Alþýðublaðið - 06.04.1963, Síða 9
1
PARK HERSHÖÐINGI
— stjórn hans hefur mistekizt
batt blöðin á nýjan leik. Það var
á allra vitorði, að herforingja-
stjórnin mundi geta tryggt- sér
hagstæð úrslit í þjóðaratkvæðinu.
Afstaða USA
Greinilegt var, að almenningur
vai' mjög andvígur stjórn herfor-
ingjanna. Þrátt fyrir bannið við
póíitiskri starfsemi efndu hinir ný
skipulögðu stjórnmálaflokkar til
hópfunda og kom þetta hershöfð-
ingjunum óþægilega á óvart. Báð
ir aðilar voru varkárir og virt-
ust bíða eftir viðbrögðum Banda-
ríkjamanna. Herinn þorði ekki að
lenda í illdeilum við Bandarík-
in, er standa straum af miklum
hluta hins gífurlega kostnaðar,
sem hernum er samfara.
Sendiherra Bandaríkjanna í
Seoul skýrði Park hershöfðingja
svo frá, að það væri ósk Banda-
ríkjamanna, að Kórea fengi borg-
aralega stjórn á nýjan leik. Hinn
25. marz gaf bandaríska utanríkis
ráðuneytið út yfirlýsingu, þar sem
sagði, að ef herforingjastjóm yrði
áfram við völd kynni það að fela
í sér hættu, sem ógna mundi stöð
ugri og dugmikilli stjórn í Suður-
Kóreu. Vonandi mundu helztu
stjórnmálaflokkarnir og stjórnin í
Kóreu koma sér saman um skipan
mála, þar til borgaraleg stjórn
tæki við völdum.
Park hershöfðingi tók þá til
sinna ráða og tilkynnti, að stjórn
hans mundi fallast á skipun sam-
steypustjórnar, er fara mundi með
völdin til bráðabirgða, og mundu
óbreyttir borgarar skipa mörg ráð
berraembættanna í þeirri stjórn.
En ekki var ljóst hve þetta „bráða
birgðáástand“ mundi standa lengi,
sumir hprforingjanna í stjórn
Parks nefndu tvö ár en gáfu í
skyn að þeir mundu sætta sig við
minna.
Bandaríkjamenn gegna erfiðu
hlutverki í S.-Kóreu, en svo
virðist sem þeir muni standa við
loíorð sitt um að tryggja myndun
borgaralegrar stjórnar. Vonazt er
til, að þeim muni takast að
tryggja Suður-Kóreu dugmikla
stjórn er þjóðin fylki sér um og
gerir þeim sjálfum kleift að losna
við hlutverk það, er þeir leika í
stjórnmálum landsins.
Luðrasveitm Svanur heldur
opinbera tónleika n.k. sunnudag
(pálmasunnud.) í Tjarnarbæ.
Stjórnandi sveitarinnar er Jón
G. Þórarinsson. Meðal verkefna
er flutt verða eru eftir Karl Ó.
Runólfsson, Pál ísólfsson, César
Franck, Sousa o.fl. Einnig leika
þrír félagar úr sveitinni tríó
fyrir klarinettu, flautu og fagott
eftir Háydn og Hándel. Einleik-
ari verður Snæbjörn Jónsson
fyrsti cornettleikari sveitarinn-
ar. Formaður Lúðrasv.' Svanuv,
Þórir Sigurbjörnsson tjáði
fréttam. blaðsins, að strangar
æfingar hefðu staðið yfir undán
farið og mikill áhugi ríkti inh
an sveitarinnar og allt benti
til þess að þessir hljómleikar
myndu takast vel. Sveitina
skipa nú 24 virkir meðlimir, sem
engir taka laun fyrir starf sitt
í þágu sveitarinnar, en þar af
eru tvær ungar stúlkur, sem
báðar eru flautuleikarar.
Myndin hér að ofan er tekinn
á æfingu hjá Lúðrasveitinni
Svan í Tjarnarbæ.
SKÁKÞING ÍSLANDS
Skákþing íslands verður haldið
dagana 5. til 15 april. Teflt verður
í landliðs- og meistaraflokki, I. og
II. flokki og unglingaflokki. Fyrsta
umferðin í landsliðsflokki fer fram
í Snorrasal í dag, — en aðrar
umferðir fara fram í Breiðfirðinga
búð, svo og í öðrum flokkum.
í landsliðsflokki tefla eftirtaldír
menn: Björn Þorsteinsson og Ingi
R. Jóhannsson, sem báðir hafa rétt
indi úr landsliðsflokki frá í fyrra.
Þá koma tveir 6igurvegarar úr
meistaraflokki frá Skákþinginu í
fyrra, þeir Magnús Sólmundarson
og Jón Hálfdánarson. Jónas Þor-
valdsson teflir með réttindi frá
Reykjavíkurmótinu. Eftir er að
skera úr hvort Bragi Björnsson
eða Sigurður Jónsson tefla, en
þeir urðu nr. 2 og 3 á Haustmóti
Taflfélags Reykjavíkur. Gunnar
Gunnarsson mun ekki nota rétt
sinn til að tefla.
