Alþýðublaðið - 28.04.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.04.1963, Blaðsíða 3
HMMWWWWMWHMMMWWVWWWWWWWWHMWWWWWWWWWWWW | ffFlig varðar ekkert um stefnur" ODDUR BJORNSSOV GRÍMA frumsýndi sl. miðviku- dag einþáttunga eftir Odd Björnsson, og hefur þessi sýn- ing fengið mjög góða dóma í blöðum. Við náðum tali. af Oddi í gær, og báðum liann að segja okkur eitthvað um þessa leikþætti, og hvemig þeir urðu til. Hann sagði: Ég veit ekki til þess að leik- þættir þessir heyri til ein- hverri sérstakri stefnu, enda varðar mig ekkert um stefnur, hvorki í pólitík eða leikliúsi, vegna þess að þær segja mér svo lítið um það, hvort hlutur- inn er vondur eða góður. Að mínum dómi er t. d. hægt að vera bæði skaðlegur og gagn- legur sjálfstæðismaður, og hið sama gildir um kommúnista. Eins skera stefnur ekki úr um það hvort leikrit eru góð eða slæm, þar af leiðir, að engin stefna er algild í leiklist og engin tabú. Spurningin er að- eins um það hvort leikrit sé þess eðlis að það öðlist mátt- ugt líf í þessu stóra tóma hólfi sem það á heima í. Formljótt eða vanskapað leikrit, sem býr þó yfir slíkum eiginleika, er að mfnum dómi miklu merki- legri hlutur en „rétt byggt” stykki, sem verður aldrei ann- að en' „rétt byggt” stykki, hversu mjög sem reynt er að blása í það lífi. Leikrit er að mínum dómi kompósisjón handa leiksviði og ekkert ann- að, þessvegna hygg ég að leik- ritahöfundum sé hollast að reyna að öðlast skilning á lög- málum leiksviðsins og þeim möguleikum, sem það býður upp á. Þess vegna er þeim nauð synlegra að kunna skil á t. d. höggmynda- og málaralist, tón- list, danslist og því sem kall- að er plastik o. s. frv. en littera túr. Gott leikrit er ekki gott vegna þess, að það sé góður litteratúr, ekki fremur en að gildi tqnlistar verði dæmt eftir bókmenntalegum mælikvarða. Hitt er mér vel kunnugt um að góð leikrit eru oftlega góðar bókmenntir, en ég leyfi mér samt að efast um að leikrit Shakespeares öðlist sinn stór- kostleik nema þeim sé gerð rétt skil á leiksviði, og þrátt fyrir það að þau séu rituð á ein- hverju fegursta máli, sem um getur í bókmenntunum. Þessir leikþættir mínir eru fyrst og fremst tjáning á sálar- ástandi eða tilfinningu, þeir fjalla ekki um einangruð ytri fyrirbæri eða „vissar stéttir” heldur það sem ég þykist sjá eða skynja undir felldu og sléttu yfirborði umhverfisins. Þeir fela ekki í sér boðskap — annan en þann, sem gagnrýn- andi hugarfar eða viðhorf leys- ir ef til vill úr læðingi, það má því fremur segja að þeir séu á- deiluverk, en ég vona bara að þeir feli ekki í sér áróður fyrir neitt nema heilbrigða skyn- semi. Um vinnubrögð mín er ekk- ert að segja fyrir utan það sem skilja má af framansögðu. — Leikritið- „smíðar sig sjálft”, það er ekki til neins fyrir mig að skrifa snjallar setningar í vasabók, þetta verður að vinn- ast á einu bretti, því að setning- arnar eru ekki annað en eitt instrúmentið í þessu orkestri (litlu eða stóru eftir atvikum) sem nota skal. Þessir leikþættir eru efni til að vinna úr, og hafi sýning þeirra tekizt vel er það fyrst og fremst leikstjórunum að þakka. Raunar er þessi árang- ur, sem náðst hefur, að þakka öllum, er áttu hlut að þessari sýningu, þetta hefur verið æft upp á skömmum tíma, en allir hafa sem einn maður sett sér það eina takmark að gera eins vel og kostur var, t. d. má geta þess, að Partíið var að mestu æft um og eftir miðnætti, þar sem ókleift var að hóa saman öllum mannskapnum á öðrum tíma. Þessi sýning er með öðrum orðum ávöxtur lifandi og fölskvalauss áhuga á því sem við getum kallað í einu orði „teater”, annarleg sjónarmið liafa ekki átt upp á pallborðið hjá þessu ágæta fólki. LÆKNAR ÓTMÆLA I LÖGBIRTINGABLAÐINU, 56. árg„ 53. tölubl. 