Alþýðublaðið - 07.04.1963, Síða 3

Alþýðublaðið - 07.04.1963, Síða 3
ARGENTÍNSKU UPPREISN- INNI ENDANLEGA LOKIÐ Buenos Aires, 6. apríl. Enn hafa yfirvöldin í Argentínu lýst því yfir, að uppreisninni í land inu sé lokið. Uppreisnarmenn í herstöðinni í Puerto Belgrano gáf- ust upp í gær. Það eru aðallega menn úr sjóhernum, sem hafa stað- ið að baki uppreisninni, en auk þess menn úr landhernum og fali- hlífahermenn. 1440 fengu lán Framh. af 1. síðu Jqfns^on, raðherra hitsnæðismál- anna, hefði fengið beztar undir- tekjtir hjá aíti'innuleysistrygging- unum, enda hefði stjórn þeirra veitt allt að 40 milljónir króna ,f því lánsfé, sem nú var úthlutað. Emil hefur haf't forustu um end urskipulagningu verkamannabú- staðakerfisins og eru mikiar bygg ingar í vændum innan þess. Þar að auki hefur verið stóraukinn styrkur ríkisvaldsins við útrým- ingu heilsuspillandi húsnæði, þannig, að í heild veitir ríkisvaldið nú meiri stuðning við íbúðabygg- ingar en það hefur nokkru sinni fyrr gert. Mun þó verða stefnt að frekari lánveitingum húsnæðis- málastjórnar á þessu ári. í dag voru uppreisnarmenn í ; mönnum því, að enginn fylgismað- Puerto Belgrano fangelsaðir, — en ' ur Juan Peróns, fyrrverandi ein- margir hafa flúið yfir ána La Plata ræðisherra, fái að vera í kjöri í til nágrannaríkisins Uruguay. Þá fyrirhuguðum þingkosningum. hafa nokkrir sjóliðsforingjar siglt j Vazques aðmíráll fór til Puerto skipum sínum til Sao Paulo í Bra- Belgrano í gær og hafði vopnahéls zilíu. skilmála meðferðis. Stjórnin mun Haft er fyrir satt, að leiðtogi hafa krafizt skilyrðislausrar upp- uppreisnarmanna, Elado Vazques gjafar, fækkunar í sjóhemum og aðmíráll, hafi heitið uppreisnar- I réttarhalda yfir uppreisnarforingj- I unum. ..................... i FOSíRU Kolanámumenn STOLIÐ hefja vinnu DON WILDIAMS frá Vestur-Indíum syngur og leikur í Glaumbæ í kvöld. Hljómsveit Don Williams hefur fárið sigurför um nætur- klubba Evrópu og kemur nú frá Norðurlöndum, þar sem hún nýt- ur óhemju vinsælda. — Dansað á báðum hæðum. — Tvær hljómsveitir. Kvöldverður framreiddur frá kl. 7. Borðpantanir í síma 22643. A FIMMTUDAGSNOTT- INA var stolið ungfóstruvél frá Laugamýrarbletti 9. Er þetta vél 'til þess að ala upp í hænuunga, og gífurleg fyr irferðar, 1.70 metrar á lengd og 1.40 á hæð. Virðast þjóf- arnir hafa lent í allmiklu vandræðum við að koma fóstrunni út, því hún komst alls ekki út um dyrnar. Urðu þeir að grípa til þess óyndis- úrræðis að rífa eina hliðina úr kofanum til að koma hinni fyrirferðamiklu fóstru undir bert loft, en í upphafi var kofinn byggður yfir fóstr- una. Fóstran er enn ófund in, en ef einhver kynni að rekast á hana á förnum vegi, væri gott ef hann léti lög- regluna vita. í Frakklandi París, 6. apríl. Nær allir kolanámumennirxir í Frakklandi, sem hafa verið í verk- falli, mættu til vinnu í dag, þó að urgur væri í þeim mörgum. Búizt er við, að þeir, sem mættu ekki til vinnu í dag, hefji vinnu á mánu- daginn. Fulitrúar ríkisstjórnarinnar og verkamenn í gas- og raforkuverum , hafa náð samkomulagi um kaup og ! kjör, og er búizt við, að verka-1 mennirnir fallizt á það. Skyndiverk föllum í þessum atvinnugreinum mun því Ijúka bráðlega, en þau hafa valdið miklum truflunura. HER sjáum við Fabiolu Belgíudrottningu í heimsókn í þjálf- unarstöð fatlaðra við Brugmann sjúkrahúsið í Briissel. Maður- inn, sem hún er að ræða við hefur misst báða fætur, en hef- ur, fengið gervifætur og er