Alþýðublaðið - 07.04.1963, Qupperneq 16
Vesterásfólk
til Akureyrar
AKUREVRINGAR búast við
«Hdum fjölda gesta uiu páskana.
/rllt er upppanta'ð í Hlíðarfjalla-
og um páskana kemur sér-
fitök flugvél frá Vesterás í Sví-
> triéð- með 58 manna hóp. Þar með
er lúðrasveit menntaskólans í
Vesteras, rektor skólans, kennarar
og fulltrúar bæjarins. Lúðrasveitin
cnun halda hljómleika á Akureyri
og búa á lieimavist Menntaskólans
á Akureyri,
Vesterás er vinabær AkurejTar.
Mikið verður um að vera á Ak-
ureyri um páskana. Fyrirhugaðar
eru alls konar skemmtanir, dans-
leikir, skiðaferðir og þess háttar.
Sænsku ferðamennimir koma
fljúgandi til Akureyrar beint frá
Osló án millilendingar í Rcykja-
vík, en heimleiðis lialda gestirnir
16. apríl.
VESTUR-ÞÝZKALAND hefur nýverið veitt Nígeríu fjár-
hagsaðstoð, sem nemur 100 milljónum þýzkra marka. Féð verð-
ur meðal annars notað ti! vegabóta, og til að koma á stofn tækni
; skóla í Port Lagos. Samningaviðræður milli stjórna landanna
fóru fram skömmu fyrir áramót, en samningurinn var hins veg-
ar ekki undirritaður fyrr en nú fyrir skömmu. Myndin er tek-
in af fulltrúum Nígeríustjórnar við undirritun samningsins.
tÁMIMMWMMHMMHIMMMIMHUtUMMMMUMMUHMIMW
SNARPUR j arðskj álftakippur kom um klukkan 20,40 í fyrrakvöld.
Hann átti upptök sín á sömu slóðum og þeir jarðskjálftakippir, sem ftmd-
ist hafa að undanförnu, en það er í jnynni Skagafjarðar 250 kílómetra frá
Reykjavík.
Blaðið átti í gær tal við Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðing. Hann
sagði, að þessi kippur hefði verið snarpastur þeirra, sem komið liefðu eftir
28. marz.
Kippa sér
ekki upp v/ð
kippi!
Þorsteinn Hjálmarsson Hofs-
ósi, sagði, að kippurinn hefði fund
izt mjög greinilega þar, en menn
væru hættir að kippa sér upp við
jarðskjálftakippi, þeir væru orðn
ir daglegt brauð. Á hverjum sól-
arhring eftir 28. marz hefðu fund
izt einhverjar smájarðhræringar
norður þar. Hið versta var, sagði
Þorsteinn, að margir hefðu feng-
ið hálfgert taugaáfell þegar fyrstu
og snörpustu kippirnir komu, en
þetta fólk væri enn ekki búið
að ná sér, enda naumast gefict
tóm tll þess.
Engar skemmdlr urðu, svo aó
vitað sé á Hofsósi í fyrrakvöld,
en allt lék á reiðiskjálfi í þorp-
inu meðan jörðin skalf.
Magnús Bjarnason Sauðárkróki
sagði að jarðhræringarnar hcfðu
fundizt greinilega þar í bæ, en
engar skemmdir orðið. Og þórt
finna hefði mátt kippinn greini
lega hefðu samt ekki nærri allir
bæjarbúar.tekið eftir honum, þe>r
hafa í öðru að snúast þessa dag-
ana. Nú er sæluvika á Sauðár-
króki og mikið um skemmtanir.
Fjalla-Eyvindur er leikinn upp
á hverju kvöldi í Bifröst, Eyþór
Stefánsson er leikstjóri. Eyvindur
er leikinn af Kára Jónssyni, Halla
er lelkin af Evu Snæbjarnardótt-
ur. í Alþýðuhúsinu er flutt revia
eftir Guðrúnu Gísladóttur og er
hú'n jafnframt leikstjóri. Þrír
karlakórar syngja á sæluvikunni:
Karlakórinn Heimir, Karlakórinn
Feykir og Karlakór Akureyrar.
Karlakórinn Feykir er skipaður
mönnum úr fram-Skagafirði.
Mikill fjöldi fólks hefur sótt
sæluvikuna, og dansað hefur ver-
ið fram á morgun. En þó er búizt
við enn meira fjöri en nokkurn
tíma fyrr nú um helgina. Fólk
drífur að úr öllum áttum til
skemmtunar eini' og á Ólafsvöku
í Færeyjum.
Húnavika í
uppsiglingu
Guðmann Hjálmarsson á
Blönduósi sagði, að jarðskjálfta-
kippurinn hefði fundizt greini-
lega þar í þorpi. — en engar
skemmdir né slys hafa orðið.
Blönduóssingar segja eins og
Hofsóssbúar ,að þeir séu hættir
að kippa sér upp við kippina, því
að undanfarið hefur alltaf gætt
jarðhræringa öðru hvoru.
Stöðugt er unuið við að full-
gera félagshcimilið á Blönduósi
en Guðmann segir, að vígslan
verði þó ekki fyrr en í sumar.
Húnavikuna verður að halda enn
elnu slnni í gamla samkomuhús-
inu.
Húnavikan hefst á annan í pásk
um og verður þar margt til
skemmtunar, kórsöngvar, leiksýn-
ingar og annað slíkt. Og þá verð-
ur dansað bæði fyrir innan og
utan Blöndu.
Framhald á 3. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐH) hefur frétt,
að framkvæmdaáætlun ríkisstjórn-
arinnar verði lögð fram á Alþingi
í vikunni, áður en þingið fer í
páskaleyfi. Verður áætlunin senni-
lega lögð fram á miðvikudag.
Áætlunin verður lögð fram í
skýrsluformi og verður liún tekin
til umræðu á þingi, en ekki munu
þær umræður fara fram fyrr en
eftir páska.
TIL FJÖGURRA ÁRA.
Lengi undanfarið hefur verið
unnið að undirbúningi fram-
kvæmdaáætlunarinnar. Hófst sá
undirbúningur með því, að fengnir
voru hingað til lands norskir hag-
fræðingar til þess að aðstoða ríkis-
stjórnina við gerð hagfræðinnar til
; þess að aðstoða ríkisstjórnina við
| gerð frumdrátta að 5 ára áætlun.
Eftir að hinir norsku sérfræðingar
hurfu heim til Noregs á ný hefur
verið unnið að áætluninni í Efna-
hagsstofnuninni. Sú áætlun, sem
lögð verður fram á Álþingi nú,
er tll fjögurra ára.
MERKAR FRAMKVÆMDIR.
Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála-
ráðherra drap á framkvæmdaáætl-
unina í umræðum á Alþingi í síð-
ustu viku. Sagði hann, að í áætl-
uninni værl gert ráð fyrir mörgum
merkum framkvæmdum, sem
kosta mundu mikið fé. Sagði ráð-
herrann, að þegar á þessu ári yrði
hafizt handa um fyrstu framkvæmd
irnar.