Alþýðublaðið - 06.04.1963, Síða 5

Alþýðublaðið - 06.04.1963, Síða 5
SÖKN AFNEITÁR FUF EYSTEINN JÓNSSON, formaður Framsóknarflokksins gerSi í gær tilraun til þess á Alþingri að af- neita Steingrími Hermannssyni, formanni Félags ungra framsókn- armanna £ Reykjavík, vegna áróð- urs þess, er Steingrímur hefur rekið fyrir því að fá erlent ’jír-j magn inn í landið, en sá áróður . hentar ekki Framsóknarflokknum ' nú, rétt fyrir kosningar. Eysteinn Jónsson hélt langa ræðu um Efnahagsbandalagið í sambandi við frumvarp það, cr FRUMVARP r^issíjórnarinnar um heimild fyrir Síldarverksmiðj ur ríkisins til þess að leggja allt að 2 millj. kr. í útgerðarfélag lil reksturs fiskibáta og togara, var til annarrar umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Fyrir lá álit sjáv- arútvegsnefndar deildarinnar, sem tnælir með samþykkt frumvarpsi 's. Birgir Finnsson (A) gerði grein fyrir áliti nefndarinnar, en álUið hljóðar svo: Samkv. frv. þessu, ef að lögum verður, heimilast Síidarverksmiðj um ríkisins, með samþykki ríkis- stjórnarinnar að leggja fram allt að 2 millj. kr. sem hlutafé í út- gerðarfélagi, er verksmiðjurnar stofni í samvinnu við Siglufjarð- arkaupstað. Eignarhlutföll vérði þau, að verksmiðjurnar eigi 55% af hlutafénu. Markmið félagsins á að vera út- gerð vélbáta og b.v. Hafliða, og skulu skipin vera í föstum við- skiptum við S.R., aðallega með það fyrir augum að tryggja lirað- frystihúsi verksmiðjanna hráefni tii vinnslu. Hraðfrystihús S.R. var byggt ár- íð 1952 með það fyrir augum að efla atvinnulíf í Siglufirði, sem þá var lamað vegna síldarleysis. Við það að byggja hraðfrystihúsið á vegum S.R. vannst það m. a„ að hagnýttur var húsakostur og lóðir útgerðar- á Siglu- rætt á Æiþirigi verksmiðjanna og vinnuafl fastra starfsmanna þeirra. Árið 1953 var gerður samning- ur milli Siglufjarðarkaupstaðar og S.R. um rekstur þeirra tveggja togara, sem kaupstaðurinn átti þá, og tók stjórn S.R. að sér að ana- ast alla útgerðarstjórn og rekstur skipanna fyrir reikning og á á- byrgð bæjarsjóðs Siglufjarðar. — Hefur svo verið síðan, en nú á bæjarútgerðin, sem kunnugt er, aðeins b.v. Hafliða. Þetta samstarf bæjarútgerðarinn ar og verksmiðjanna hefur tví- mælalaust verið báðum til styrkt- r. Þannig hefur t.d. útgerðin greitt S.R. talsverðar upphæðir vegna framkvæmdastjórnar og bókhalds, og hraðfrystihús S.R. hefur á hinn bóginn greitt verulegar verðbæt- ur á afla togaranna, sem unninn hefur verið í hraðfrystihúsinu. — Einnig hefur vélaverkstæði S.R. haft mikil viðskipti við bæjarút- gérðina og verksmiðjurnar hafa unnið úr þeim fiskúrgangi, sem til hefur fallið Xrá hraðfrystihús- inu. Þetta hefur skapað verkefni fyrir hóp manna allt árið um kring á vegum S.R., en sá hópur hefur verið kjarninn í því starfsHði, sem verksmiðjurnar hafa þurft að sumr inu til, meðan vinnsla síldarinaar stendur yfir. Nýtt viðhorf hefur að nokkru ieyti skapazt í þessu efni vegna þess, að b.v. Elliði fórst, svo Gg vegna aflabrests hjá togurunnm, eins og vikið er að í athugasemd- um frumvarpsins. Þarf því að gera nýtt átak í útgerðarmálum Sigl- f.irðinga til þess að hraðfrysti- húsin þar á staðnum fái nægileg verkefni og tii þess að það gagn- lega samstarf milli bæjarfélagsins og S.R. sem að framan er drepið á, geti haldið áfram og komizt í fast form til frambúðar. Er með frv. þéssu farið fram á nauðsynlega lagaheimild fyrir S. R. til þess að semja við Siglufjarð arkaupstað um félagsstofnun með þetta