Breiðablik - 01.05.1907, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.05.1907, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK sé fylgfi léð. Hver bregður fæti fyrir annan og gleymir sameigin- legum óvin. Svo fáir annars bræð- ur í leik. Látum oss hrópa fagran leik út yfir allan völlinn. I öllum ágrein- ingi, hvort heldur í stjórnmálum, eða í trúmálum eða hverju sem er—, ætlum aldrei hvor öðrum ilt. Leitumst aldrei við að vekja draug tortrygninnar gegn andstæðingi vorum. Það er ófagur leikur. En látum drenglyndi, sanngirni, bróð- urhug vera auðsætt hvertsinn sem knetti er kastað eða ör skotið að marki. Látum viðkvæðið verða út um allan íslenzka þjóðlífs-völlinn: Fagran leik ! HUGSJÓNIR MENTADRA MANNA. TALAÐ er oft um markmið mentunarinnar, — og þó ef til vill ekkinóguoft. Flest- um kemur saman um, að gallinn á mentunarfærum þjóðar vorrar sé það, að ekki hafi verið komið auga á hið sanna markmið mentunar- innar. Hvað er það? I hveriu er það fólgið ? Það er í því fólgið,segja margir, að öðlast breiðan þekkingargrund- völl. Saga og reynsla liðinna tíma sé bezti grundvöllurinn fyrir manninn að byggja ofan á. Víð- 183 tæk þekking veitir manninum breiðan og frjálsmannlegan sjón- deildarhring. Hún hjálpi honum til að gjöra réttar ályktanir og fella rétta dóma. Þýzkaland, skólalandið mikla, hefir fært markið ofar. Það er eigi nóg að fá almenna þekking á svo og svo mörgum hlutum, því hún getur aldrei orðið nema lítil. Hún er að eins fyrsta stig mentunarinn- ar. Markmiðið er að verða lærð- ur maður í einhverri sérstakri grein þekkingarinnar. Að leggja fyrir sig eitthvað eitt, þótt það í sjálfu sér sé ekki nema lítið atriði, og afla sér svo eins fullkominnar þekkingar á því atriði og frekast er auðið, hefir um all-langan tíma verið markmiðið í huga mentaðra manna, er þess hafa átt nokkurn kost. Nú er enn verið að færa markið ofar. Það er á það bent, að hið eiginlega markmið mentunarinnar geti alls ekki verið í svo og svo miklum lærdómi fólgið eða sér- þekking. Þó sérþekkingin sé nauðsynleg, fer hún oft illa með manninn. Hún gjörir margan vel gefinn mann að þröngsýnum sér- vitring. Hún þurkar oft göfug- ustu drætti mannlegs eðlis út og breytir honum í drambsaman sér- gæðing. Markmið sannrar mentunar eru menn nú farnir að álíta íþvífólgið að verða sem beztur og viljugast- ur þjónn. Þjónsmyndin er að verða fullkomnunarhugmynd skólanna.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.