Freysteinn Þorbergsson mun lík
lega tefla með réttindi sem Norð-
uríandsmeistajri, en hann hefur
ekki ákveðið hvort hann verður
með. Þá teflir Helgi Ólafsson, en
hann varð annar á Suðurnesjamót
inu og Braga Kristjánssyni ungl-
ingameistara Norðurlands hefur
verið boðin þáttaka í landsliðs-
flokki. Eitt sæti er óákveðið.
í meistaraflokki eru skráðir 25
keppendur og 21 í I. ög II. flokki.
Átta keppendur eru skráðir í ungl
ingaflokki.
Góð vertíð hjá
Afli Grindavíkurbáta frá ára-
mótum til mánaðamóta síðustu var
11 þúsund 489 tonn og 980 kg. í
ríkjunum, og þessi skýring sý.nöi
því glögglega hin slæmu samskipíi
kommúnistaríkjanna innbyrðis.
Hinn 5. desember barst önnur
orðsending til Peking frá Prag.
Þar var því harðlega mótmælt, að
fjölda tékkneskra sérfræðinga og
fjölskyldum þeirra var meinað að
fara úr landi. í orðsendingunni
sagði, að hér væri um 1600 Tékka
að ræða.
Tékkneska stjórnin varaði Pek-
ingstjórnina við að halda áfram
á þessari braut. Pekingstjórnin bjó
sig undir að gera frekari ráðstaf-
anir ef tékknesku ríkisborgurunum
yrði ekki leyft að snúa aftur til
Tékkóslóvakíu fyrir árslok 1962.
En að því er bezt verður séð er
1600 tékkneskum,1 ríkisborgurum
enn haldið eftir í Kommúnista-
Kfna.; Enginn þeiýra hefur féngið
ieyfi til þess að snúa heim.
Hinn 17. desember tilkynr
tékkneska stjórnin síðan sendifull-
trúa Pekingstjórnarinnar í Prag,
að ,,að allri sendingu iðnaðarvöru
til Kínverska alþýðulýðvéldisins,
að nokkrum landbúnaðarvélum und
anteknum, væri hætt, þar eð kin-
verska lýðveldið skaðaði hagsmuni
tékkneska sósíalistalýðveldisins í
andsósíaliskum anda.“
í janúar sendi tékkneska stjórnin
því næst mótmælaorðsendingu til
Peking. Þair var því enn haldið
fram að enginn hinna tékknesku
sérfræðinga og engin fjölskylda
þeirra væri komin aftur til Tékkó
slóvakíu.
Og að þessu sinni var jví
bætt við, að vitað væri að nokkr-
ir þeirra hefðu verið flutir nanð
ugir til „héraða í Kína, sem ó-
kleift væri að komast til.“
Sumir fréttamenn telja, að kin-
verskum námsmönnum í Tékkó-
slóvakíu verði nú haldið í gislingu
til þess að tryggja heimkomu
Tékkanna frá Kína. Pekingstjórnin
heldur Tékkunum í gislingu svo
að staðið verði við verzlunarsamn
inginn og-til þess að neyða Tékka
til þess að afhenda iðnaðarvöru þá
sem varð eftir þegar kommúnista-
ríki Évrópu settu verzlunarbann
að nokkru leyti á Kommúnista-
Kína vegna árásarinnar á Indland.
En margir efast um, að tékk-
neska stjórnin muni beita sömu
fjárkúgunaraðferðinni og Kín-
verjar beita nú með gislum síhum.
Önnur og beinni ástseða til þess
að Kommúnista-Kína heldur öll-
um þessum tékknesku sérfræðing-
um og tæknifræðingum eftir, kann
að vera sú, að Pekingstjórnina
vantar mjög tilfinnanlega tækni-
CHOU EN-LAI
— hefur neitað 1600 Tékkum um
heimfararleyfi í marga mánuði.
lega sérfræðinga síðan sovézku sér
fræðíngarnir voru kallaðir heim.
Pekingstjórnina skortir menritaða
menn í vígbúnaðarframleiðsluna
og ér því ófús til að láta þessa
hæfu Tékka fara úr landi.
En allt þetta mál sýnir, hve bitur
sambúðin er milli nokkurra komm-
únistastjórna innbyrðis.
(Ajoy Mahlanobish.)
1302 róffrum samtals. í vetur eru
gerðir út 34 bátar stórir og smáir,
frá Grindavík, og er afli þeirra
frá áramótum sem hér segir (talið
er í tonnum):
Guðjón Einarsson 344
Hafrenningur 323
Máni G.K. 448
Sigfús Bergmann 344
Arnfirðingur 381
Sigurbjörg 311
Sigurfari 374
Pétur Ingjalds 75
Vörður 419
Áskell 471
Sæfaxi 532
Sigurður 477
Hrafn Sveinbjarnarson 544
Hrafn II. 53»
Ársæll Sigurðsson 545
Þorbjörn 675
Þorkatla 613
Von V.E. 412
Baldvin Þorvaldsson 431
Fjarðarklettur 393
Flóaklettur 238
Fróðaklettur 366
Gísli Lóðs 323
Faxaborg 316
Vísir 204
Hrefna 274
Hafþór Guðjónsson 73
Húni 220
Helga Björg 202
Súðafell SU 118
Björgvin 314
Máni HÚ 7
Ólafur 160
Sigurvon 7
,! ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. apríl f 63 g