Alþýðublaðið - 28.04.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.04.1963, Blaðsíða 1
44. árg. — Sunnudagur 28. apríl 1963 — 95. tbl. VarSskip og landhelgisbrjótur rákust á: FURDULEGUR ELTINGALEIKUR ER VARÐSKIPIÐ Óðinn var á eftirlltsferð snemma í gærmorg- iu í Meðallandstyipt, kom það að litlum togara, sem var að veiðum fyrir innan mörkin við Skaftár- ósa. Var hann að taka inn trollið, er varðskipið kom á vettvang. — Hafði skipstjórinn engin umsvif, lét höggva á vírana og sigldi til hafs. Togari þessi, sem er keldur lit- ill, reyndist vera frá SkoUandi. Varðskipið elti hann, og reyndi að AFXI netabáta í Vestmannaeyjum hefur verið sáralítlll að undan- förnu. Eru margir bátar þegar hættir á netum og farnir annað hvort á síld eða línuveiðar, en þar er þá sögu að segja, að veiðin er ekki mikið betri. Aftur á móti hafa netabátar, gerðir út frá R- vík aflað ágætlega að undanförnu, og í fyrradag fengu fimm bátar þaðan yfir 20 tonn í róðri. Voru það þessir bátar: Ásgeir 31 tonn, Skagfirðingur 20, Freyja 20, Hannes Lóðs 20 og Hafþór 25 tonn. — Akranessbátar hafa veitt sæmilega í net að undanförnu. Er afli netabáta þar heldur að glæð- ast. Á föstudaginn komu 150 topn af netafiski á land og lögðu þá 12 bátar upp. Anna var hæst með 39 tonn, og þar næst kom Sigrún með 27 tonn. hafa samband við togaramenn í gegnum senditækin, en enginn svaraði. Er blaðið fór í prentun í gær, sigldi Óðinn enn með togar- anum, sem hvorki vildi stöðva eða tala við varðskipsmenn. Skömmu eftir að eltingaleikur- inn hófst, sigldu skipin svo nálægt hvort öðru, að árekstur varð. Bæði skipin skemmdust nokkuð, en þó ekki svo, að eltingaleikun.nn gæti ekki haldið áfram. Varðskipsmenn vildu ekki gera tUraun til að iara um borð í togarann og ekki hafði verið skotið nema aðvörunarskot- um að honum, - Brezka eftlrliteskipið Palliser var látið vita um atburð þennan og um klukkan fjögur í gær, var það á leið á staðinn og átti að reyna að fá skipstjórann til að gefa sig með góðu. KOSNINGABANDALAG kommúnista og svokallaðra Þjóðvarnarmamia er ein mesta hrákasmíð, sem um getur í íslenzkri stjórnmálasögu. A fundi Þjóðvarnarmanna, þar sem rótt áttu á fundarsetu um þrjá- tíu manns, mætti ekki helmingur. Af þeim greiddu átta já-atkvæði með bandalagi við kommúnista, en f jórir greiddu atkvæði á móti. Þessir átta menn sömdu svo við kommúnista xun Gils og Berg, og miðstjóm kommúnista samþykkti. Flokksfélag kommúnista í Reykjavík felldi listann, en miðstjórnin lét ákvörðun sína standa í trássi við vilja meirihluta flokksmanna sinna. Málfundafélagi jafnaðarmanna, s em talið var að hefði myndað Alþýðu bandalagið. en flestir hafa nú yfirgefið, hefur ekki þótt taka því að boða til neiris firndar. Listinn í Reykjavík er því settur fram gegn vilja meiri- hluta Félags Þjóðvamarmanna og gegn vilja meirihluta Sósíalistaflokksins. Ekki hefur tekið betra við í Reykjaneskjördaémi. Attmenningarnir og miðstjóm kommúnista samþykktu Gils Guðmundsson sem efsta mann á listanum. En flokksfelögin í kjördæm inu hafa ekki samþykkt hann, mörg hafa meira segja fellt hann. En hann er settur fram þrátt fyrir það. Ekki er liðið sigurstranglegt, þegar lagt er af stað í krossferðina — og þannig mun ferðin verða. ÖIIu ömurlegra ásigkomulag er varla hægt að hugsa sér. KLOFNINGSTILRAUN KOMMA 7. MAÍ: íW? &ú ttmMS 2 • GEYSIMIKIL sala er á plöt- unni „ALL STAR FESTI- VAL“, sem nú er seld til hjálpar muðstöddu flAtta- fólki um allan heim. Var sala hafin á hljómplötunni í R- vik í gær, og um hádegið var upplagi'ö, sem til landsins hafói komið, næstum á þrot- um og búið' að panta mörg hundruð eintök til viðbótar. Eins og kunnugt er, flytur platan söng margra v insæl- ustu söngvara í lieiminum í dag. Hún er mjög skemmti- leg og girnileg eign, auk þess, sem allir ættu að sjá sóma sinn í því að styrkja göfugt málefni. „All Star Fesíiv»l“ fæst í öllum hljóðfæraverzl- unum. Hún er hæggeng, 12 laga og kostar aðeins 250 lr.