Alþýðublaðið - 28.04.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.04.1963, Blaðsíða 8
i AS ofan em svipmyndir úr kvik myndinni. JÓN S. JÓNSSON: ' SÍÐLA í septembermánuði 1957 hófust í Winter Garden Theater í New York sýningar á söngleik, sem ólíkur var öllu öðru er sést hafði á leiksviði í þessari stórborg. Söngleikurinn „West Side Story”. Hann var hafinn til skýjanna af gagnrýn- endum, en margir hverjir álitu hann marka tímampt í þessu stað bundna bandaríska listformi. ,.West Side Story” er að mörgu leyti , frábrugðinn öðrum söng- leikjum, sem á ensku eru nefndir „Musical Comedy.” Þróunarsaga bandaríska söngleiksins er meir en aldar gömul, en það var fyrst á seinasta tug 19. aldar, að farið var að nota nafnið „Musieal Co- medy,” og þá til aðgreiningar frá óperum og óperettum. „West Side Story” er fyrsta „Musical Drema” sem skrifað er vestra. Efni leiksins er í aðalatriðum hin ódauðlega ástarsaga um Rómeó og Júlíu, færð í nútíma búning, leiksviðið er nialbikuð stræti og múrsteins kumbaldar fátækra- hverfis í stórborg. Höfundar : þessa verks eru allir þekktir leik- | húsmenn vestra. Arthur Laurent ! heitir höfundur bókarinnar. Með- ■ al fyrri verka hans eru: „Fædd í gær,” „The Snake Pit,” og „Anastasia.” Dansamir, sem eru | veigamikill þáttur söngleiksins, ! eru samdir af Jerome Robbins. Hann er upphafsmaður að nýrri tegund af ballet í Bandaríkjunum sem nefnist ýmist „Modern Bal- let’ eða „Juan Ballet.” Robbins hefur .stjórnað mörgum ballet flokkum í Bandaríkjunum og víðar, en árið 1958 stofnaði hann sinn eigin flokk: „Ballets U. S. A.” Flokkur þessi, sem ferðast hefur víða um heim, dansaði hér í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Höfundur tónlistarinnar er Leonard Bernstein. Hann er lík- lega einn fjölþættasti persónu- leiki á sviði tónlistarinnar í Bandaríkjunum í dag. Á okkar tímum sérhæfingar, hefur Bem- slein algjörlega neitað að tileinka ein'nverri einni listgrein eða starfi hæfileika sína. Hann er tónskáld, hljómsveitarstjóri, konsertpían- isti og afbragðs fyrirlesari. Með- al Verka hans, sem tónskálds era, tvær sinfóníur, ópera, mörg kam- mer verk og þrír söngleikir fyrir utan „West Side Story”. Fyrsta sigur sinn sem hljómsveitarstjóri vann hann kvöld eitt 1943, er Bruno Walter ótti að stjóraa New York Philharmonic hljómsveit- inni, en varð ■ skyridilega veikur. Bernstein var fenginn til að hlaupa í skarðið og gerði það með myndugleik að sögur segja. Bernstein var fyrsti innfæddi Bandaríkiamaðurinn er boðið var að stjórna La Scala Óperunni í Milanó, og er einnig sá. fyrsti inn- fæddi sem skipaður hefur verið í það starf, sem hann nú hefur, tónlístarstjóri og hljómsveitar- stjóri New York Philharmonic. Júlíu og spurði hvort ekki væri möguleiki á að bregða nýju ljósi yfir þennan aldagamla ástarharm leik. Robbins lagði sitt hárlitla . höfuð í bleyti og kom upp með hugmynd sem átti eftir að velt- ast milli nokkurra manna í ára- tug áður en hún kæmi fyrir al- mennings sjónir á leiksviði, að umskapa Rómeó og Júlíu sem ísland hefur tæplega 5 íbúa á hverja fermílu. Puerto Rico.Jaúar eru af spönskum uppruna ea í dag er