fyrir augum og mælir nefnd in eindregið með því, að frumvarp ið verði samþykkt óbreytt. Þórarinn Þórarinsson flytur um að íslendingar einir megi reka fisk- vinnslustöðvar hér á landi. Eysteinn sagði, að rfkisstj. hefði breytt um af- stöðu í EBE-mál- inu 1961. — Þegar f undur utanríkis- málanefndar hefði verið haldinn um máliö, 2. júní 1961, hefði afstaðan verið gegn aðild að EBE, en þegar fundurinn með hagsmunasamtökunum hefði verið haldinn í ágúst, hefði stjórnin ver ið með aðild. Þá sagði Eysteinn, að það hefði verið ósmekklegt hjá viðskipm- málaráðherra að draga ummeli ungs manns úr Framsóknarflokkn- um inn í þessar umræður, þar eð sá maður gæti ekki svarað fyrir sig á þingi. Eysteinn ræddi mikið um Efna- hagsbandalagið almennt. —— Sagði hann m. a. að lengi vel hefði rik- isstjórnin alls ekki fengizt til að lýsa því yfir, að full aðild íslands kæmi ekki til greina. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála ráðherra sagði, að það væri al- rangt, að nokkurt ósamræmi hefði verið í afstöðu ríkisstjórnarinnar til EBE eins og hún hefði komið fram á fundi utanríkismálanefnd ar 2. júní 1961 ög stefnunni í á- gúst sama árs, er rætt hefði verið við hagsmunasamtökin. Niðurstað- an á fundi utanríkismálanefndar hefði verið sú, að hvorki bæri að „ækja um aðild a« EBE eða EFTA, heldur bæri að bíða átekta. Við- ræðurnar við hagsmunasamtökír. í ágúst hefðu farið fram í því skyni að kanna afstöðu þeirra, ef ný viðhorf sköpuðust. En ný við- horf hefðu ekki skapazt og rikis- stjórnin hefði áfram talið rétt að biða átekta. Stefnan hefði því ver- ið hin sama og áður. Viðskiptamálaráðherra sagði, að ekkert væri óeðlilegt við það, þó rætt væri á Al- þingi um skoðan- ir hins unga manns úr Fram- sóknar f lokknu m, vegna þess, að sá maður tæki þátt í stjórnmál- um. Hann væri formaður stærsta æskulýðsfélags næststærsta stjórnmálaflokksins, og hlyti því að teljast einn af forustumönnum Framsóknarflokks ins. Gylfi sagði, að þessi forustu- maður Framsóknar hefði rekið ;- kafan áróður fyrir því að fá erlent fjármagn inn í íslenzkt atvinnu- iif. Hann vildi gera stofnun er- lendra fyrirtækja sem frjálsasta hér á landi og alls ekki útiloka þann möguleika, að útlendingum væri leyfð afnot af íslenzkri fisk- veiðilandlielgi. Gylfi sagðj, að ummæli for- manns FUF í Reykjavík um þetta efni hefðu verið birt í Tímanum og blaðið hefði ekki gei*t hinar minnstu athugasemdir við þau. — Ráðherrann sagði, að úr því að Framsókn sakaði ríkisstjórnina um að vilja hleypa erlendu fjár magni inn í landið og hefði þar ekkert fyrir sér, væri ekki nema eðlilegt að hann gerði skoðanir fyrrnefnds forustumanns Fram- sóknar að umtalsefni. Rökin fyrir Srásum Framsóknar á ríkisstjörn- ina vegna þessara mála ságði Gylfi að væru ein setning úr ræðu, er hann hefði flutt á aðalfundi Verzl unarráðs íslands, en forustumeð- ur Framsóknar hefði hins vegar flutt klukkutímaræðu um nauðiyi* þess að fá hingað erlent fjármagn. Gylfi vék einnig að ræðu, er Þórarinn Þórarinsson hafði hald- ið fyrr í umræðunum, en í þeirri ræðu hafði Þórarinn m. a. sagt, að ísland ætlaði að sækja um fulla aðild að EBE. Gylfi kvaðst hafa séð umrætt fréttabréf Evrópuráðs- ins og sér væri kunnugt um það, að fréttamaður þess, sem skrifað* , umrædda grein um ísland hefði ekki haft neitt samband við full- trúa íslenzku stjórnarinnar um af- stöðu hennar til EBE. — Það, sem fram kæmi í umræddu frétta bréfi um afstöðu íslands væru því