Alþýðublaðið - 28.04.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.04.1963, Blaðsíða 4
ÞEKKIR FRA HIN svokallaða stjórnmálayfir- lýsing flokksþings framsóknar inanna, sem lesin var í fréttum útv'4 psitw, — laom mörgnm spánskt fyrir sjónir. Hingað til hafa flokksþing yfirleitt teluó störf sín svo alvarlega, að þau hafa gert álylctanir um málifui og lýst stefnu viðkomanái flokks. Nú viráast framsóknarmenn ekki hafa hirt um slíkt, heldut hnoðað saman skömmum og svíviröingum um aðra og kalla það stjórnmálaályktun sína. — Þetta er gert til aö hylja þann sannleika, aö Framsóknarflokk- urinn hefur enga heildarstefnu, sem gæti komið í stað stjórn- ^rstefnunnar. Reiðilestur Ey- steins Jónssonar í útvarpinu og hin langa ræða hans á flokks- þingi'^u voru frekari sönnun hins sama. Ég hef hlustað á framsóknar menn tala á Alþingi allt þetta kjörtímabil. Þeir hafa flutt ýmsar tiliögur, en þær hafa flestar verið hrein og bein yfir t boð — eða svo andstæðar því, sem framsóknarmenn hafa sjálf ir gert í ríkisstjórn, að ekki ar hægt að taka þær alvarlega. Sem dæini um síðas.tnefndar tillögur eru nokkrar, sem miða aö lækkun vaxta. Fyrir fáum árum varð það hlutverk fra.n sóknarmanna, sem þá sátu í lík isstjórn að HÆKKA VEXTI. Þá sagði Steingrímur Steinþórs son, að útlán mundu geta vax- ið og sagði: „Mundu þeir, sem eftir eiga að rcisa íbúðarhús að sjálfsögðu leggja miklu meira upp úr því að geta fengið hærri lán, þótt vextir séu nokkru hærri“. , Svona tala framsóknarmenn, þegar þeir eru í stjórn. Hver getur svo trúað, að nokkur sann færing sé á bak við rausiö i þeim á móti vaxtapólitik núver andi stjórnar? Þar að auki vita menn, að lækki vextirnir vcru- lega, mundi sparifé mimika og útlán minnka, eins og Stein- grímur benti á. Einnig mundi gjaldeyrisforðinn og frjálsa verzlunin hverfa , en aftar koma vöruskortur, skömmtun cg svartur markaöur ásamt verzlunarhöftum. — Vilja kjós- endur Framsóknarfl. það? Þannig sést, við nánari at- hugun, að gagnrýni framsóknar manua ó peningapólitík stjórn- arinnar er ekki hægt að taka alvarlega. Þeir búa ekki til nýja stjórnarstefnu á þeim grund- velli. Skyldi Framsóknarflokkurinu þá rata „aðra leið“ á sviði ut- anríkismála, úr því svo er ekki í efnahagsmálum? — Auðvitað ekki. Þar er flokkurinn að Ieika . sama skollaleikinn og hann gerði fyrir kosningar 1946, 1911, 1953, 1956 og 1959. Hann þyk- ist vera feikna róttækur þjóð- ernisflokkur. Svo stendur hann að öllu saraan, þegar í ráðherra stóla *r komiðs Keflavíkursamn ing, ' Marshall-hjálp, Atlants- hafsbandalagi, varnarliði o. s. frv. Framsóknarinenn leggja á- herzlu á áróður um Efnahags- bandalagið og segja, að þeir vilji samninga (sem sé þjóðlegt og GOTT), en stjórnarflokkarn- ir vilji aukaaðild (sem sé óþjóð- lcg og VOND). Sannleikurinn í þessu máli er sá, að æðstu forustumenn Efna hagsbandalagsins í Brússel hafa enn ekki gert upp við sig, hvern ig þeir vilja haga aukaaðild eöa tollasamningum. Um þelta eru aðeins nokkrar aímennar setn- ingar í Rómarsamninguum, sem má túlka frá 1% til 99%, eins og sagt er. Úr því að æðstu ntenn Efna hagsbandalagsins vita ekki sjálfir, hvaða munur verður gerður á aukaaðild og tollasamn ingum, þegar til framkvæmd.ir kemur, er útilokað að Eysteinn viti það. Þess vegna er afstaða Framsóknarflokksins í þessu máli byggð á sandi. Hún cr tilbúin í áróðurskyni. Rikisstjórnin slúlur, að þessi liugtök eru ómótuð. Hún sér, að full aðild kemur ekki til greina og segir því: annað hvort auka aðild eða toUasamningur virð- ist vera leiðin, þegar þar að kemur. Ekki er hægt að kalla tilbó ,ð áróðursmál „aðra Ieið“. Fer þá að verða erfitt að finna, stefna Fr^msók;farllokksins í rauninni er, stefna, sem gæti komið í stað heilsteyptrar stjórnarstefnu. — Sannleikur- inn er þessi: Framsókn þekkir enga „aðra leið“. MINNING: PÁLMI INGIMUNDÁRSON Þó að ég sé fæddur og uppalinn á Snæfellsnesi hafði ég ekki komið til Grundarfjarðar fyrr en vorið 1956. Á stjórnmálafundi, sem þá var þar haldinn, tók ég eftir frem- ur lágvöxnum en gerðarlegum verkamanni á einum fremstu bekkj anna. Hann var fremur hörkuleg- ur á svipinn og sjáanlega ákveðinn í sínum skoðunum. Enda kom það í Ijós, þegar hann talaði síðar á fundinum. Hann mótmælti öllu afturhaldi og