Birkibeinar - 01.05.1913, Side 7

Birkibeinar - 01.05.1913, Side 7
BIRKIBEINAR 39 gert af því, sem Einar Þveræingr bauð mestann var- ann á, þar til er þeim tókst að koma þjóðinni undir erlent vald. Sem vænta mátti gerðu þetta meinsvar- ar, morðingjar og brennivargar og keyptir konungs þrælar. Sú ánauð hefir eigi ennþá gengið eða horf- ið af þessu landi. Samanburður þjóðanna verður því þessi: Báð- ar voru vopndjarfar og hraustar. Rómverjar voru löghlýðnir, Islendingar ólöghlýðnir; Rómverjar vóru dáðrakkir og óeigingjarnir ættjarðarvinir, íslendingar eigingjarnir ofstopamenn, sem létu heill alþjóðar sig engu skifta; Rómverjar voru þrautseig metnaðarþjóð, Islendingar höfðu engan þjóðarmetnað og ótryggir mönnum og málefnum. Rómverjar vóru framsýnir stjórnvitringar í öllum viðskiftum sínum við aðrar þjóðir og þjóðtlokka, bæði um stjórnarfar og engu síður um samgöngur og verzlun. Islendingar voru skammsýnir í viðskiftum sínum við aðrar þjóðir, bæði um stjórnarfar og um samgöngur og verzlun. Þó má með sanni segja, að fyrirhyggja þeirra var meiri um stjórnarfar, en um hin atriðin. Því að jafnvel þá er þeir létu ginnast til að ganga undir konung í öðru landi, áskildu þeir sér meira sjálfstæði en frels- isgarpar nútímans margir hverjir dirfast að hugsa, hvað þá heimta oss til handa. Hefði við það mátt bjargast, hetði þeir séð um að sér yrði máttigt að halda á rétti sínum eftir ganda sáttmála. En í því sýndi sig skammsýni þeirra, er þeir létu skipastól sinn falla og aðra draga verzlun landsins úr hönd- um sér. Þess vegna varð það til svo lítils gagns, þótt ill meðferð skapaði nokkru meiri samheldni, þegar þeir urðu loks sjáandi og skildu, hvað erlent vald var. Þvi að þá sátu þeir sem fangar í um- flotnu landi, af þvi að þeir áttu engan kost skipa. og svo er enn1). Fyrir því mátti dreita þá inni og svelta þá sem melrakka í greni — og svo er enn. Samanburður afdrifanna er þessi; Rómverjar, í upphafi þorp hjarðmanna, sökudólga og landshorna- manna, urðu stórveldi á 480 árum, Islendingar, í upphafi frjáls og auðug höfðingjaþjóð, urðu háðir er- lendum konungi eftir 390 ár. Og þótt þeir væri að lögum fullvöld þjóð, höfðu þeir fjötrað sig þeim or- sakaböndum, að þeir máttu eigi losast. Því urðu þeir að bráð erlendri óstjórn og mangararusli eftir jafnlangan tíma, sem Rómaborg þurfti til þess, að verða einvöld drotning allra landa við Miðjarðarhaf og víðar, sú drotning, er hildingum á hálsi stóð. Fróðlegt væri og að hera saman mannvit, gáfna- far, lærdóm, menning, ritsnild og skáldfrægð þessara þjóða. Mundi sá miklu geðfeldari, en hann liggur fyrir utan umtalsefni mitt í kvöld. Hefði forfeður vorir vitað afleiðingarnar af at- ferli sínu, þá mundu þeir heldur hafa kosið aðferð Rómverja. En þeir sáu þær eigi. Oss er þar á móti auðgert að sjá þær. Það er oft mælt, að auð- velt sé að vera vitur eftir á. Látum þá nú sjá að oss verði það auðvelt. — Forfeður vorir gerðu sér eigi ljóst, að þeir ætti hættulega óvini. en vér vitum það. Vér sjáum, hver þjóðfjandi sundurlyndið hefir orðið, vér lítum réttum augum á leigða morðingja þeirra Snorra Sturlusonar og Jóns Arasonar. Oss ætti því að vera innan handar að forðast sundur- lyndi og að gjalda slíkum flugumönnum sem þeir voru Gizur og Daði rauðan belg fyrir gráan. Vér vitum að nú eru skæðustu stríð háð með fé og að vér eigum í hættulegu stríði. Svo var og fyrr, en menn vissu það eigi þá. Fyrir því vopni féllum vér fyrr, þótt því væri þá mest beitt óvitandi, en nú vit- um vér, hversu hiturt það er. Og nú er því beitt víssvitandi, enda mundi þeim mun skeinuhættara, ef enginn héldi skildi fyrir oss. En vér sjáum nú, hvert háskavopn er að oss reitt, og ættum nú að kunna að vera vitrir eftir á. Margt heldur til þess, að forfeðrum vorum var vorkunn, þótt illa tækist, en oss er engi vorkunn. Vor eigin saga sýnir oss ljóst, hvað vér eigum ekki að gera, saga Rómverja, Breta ofl., hvað vér eigum að gera. Það er þá fyrst, að nútíminn er engu meiri friðartími en hinar fyrri aldir, þá er vegið var með sverðum og spjótum, eða öðrum vopnum. Lifið er enn sem fyrr barátta allra við alla. Vopnaburður- inn einn er að nokkru breyttur, þvi að ofbeldið hít- ur nú eigi í skjaldarrendur, heldur beitir það nú gulli og silfri eður öðrum auði til þess að spekja eður hefta lítilmagnann, svo að það geti sogið blóð hans. Hins ber oss eigi siður að minnast, að fátækur fjöld- inn hefir nú fundið vopn, sem vel bítur. ef drengi- lega er á hatdið. Þetta vopn er samtök og sam- vinna. Vér höfum eigi auðinn að vopni og megnum eigi ofbeldisverk að vinna. En vér þurfum að verj- ast þeim, og til þess höfum vér völ eins vopns og einskis annars. Þetta vopn er samvinna. Hér á landi hafa orðið miklar framfarir siðan verzlun varð frjáls, og vér fengum ráð yfir fjármál- um vorum. En oss fer þó sem manni einum, er bygði nýtt hús á gömlum og ónýtum undirstöðum. 1 Birkib. III ár, bls. 9-29.

x

Birkibeinar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.