1963 er tilkynn- ing frá heilbrigðisstjórninni um veitingru héraðslæknisembættisins í Kópavogi. Að því tilefni gefnu, viH stjórn L. í. geta þessa: Um þetta embætti sóttu 8 héraðslækn- ar og sumir þeirra með langan embættisferil að baki, en enginn þeirra hlaut náð fyrir augum veit- ingavaldsins. Hinsvegar var emb- ættið veitt lækni, sem hafði valið sér annan verkahring en héraðs- Iæknisstörf, og þrátt fyrir það, að landlæknir legði til, að annar maður hlyti starfið. í heiðarlegrí keppni um embætti hlýtur það að teljast til sjálfsagðra mannrétt- inda, að sá hljóti það, sem til- kvaddur sérfróður aðili metur verðugastan. Með þessarí veitingu, sem hér um ræðir hefur ríkis- valdið enn einu sinni gengið á þennan rétt lækna. Er þess varla að vænta, að slíkt atferli hvetjl lækna til þess að gera sig faglega hæfa til ábyrgðarmikilla embætta og einnig ekki vænlegt til þess, að heilbrigðisþjónustan í Iandinu verði rækt með þeim bætti, sem bezt má verða. Fyrir þvx mótmæl- ir íslenzk læknastétt harðlega slíkri misbeitingu veitingavalds- ins, og er þeim mótmælum beint til núverandi ríkisstjórnar, sem og annara, sem hafa látið hæfni til viðkomandi embættisstarfa þoka fyrir annarlegum sjónarmið- um. Stjórn Læknafélags tslands. CASTRO KOMINN TIL RÚSSLANDS Kosningar á Italíu Frh. af 16. síðu. þess að kommúnistar styrktust í sessi. Kommúnistaforinginn Palmiro UMMM%%MMMM%MMM%*MM< Alþýðuflokks- félag Kópavogs ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Kópavogs heldur skemmti- fund í félagsheimilinu Auð- brekku 50 þriðjudaginn 30. apríl kl. 20,30. 1 .í Kvikmyndasýning. 2. Stutt ávörp flytja: Emil Jónsson, ráðherra. Guðm. í. Guðmundsson ráðherra. Ólafur Ólafsson læknir. 3. Dans. Fjölmennið. NEFNDIN. W%MtMM%%%M%%%%M%MMMMM Togliatti hefur reynt að afla flokki sínum fyigis með því að halda því fram, að ítalska stjórnin sé reiðu búin að ganga í kjarnorkuherafla NATO og þetta sé ekki í samræmi við hirðisbréf Jóhannesar páfa. í kosningunum 1958 fékk Kristi legi demókrataflokkurinn 12,5 milljón atkvæða (42,4% atkvæða). Þrátt fyrir orðróm um óeiningu í Kommúnistaflokknum er ekki tal- ið, að hann muni tapa miklu fylgi í kosningunum á morgun. Flokk- urinn hefur 1,7 milljón félaga inn an vébanda sinna og er stærstl kommúnistaflokkurinn í Vestur- Evrópu. í síðustu kosningum fékk kommúnistaflokkurinn 6,7 milljón atkvæða (22,7%). Þriðji stóri flokkurinn á Ítalíu er flokkur Nenni-sósíalista, sem fékk 4,2 milljón atkvæða (14,2% greiddra atkvæða) 1958. Aðrir flokkar eru /ný-fasistar, jafnaðar- menn, frjálslyndir, konungssinnar og Lýðveldisflokkurinn. Allir þessir flokkar fengu innan vi* 5% atkvæða í síðustu kosn- ingum. Sköllótt söngkona MENNTASKÓLANEMAR á Akur- eyri kynntu nýlega leikritið Sköll- ótta söngkonan eftir Eugene Ion- esko. Höfundur gaf leyfi sitt til frumflutnings verksins með einka- rétti á Akureyyi. Þetta er fyrsta verk höfundar- ins, sem sýnt er á Akureyri, en hér í Reykjavík hafa verið sýnd tvö leikrit. eftir þennan höf- und: Nashyrningarnir, sem sýndir voru í Þjóðleikhúsinu, og Kennslu stundin og Stólarnir sem bæði voru sýnd í Iðnó. Karl Guðmundsson, leikari, stjórnaði túlkun leikritsins á Ak- ureyri, en hann er