ágizkanir einar og enginn fótur væri fyrir þeim. Að lokum svaraði Gylfi þeirri fullyrðingu Eysteins, að í upphafi hefði ríkisstjórnin ekki fengizt til bess að lýsa því afdráttarlaust yf- ir, að full aðild að EBE kæmi ekki til greina. í tilefni af þeim um- mælum sagði Gylfi, að frá upp- hafi hefði ríkisstjórnin verið þeírr ar skoðunar, að ekki kæmi til greina að samþykkja Rómarsátt- málann. Hins vegar liefði enginn vitað þá, hvers konar tengsl hent uðu bezt þeím ríkjum, sem ekki vildu fallast á Rómarsátfmálann. Það vissi t.d. enginn í upphafi, híiort samfara tollasamningaleið væri unnt að fá einhver réttindi innan EBE. — Hins vegar sagði Gylfi, að það hefði komið fljót- lega í ljós, að útilokað væri að fá undanþágu samfara fullri að- ild. En ekkert hefði verið vitað um með hvaða kjörum væri unnt að fá aukaaðild eða tollasamning og það væri ekki vitað enn í dag. Einmitt þess vcgna hefði ríkis- stjórnin ekki tekið ákvörðun uni það. hvor þeirra leiða hentaði ís- landi betur. Á FUNDI borgarstjórnar í Reykja ] vík sl, fimmtudag, voru lagðar fram tillögur borgarráðs um ráff- stafanir borgarinnar í málefnurs gamla fólksins. 1) Borgarstjórn telur æskilegt, að öldruðu fóiki verði gert kleift að dveljast sem lengst í heimahús- um. Borgarstjórn beinir þeim til- mælum til ríkisstjórnarinnar, að með aðgerðum ríkisvaldsins verði stuðlað að þeirri þróun. Sérstak- lega vill borgarstjórn beina þeim tilmælum til Tryggingastofnunar ríkisins, að lög um almannatrygg- ingar verði framkvæmd í sam- ræmi við ofangreinda stefnu. 2) Borgarstjórn samþykkir, að reynt skuli, með sérstökum aðgerð um að leysa húsnæðismál aldraðs fólks, og verði byrjunarfram- kvæmdir til lausnar þeim vanda- málum hafnar á grundvelli þeirra tillagna um húsnæðismál, scm lagðar voru fyrir borgarstjórn þ. 21. marz sl. Byggja skal íbúðir, sem leigð- ar séu öldruðu fólki eða seldar séu með sérstökum kjörum, sem miðast við það, að íbúðimar hald- ist í eigu aldraðs fólks, samkv. reglugerð, sem borgarstjórn setur. Sérstaklega koma til greina íbúð- ir á 1. og 2. hæð. Um lánveitingu skal m. a. leita samvinnu við Byggingarsjóð aldraðs fólks og Tryggingastofnun ríkisins. Hcirn- ilt skal vera að veita lán í bessu skyni úr Byggingarsjóði Reykja- víkurborgar samkv. skilyrðum, cr síðar skulu sett. 3) A. Skrifstofa félags- og fram færslumála skal annast heimiiis- hjálp fyrir aldrað fólk og gefa upplýsingar varðandi velferðamái þess, þ. á. m. útvegun starfa við þess hæfi, undir stjórn félagsmáia fulltrúa. í því skyni skal ráða sér- stakan starfsmann til stárfa. B. Borgarstjórn er heimilt að skipa ráðgefandi nefnd um vei- ferðamál aldraðs fólks. Nefndih skal vcra borgarstjórn til ráðu- áeytis, og skal hún jafnframt sjá um að samhæfa aðgerðir borgar- yfirvalda við þá starfsemi hinna frjálsu félagsheilda og samtaka, ] sem lýtur að velferðamálum aidr- aðs fólks. — Nefndin skal skipuð i sjö mönnum, einum frá hverjum eftirtalinna aðila: Rauða Krossi : Iands, Öryrkjabandalagi íslands; j kvenfélögum safnaðanna og frá! j elliheimilunum Grund og Hrafn- j istu, auk fulltrúa Tryggingastofrf ; unar ríkisins og borgarstjórnar, sem vera skal formaður neíndar- ; innar. C. Heilsuverndarstöðinni er fal ið að efla hjúkrun aldraðs fólks' í i heimahúsum, eftír því, sem þörí': krefur, og kanna hvernig heileu- , gæzlu aldraðs fólks verði hag* kvæmast fyrir komið. t ALÞÝ0UBLAÐIÐ — 6. apríl 1963 £

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.