þröngsýni. Krafðist umbóta og framfara fyrir sitt byggðarlag og hét á menn til stór- ræða. Þetta var Pálmi Ingimundar- son, sem borinn verður til moldar á morgun. Pálmi var fæddur í Vestmanna- eyjum 11. febrúar 1904. Þar ólst hann upp og starfaði síðan til 1940 að liann fluttist til Reykjavíkur Um 1953 fluttist Pálmi svo vestur í Eyrarsveit, þar sem hann hefur búið síðan, fyrst að Höfða en síðan í Grafarnesi. Eins og flestir alþýðumenn á aldri Pálma, vann hann mikið aUa sína ævi, jafnvel miklu lengur en heilsan leyfði. Hendur verka- manna og kvenna í 50 ár, eiga drjúgan þátt í að móta það þjóð- félag, sem við nú lifum-í — lík- lega mestan. Hann var sjómaður framan af ævi, en vann síðan alla algenga verkamannavinnu. Pálmi var mikill talsmaður fyrir verka- lýðssamtökin og hafði brennandi áhuga á þeim málum. Þegar ég hafði fengið bréf frá vini mínum Pálma hefur það æv- inlega verið að benda á málefni, sem mættu verða til gagns. — Rit- höndin var óvenjulega stílhrein og falleg — rétt eins og hann hefði aldrei gert annað en að skrifa for- skriftir. Eftir því var rökfesta og mólflutningur. Pálmi og hans ágæta kona höfðu fyrir börnum að sjá. Ég geri ráð fyrir að einhvern tíma hafi verið þröngt í búi. En kjarkurinn brást aldrei og allt komst af. Ég hef fáum persónuleikum kynnst, sem eru sérstæðari en Pálmi Ingimundarson. Hann barð- ist fyrir lífinu við erfiðar kring- umstæður. Varð fyrir margs kon- ar óhöppum en sigraðist á erfið- leikunum. Þegar liann nú hverfur frá okkur ,er hann sigurvegari — ef að aðstæður eru metnar á rétt- an og sanngjarnan hátt. Ég sendi eiginkonu og aðstand- endum Pálma heitins mínar dýpstu samúðarkveðjur. Pétur Pétursson. Tilboð óskast um sölu á a. m. k. 7500- af gangstéttarhellum. Útboðslýsingar má vitja á skrifstofu vora, Vonarstræti 8. Innkaupastofnim Reykjavíkurborgar. TIUNGURSNEYÐ liefur ekki kom- ííið upp í Evrópu eftir seinni heims 'Etyrjöld. En sjúkdómar, sem stafa 'af skorti, eru enn almennir, með 'WPVí að lönd álfunnar eru fjir.'i t-ftví að vera jafnefnuð, og auk bess cr til fátækt og fáfræði í lönd- ■’wtan, sem eru vel á vegi stödd efna ‘‘Mhagslega, segir forstjóri Evróp i- . «krifstofu Alþjóðaheilbrigðismðia- 'ÆÍofnunarinnar (WHO), dr. Paul j. van de Calseyde, í boðskap, sem Miann birti i tilefni af Alþjóðaht .- ^firigðisdeginum, 7. apríl ‘sl. ’ Beinkröm (rakitis) er algeng am állá Evrópu einfaldlega vegna þess, að mæður vita ekki hvers konar smfatarræði hæfir bömum bezt. — Æama á við um skyrbjúg og alóð- teysi, sem enn eru alltíð. Mörg yJZ 28, apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ lönd hafa gefið skýrslur um van- höld og vöntunarsjúkdóma, '. d. jurtahvítuskort, pellagra, skort á C-vitamínum og járni, segir dr. van de Calseyde. Alþjóðaheilbrigðisdagurinn, 7. apríl var í ár helgaður efninu: „Hungur — sjúkdómur milljón- anna“, og var hann einkum mið- aður við ástandið í þróunarlöndun- um — helmingur jarðarbúa fær of lítið að borða, vegna þess að ým- ist er magn eða gæði matarins ófullnægjandi. En löndin, sem lengra eru á veg komin, hafa einnig sín næring arvandamál. Dr. van de Calseyde leggur áherzlu á, að lausnin á vandamálum vanhalda og rangr- ar næringar liggi fyrst og fremst á sviði úppfræðslu almennings og menntunar lækna og hjúkrunar- kvenna á þessum tiltekna v::t- vangi. Sé fáfræði að nokkru leyti or- sök vöntunarsjúkdóma í Evrópti, hvað á þá að segja um ofát og ieti? Þessi fyrirbæri eiga sök á hinum fjölmörgu tilfellum oífitu, -em læknar verða nú að fást við. Þau stuðla líka að alvarlegustu sjúk- dómum í Evrópu, lijarta- og æóa- sjúkdómum. í löndum, sem búa Við góð Iífs kjör er offita algengasti .næring- arsj úkdómurinn og á meiri sök á vanheilsu manna en samanlagðir þeir sjúkdómar, sem stafa af bæti efnaskorti. Það er sérstaklega eft irtektarvert, að offita meðal barna og unglinga færist stöðugt í vöxt í öllum löndum Evrópu. Tilboð óskast um allmikið magn af stálpípum og suðu- beygjum til hitaveituframkvæmda. Útboðslýsinga má vitja á skrifstofu vora, Yonarstræti 8. Innkaupastofnim Reykjavíkurborgar. Tilboð óskast í raflögn og símalögn í vöruskemmu Reykja- víkurhafnar á Grandabryggju. Útboðslýsingar má vitja á skrifstofu vora, Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.