jafnframt þýð- andi verksins. Flutningsmenn voru 6 auk kynnis: Kynnir var Gunnar Rafn, en flytjandi Rögnvaldur Hannes- son, Katrín Friðjónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Brynjar Viborg, Stef- ania Arnórsdóttir og Kristinn Jó- hannsson. Flutningurinn er sagður hafa tekizt vei, en Akureyringar áttu, að því er segir í Akureyrarblaðinu (Alþýðumanninum, erfitt með að átta sig á sjálfu leikritinu. FIDEL Castro, forsætisráðherra Kúbu, kom til Múrmansk í Sovét— ríkjunum í gærmorgun með sov- ézkri flugvél frá Havana. Anastas | Mikojan varaforsætisráðherra og aðrir háttsettir sovézkir embætt- ismenn voru mættir til þess að taka á móti honum. Castro mun ræða við Krústjov forsætisráð- herra í Moskvu. Tilkynnt var fyrir tæpum hálf- um mánuði að ákveðið hefði verið að Castro færi til Sovétríkjanna, en ekki var talað aftur um heim- sóknina fyrr en i gærmorgun er Tass-fréttastofan skýrði frá því að Castro væri kominn til Múrmansk. Moskvu-útvarpið hermir, að mik ill mannfjöldi hafi fagnað Castro á aðaltorginu í Múrmansk og hafi verið komið fyrir myndum af þeim Castro og Nikita Krústjov. Castro ávarpaði mannfjöldann og hélt á loft kenningum Marx og Leníns. Vestrænir fréttamenn eru þeirr- ar skoðunar, að tilgangm-inn með för Castros til Sovétríkjanna sé að jafna ágreining Rússa og Kúbu- búa er reis upp þegar rússnesku eldflaugarnar á Kúbu voru fluttar burtu, en Kúbustjórn var andvíg brottflutningnum. Ekki hefur verið sagt nánar frá heimsókn Castros, en hann mun taka þátt í hátíðahöldunum 1. maí í Moskvu. Castro kemur til Moskvu í dag og verður haldinn fjölda- fundur á Rauða torginu til þes3 að fagna honum. HAVANA: Frá því var skýrt i Ha- vana á laugardag, að 5 sprengjum hefði verið komið fyrir í olíu- hreinsunarstöð á Kúbu fyrir tveim dögum, en sprengjurnar ekki sprungið. Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa staðið að þessu, en þeir hafa borið þetta til baka. Kúbanskir útlagar segja, að þeim sé ekki kunnugt um þetta sprengjutilræði. — Bandariskur blaðamaður er sagður viðriðinn það. FÉLÖGIN HAFNA... Framh. af 1. síðu vera i miklum minnihluta í verka- lýðshreyfingunni í Reykjavík, svo sem í ljós kom á fyrrgreindum að- alfundi Fulltrúaráðsins. Stórum verra þykir þeim þó að una því að geta ekki, þrátt fyrir minni hlutann komið sínum flokksblæ á hátíðahöld verkalýðsins 1. maí, eins og þeir hafa reynt undan- farin ár. Að þessum ástæðum ein- um gera þeir nú vandræðalega tilraun til Þess að stofna til klófn- ings í röðum verkafólksins 1. mai. Launafólkið í Reykjavík er orðið langþreytt á yfirgangi og ofríki kommúnista í verkalýðsfélögunum og er staðráðið í því /1 hrinda oki kommúnista af þeim félögum, sem þeir enn ráða. Þetta er komm únistum orðið ljóst. Þess vegna hrópa þeir um „íhaldið”, sem sé að „ræna 1. maí“. Slík hróp stoöa þó ekkert. Launafólkið er stað- ráðið í því að endurheimta .wm- tök sín. Þetta hafa kommún / ir fengið að^reyn^ undanfarna daga, þegar þeir hafa reynt að tæla ein- stök félög til liðs við sig í sundr- ungariðjunni. Og þetta munu þeir sannfærast enn betur um 1. maí. Verkalýðsfélögin, sem hindruðu ofbeldistilraunir kommúnista gagn vart verzlunarfólkinu á aðalfundi Fulltrúaráðsins, eru staðráðin í því að fylkja sér um lögmætar á- i kvarðanir sínar, hvort sem komm | um líkar betur eða verr. Óskar Hallgrímsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 28. apríl 1963 .3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.