þar allmikið af negrum og múlöttum. Síðan 1898 hefur eýjan að meira eða minna leyti‘"Verið undir bandarískri stjórn. Fólks- fjölgun eyjunnar er alvarlegt vandamál og hafa tugþúsandir flykkst til Bandaríkjanna og þá aðallega til New York Puerto Ri- co búar hafa lagt undir sig heil hverfi í vesturhluta borgarinnar, og ýmis illleysanleg vandamál hafa þar skapast. Það er ekki í verkahring list- sköpunar að leysa þjóðfélagsleg vandamál, og engin tilraun er heldur gerð til þess í „West Side Story”. Þar er einungis 'reynt að vekja athygli umheimsins á vandamálum. sem skapast geta í „vesturhluta”. hvaðp. stórborgar sem er. í hugleiðingum sínum um sköp unarsögu þessa söngleiks,; segir Robbins: „Þetta er ekki ópera og heldur ekki venjulegur söngleik- ur. Verkið tekur til meðferðar líf vandræða únglinga sem er likast því að þeir búi í hraðsuðupotti. Þeir lifa við eilífa spennu, eru fullir af orku sem þeir hvorki vita hvernig má beizla né hleypa út. Aðeins 20 ,blokkum’ frá skrif- stofu minni í New York fann ég heim sem var mér áður ókunnur. Strætin eru skuggalegri, öll skilti eru á spönsku og fólkið lif- ir lifi sínu á gangstéttunum. — I Meðan verkið var að skapast í huga mínum, fór ég á „umráða- i „Musical Drama.” Vettvangur j „West Side Story” er New York í stað Verona. Árekstrar milli Capulets og Mantagnes umskap- ast í „landamærabaráttu” milli nýinnfluttra Puerto Rico búa og hinna innfæddu. Hin fræga „bal- cony scene” er leikin í hruna- stiga að húsabaki, og í stað Róm- eó og Júlía, nefnast elskendurn- ir Tony og Maria. Hann er af pólskum ættum, en hún er frá i Puerto Rico. Puerto Rico er lítil eyja á mörkum Atlantshafsins og Kar- íbahafsins. Að stærð er eyjan j tæplega einn tíundi af íslandi, en fólksfjöldinn er u.þ.b. tvær og ! hálf milljón. Eyjan er eitt þétt- býlasta land jarðarinnár. með rúmlega 700 íbúa á fermíluna. Til samanburðar má geta þess, að Leonard Bernstcin Jerome Robbins er leiklistar- kénnari jafnframt því að vera , balletdansari. Ungur leiknemi Maria (Natalie Wóod) og Tony(Richard Beymer), sém fara með kom eitt sinn að máli við hann aðalhlutverkin í kvikmyndinni. að lokinni æfingu á Rómeó og Jerome Robbins svæði” unglinganna, ræddi við fyrirliða og félagsmenn og sótti dansleiki þeirra. Eg öðlaðist þarna þá hörmulegu vitneskju, að þessir unglingar álitu sig fædda inn í þá verstu veröld sem hugs- azt gat, og að það sem mestu máli skipti væri að lifa stutt en vel.” Þeir álíta það lífsnauðsyri að bindast samtökum og „eighast” hluta af ömurlegu stræti í sóðá- legu fátækrahverfi. Einstakir eru þeir ekkert, en sameinaðir í „gang” fyllast þeir stórkostlegri öryggistilfinningu. „Þetta er okk- ar heimur! Haltu þér fyrir utan hann. Við höfum svörin, við þörfnumst þinna ekki — því fyrr sem þú skilur það, því fyrr ,,fattr arðu" fyrir okkur.” „West Side Story” er „sterk” nútíma saga og eins fersk og for- síðufréttir morgundagsins. Það tók Robbins sex ár að santí færa Laurents og Bernstein um ágæti hugmyndar sinnar og fá þá til að skrifa söguna og semja tónlistina. Enn átti eftir að líða g 28. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.