritað umrætt bréf, er málið stóð þannig. Síðar hefði samgöngu- málaráðherra ritað milliþinga- nefndinni bréf og beðið hana að hefja störf að nýju og það hefði nefndin gert. Benedikt kvað það ekkert laun- ungarmaál, að hann og ýmsir fleiri Alþýðuflok^smen'p hefðu vonað, að frumvarp að nýjum vegalögum yrði lagt fram í vetur. Hefði það valdið sér miklum vonbrigðum, er svo hefði ekki getað orðið. Hins vegar kvað hann hér stórt mál að ræða, sem sjálfsagt væri ekki rétt að flytja fyrr en alger sam- staða hefði fengist um það. Éysteinn Jónsson (F) kvaddi sér hljóðs. Kvað hann það mjög baga- legt, að þingmenn skyldu ekki hafa fengið í. hendur tillögur milli- þinganefndarinnar, þar eð mikið væri um þær spurt. T.d. kvaðst Ey- steinn oft hafa verið spurður um það, hvort ætlunin væri að fækka þjóðvegum. Beindi hann þeirri fyrirspurn til samgöngumálaráð- herra hvort það væri ætlunin. Ingólfur Jónsson ráðherra tók til máls á ný og kvaðst geta upp- lýst það, að hann væri andvígur fækkun þjóðvega. í rauninni vildi hann gera alla sýsluvegi að þjóð- vegum. RÆTT VIÐ PREST Framh. úr opnu. hann hygðist snúa sér aftur að trúarlegum störfum. En nú hefur erkibiskupinn sagt í einkaviðræð- um við ýmsa menn, að hann telji rétt að hann bjóði sig fram til forseta á ný árið 1965. Það hefur verið mörgum til léttis, að erki- biskupinn hefur að minnsta kosti frestað afsögn sinni, og má sjá, að afstaða manna hefur breytzt. Tilraunir Makariosar til þess að sameina hægrisinna og styrkja þá í sessi virðist hafa mistekizt, a. m. k. í bili, en vonazt er til, að hann hafi ekki lágt hugmyndina á hill- una. Ef til vill munu efnahags- áætlanirnar reynast gagnlegra vopn. Afstaða Makariosar til hinna ýmsu deilumála evjarskeggja virð- ist að mörgu leyti einkennast af raunsæi og pólitískri hófsemi. En þessi einkenni hafa aldrei verið rík í fari Kýpurbúa, og vafasamt er, að þau verði það í framtíðinni. Vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins er hafið Vinningur er glæsilegasía hjólhýsi, sem sést hefur á íslandi. Miðinn kostar aðeins kr. 25.00. — Dregið verður þ. 14. maí 1963. Munið gott málefni. — Vinningurinn er skattfrjáls. Krabhameinsfélag Reykjavíkur. Framh. úr opnu. oft kemur á daginn, að ein orsök- in til einstæðingsskaparins, bæði hjá ungum og gömlum, er beinlín- is sú, ,að menn hafa um stundar- sakir gleymt þeim vini, sem næst- ur stóð í bernsku — guði sjálfum. Svo sem kunnugt er, hefur aldrað fólk tilhneigingu til að lifa upp aftur bernsku sína á v;ssan hátt. Hin margumtalaða trúhncigð eldra fólksins stafar ekki fyrst og fremst af því, að mönnum sé eitt- hvað eðlilegra að vera trúaðir í ellinni, heldur af því, að það átti í bemsku sinni góðan vin, sem það háfði lítið sinnt árum saman. Nú hef ég ekki hugmynd um, hvort þannig er ástatt um bréfritarann. Ég vona, að hann álíti ekki, að orð mín séu eingöngu sprottin af löngun prestsins til að prédika í tíma og ótíma, heldur af því að hér er um að ræða eina af þeim staðreyndum, sem ég hef haft gott tækifæri til að kynnast. Auðvitað dettur mér ekki í hug að halda því fram, að engir séu trúaðir, aðrir en þeir, sem sækja messur. En kirkjugangan hjálpar okkur til að verða ekki einstæðingar í trú okk- ar, eí svo má að orði komast. Við eigum hana með öðrum, og hver leggur sitt fram. Jakob Jónsson, - Félagslíf - Ferðafélag íslands efnir til tveggja Þórsmerkurferða un) páskana. Önnur er fimm daga ferð og lagt af stað á fimmtudaga morgun (skírdag) e’n hin er 2Yi dags ferð lagt af stað kl. 2 á laugardag, gist verður í sæluhúsl félagsins þar. Gert er ráð fyrir að fara fimm daga ferð að Haga vatni ef fært verður þangað. Upplýsingar í skrifstofu félags ins símar 19533 og 11798. ÍR-ingar Farið verður í skálann um helgina. Laugardag kl. 2—6, Sunnudag kl. 10—1. Notið snjóinn og sólskinið 1 Hamragili. Stjórnin. 20°]o afsláttur skíði 1 SKÍÐASTAFIR ) SKÍÐABINÖINGAR \ HELLÁS Skólavörðustíg 17. Sími 15196. Einangrunargler Framleitt einungis úr úrval* gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57. — Sími 23200. ALÞÝÐUBLAÐID— 30. marz 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.