hér að æfa sig að nota þá. Olía finnst í Rauðahafí Kairó, 6. aprfl. AFP-NTB. Egypzka olíufélagið tilkynnti í dag, að fundizt hefði talsvert mik- il olía nyrzt í Rauðahafi, í svoköil uðum Súez-flóa. Ranpsókn á staðnum hefur farið fram síðustu mánuðina frá sér- stöku skipi. Allt bendir til þess, að mikið magn olíu sé á sjávar- botninum milli Chareb og Aboul Darak, segir félagið. Strangt eftirlit á Karabíska hafi Washington, 6. apríl. Bretar og Bandaríkjamcnn hafa hert mjög á eftirliti með aðgerðum kúbanskra flótta- manna á Karíbahafi. Skipu- lagðar hafa verið leitir á smáeyjum á Karíbahafi. — I morgun stigu landgönguliðar á land á ey nokkurri á Balia- ma-eyjaklasanum, en stuttu áður hafði lítill varðbátur sést sigla frá eynni. Enginn maður fannst á eyjunni, en vegsummerki sáust að þar hefði dvalið ver- ið og fundust þar vopn og vistir. ~ Stóraukin iista- mannalaun STYRKIR á fjárlögum til skálda og listamanna hafa fjórfaldast síð- an 1950, og næstum því tvöfaldazt, síðan 1960, að því er Gylfi Þ. Gislason upplýsti á þingfundi í gær dag. Hann mælti fyrir tillögu um að kosin skyldi nefnd til að út- hluta listamannalaunum, eins og gert hefur verið. Sagði Gylfi, að beðið væri eftir tillögum frá lista- mönnum sjálfum um skipan þeirra mála til frambúðar, en þeir hefðu enn ekki komið sér saman um slíkar tillögur. Þvi væri bráða- birgðatilhögun framlengd um eitt ár. Gylfi upplýsti, að styrkir til lista manna hefðu verið sem hér segir: Arni Gunnlaugsson. NYR HÆSTA- RÉTTARLÖGMAÐUí ARNI GUNNLAUGSSON var skipaður hæstaréttariögmaður 3. aprii sl. Hann er fæddur 11. marz 1927, lauk stúdentsprófi frá Menutaskólanum í Reykjavík 1947 og lögfræðiprófi með háiTi 1. eink. árið 1953. Sama ár setti hann á stofn lögfræðiskrifstofu í Hafnar- firði, sem hann rekur enn. Hér- aðsdómslögmaður varð hann árið 1955. Hann stundaði framhalds- nám við háskólann í Hamborg 1955-56, og síðar var hann í fjög- ur ár bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Kvæntur er Árni Maríu Albertsdóttur og eiga þau lijónin eitt barn. 1960 1962 1963 519.000 kr. 1.260.000 kr. 1.550,000 kr. 2.134.456 Ósvaldur endursýnir Vegna mikillar aðsóknar að kvikmyndasýningu Ós- valds Knudsens í Gamla Bíói um síðustu helgi, verður enn ein sýning á myndum Ós- valds kl. 5 í dag, sunnudag. Ættu þeir, sem óhægt hafa átt með að sækja sjösýning- arnar að undanförnu, að nota þetta síðasta tækifæri til að sjá íslenzku kvikmynd- irnar : Elda í Öskju, Halldór Kiljan Laxness, Barnið er horfið — og Fjallaslóðir. Indverjar óttast nýja innrás Nýju Delhi, 6. apríl. Flokksþing indverska Kongress- flokksins er hafið. Borin hefur ver ið fram ályktunartillaga um ör- yggismál þar sem segir, að Kín- verjar sendi meiri her til landa- mæra Indlands. Látinn er í Ijós ótti við nýja á- rás Kínverja. Ríkjum, sem sent hafa Indverjum vopn og vistir, er þakkað. Greinilegur kippur Frh. af 16. síðn. Guðmundur Guðnason póstur á Skagaströnd sagði, að jarð- skjálftakippurinn hefði fúndizt greinilega á Skagaströnd. Gunnar Steindórsson á Akui'- eyri sagðist ekki liafa heyrt um neinn jarðskjálftakipp, 1 enda hefðu Akureyringar í öðru að snú ast þessa dagana lieldur «n að huga að kiooum jarðarinnan. Þeir eiga von á mörgum og góðum gest um um páskana. GLAUMBÆR Negradans- hljómsveit Hádegisverður frá kr. 30.00. ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 7. apríl 1963' 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.