\ eða 20% minna en aðrar á- líka plötur. KOMMUNISTAR skrifuðu for- mönnum allra 39 verkalýðsfciag- anna í Reykjavík og boðuðu pá til fundar um hátíðahöldiu 1. maí, enda þótt þeim væri kuunugt um það, að stjórn Fulltrúaráðs verka- Iýðsfélaganna væri að undirbúa hátíðahöldin. Þannig reyndu komm únistar að kljúfa verkaiýðssam- tökin í Reykjavík í sambandi vð undirbúning hátíðahaldanna. Ea klofningstilraunf g hlaut litlar uni- irtektir. — Aðeins þau félög, er kommúnistar stjórna, tóku boói au. Blaðinu barst í gær eftíl-farmdi frá Óskari Hallgrímssyni, forrn. Fulltrúaráðsins: Kommúnistar hafa orðið þess greinilega varir undanfarna daga, að tilraun þeirra til þess að sundra verkfólkinu 1. maí, er almennt fordæmd. — í vonbrigðum sínum dunda þeir við að útbúa alls konar kynjasögur. Þannig heldur Þjóð- viljinn í gær því frain, að fulltrúa ráðið hafi neitað „1.»maí-nefnd verkalýðsfélaganna“ úm kröfu- göngugögn. Hér er eins og vænta má um algjöra skröksögu að ræða. í fyrsta lagi er engin 1. maí-öefnd verkalýðsf^laganna til, þar sem engin slík nefnd hefur verið kos- in. í stað nefndarkosningar ákvað aðalfundur fulltrúaráðsins að fela si(jórninni al|aiv undirbúning 1, mai að þessu sinni. í annan stað hefur fulltrúaráðinu ekkert erindi borizt um afnot af eignum full- trúaráðsins. Hins vegar talaði Eðvarð Sig- urðsson við mig í síma og spurði hvort „við“ gætum fengið lánað- ar þær kröfur, sem fulltrúaráðið ekki notaði sjálft. Aðspurður um hverjir þessir „við“ væru, gaf hann engin svör. Síðan, er ég hafði flutt stjóm fulltrúaráðsins bo'ð Eðvarðs, óskaði stjórnin eftir formlegri beiðni, þar sem staðfest væri hverjir stæðu að þessari ósk. Var þeim tilmælum komið á framfæi'i við Eðvarð Sigurðsson af framkv. stjóra fulltrúaráðsins, Þorsteini Péturssyni. Einhverra hluta vegna hafa samherjar Eðvarðs í sundr- ungariðjunni ekki kosið að koma fram í dagsljó.^ið. — Að minnsía kosti hefur fulltrúaráðinu engin formleg beiðni borizt, og stjórn- in því hvorki getað samþykkt hana né hafnað. Á hitt skal ekki dregin dul, að min persónulega skoðun, sem ég lét í ljós við E. S í fyrrgreindu símtali, er sú, að það sé hámark ósvífninnar, þegar þeir menn, sem lýsa því yfir sem ásetningi sínum að hafa að engu löglegar og lýð- ræðislegar ákvarðanir Fulltrúa- ráðsins, fara á sama tíma fram á að fá afhentar eignir þess sama Fulltrúaráðs. Kommúnistar eiga að vonum erfitt með að sætta sig við það að Framhald á 3. síðu. íháldslistinn ekki birtur í Vesturlandi VESTUKLAND, blað íhalds- ins á Vestfjörðmn er enn ekki farið að birta fram- boðslista Sjálfstæðisflokka- ins í Vestfjarðakjördæmi. Er ástæðan sú, að Matthías Bjarnason, sem varð undir í viðureigninni við Þorvald Garðar, ræður algertega yfir blaðinu. En Þorvaldur hreppti annað sæti á listan- um eftir hörð átök við Matt- hías 'sem lyktaði þannig, að Þort aldur hlaut eins atkvæð is meirihluta. Er mikil ólga á ísafirði út af úrslitunum. Högni Torfason fyn-um fréttamaður útvarpsins ''var ráðinn ritstjóri við' Vestur- land og erindreki Sjálfstæð- isflokksins, en hann liefur ekki fengið að koma nærri blaðinu ennþá. Sjálfstssðis- flokkurinn á einnig húreign- ir á ísafirði og stóð til að Högni fengi þar íbúð en ekki liefur það heldur orðið þar eð' Matthías Bjarnason ræð- ur yfir þeim eignum og hef- ur ekki „meðtekið” Högna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.